Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987.
7
Fréttir
Mjólkurbill biður þess albúinn að flytja vatn til bænda í Borgarfirðínum.
DV-mynd Sigurjón Gunnarsson
Vatnsskortur í Boigarfirði:
Vatn flutt til bænda
með mjólkurbílum
Sguijón Gurmaissan, DV, Borgamesi;
Víða hefur borið á vatnsskorti í Borg-
arfirði í sumar og haust og hefur orðið
að flytja vatn á tankbílum Mjólkur-
samlagsins upp í hérað til þess að
bjarga þeim málum.
Einna verst heíur ástandið verið í
Borgarhreppi. Borgarhreppur er næsti
hreppur við Borgames og í hreppnum
er víða erfitt með vatnsöflun. Ekki
bætti einmuna veðurblíða sumarsins
úr skák en vegna mikilla þurrka hefur
grunnvatnsstaða lækkað til muna og
er nú óvenju lág. Af þessum sökum
hefur orðið að flytja vatn til nokkurra
bæja með tankbflum.
Að sögn Halldórs Brynjúlfssonar,
stöðvarstjóra hjá biíreiðadeild kaup-
félagsins, hefur verið töluvert um
vatnsflutninga nú í sumar og þá aðal-
lega upp í Borgarhrepp. Þá hefúr
ástandið verið jafiivel enn verra í sum-
arhúsum Iðju í landi Svignaskárðs.
Þangað hefúr stundum þurft að flytja
þrjá bílfarma af vatni á dag.
Nú mun sjá fyrir endann á þessum
vatnsflutningum í Borgarhreppinn því
verið er að leggja vatnslögn frá Bor-
gamesi upp í Borgarhrepp og nær hún
að Eskiholti.
•Jafnframt þessu er í Borgamesi ve-
rið að athuga með frekari vatnsöflun
og er þá einkum leitað fanga yfir fjörð-
inn því í landi Borgamess og Borgar-
hrepps er lítið um lindir og góð
vatnsból.
Útreikningar á vísrtöluíbúðinni í Reykjavík:
Ný meðalíbúð
í blokk kostar
3,7 milljónir
- markaðsverðið virðist allt að HáHri milljón hærra
Samkvæmt útreikningum Hagstof-
unnar á byggingarkostnaði „vísitölu-
húss“ virðist ný meðalíbúð í fjölbýlis-
húsi í Reykjavík kosta 3,7 milljónir
króna um þessar mundir. Þama er um
að ræða 350 rúmmetra íbúð í 10 íbúða,
fjögurra hæða enda í þriggja stigahúsa
blokk. Markaðsverð á íbúð í Reykja-
vík af þessu tagi virðist vera um hálfri
milljón krónum hærra.
Útreikningi Hagstofunnar er skipt í
13 aðalliði og margir þeirra sundur-
greindir nánar. Ennfremur er kostnað-
inum skipt á þrjá áfanga, þessa
venjulegu, íbúðin fokheld, síðan tilbú-
in undir tréverk og loks fullgerð með
lóð.
Kostnaðarskiptingin er þessi í aðal-
atriðum: Vinnuliðir em 34,7% eða
1.284 þúsund krónur, efnisliðir 34,8%
eða 1.288 þúsund krónur, blandaðir
húsasmíðaliðir, vélavinna, akstur,
uppfylling og ýmislegt 18,1% eða 670
þúsund. Þá em teikningar reiknaðar
4,1% eða 152 þúsund krónur, frágang-
ur lóðar 3,8% eða 141 þúsund og loks
opinber gjöld 4,5% eða 166 þúsund
krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá nokkr-
um fasteignasölum í borginni fæst
sambærileg íbúð nú á 3,1-3,4 milljónir
króna tilbúin undir tréverk og með
jafriaðri lóð. Varlega reiknað vantar
þá um 800 þúsund krónur til þess að
fullgera íbúðina og fer verðið þá upp
í 3,9-4,2 milljónir. Þess ber að geta að
skrifstofukostnaður og fjármögnunar-
kostnaður á byggingartíma er ekki
reiknaður í vísitöluíbúðinni.
-HERB
Jóhanna vill
500 milljónir
- í skuldbreytíngu húsnæðislána
Þessar vikumar standa yfir viðræð-
ur milli félagsmálaráðuneytis og
viðskiptaráðuneytis um úrlausn
vandamála þeirra sem tóku hús-
næðislán síðustu árin fyrir nýja kerfið.
Ætlunin er að fá bankana til liðs við
að skuldbreyta lánum upp á 400-500
milljónir króna.
Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir, segir að ráðgjafar
Húsnæðisstofnunar hafi skoðað vanda
misgengishópsins svokallaða sem lenti
í þvi að lánskjaravísitalan hljóp langt
fram úr kaupgjaldsvísitölunni. Einnig
hafi þeir athugað vanda þeirra sem
fengu lán þar á eftir og fram að nýja
kerfinu og hafi hann reynst ekki
minni.
Ráðherrann segist leggja áherslu á
að þetta fólk fái sem allra fyrst vitn-
eskju um hvaða úrlausn því standi til
boða.
-HERB
Fiskskorturinn á Bandaríkjamarkaði:
Coldwater Seafood
kaupir blokk
fiá Nýhindnalandi
- til að bjarga því sem bjargað verður segir Pétur Másson
Fiskskorturinn hjá íslensku fisk-
sölufyrirtækjunum í Bandaríkjun-
um er orðinn svo mikið og alvarlegt
vandamál að þeir sem lengst hafa
starfað hjá fyrirtækjunum muna
ekki annað eins.
„Það er rétt að við höfum keypt
blokk frá Nýfundnalandi til að
bjarga því sem bjargað verður. Fisk-
urinn í þessari blokk er mjög góður
og ekki lakari en blokkin firá Is-
landi. Aftur á móti eru flök frá
Nýfúndnalandi lausari í sér en flök
frá íslandi enda höfum við ekki farið
út í að kaupa þau,“ sagði Pétur
Másson hjá Coldwater Seafood
Corporation í samtali við DV.
Pétur sagði að það sem hefði bjarg-
að því að fisksölufyrirtækin misstu
ekki viðskiptavini í stórum stíl væri
að keppinautamir, Kanadamenn og
Norðmenn, hefðu líka haft úr litlu
magni að spila í sumar. Hann sagði
að ef haustveiðar Kanadamanna
gengju vel væri hætta á ferðum.
„Jafnvel þótt íslenski fiskurinn sé
viðurkenndur sem besti fiskurinn á
markaðnum munu viðskiptavinir
okkar snúa sér annað ef engan fisk
er hjá okkur að fá,“ sagði Pétur.
Hann bætti því við að ef svo héldi
fram sem horfir væri fiskmarkaður-
inn í Bandaríkjunum í verulegri
hættu, á þvi léki enginn vafi.
-S.dór
KRUMPAÐUR?
xnapressur
Rafnnagns
- Það er óþarfi.
Þú hengir buxurnar í Elfa buxnapressuna og þær eru tilbúnar eftir 20.
mín. pressaðar og fínar. Pressan slekkur sjálf á sér. Sáralítil raf-
magnseyðsla.
Opið laugardaga kl. 10-16.
/■/■ Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28, símar 91-16995, 91-622900.