Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. 31 ekki snert á knetti - og Atii og lárus verða á bekknum Sigurður Bjömsson, DV, V-i>ýskaland' Ásgeir Sigurvinsson hefur aðeins hlaupið á æfingum hjá Stuttgart í þessari viku. Hann heíur algjörlega látið knött eiga sig. „Ég finn ekki fyrir neinum verk,“ sagði Ásgeir. Það er enn óvíst hvort hann leiki með Stuttgart í Hannover á laugardaginn. Það verður ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leik- inn. Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson verða á varamannabekknum, þegar lið þeirra Uerdingen og Kaiserslautem leika um helgina. Forseti Kaiserslautem kallaði á leikmenn félagsins saman á fund i gær, þar sem slæmt gengi Kaiserslautem var rætt Félagið leikur gegn Bochum á morg- un. Stórleikur helgarinnar verður leikur Köln og Bayem Miinchen í Köln. Uppselt er á leikinn, sem segir að um 60 þús. áhorfendur verða þar samankomnir. Udo Lattek, fyrr- um þjálfari Bayem, er nú tæknilegur ráðgjafi hjá Köln. Hannover hefúr hætt við að kaupa mark- vörðinn U!i Stein frá Hamburger. í staðinn keypti félagið miðvallarspilarann Andreas Múller frá Stuttgart. -SOS Stórtap gegn Frökkum á EM - leikið gegn Donum í dag „Við keyrðum á varaliðinu í þessum leik. Frakkland er með yfirburðalið í keppninni. Við vissum það fyrir að við ættum ekki möguleika," sagði Einar Bollason, lands- liðsþjálfari í körfukanttleik, í samtali við DV í gærkvöldi. Þá voru íslendingar nýbún- ir að tapa fyrir Frökkum, 63-104, í Evrópu- keppninni í körfuknattleik sem haldin er í Liusanne i Sviss. í hálfleik var staðan 31-58. íslendingar leika gegn Dönum í dag en þeir töpuðu fyrir Svisslendingum í gær- kvöldi, 93-86. „í leiknum í dag teflum við fram okkar sterkasta liði enda er mikið í húfi að leggja Dani að velli,“ sagði Einar Bollason. Þess má geta að tvö lið komast áfram í keppninni. Jón Kr. Gislason var stigaha*stur í gær- kvöldi, skoraði 13 stig. Birgir Mikaelsson og Guðni Guðnason skomðu 10 stig hvor. -JKS Þjóðverjar mæta Þjóðverjum Fyrsti vináttulandsleikur V-Þýskalands og A-Þýskalands í knattspymu er fyrir- hugaður á næsta ári. Hermann Neuberger, formaður v-þýska knattspymusambandsins, tilkynnti þetta í Bonn í gær. V-Þjóðverjar og A-Þjóðverjar hafa aðeins einu sinni áður háð kappleik i knattspymu. Það var í HM-keppninni í V-Þýskalandi 1974. Þeim leik, sem fór fram í Hamborg, lauk með sigri A-Þjóðverja, 1-0. V-Þjóðverj- ar urðu aftur á móti heimsmeistarar. Samskipti V- og A-Þjóðverja á iþróttasvið- inu hafa aukist. í sl. viku fór landskeppni fram í sundi og fyrirhuguð er keppni í frjáls- um íþróttum næsta sumar. -SOS Beckenbauer skoraði fyrir Bayem Múnchen Nafnið Backenbauer komst á markalista Bayem Múnchen í fyrsta skiptið í 10 ár sl. þriðjudagskvöld. Þá skoraði Stefán Beck- enbauer, 18 ára sonur Franz „keisara" Beckenbauer, landsliðsþjálfara V-Þýska- lands, mark fyrir áhugamannalið Bayem Múnchen. Bayem gerði þá jafntefli, 1-1, við Ingolstadt í Bæjaradeildinni. íþróttir Guðjón njósnaði um Kalmar FF í Svíþjóð og hefur fengið upplýsingar frá TeHj Þórðarsyni „Kalmar FF er mjög vel spilandi og stórhættulegt lið,“ sagði Guðjön Þórð- arson, þjálfari Skagamanna, sem fór til Svíþjóðar til að „njósna" um leik- menn Kalmar FF í leik gegn Trelle- borg i Kalmar. „Ég sá þá ýmislegt sem á að koma okkur að gagni í leikjunum gegn Kalmar. Þama er um að ræða mikið stemmningarlið sem leikur skemmtilega knattspymu. Það má aldrei gefa leikmönnum liðsins frið,“ sagði Guðjón. Guðjón sá Kalmar tapa, 0-2. „Kalm- ar féll á því að leikmenn liðsins sóttu of mikið og þá á kostnað vamarinnar. Þeir leika sóknarleik á heimavelli og vamarleik á útivelli. Það er jafii möguleiki á að ná góðum árangri í Kalmar þar sem leikmenn liðsins leggja allt upp úr sókninni þannig að vömin opnast," sagði Guðjón. „Ég vara við bjartsýni fyrir leikina gegn Kalmar." Guðjón hefur tvisvar rætt við Teit Þórðarson og fengið hjá honum upplýsingar. Hann mun ræða aftur við Teit um helgina. Peter Nielson er frægasti leikmaður Kalmar. Hann lék með belgíska félag- inu FC Brugge og þá hefur hann leikið með Teiti hjá Öster. Annar leikmaður, Hákan Arvidsson, lék einnig með Teiti hjá Öster. Peter hefur leikið 35 lands- leiki fyrir Svía en Hákan 17 leiki. Aðrir landsliðsmenn eru Johrrny Er- landsson og Martin Holmberg sem leikur með OL-liði Svía. Leika á Akranesi Skagamenn mæta Kalmar FF á Akranesi kl. 17.30 á Akranesi. Þetta er annar leikurinn í Evrópukeppninni sem Skagamenn leika heima. Þeir léku gegn Brann frá Noregi á Skaganum 1977. Þess má geta að Keflvíkingar slógu Kalmp FF út úr Evrópukeppninni 1979. í sænsku blaði á dögunum sögðu forráðamenn Kalmar að þeir ætluðu sér að hefna ófaranna frá því gegn Keflvíkingum. -sos Styrkur íslands réð úrslitum - segir norska dagblaðið Adressavisen Gauti Giétaissan, DV, Noiegi; í norsku blöðunum ríkir veruleg óánægja með ósigur þarlendra gegn litla íslandi. Þykir þeim sjálfsagt læging að liggja fyrir jafnfámennri þjóð og okkar og að auki þungt að líta afkomandann vaxa sér yfir höfuð. í kaupstaðarblaðinu Adressavisen, sem gefið er út í Þrándheimi, segir að Island hafi stolið sigri. Segir þar jafn- framt að Norðmenn hafi sótt án afláts en ekki náð að nýta fjölmörg færi. Þá orðar skríbent blaðsins að lík- amsstyrkur íslendinga hafi ráðið úrslitum og fullmildur dómari hafi ekki séð neitt bogið við hörku þeirra. Flosi og Kári lyfta lóðum í Danaveldi Þeir Flosi Jónsson og Kári Elísson fara utan í lok þessarar vikur til að lyfta lóðum. Ætla þeir að keppa í Árós- um í Danmörku en þar fer kraftlyft- ingamót Norðurlanda fram. Kári keppir í 67,5 kílógramma flokki og er til alls vís með sama hætti og Flosi sem etur kappi í 90 kílógramma flokki. Báðir þessir kappar stefna á pall og er ekki ólíklegt að sigurlaun verði hengd á brjóst þeirra í mótslok. -JÖG i»«; íj fj.fi.tíi i.fj.tf.i.j.t i i i.i.j.í»t»»i Ekki vilja norskir blaðamenn kenna meiðslum sinna manna um ófarimar, vitna þeir í forfóll íslendinga máli sinu til stuðnings og segja að þar hafi ve- rið jafht á komið. Þá segir í Adressavisen að í raun hafi Norðmenn lagt Norðmenn. Gunn- ar Gíslason var kjölfestan í vöm Islands og Bjami Sigurðsson varði mark þess af stakri snilld, segir í ritinu. Eins og alþjóð veit leika báðar þess- ar kempur í Noregi við ágætan orðstír. Þá er skrifað í Adressavisen: íslendingar spila með alþjóðlegra móti en Norðmenn. Þeir eru harðari og kunna að haga leik sínum eftir aðstæðum. Þá er Pétur Pétursson, framherji þeirra, einstaklega skæður. Hann er leikmaður sem les rangstöðu- taktík af snilld og hún dugir því hreint ekki gegn honum. -JÖG BORÐTENNIS Áhugamenn um borðtennis! Þriðjudagskvöld kl. 20 hefjast borðtennisæfingar í Fossvogsskóla. Allir velkomnir til að prufa og skrá sig. Mætið hress!!!! Víkingur 1* ÍBUR04 OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Reykjavik Skúlagötu 54 • út Laugaveg 120-170 Borgartún 1-7 Síöumúla Suöurtandsbraut 4-16 Ármúla Suöurtandsbraut 18-36 «**•*#*•*****•»»»*******•* Ðaldursgötu Bragagötu Skólavöröustig Lokaatig Ðergstaöastrœti Miöstrœti Grundarsttg IngóHsstrasti Laufásveg Bókhlöóustig f*************************** Síöumúla Suöurlandsbraut 4-16 Aöalstrœtl Garöastrœti Grjótagötu Hávallagötu SkólavöröusUg BjamarsUg Hverflsgötu 2-66 VatnssUg SmlöjusUg Aragötu Oddagötu Fossagötu Hörpogötu Byggöarenda Austurgeröi UUageröi SkógargerÖi Laugaveg, oddatölur BankastrœU, oddatölur Undargötu Klapparstig 1-30 FrakkasUg 1-9 Freyjugötu Þórsgötu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.