Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. Utlönd Fellibyiur á Taiwan Loftárásir á Að sögn sendiráðs Chad í París gerðu líbýskar herflugvélar i gær loflárásir á bæinn Faya Largeau, í norðurhluta Chad, í fyrsta sinn síðan Líbýumenn náðu aftur bænum Aouzou, á landsvæði því aem ríkin tvö deila um. Að sögn sendiráðsins héldu líbýsk- ar flugvélar uppi loftárásum á bæinn mestallan daginn en hættu þeim þegar kvöldaði. Ekki var tiltekið um mannfall eða eignatjón. Chad Fellibylurinn Gerald gekk í gær yfir austan- og sunnanvert Taiwan. Fellibylurinn mun hafa misst nokk- uð af orku sinni áður en haxm gekk inn yfir landið en engu að síður reif vindurinn upp tré með rótum og olli töluverðu eignatjóni. Ekki var getið um að mannfall hefði orðið af völd- um hans. Honecker tsnir ávextí 7on deutschem .. gjidh Horuxk Félagar v-þýska kommúnistaflokksins hafa víða fagnað Eric Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, meðan á heimsókn hans til Vestur-Þýskalands hefur staðið undanfama daga. Þegar leiðtoginn kom til Trier á miðvikudag voru flokksmenn komnir út á götu með myndavélar sínar og veifúðu til hans. Honecker heimsótti í gær fæðingarbæ sinn og tíndi sér þar epli af tré í garði hússins þar sem hann ólst upp. Leiðtoginn var greinifega snortinn af heimsókninni og gaf þar í fyrsta sinn í skyn að sá dagur kynni að koma þegar gaddavírsgirðingar þær, sem skilja að þýsku ríkin tvö, yrðu rifnar. Honecker hitti meðal annars systur sína að máli í fæðingarbæ þeirra, Wiebelskirchen, þótt hann stoppaði ekki nema tuttugu mínútur þar. Rust ekki náðaður Að sögn talsmanns sovéskra stjóravalda verður vestur-þýski unglinguríun Mathias Rust ekki náðaður á sjötíu ára afmæli sovésku byltingarinnar í nóvembermánuði næstkomandi. Ru.st var, sem kunn- ugt er, dæmdur tii fjögurra ára þrælkunarvistar í sovéskri betrunar- stofhun, fyrir að hafa í maímánuði síðastliðnum rofið loftheigi Sovét- ríkjanna, komið ólöglega inn í landið og aðrar sakir. Sagði talsmað- urinn að Rust félli ekki undir þá skilgreiningu, sem beitt væri við náðun fanga á byltingarafmælinu, en ])eir verða að hafa afþlánað þriðj- ung refsingar sinnar. Búist er við að Rust sæki um að verða náðaður og hugsanlegt er tal- ið að hann fái sínu frangengt þrátt fyrir að hann hæfi ekki skilyrðum. Að sögn talsmanns stjómvalda í Moskvu hefúr unglingurinn ekki enn farið formlega fram á náðun, en ef hann gerir það verður málið tekið sérstaklega fyrir. Rust bíður þess enn að verða fluttur til fangabúðanna, þar sem hann á að afþlána dóminn. Sammála um ósamkomulag Svíar og Bandaríkjamenn hafa orðið ásáttir um að verða áfram ó- sammála um málefhi Mið-Ameríku- ríkisins Nicaragua, að sögn Ingvars Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Carlsson sagði ú hádegisverðar- fúndi í gær, eftir að hafa hitt Reagan foreeta að máli á miðvikudag, að Svíar væru enn mótfallnir aðstoð Bandaríkjamanna við kontrahreyf* inguna sem beret gegn vinstrismn- aðri stjóm sandinista í Nicaragua. Áður en aöalritari Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, lagði upp i friöarför sína til Persaflóasvæðisins átti hann fund meö fulltrúa írana, Said Rajaie, í New York. Simamynd Reuter Mótmæla tundur- duflasendingu Líbýumanna Bandaríkin og Sovétríkin hafa sent mótmæli hvort í sínu lagi til Líbýu til þess að reyna að stöðva farm af so- véskum tundurduflum þaðan til íran. Frétt um þetta birtist í bandaríska dagblaðinu The New York Times í morgun. Haft var eftir embættismönnum að bandarísk yfirvöld hefðu greint Sovét- ríkjunum frá því að Líbýumenn ætluðu að skipta á tundurduflunum og efnavopnum til nota í stríðinu við Chad. Mótmæli Sovétríkjanna vekja athygli vegna náinna tengsla Sovét- ríkjanna við Líbýu. I blaðinu greinir frá að Bandaríkin hafi varað Líbýumenn við þann 30. ágúst síðastliðinn. Síðan greindu leyniþjónustumenn frá því að þeir hefðu séð íranskar og líbýskar flutn- ingavélar á flugvöllum í höfuðborgum hvors lands um sig. Þar með er gert ráð fyrir að skiptin hafi þegar farið fram. Erfiðara er að uppgötva sovésku tundurduflin heldur en þau sem talið er að íranir hafi lagt í Persaflóa til þessa. Sovésku duflin liggja á hafs- botni þar til þau greina skipaferðir. Upp komst um mótmæli Bandaríkj- Kosningar Páll Vilhjálnissan, DV, Osló: „Framfaraflokkurinn, með Karl I. Hagen í fararbroddi, kyndir undir kynþáttahatri," segir þingforsetinn og hægriflokksmaðurinn Jo Benkow á forsíðu í Norska dagblaðinu í gær. Kynþáttafordómar eru komnir á dagskrá í norskum stjómmálum núna þegar fáeinir dagar eru í sveit- ar- og fylkiskosningamar. Benkow er gyðingur sem lifði af . ofsóknir nasista í Noregi á árum seinni heimsstyrjaldar. Benkow læt- ur þessi hvössu orð falla í garð Hagen og Framfaraflokksins vegna stefhu flokksins til málefiia póli- tískra flóttamanna sem sækja um hæli í Noregi og innflytjenda frá löndum þriðja heimsins. FVamfara- flokkurinn sækir í sig veðrið í norskum stjómmálum og er sam- kvæmt síðustu skoðanakönnunum orðinn þriðji stærsti flokkur lands- ins. Karl I. Hagen þótti fara yfir öll velsæmismörk þegar hann nýverið las upp úr bréfi á kosningafundi þar sem stóð að menn eins og Hagen ættu að vara sig því múhameðstrú- armenn myndu brátt yfirtaka Noreg. Hagen sagði bréfið vera til vitnis um takmark innflytjenda í Noregi sem væri að leggja landið undir sig og tiltók í leiðinni hver sendandi bréfs- ins var. Sá sem skrifaður var fyrir bréfinu heitir Mohammed Mostafa en í ljós kom að bréfið var falsað. Mostafa hefur höfðað mál á hendur Hagen fyrir ærumeiðingu. Formaður Hægri flokksins baðst afsökunar á upplestri bréfsins og sagðist hafa haldið það vera ekta. Hagen segist hins vegar hvergi hvika frá stefnu sinni í málefnum flóttamanna og innflytjenda. Fram- faraflokkurinn telur fólk af öðrum anna á miðvikudaginn þegar yfirvöld í Líbýu kvörtuðu undan því við Sam- einuðu þjóðimar að þau hefðu nýlega orðið fyrir hótunum af hálfu Banda- ríkjanna vegna meintrar tundurdufla- sendingar til írans. Líbýsk yfirvöld vísa slíkum ásökunum á bug. Perez de Cuellar, aðafritari Samein- uðu þjóðanna, er væntanlegur til Teheran í dag. í gærkvöldi kvaðst hann vongóður um að báðir stríðsaðil- ar myndu halda vopnahlé á meðan á dvöl hans stendur. Kynþáttafordómar í kosningabaráttunni kynþáttum allt of fjölmennt í Noregi og vill setja sterkar hömlur á straum þess til landsins. Stjómmálamenn í Noregi vilja í lengstu lög ekki ræða um málefhi innflytjenda og pólítískra flótta- manna af öðrum kynþáttum en hvítum. Gagnrýnendur segja ástæð- una þá að stjómmálamenn óttist að í norsku þjóðinni blundi andúð og fordómar í garð framandi kynþátta í miklu meira mæli en stjómmála- menn vilji vita af. Stjómmálamenn eiga nú erfiðara en áður með að koma sér saman um að taka afstöðu til framandi kyn- þátta í Noregi. Sérstaklega efrir að Jo Benkow fordæmir opinberlega stefnu Framfaraflokksins í þessum málum. Benkow nýtur virðingar langt út fyrir raðir Hægri flokksins og vegna fortíðar hans vega orð hans þungt. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór K. Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.