Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 28
- 40
Tarðarfiaiir
\
Málfríður Jensdóttir lést 5. sept-
ember sl. Hún var fædd 12. júní 1929,
dóttir hjónanna Þorgerðar Guð-
mundsdóttur og Jens Kristjánssonar.
Eftirlifandi eiginmaður hennar er
Gísli Emilsson. Þau hjón eignuðust
einn son. Útför Málfríðar verður
gerð frá Hafnaríjarðarkirkju í dag
kl. 15.
Sigurður I. Grímsson frá Svana-
vatni lést 5. september sl. Hann
fæddist á Stokkseyri 12. febrúar 1901.
Hann giftist Sesselju Símonardóttir,
en hún lést árið 1978. Þau hjón eign-
uðust fjögur börn. Útför Sigurðar
verður gerð frá Selfosskirkju í dag
kl. 13.30.
Aðalsteinn Stefánsson lést 2. sept-
ember sl. Hann fæddist á Borgarlæk
á Skaga 21. nóvember 1913. Foreldrar
hans voru Stefán Gíslason og Sveins-
ína Sigurðardóttir. Lengst af starfaði
Aðalsteinn sem leigubifreiðarstjóri á
Hreyfli. Hann hætti að keyra árið
1973 vegna heilsubrests, frá árinu
1975 og fram til ársins 1984 starfaði
hann í Ræktunarstöðinni í Laugar-
dal. Eftirlifandi eiginkona hans er
Kristjana Steinunn Guðjónsdóttir.
Þau hjónin eignuðust fjögur börn.
Útför Aðalsteins verður gerð frá
Fossvogskirkju i dag kl. 15.
Elsa Steinunn Sigurgeirsdóttir
lést 31. ágúst sl. Hún fæddist í
Reykjavík 29. júní 1932 og var dóttir
hjónanna Sigurgeirs Steindórssonar
og Dagmarar Bjarnason. Elsa réðst
til starfa hjá sælgætisgerðinni Ópal
írið 1948 og starfaði þar til dauða-
lags. Útför hennar verður gerð frá
)ómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Halldóra Jóhannesdóttir kaup-
kona lést 3. september sl. Hún
fæddist á Akranesi 26. október 1909
og voru foreldrar hennar hjónin
Halldóra Hallsteinsdóttir og Jó-
hannes Jónsson. Hún giftist Ástvaldi
Bjarnasyni en hann lést á sl. ári. Þau
hjónin eignuðust fjögur börn. Hall-
dóra rak verslun á Akranesi í rúm
30 ár. Útför hennar verður gerð frá
Akraneskirkju í dag kl. 14.30.
Þórarinn Sigurðsson frá Ánastöð-
um, Þorsteinsgötu 9, Borgarnesi,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 8.
september sl. Útför hans verður gerð
frá Borgarneskirkju kl. 14 laugar-
daginn 12. september.
Ingveldur Sigurðardóttir verður
jarðsungin laugardaginn 12. sept-
ember kl. 14 frá Ingjaldshólskirkju á
Hellissandi. Bifreið verður frá
Steindóri Sigurðssyni kl. 8 frá bið-
skýlinu í Ytri-Njarðvík og kl. 9 frá
Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík.
Útför Páls H. Andréssonar fer fram
frá Þingeyrarkirkju í dag, föstudag-
inn 11. september, kl. 14.
TJkynningar
Farið í fjöru við Hvassahraun
Á laugardag kl. 13.30 verður farin vett-
vangsferð í fjöru við Hvassahraun í
Vatnsleysustrandarhreppi (farið verður
frá gamla bílveginum skammt sunnan
Hvassahraunsbæjarins). Erlingur Hauks-
son og fleiri munu kenna okkur að þekkja
nokkrar tegundir fjörudýra og fjöru-
plantna og fræða okkur um þær. Erlingur
mun svo svara spurningum og kynna hvar
fróðleik er að finna um lífríki fjörunnar.
Allir eru velkomnir. Þátttökugjald er ekk-
ert. Ibúar höfuðborgarsvæðisins geta nýtt
sér ferðir Sérleyfisbifreiða Keflavíkur til
að komast í vettvangsferðina og úr. Upp-
lýsingar á Umferðarmiðstöðinni í síma
22300.
Farsóttir i Reykjavíkurum-
dæmi í júlí 1987,
samkvæmt skýrslum 7 lækna og Lækna-
vaktarinnar sf.
Innflúensa...........................1
Lungnabólga.........................33
Kvef og aðrar veirus. í efri loftvegum
...................................734
Hálsb. af völdum sýkla (skarlatsótt) ....6
Einkirningasótt......................1
Kíhósti..............................4
Hlaupabóla...........................0
Mislingar............................0
Rauðir hundar........................0
Hettusótt...........................18
Iðrakvef (veirusýking í þörmum).....73
Matareitrun..........................4
Maurakláði (scabies).................0
Lúsasmit (þ.m.t flatlús).............6
Lekandi.............................12
Sárasótt ............................0
Smitmæm þvagrásarbólga (clamydia) ..31
Happdrætti
„Við byggjum biblíuskóia“
Dregið hefur verið í styrktarhappdrætti
Ungs fólks með hlutverk sem efnt var til
undir kjörorðinu „Við byggjum biblíu-
skóla“. Allur ágóði mun renna til bygging-
ar biblíuskólans á Eyjólfsstöðum.
Vinninga skal vitja á skrifstofu UFMH,
Bergsstaðastræti lOa, 2. hæð, Reykjavík,
sími 27460. —
Tónleikar___________________
Jasstónleikar í Heita pottinum
Á sunnudags- og mánudagskvöld leika Jón
Páll Bjarnason, gítarleikari, Tómas R.
Einarsson, bassi, Pétur Grétarsson,
trommur. Sérstakir gestir bæði kvöldin
verða Friðrik Theodórsson, söngur, og
Friðrik Karlsson, gítar. Tónleikarnir hefj-
ast bæði kvöldin kl. 21.30.
Tónjeikar í Nýlistasafninu
Madrigalaramir munu halda söngtón-
leika í Nýlistasafninu sunnudaginn 13.
september kl. 20.30.
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987.
í gærkvöldi_________________________________________dv
Guðmundur Steinsson:
Eltist við fréttir
Guðmundur Steinsson.
Ég reyni alltaf að horfa á fréttir í
sjónvarpi hversu upptekinn sem ég
er en yfirleitt eru kvöldin frátekin
hjá mér fyrir knattspymuna. Það er
misjafht á hvom fréttatímann ég
horfi og fer það allt eftir þvi hvenær
gefst stund hjá mér. Mér þykja
fréttatímar stöðvanna mjög svipaðir
en fréttimar á Stöð 2 em orðnar
mjög góðar.
í gærkvöldi náði ég ekki að horfa
á nema brot af þætti Jóns Óttars um
eyðni enda á æfingu fram eftir
kvöldi. Þátturinn virtist mjög fróð-
legur miðað við það sem ég sá og
þarft framtak hjá Jóni.
Á eftir fræðsluþáttunum kom
myndin Runaway sem ég hafði
reyndar séð áður. Þetta var þokka-
leg mynd með bærilegri spennu.
Það efni sem ég reyni einna helst
að sjá í sjónvarpi em íþróttaþættim-
ir sem að mínum dómi em góðir á
báðum stöðvunum. Sérstaklega er
ég ánægður með þætti Heimis Karls-
sonar um íslandsmótið og em til
dæmis umræðuþættimir mjög þarfir,
þeir skapa góða umræðu um mótið.
Ég er ekki frá því að þessir þættir
hafi aukið mjög áhugann á íslands-
mótinu.
Á útvarp hlusta ég ekki mikið og
eltist ekki við ákveðna þætti, það
er helst að tónlistin höfði til manns.
Ég svissa svona á milli stöðva en
hlustar þó mest á Stjömuna og
Bylgjuna.
Athugasemd frá Steingnmi J. Sigfússyni alþingismanni:
Með kveðju fvá
Kaupmannahöfh
Mér hafa yfir lönd og höf borist
þau stórtíðindi að Sigurdór Sigur-
dórsson blaðamaður á DV hafi lagst
í rannsóknarblaðamennsku og rakið
að einhverju leyti æviferil handrits
á leið þess að yfirlýsingu sem ég
undirritaður birti í Þjóðviljanum
síðastliðinn laugardag. I þágu sann-
leikans og skynseminnar og til þess
að fyrirbyggja allan misskilning vil
ég biðja DV að birta eftirfau-andi
æviágrip þessa handrits með nauð-
synlegum skýringum. Er þá mál
þetta upplýst og Sigurdór getur af
alkunnum dugnaði snúið sér að því
að upplýsa önnur hliðstæð stórmál
sem erindi eiga fram í dagsljósið.
1. Uppkast að nefhdri yfirlýsingu
samdi undirritaður einn og óstuddur
og var það fyrst um sinn eingöngu
til húsa í kolli höfundar, enda að
hluta til orðið á skokkferð í ná-
grenni sundlaugarinnar á Seltjam-
amesi.
2. Um miðjan dag síðastliðinn
föstudag vom drög að uppkastinu í
fyrsta sinn færð á blað og þá á hvít-
an skrifþappír sem Alþingi leggur til
þeim er þar starfa.
3. Stuttu síðar var uppkastið vélrit-
að upp með ritvinnslutækni þeirri
sem Alþingi hefur nú á sínu valdi
(Wang-tölvur og tilheyrandi prent-
arar) og tók handritið þá nokkrum
breytingum. Þær vom helstar að
nokkrar stafsetningarvillur vom
leiðréttar og eitt hálfgert sámyrði,
sem þótti of strákslegt, var fellt nið-
ur.
4. Seinnipart þessa föstudags fór
ég með handritið svo upp unnið sem
að framan er lýst inn á Þjóðvilja og
fékk í hendur Össuri Skarphéðins-
syni ritstjóra, að viðstöddum öðrum
ritstjóra, Áma Bergmann. Össur hét
mér því að ekkert skyldi kvisast út
um yfirlýsingu þessa fyrr en hún
kæmi í blaðinu að morgni. Hafði
hann um það heitstrengingar þar
sem það var okkar viðstaddra þre-
menninga skoðun að betur færi á
því að yfirlýsing þessi birtist fyrst í
Þjóðviljanum en bærist ekki öðrum
fjölmiðlum á skotspónum. Kvaðst
Össur myndu halda handritinu hjá
sér til um það bil klukkan 23.00 en
setja það þá til prentunar. Gekk
þessi áætlun upp og varð Þjóðviljinn
fyrstur með fréttimar að þessu sinni,
eins og sagt er á fagmáli.
5. Eftir kvöldmat þennan sama við-
burðaríka föstudag bar saman sem
oftar fundum mínum og Öttars
Proppé. Ræddum við margt og fórum
meðal annars yfir texta yfirlýsingar
þessarar, hvem ég hafði í afriti.
Varð það sameiginleg niðurstaða
okkar eftir nokkrar vangaveltur að
ákveðinni málsgrein væri í raun of-
aukið i yfírlýsingunni og færi betur
á því að fella hana niður. Þar sem
ég gekk út frá því, samanber ofan-
sagt, að ekki væri farið að prenta
textann, og þar sem Óttar Proppé
var á leiðinni í nágrenni Þjóðviljans
og ég ennfremur að láta niður í tösk-
ur mínar til utanlandsferðar, varð
að samkomulagi að nefhdur Óttar
tók að sér að koma leiðréttingu þess-
ari á framfæri við ritstjóra Þjóðvilj-
ans, hvað hann og gerði, og birtist
yfirlýsingin í sinni endanlegu gerð,
nákvæmlega eins og höfundur henn-
ar vildi hafa hana, utan hvað niður
féll í setningu eitt orð textans til
leiðinda en ekki vemlegs tjóns hvað
merkingu varðaði.
Hef ég þá rakið sagna bestan sann-
leikann í máli þessu og skýrt aðild
þeirra sómamanna að því, sem til
hafa verið nefhdir og mér þætti illt
ef hefðu verra af hjálpsemi eða vin-
áttu við mig. Annað sem gerst hefur
í máli þessu er mér það ég best veit
óviðkomandi. Að lokum þakka ég
þann heiður sem mér er sýndur sem
rithöfundi að það skuli hafa sagn-
fræðilegt gildi, að mati DV, hversu
ég umrita eða laga til texta mína
áður en þeir birtast.
Kaupmannahöfn 10.9. 1987,
Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður.
PS.
Það skal tekið fram að efhi þessar-
ar athugasemdar er að hluta til
samið í Glasgow í Skotlandi og í
Flugleiðavél á leið þaðan til Kaup-
mannahafnar. I þeirri rómuðu borg
er þetta svo fært i letur og fer vel á
því þar eð skrif þessi hafa orðið bók-
menntalegt gildi.
Sami.
Leynilegur sáttafundur í VMSÍ í gær:
Útgöngumenn héldu fast
við fyrri kröfur sínar
Vonbetri
eftir þennan
fund
- segir Guðmundur J.
„Deilan er ekki leyst en eftir
þennan fund á Homafirði í gær
er ég vonbetri en áður um að setja
megi niður deilumar innan sam-
bandsins og ná fólki saman aftur,“
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Verkamannasam-
bandsins, í samtali við DV í
gærkveldi.
Hann sagðist myndi vinna að því
næstu daga að ræða við menn úr
báðum fylkingum því að nauðsyn-
legt væri, að sínu mati, að Verka-
mannasambandið kæmi sameinað
til næsta samningafundar.
-S.dór
Sáttafundur var haldinn með full-
trúum þeirra ellefu manna sem gengu
út af formannafundi Verkamannasam-
bandsins um síðustu helgi og Guð-
mundi J. Guðmundssyni, formanni
sambandsins. Á þeim fúndi héldu út-
göngumenn fast við fyrri kröfur sínar
um að fiskvinnslufólk verði sett í 4.
launaflokk og fólk sem hefur farið á
fiskvinnslunámskeið fari í 4. flokk A
sem er hæsti launaflokkur sem til er
innan Verkamannasambandsins.
Þá settu útgöngumenn fram þá kröfu
að fulltrúar félaga með fiskvinnslufólk
í meirihluta fari einir og alfarið með
samninga fiskvinnslufólks í komandi
kjarasamningum.
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfii,
sagði að útgöngumenn sættu sig ekki
við neitt minna en að fiskvinnslufólk
væri í hæsta launaflokki innan Verka-
mannasambandsins. Hann var þá
inntur álits á því sem Karl Steinar og
fleiri hafa spurt: Hvað á þá að segja
við kranastjóra, fólk á þungavinnuvél-
um, loftpressum og öðrum þeim erfiðis-
tækjum sem hafa verið í efsta
launaflokki?
Við emm ekkert að agnúast út í það
fólk, því fer fjarri. Menn mega semja
í allar áttir fyrir þetta fólk okkar
vegna. Við erum bara að fara fram á
það að fiskvinnslufólk verði í efsta
launaflokki og okkur er alveg sama
hverjir em þar með því,“ sagði Bjöm
Grétar.
-S.dór