Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Side 12
12 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Erlend bóksjá »<i :*xj MÁiífV. «* <sa <W«ít,rtfry }» waj? !>*>$ EW.HORNUNG Hefðarþjófur THE COMPLETE SHORT STORIES OF RAFFLES. Höfundur: E. W. Hornung. Penguin Books, 1987. Þjófurinn og sjentilmaðurinn Raffles er afar enskt fyrirbrigði frá því um aldamótin síðustu. Hann umgengst enska heíðarsettið, þótt hami sé ekki sjálfur af háum ætt- um, vegna þess að hann hefur gengið í skóla með þvi liði og býr >Tir sérstakri fæmi í krikket, eftir- lætisleik enskra sjentilmanna. En það er ekki aðeins að Raffles umgangist hefðarfólk: hann lifir einnig á þvi að stela frá þvi sama liði. Og nýtur þar aðstoðar ungs vinar sína, Bunny að nafni. Eins og George Orweli bendir á í grein um Raffles sem birt er í þessu safni allra smásagnanna um hefðarþjófmn, er þaö einkum tvennt scm gerir sögumar um RafQes læsilegar svo löngu eftir að þær vora fyrst samdar og prentað- ar. Annars vegar sú mynd sem Homung dregur upp af enskum tíðaranda við upphaf aldarinnar. Hins vegar hversu haganlega sög- umar era gerðar. Sögumar um Raffles era ævin- týri manns sem lifir tvenns konar lifi og kemst upp með það. En þeir glæpir sem hér er fjallað um eru hins vegar sakleysislegir miðað við það sem nú tíðkast í glæpasögum. SirEdwardtilhjálpar THE DANCING FLOOR. Höfundur: John Buchan. Pengjln Books, 1987. Líklega er reyfarinn „The Thirtý-Nine Steps“ sú skáldsaga sem lengst heldur nafni John Buchan á lofti. Sagan sjálf var lengi mjög vinsæl og meistari Hitchcock gerði eftir henni fræga kvikmynd. Þetta er hins vegar einungis einn af mörgum reyfurum sem Buchan skrifaði á löngum og fjöl- breyttum ferli, en auk slíkra bóka samdi hann ævisögur og gegndi ýmsum embættis- og stjórnmála- störfum, síðast sem ríkisstjóri Kanada. „The Dancing Floor“ er ein nokkurra reyfara þar sem lög- fræðingurinn Sir Edward Leit- hen fer með aðalhlutverk. Að þessu sinni verður hann ungri enskri stúlku til bjargar þegar dularfullir atburðir gerast á af- skekktri grískri eyju skömmu eftir fyrri heimsstyijöldina. Þetta er ævintýralegur reyfari af gamla skólanum þar sem raun- sæið er ekki alltaf mikils metið, en þeim mun meira lagt upp úr dularfullri atburðarás. Þefnæmi morðinginn PERFUME. Höfundur: Patric Suskind. Penguin Books, 1987. Viðfangsefni þessarar skáldsögu er óhugnanlegur franskur fjöldamorð- ingi sem uppi var á átjándu öldinni. Áður en yfir lauk hatði hann líf 25 ungmeyja á samviskunni. Söguefnið er þvi ógeðfellt og ekki verður sagt að höfundurinn geri til- raun til að fegra þann svarta veruleika sem hann er að skrifa umnema síður sé. Hefur hann og hlotið mikla viður- kenningu fyrir vikið. Jean-Baptiste Grenouille, en svo heitir morðinginn, fæddist utan hjóna- bands. Móðir hans var tekin af lífi fyrir að drepa nokkur fyrri börn sín við fæðingu. Jean-Baptiste átti að fara sömu leið en var bjargað og ólst upp hjá vandalausum. Hann var þegar í upphafl sérkennilegur. Tvennt var einkum áberandi við hann. Annars vegar að hann var sjálfur gjörsamlega lyktarlaus og gð þvi leyti öðravisi en annað fólk. Hins vegar að hann var þefnæmari en nokkur maður fyrr og síðar. Hann greindi ekki aöeins lykt af öllum hlutum heldur gat hann einn- ig sundurgreint lykt, til dæmis af ilmvatni, upp í frumeindir sínar - engu síður en óþeflnn á götum Parísarborg- ar. Þessi hæfileiki Jean Baptiste varð ástríða hans. Hann gerðist ilmvatns- gerðarmaður og lagði allt á sig tíl þess að fanga lykt hluta og geyma. Sú ástríða leiddi hann loks út á glæpa- brautina þegar hann fann þann ilm sem honum fannst allri lykt æðri og reyndi að fanga hann. Þar var um að ræða ilminn af ungum meyjum. Og hann setti það lítt fyrir sig að hann þurfti fyrst að myrða meyjamar áður en hann gat fangað ilm þeirra með þessum hætti og búið til hið fullkomna ilmvatn. Því verður ekki á móti mælt að höf- undurinn rekur ástríðu Jean-Baptiste og fullnægingu hennar af mikilli kunnáttusemi og á því lof skilið fyrir það þótt sá veruleiki sem hann er að lýsa sé harla ókræsilegur. Sjálfsævisaga kvendýrlings THE LIFE OF SAINT TERESA OF ÁVILA BY HERSELF. Penguin Books, 1987. íslendingar þekkja lítið af eigin raun til dýrlinga, enda tilheyra þeir ka- þólskum sið sem ailagður var hér á landi fyrir meira en fjórum öldum. Á vorum tímum, þegar ýmisleg ofsa- trú virðist í vaxandi uppáhaldi hjá landanum, hafa sumir kannski áhuga á að kynna sér nánar sálarástand þeirra sem helga alla tilvera sína ák- afri og einstrengingslegri guðstrú, sjá sýnir og komast í beint samband við Jesú Krist og enda síðan eftir dauða sinn sem dýrlingar. Sjálfsævisaga spænska dýrlingsins Teresu af Ávila, sem lagði grundvöll að klausturreglu hinna berfættu karmelita, er hin fróð- legasta lesning um það efni. Teresa, sem fæddist árið 1515, gekk í klaustur karmelítasystra þegar hún varð tuttugu og eins árs. Hún tók köll- un sína þó ekki alvarlega fyrst um sinn, en eftir margvíslega trúar- reynslu gjörbreyttist viðhorf hennar á fertugasta aldursári og upp frá því beitti hún sér fyrir stofnun reglu hinna svokölluðu berfættu karmelíta sem ef PEHCIHN^CLASSICS THE LlFE OF SAINT TERESA OF ÁVILA BY HERSELF afar ströng og afgirt frá mannlegu samfélagi eins og mörgum mun kunn- ugt af frásögnum af starfsemi þeirra hér á landi. Teresa ritaði þessa sjálfsævisögu. sem nær fram yfir umbyltinguna í lifi hennar, að beiðni kirkjunnar manna. Hér er blandað saman annars vegar ítarlegum leiðbeiningum um notkun bænarinnar og hins vegar lýsingum á hennar eigin sálarástandi og sam- bandi við guð. Vitranir og sýnir era hér raktar ítrarlega og eins tilraunir hennar og kirkjunnar manna til að skýra þær - sérstaklega þó að meta hvort þær væra í raun og vera frá guði eða þá djöflinum sem var mönn- um ofarlega í huga á þessum tíma. Lesendur munu vafalítið hafa skipt- ar skoðanir á því sem Teresa lýsir í bók sinni, allt eftir því hvort þeir telja aö þar sé um raunverulega trúarlega reynslu að ræða eða móðursýki ef ekki hreina geðbilun. Hvað sem því líður era þeir kaflar bókarinnar sem geyma frásögnina af reynslu hennar sjálfrar afar forvitnilegir. Hér er svo ekkert minnst á þau örlög sem Teresa hlaut eftir dauðann. Hún var jú gerð að dýrlingi, enda gengu miklar sögur af kraftaverkum sem tengdust líkamshlutum hennar - en um þá var mikið slegist og fór þá frið- helgi likama hennar fyrir lítið. En það er önnur saga. Metsölubækur Bretland 3. Danielle Steel: Rit almenns eðlis: 1. Jeffrey Archer: WANDERLUST. A MATTER OF HONOUR. 4. Jackie Collins: 1. Kitty Kelley: 2. Patrick Suskind: HOLLYWOOD HUSBANDS. HIS WAY. PERFUME. 5. Karleen Koen: 2. M. Scott Peck: 3. Keith Floyd: THROUGH A GLASS THE ROAD LESS FLOYD ON FRANCE. DARKLY. TRAVELED. 4. Lena Kennedy: 6. W.E.B. Griffin: 3. Beryl Markham: DOWN OUR STREET. CALL TO ARMS. WEST WITH THE NIGHT. 5. Jackie Collins: 7. Sally Quinn: 4. Judith Viorst: HOLLYWOOD HUSBANDS. REGRETS ONLY. NECESSARY LOSSES. 6. H. Bashford: 8. Tom Clancy: 5. Bill Cosby: AUGUSTUS CARP ESQ. THE HUNT FOR RED OCTO- FATHERHOOD. 7. Anita Brookner: BER. 6. M. Wilson, P. Romanowski, A. A MISALLIANCE. 9. William J. Caunitz: Julliard: 8. Danielle Steel: SUSPECTS. DREAMGIRL. WANDERLUST. 10. James A. Michener: 7. Sidney B. Barrows, W. Novak: 9. David Eddings: TEXAS. MAYFLOWER MADAM. GUARDIANS OF THE WEST. 11. Patrick Suskind: 8. M. Mathabane: 10. Douglas Reeman: PERFUME. KAFFIR BOY. THE IRON PIRATE. 12. Dean R. Koontz: 9. J. McMahon, B. Verdi: (Bygat á The Sunday Times.) TWILIGHT EYES. MCMAHONI. 13. Louis L’Amour: 10. Harold Kushner: Bandaríkin: 14. LAST OF THE BREED. John Saul: WHEN ALL YOU'VE EVER WANTED ISN'T ENOUGH. 1. Stephen King: THE UNWANTED. (Byggt á New York Times Book Review.) IT. 15. M. Weis, T. Hickman: 2. Tom Clancy: KENDER, GULLY DWARVES, RED STORM RISING. AND GNOMES. Umsjón Elías Snæland Jónsson 125 íiskar þjóðsógur IRISH FOLKTALES. Ritstjóri: Henrv Glassie. Penguin Books, 1987. Þessi bók er enn einn gim- steinninn í þjóðsagnasafni Penguin-forlagsins, sem minnst hefur verið á áður á þessum stað. Hér eru birtar 125 írskar þjóðsög- ur sem hefur verið færðar í letur síðustu eina og hálfa öldina. Rit- stjóri bókarinnar, Henry Glassie, sem er bandarískur, ritar nokkra samantekt um skráningu írskra þjóðsagna og gerir grein fyrir til- urð bókarinnar. Langflestar sögurnar hafa áður verið prentaðar, annaðhvort í bókum eða tímaritum. Þar nefnir Glassie til sögunnar um fjörutíu bækur. En þar að auki eru hér nokkrar sögur sem Glassie hefur sjálfur skrifað eftir írskum sagnaþulum sem sumir eru ný- lega látnir en aðrir enn á lífi. Sögurnar eru flokkaðar niður eftir efni og tilgreint hvaðan þær eru fengnar og hvenær þær voru skráðar. í þeim fær írsk frásagn- argleði og kímni vel að njóta sín. Samkvæmi á Payne-vísu ENTERTAINING AT HOME. Höfundur: Cynthia Payne. Penguin Books, 1987. Cynthia Payne er þeim að góðu kunn sem séð hafa kvikmyndina Personal Services eða lesið bók um réttarhöld yfir henni sem nýlega var kynnt á þessum stað. Þetta er sem sagt eldhress pútnamamma sem settist í helgan stein og fór að halda „sex-partí“ heima hjá sér við mikla ánægju gesta en litla hrifn- ingu lögreglunnar sem kærði hana fyrir hóruhúsarekstur. Cynthia var hins vegar sýknuð og er nú frægari og vinsælli en nokkra siimi fyrr í Bretlandi. í þessari bók, sem ber undirtitil- inn 101 Party Hints From Britain’s Most Popular Hostess, leiðir hún á gamansaman hátt lesandann í all- an sannleika um það hvemig eigi að halda „sex-partí“, hverjum eigi að bjóða, hvaða sýningar séu vin- sælastar, hvemig beri að hagræða streyminu í svefnherbergin og annaö það sem er líklegt til þess að gera slík samkvæmi vel heppn- uð. í öllu þessu er tekið mið af upplýsingum sem fram komu við réttarhöldin yfir Cynthiu á sínum tíma og mesta athygli vöktu. Hér er allt á léttu nótunum enda Cynthia hreinskilin og ófeimin að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér engu síður en öðrum. Framsetning og frágangur, þar á meðal mynd- skreytingar, er einnig mjög í þeim anda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.