Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 3 Stjómmál Húsnæðisfrumvarpið á Alþingi: Þungar ásakanir gengu á milli stjómaiiiða - lágkúruleg gagmýni, segir Jóhanna - ofsafullur áróður, svarar Alexander Jóhanna Siguröardóttir félags- málaráðherra sakaöi stjórnarliða um lágkúrulega gagnrýni er hún á Alþingi í gær mælti fyrir umdeildu stjórnarfrumvarpi um breytingar á lögum um Húsnæöisstofnun ríkis- ins. Jóhanna sagöi ómerkilegar yfir- lýsingar hafa komið frá samstarfs- aðilum. Ómakleg gagnrýni stjórnarliða hefði komið sér alger- lega í opna skjöldu. Alexander Stefánsson, fyrrver- andi félagsmálaráðherra, sagði málsmeðferð Jóhönnu óvenjulega. Hún byrjaði fyrstu ræðu sína á Alþingi sem ráðherra með árásum á samstarfsflokka sína. Aiexander sagöi að frumvarpið væri vanhugsað spor afturábak. Núverandi félagsmálaráðherra virtist ekki skilja að með því væri verið að rjúfa samkomulag við líf- eyrissjóðina sem væri grundvöllur húsnæðiskerfisins. Alexander sagði að áróðurs- meistarar færu nú með stjórn húsnæðismála. Ofsafullur áróður þeirra í stjórnarandstööu hefði haft í fór með sér að miklu fleiri hefðu sent inn umsóknir um húsnæðis- lán en annars ætluðu. Varaði hann við því að flausturs- legar ákvarðanir gætu haft þveröf- ug áhrif. Kristín Halldórsdóttir, Kvenna- lista, sagði að fróðlegt yrði að fylgjast með áframhaldandi skylm- ingum stjórnarliða. Frumvarpið kæmi hins vegar ekki á óvart. Löngu væri ljóst að gagnrýni Kvennalistans á húsnæðislögin á sínum íma hefði verið réttmæt. Kristín lýsti yfir stuöningi Kvennalistans við meginmarkmið frumvarpsins en hafði þó uppi efa- semdir um aö það næði tilgangi sínum. Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubandalagi, sagði aö ástæða væri til að ítreka þá spurningu hvort hér færi stjórnarfrumvarp. Húsnæðiskerfið væri lokað mán- uðum saman á sama tíma og stjórnarliðar rifust. Fjögur þúsund umsækjendur um lán biðu eftir svörum og biðtími þeirra sem síð- ast fengu svör væri kominn á þriðja ár. Steingrímur lýsti sig þó fylgjandi í meginatriðum þeirri hugsun sem lögð væri til grundvallar í frum- varpinu. -KMU Jóhanna Siguröardóttir féiagsmálaráðherra mælti fyrir húsnæöisfrum- varpi sínu á þingi i gær. Hér eru það alþingismennirnir Guðmundur G. Þórarinsson og Kristin Einarsdóttir sem gaumgæfa frumvarpiö. DV-mynd GVA Borgaraflokkur mótmælir: Brot á reglum lýðræðisins „Borgaraflokkurinn mótmælir þeirri reglu, sem gömlu stjórnmála- flokkarnir hafa sett sér, að tileinka sér úthlutunarrétt á lykilstöðum i þjóðfélaginu, og krefst þess að slíkar stöður verði undantekningarlaust auglýstar lausar til umsóknar, þann- ig aö hver þjóðfélagsþegn hafi jafnan rétt til þess starfs, sem laust er hverju sinni," segir í samþykkt sem Borgaraflokkurinn hefur gert í til- efni af umræðu um væntanleg bankastjóraskipti í þjóðbönkunum. Landsbanka og Búnaðarbanka. „Skiptareglur þær sem notaðar eru milli gömlu stjórnmálaflokkanna eru brot á reglum lýðræðisins og undir- strikar vald hinna fáu í þjóðlífi okkar. Trúr stefnu sinni krefst Borgara- flokkurinn þess aö helmingaskiptum gömlu flokkanna verði hætt.“ -KMU Verslunarraðið: Ríkisstjórnin of hikandi Framkvæmdastjórn Verslunar- ráðs telur að verðbólgan verði minnst 30% á siðasta íjórðungi þessa árs og þannig verði ástandið líklega á næsta ári nema aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í peningamálum skili skjótum árangri. í samþykkt fram- kvæmdastjórnarinnar er gagnrýnd- ur seinagangur ríkisstjórnarinnar í kvnningu á aðgerðunum og fram- kvæmd þeirra. Framkvæmdastjórnin telur aö að- gerðirnar geti skilað árangri ef nægilega skjótt verði brugðist vlð. Eins sé viðleitni í ríkisfjármálum já- kvæð þrátt fyrir ónauðsynlegar skattahækkanir sem færi stjórnina fjær markmiðum sínum í mörgum tilfellum. -HERB 20“TCT 52, Þegar aðrir hœkka lœkkum við verðið Hver býður betur? 20" TCT 52, kr. 28.500,- staðgr. S J ÓNV ARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2, simar 689090 - 689091 Aðrir útsölusfaðir: Reykjavik, Nesco - Kringian Gunnar Ágeirsson h/f Rafbúð Sambandsins Hafnarfirði, Radíóröst h/f Keflavik, Radióvinnustofan + Radiónaust Þorlákshöfn, Rás h/f Selfossi, MM búðin Hellu, Mosfell h/f + Videoleigan Vik, Kaupfélagið Vestmanneyjum, Sjónver + Kjarni Hornafirði, Hátiðni Djúpavogi, Djúpið Reyöarfirði, Kaupfélagið Neskaupstaö, Nesvideo Seyðisfirði, Rafvirkinn s/f Egilsstöðum, Kaupfélagið Vopnafirði, Kaupfélagið Þórshöfn, Kaupfélagið Breiðdalsvík, Kaupfélagið Húsavik, Radióver Akureyri, KEA hljómdeild Hljómver Akurvik Siglufirði, Rafbær Ólafsfirði, Radíóvinnustofan Sauðárkróki, Kaupfélagiö + Radíólinan Blönduós, Kaupfélagið Hvammstanga, Kaupfélagið Borgarnesi, Kaupfélagið Akranesi, Skagaradió + Skútan ísafirði, Póllinn h/f Bolungarvik, Jón B. Hauksson Patreksfirði, Rafb. Jónasar Þórs Stykkishólmi, Húsiö Hellissandi, Blómsturvelllr Grundarfirði, Guðnl Hallgrimsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.