Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. I gærkvöldi Jón Rúnar Sveínsson félagsfræðingur: Mikill útvarpsdellumaður Um hálfátta byijaði ég að horfa á fréttaþátt Stöðvar 2 og var helsta efnið í honum húsnæðismálin. Ég reyndi að bera saman umfjöllun beggja stöðva um þetta mál en það var erfitt vegna þess að hún stóð yfir á sama tíma. Af því sem ég sá fannst mér magasínmódelið ganga betur upp hjá Stöð 2. Ég verð að segja eins og er að mér finnst fréttaflutningur Ríkis- sjónvarpsins nokkuð þunglamaleg- ur og það stendur sig jafnvel illa í sumum málum. Um daginn var ráðstefna um félagslegar íbúða- byggingar og Ríkissjónvarpið var eini miðillinn sem gerði því máli engin skil. Eg verð síðan að hrósa þættinum Gleraugað - athyglisverð umfjöll- un. Gaman var að sjá viðtal við nemendur Menntaskólans við Jón Rúnar Sveinsson. Hamrahlíð og sjá hvernig afstaða þeirra hefur breyst frá því ég stundaði nám við skólann. Þættirn- ir um Svejk eru góðir en nokkuð langdregnir. Þeir fara alveg sér- staklega vel eftir söguþræði bókarinnar og aðalpersónan er al- veg sú sama og maður sá á myndskreyttum síðum bókarinn- ar. Að mínu áliti tekst alveg ein- staklega vel að endurskapa andrúmsloft þessara tíma. Ég verð að segja það að dagskráin stendur yfirleitt allt of langt fram á kvöld hjá sjónvarpsstöðvunum, sérstaklega Stöð 2. Ég get ekki ímyndað mér að vinnandi fólk end- ist til þess að vaka yflr sjónvarpinu, allavega er ég yflrleitt dottinn út af um hálfellefuleytið. Það er því nyög miður ef góðir þættir koma eftir þann tíma. Annars er ég mikill útvarpsdellu- maður og hlusta mikið á erlendar stöðvar á morgnana á stuttbylgju. Ég er mikill aðdáandi BBC og breskra stöðva yfirleitt. Ekki gengið að launakröfúm faglærðra póstmanna Jaröarfarir Aðalheiður Árnadóttir lést 20. okt- óber sl. Hún var fædd í Vestmanna- eyjum 7. janúar 1913. Foreldrar hennar voru Árni Oddsson og Sigur- - björg Sigurðardóttir. Aðalheiður var tvígift. Fyrri maður hennar var Sig- urður Sigurjónsson og eignuðust þau saman þrjú börn. Þau slitu samvist- um. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Ágúst Bjarnason. Útfor Aðalheið- ar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Rebekka Guðmundsdóttir lést 18. október sl. Hún var fædd 6. maí 1911 að Sólvangi í Vestmannaeyjum. For- eldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason og Ingibjörg Ólafsdóttir. Rebekka giftist Brynjólfi Eiríkssyni og eignuðust þau tvær dætur. Þau .slitu samvistum. Síðustu ártugina hefur Rebekka búið með Jóhanni Þorsteinssyni. Útför Rebekku verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Árni Guðmundsson lést 18. október sl. Hann var fæddur í Kambi í Holt- um 26. mars árið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Árna- son og Guðfinna Sæmundsdóttir. Ami kvæntist Valgerði Bjamadóttur en hún lést árið 1973. Þeim Árna og Yalgerði varð fimm bama auðið. Árni hóf snemma akstur vömbíla og ók sínum eigin vörubil á ámnum 1925-39. Eftir það hóf hann störf hjá Olíuverslun íslands og því fyrirtæki helgaði hann síðan mestan hluta starfskrafta sinna. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í ReyRjavík í dag kl. 13.30. Gunnar Guðmundsson frá Hofi, Dýrafirði, lést fóstudaginn 23. októb- er. Guðmundína Margrét Sveinbjörns- dóttir frá Suðureyri, Súgandafirði, lést föstudaginn 23. október á Hrafn- istu í Reykjavík. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudag- inn 29. október kl. 10.30. Jarðsett verður frá Suðureyrarkirkju, Súg- andafirði, laugardaginn 31. október kl. 14. Hjálmtýr Einarsson, andaðist í Borgarspítalanum 19. október 1987. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Betzy Kristín Eliasdóttir, Háaleitis- braut 17, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. október kl. 15. Harpa María Björnsdóttir, Ægis- grund 20, sem lést miðvikudaginn 21. október, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 29. október kl. 13.30. Svava Sigríður Guðmundsdóttir, Ásvegi 10, verður jarðsungin frá Ás- kirKju miðvikudaginn 28. október kl. 13.30. Anna Jónsdóttir, Reynimel 80, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. október kl. 13.30. Námskeið Félagsmálanámskeið á vegum Bandalags kvenna í Hafnarfirði verður haldið í kvöld og annað kvöld kl. 20 í Víðistaðaskóla. Leiðbeinandi Sólveig Ágústsdóttir. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á þátttöku. Upplýsingar í síma 53510 Hjördís og 50919 Sólveig. Fundir ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld, þriðjudaginn 27. okt., kl. 20.30 að Siðumúla 17. Allir velkomnir. Ráðstefna Vaka, félag lýðræðissinnaðra heldur ráðstefnu í Hugvísindahúsi Há- skólans, Odda, stofu 101, fimmtudaginn 29. október kl. 20.15. Viðfangsefni ráð- stefnunnar verður staða dagvistunarmála stúdenta og nýjar leiðir til lausnar vanda þeirra. Ætlunin er að á fundinum fari fram stofnun áhugahóps stúdenta um stofnun foreldrarekins barnaheimilis og eru stúdentar, sem og aðrir áhugamenn um dagvistunarmál, hvattir til að mæta. Að loknum framsöguerindum verða um- ræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri er Lilja Stefánsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinema í Háskóla lslands. Tilkynningar Saluton -kennslubók í esper- anto Bókaforlag Máls og menningar hefur gef- ið út nýja kennslubók í esperanto eftir Baldur Ragnarsson. Bókin er gefin út í tilefni af aldarafmæli alþjóðamálsins en fyrsta kennslubókin í esperanto var gefin út í Varsjá árið 1887. Þessi nýja kennslu- bók er tvískipt. í fyrri hlutanum er málfræðin kynnt en í þeim síðari lögð áhersla á að auka orðaforðann með les- köflum og æfingum. Esperanto er einkar röklegt í framsetningu og talið fljótlærð- ara en nokkuð annað tungumál. Það er lifandi mál sem á sér þegar umtalsverðar bókmenntir og hefur þróast og þjálfast um langa hríð á öllum sviðum mannlegra samskipta. Ný kennslubók í esperanto er 115 bls., fjölrituð í Stensli en kápu hann- aði Teikn. Verkakvennafélagið Snót Á félagsfundi Verkakvennafélagsins Snótar, sem haldinn var 16. október sl., var samþykkt eftirfarandi ályktun. „Verkakvennafélagið Snót mótmælir ein- dregið fyrirhuguðum matarskatti og beinir því til fjármálaráðherra að hann leyti annað eftir tekjulindum fyrir ríkis- sjóð en í matarpeninga heimilanna. Einnig beinir „Snót“ því til aðila vinnu- markaðsins að versla ekki með slíkt í samningum“. „Það var ekki gengið að launakröf- um faglærðra póstafgreiöslumanna umfram núgildandi kjarasamning, hins vegar var tekið undir kröfu þeirra um ítarlega uppstokkun á launatöxtum vegna náms í Póst- og símaskólanum. Fyrir lok samnings- tímabilsins eiga að liggja fyrir fullmótaðar tfilögur um póstnámið og það er loforð að endurmat á námi hafi forgang í næstu kjarasamning- um,“ sagði Torfi Þorsteinsson, varaformaður Póstmannafélags ís- lands, eftir fund Póstmannafélagsins með fulltrúum frá fjármála- og sam- gönguráðuneyti. „Þeir faglærðu póstmenn, sem sagt hafa upp, eru óánægðir með þessa niðurstöðu, þeir eru ósáttir við aö ekki skyldi koma til launahækkunar. Hvort þetta tilboð ríkisins nægir til þess að þeir sem sagt hafa störfum sínum lausum dragi uppsagnirnar til baka get ég ekkert sagt um, það ákveður það hver og einn fyrir sjálf- an sig. Það eru enn tveir mánuðir eftir af uppsagnartímabilinu svo það er nógur tími fyrir menn að hugsa sinn gang,“ sagði Torfi að lokum. -J.Mar t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐMUNDÍNA MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR (rá Suðureyri, Súgandafiröi, lést föstudaginn 23. okt. sl. á Hrafnistu, Reykjavík. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 29 okt. kl. 10.30 fyrir hádegi en jarðsett verður frá Suðureyrarkirkju, Súg- andafirði, laugardaginn 31. okt. kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er sérstaklega bent á Suðureyrar- kirkju og Hrafnistu, Rvík. Þórður Maríasson og börn Skák Friðsamlegt í Sevilla - jafntefli í sjöttai einvígisskák Karpovs og Kasparovs Heimsmeistarinn Garrí Ka- sparov komst lítt áleiðis með hvitu mönnunum gegn nákvæmri vöm Anatoly Karpovs í sjöttu einvígis- skákinni í Sevilla, sem tefld var í gær. Eftir enskan leik þótti votta fyrir frumkvæði Kasparovs en Karpov barði það jafnharðan niður með styrkri hendi. Eftir 28 leiki og fjögurra stunda taflmennsku bauð Kasparov jafntefli, sem Karpov þáði umhugsunarlaust. Kasparov hóf taflið með enskum leik eins og áður í einvíginu. Það er eins og hann vilji með því sýna skákheiminum að hann sé enginn eftirbátur Bobby Fischers. Enski leikurinn var leynivopn hans í ein- víginu við Spassky í laugardals- höllinni 1972 en annars lék Fischer nánast undantekningarlaust kóngspeðinu fram i fyrsta leik. Karpov heldur betur á spöðum en Spassky. í gær breytti hann leikaö- ferð sinni og uppskeran varð eins og til var sáð: Oruggt jafntefli eftir lipra varnartaflmennsku. Helstu spekingar í Sevilla voru þeirrar skoðunar að Kasparov þyrfti að brydda upp á öðrum leið- um með hvítu ef hann ætlaði að ná árangri. Hann þarf á brattann að sæKja í einvíginu, hefur 2'Á v. gegn 3 'A v. Karpovs. KannsKi má segja að með jafnteflinu í gær sé fyrsta hluta einvígisins loKið. Karpov hefur náð forystu og næstu skáKir munu eflaust einKennast af tilraunum Kasparovs til að jafna metin og þeim háska sem það gæti haft í för með sér. Sjöunda einvígisskákin verður tefld á morgun og þá hefur Karpov hvítt. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Enskur leikur. 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 Fyrr í einvíginu lék Karpov ridd- aranum til f6 (reyndar strax í 1. leik) og setti biskupinn á b4. Nú velur hann annað afbrigði, sem Skák Jón L. Arnason hefur öllu rólegra yfirbragð. Skák- menn þekkja stöðuna úr svonefndu lokaða afbrigði Sikileyjarvamar, sem hefst með 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 o.s.frv. Hér hafa orðið lita- skipti - það er hvítur sem teflir Sikileyjarvömina. 4. Bg2 d6 5. Hbl Bf5 6. d3 Dd7 7. b4 Bg7 8. b5 Rd8 9. Rd5 Dálítið einkennilegur leikur, því að svartur stuggar með glöðu geði við riddaranum og þá hörfar hann strax aftur. Áður hefur sést í stöð- unni 9. e3 RfB og þá fyrst 10. Rd5, sem virðist gæfulegra. 9. - c6 10. bxc6 bxc6 11. Rc3 FlæKjumar eftir 11. e4 Bg4 12. f3 cxd5 13. cxd5 gefa svörtum allt of marga góða möguleiKa og þvi snýr Kasparov riddaranum heim. Var 9. leikur hans byggður á misskiln- ingi? 11. - Re7 12. Ba3 0-6 13. Rf3 h6 14. 0-0 Be6 15. Da4 f5 16. Rd2 Rf7 Þá hafa báðir komið mönnum sínum á framfæri og baráttan hefst fyrir alvöru. Möguleikar hvíts liggja á drottningarvæng en svörtu mennimir em aftur á móti reiðu- búnir.til atlögu kóngsmegin. Nema svartur tefli af varkámi og mæti sóknaráformum hvíts eftir b-lín- unni. 17. Hb3 Hab818. Hfbl Hxb319. Hxb3 Hc8! Dæmigerð Karpov-lausn á vandamálunum. Riddarinn getur nú snúið til varnar á d8 án þess að loka hrókinn frá drottningar- vængnum. Karpov hefur engan áhuga á að leggja upp í tvíeggjáða kóngssókn. 20. Da6 Rd8 21. Bb4 Hb8! Notar tækifærið og andæfir á b- línunni meðan biskupinn skyggir á hrókinn. 22. Ra4 Kf7 Nú færir Karpov kónginn nær miðborðinu og drottningarvængn- um þar sem hann ætti framtíðina fyrir sér í endatafli. 23. Bc3 Hxb3 24. axb3 Dc7 Og nú er hann reiðubúinn að reka drottninguna af höndum sér. Karpov teflir hámákvæmt og gefur hvergi höggstað á sér. 25. e3 Bc8 26. Da5 Dxa5 27. Bxa5 Re6 28. Bb4 Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék, sem Karpov þáði. Enn er talsvert eftir af skákinni, enda sjö peð og allir léttu mennirnir eft- ir í hvom liði. Eftir örugga tafl- mennsku Karpovs í miðtaflinu sér Kasparov ekki ástæöu til þess að freista gæfunnar. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.