Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 7 Fréttir Ur hrepp í bæ Boigames fær bæjarréttindi Sguijón Gimnaisson, DV, Borgamesi: Þau tímamót urðu í Borgarnesi um helgina að Borgarneshreppur varð að Borgarnesbæ. í tilefni þess var haldinn hátíðarfundur í Hótel Bor- gamesi þar sem síðasti fundur hreppsnefndar var haldinn og fyrsti fundur bæjarstjórnar. Smáfprskot var þó tekið og opnuð sýning á málverkum í eigu listasafns Borgamess á fóstudag í Samkomu- húsinu í Borgarnesi. Kl. 14 var sett Vesturlandsmót í sundi í íþróttamið- stöðinni og kortéri seinna hófst messa í Borgarneskirkju þar sem sr. Þorbjöm Hlynur Árnason þjónaði fyrir altari. Ki. 14 hófst svo dagskráin í Hótel Borgarnesi. Oddviti hrepps- nefnda.r Ewólfur Torfi Geirsson, setti síðasta fund hreppsnefndar og á dagskrá hans var samþykkt að kaupa húseignina að Bjarnabraut 4-6 þar sem verður framtíðarhús- næði þeirra safna sem eru í Borgar- nesi en þau hafa búið við þröngan kost um alllangan tíma. Einnig var lagt fram bréf frá félagsmálaráð- herra þar sem heimild var veitt til að breyta hrepp í bæ. Strax að hreppsnefndarfundi lokn- um var settur fyrsti fundur bæjar- stjómar og stýrði Gísli Kjartansson, aldursforseti hreppsnefndar, fundi. Á fundinum var Eyjólfur Torfi Geirs- son kosinn forseti bæjarstjómar. En Gísli Karlsson, er verið hefur sveit- arstjóri, varð að sjálfsögðu bæjar- stjóri við þessar breytingar. Eyjólfur Torfi Geirsson, forseti bæjarstjómar, rakti í stuttu máli sögu staðarins og kom fram að svo vel vill til að um 120 ár eru síðan staðurinn hlaut verslunarleyfi og nær 75 ár síðan Borgarnes var gert að sérstöku hreppsfélagi en áður var nes þetta (Digranes) hluti af Borgar- hreppi. Nokkurn veginn jafngamall Borgarneshreppi og starfsmaður hreppsins í áratugi, Sigurþór Helga- son var heiðraður fyrir vel unnin störf. Að lokinni ræðu Eyjólfs Torfa Geirssonar var fundi slitið. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra flutti ávarp og ámaði hinu nýja bæjarfélagi heilla um ókomna framtíö. Fjöldi manns var saman kominn á Hótel Borgarnesi til þess að fylgjast með þessum merku tímamótum og eftir fundi og ræður söng Theodóra Þorsteinsdóttir sópransöngkona nokkur lög við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur. M.a. var þar frum- flutt lag eftir Birnu Þorsteinsdóttur við texta Davíðs frá Fagraskógi í út- setningu Björns Leifssonar en Björn lék með í því lagi á klarinett. Kveld- úlfskórinn söng nokkur lög undir stjórn Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Hátíðargestir voru vel „meö á nótun- um“ og kiöppuðu söngfólki og undirleikurum lof í lófa. Að loknum fundum og söng var boðið til kafiisamsætis og fram borin stærsta terta sem sögur fara af enda réttast að segja frá henni í rúmmetr- um. Ofan á tertu þessari var merki Borgamess og ámaðaróskir til bæj- arins. Fjöldi skeyta barst og voru upp les- in, einnig höfðu nýja bænum borist blómakörfur. Verðlaunaafhending var síðan vegna sundmótsins og seinna um daginn var dagskrá fyrir bæjarbúa alla. Þau yngstu fengu opið hús, unglingarnir diskótek og þaðan af eldra var boðið á dansleik á hótelinu. Það er ef til vill táknrænt fyrir þennan dag að þegar hann hóf göngu sína var þungbúið og gekk á með rigningu en um það leyti er „bær varð til“ braust sólin fram úr skýjun- um og lýsti upp sali hótelsins og úti fyrir stirndi á regndropa svo langt sem augað eygði. Og allir voru í há- tíðarskapi. Skák Skákmótið í Belgrad: Jóhann missti af pattfléttu - og tapaði biðskákinni við Popovic Jóhann Hjartarson varð að bíta í það súra eph að tapa biðskákinni við Júgóslavann Popovic á alþjóðlega Invest-banka skákmótinu í Belgrad í gær. Samt er Jóhann enn 1 efsta sæti á mótinu en deilir því með Kortsnoj, Timman og Ljubojevic. Þeir hafa all- ir 4 'A v. að sjö uniferðum loknum en næstir koma Beljavsky og Popovic með 4 v. Jóhann átti peði minna í biðskák- inni en staða hans var svo virk að jafntefli virtist blasa við. Því var Júgóslavinn ekki samsinna. Hann fann bráðsnjalla leið stuttu eftir að þeir tóku aftur til við taflið og bætti stöðu sína jafnt og þétt án þess aö Jóhann fengi rönd við reist. Er sigur- inn var svo til í höfn lék hann hins vegar af sér og gaf Jóhanni óvæntan möguleika sem því miður fór for- görðum. Jóhann átti þess kost að fóma drottningu sinni og riddara og þvinga fram pattstöðu og jafntefli. Þetta sá Jóhann ekki enda var hann búinn að gefa alla von um að bjarga skákinni upp á bátinn. „Ætli þetta hafi ekki verið eðlileg úrslit miðað við gang skákarinnar," sagði Jóhann í gærkvöldi og virtist hvergi brugðið við ósigurinn. Annars hafði hann á orði að mótshaldarar hefðu farið fremur illa með sig í gær. Fyrst var hann vakinn upp snemma dags og „neyddur" til þess að sækja borgarstjórann í Belgrad heim og síðan varð hann að bíða í fjórar stundir á skákstað þar til bið- skákin hófst því að Popovic átti einnig skák við Ivanovic sem tefld var á undan. Skákstjórar kröfðust þess að Jóhann væri til taks á skák- stað þótt hann hefði eins getað hvílt sig á hótelherbergi sínu sem er skammt frá. í dag teflir Jóhann við Nikolic, sig- urvegarann á Reykjavíkurskákmót- inu í fyrra, og hefur svart. Á morgun verður svo tefld skákin sem allir bíða eftir: Jóhann með hvítt gegn Kortsnoj. í lokaumferðunum teflir Jóhann við Timman og Ljubojevic. Það er því Ijóst að erfiðar skákir bíða hans næstu daga og allt stefnir í æsispennandi lokaumferðir á þessu sterka móti. Þannig tefldist biðskákin í gær. Jóhann hefur hvítt en Popovic svart og hann lék biðleik: 63.-Kh664. Db7 De2+ 65.Kh3Dc2! Jóhann hafði ekki hugleitt þessa snjöllu leið Júgóslavans. Hvítur er í leikþröng. Kóngurinn er fastur og drottningin er einnig leiklaus því að Skák Jón L. Árnason hún verður að valda a-peðið og ridd- arann í senn. 66. Rd6 Ddl! 67. Dc6 Aftur eini leikurinn. 67. Re4?? strandar á 68. - Dhl mát. 67. - Dg4+ 68. Kh2 De2+ 69. Kgl De6! 70. Kg2 Kh7 71. Kh2 f5 72. Dc7 De2+ 73. Khl Dfl+ 74. Kh2 Df2+ 75. Khl Dxg3?? Eftir frábæra taflmennsku stendur Popovic með pálmann í höndunum en nú verður honum illilega á í mess- unni. Eftir 75. - f4! vinnur svartur létt, því að bæði peð hvits á kóngs- vængnum falla. 76. Dxa7?? Það er hér sem Jóhann missir af fallegri jafnteflisleið. Eftir 76. Dxg7+!! Kxg7 77. Rxf5 + gxf5 (annars fellur drottningin) er hvítur patt og skákin er jafntefli. 76. - Dxd6 77. Db7 Ddl + og í þessari stöðu gafst Jóhann upp. Eftir 78. Kg2 De2+ og síðan 79. - Kh6 skerst biskupinn loks í leikinn og hvítur verður óverjandi mát. -JLÁ Stig 1 2 3 4 5 6 1 8 9 10 11 12 Vinn 1 Kortsnoj (Sviss) 2630 0 'A 1 1 1 0 1 4'A 2Timman (Holland) 2630 1 'A 'A 1 '/i 1 0 4'A 3 Ljubojevic (Júgósl.) 2625 ‘/i '/i 1 1 '/l '/i 'A 4'A 4 Gligoric (Júgósl.) 2525 0 '/i 0 'A 0 1 0 2 5 Marjanovic (Júgósl.) 2505 0 0 0 0 0 'A 0 'A 6 Salov (Sovétr.) 2575 0 ’/i ’/i 1 '/i 'A '/i 3 'A 7 Short (England) 2620 1 '/i 1 0 1 0 0 3 'A 8 Ivanovic (Júgósl.) 2535 1 0 0 0 !ó '/l 1 3 9 Jóhann Hjartarson 2550 ’/i 1 'A 1 1 0 '/> 4 'A 10 Popovic (Júgósl.) 2560 V) 1 ’/i 'A 0 'A 1 4 11 Nikolic (Júgósl.) 2620 0 '/i 0 1 'A 1 'A 3'A 12 Beljavskí (Sovétr.) 2630 0 1 'A 1 1 0 '/l 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.