Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 11 Utiönd Enn fall á Wall Street Ólafur Arnarsan, DV, New York; Það á ekki af verðbréfamarkaðinum í New York að ganga. í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um hundrað fimmtíu og sex stíg, niður í liðlega seytján hundruð níutíu og þrjú stíg. Þetta er annað mesta tap sögunnar á Wall Street en það mesta var, að sjálf- sögðu, á mánudaginn fyrir viku. Vegna þessa mikla taps var ákveð- ið að framlengja styttri opnunartíma kauphallarinnar út þessa viku. Upp- haflega hafði verið áætlað að eðlileg- ur opnunartími hæfist aftur á miðvikudag. Verðbréfasalar í New York áttu ekki hvíldarstund um helgina. Bæði á laugardag og sunnudag voru þeir fram á kvöld að koma lagi á sín mál og reyna að átta sig á því hvað fór úrskeiöis í síðustu viku. Stjórnmálamenn hafa heldur ekki setíð auðum höndum. Þeir hafa keppst við að gefa yfirlýsingar um hvað stjórnvöld þurfa að gera tíl að jafnvægi komist aftur á verðbréfa- markaðinn. í gær átti síðan Reagan, forseti, fund með leiðtogum beggja flokka á þingi landsins, um fjárlaga- hallann. I dag mun hefja störf sérstök samráðsnefnd stjórnarinnar og þingsins. Hlutverk hennar er að finna leiðir til aö draga úr fjárlaga- hallanum. Margir virtir hagfræðingar og verðbréfasalar eru hins vegar á þeirri skoðun aö afskipti stjórnvalda geti ekki orðið til annars en ills. Segja þeir að eina hlutverk stjórnvalda í málum sem þessum eigi að vera í gegnum seðlabankann og þá í þéirri mynd að auka peningastreymi og lækka vexti. Það er mjög almenn skoðun að fjárlagahallinn og við- skiptahallinn eigi litla, eða jafnvel enga sök á hér og því sé mjög hættu- legt að grípa tii dæmis tíl nýrra skatta til að draga úr fjárlagahallan- um. Benda menn á að markaðir hafi í síðustu viku tekið mjög vel við sér eftír hrunið, þangað til vísbendingar bárust um að Reagan, forsetí, væri jafnvel tilbúinn í skattahækkanir til að draga úr fjárlagahallanum. Hvort þetta sjónarmið er að öllu leyti rétt skal látið ósagt. Það er samt sem áður ljóst aö misvitrir stjórn- málamenn, sem láta sér ekkert mannlegt ólviðkomandi, geta með óvarkárum aðgeröum hæglega vald- ið óbætanlegu tjóni á verðbréfa- markaöinum og þannig höggvið að rótum efnahagslegra framfara í Bandaríkjunum. í morgun virtist markaöurinn í Tokýo hafa tekiö vel við sér á nýjan leik og eru menn því bjartsýnir á að gengi verðbréfa í New York verði mun hagstæðara í dag en í gær. Ástandið er hins vegar slíkt að það er varla svo að sérfræðingar treysti sér til að spá eina klukkustund fram í tímann, hvað þá lengra. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Verðbréfahöndlari hallar sér fram á borðið, örþreyttur eftir hamaganginn á markaðinum í gær. Simamynd Reuter M SUZUKI SWIFTCTi SPRÆKUR SPORTBHÍ FYRIR ATHAFNAFÓLK w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.