Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987.
13
Neytendur
Atvinnumál
Gæsir og endur við Reykjavikurtjörn. Skyldi einhver þessara verða jólasteikin í ár?
Villigæs og önd
Gæsir og endur njóta sífellt meiri
vinsælda á matborðum íslendinga
enda er hér herramannsmatur á
ferðinni. Veiðitími gæsar er nokk-
uð langur, eða frá 20. ágúst til 15.
mars. Hún er þó ekki veidd að ráði
nema á tímabilinu 15. september til
15. október.
Hún er venjulega reytt og sviðin
enda margir sólgnir í pöruna, eða
skorpuna, sem hamurinn gefur.
Gæsina er best að láta hanga nokk-
uð lengi, eða 2-3 vikur, og lengur
eftir því sem fuglinn er stærri.
Kjötið af henni er nokkuð
misjafnt eftir aldri fuglsins. Bestur
er fuglinn sem yngstur og gefur
sundfit aldurinn til kynna. Þannig
er sundfitin dökk á ungum fuglum
en fölnar með aldrinum.
Þetta á líka við um önd, en veiði-
tími hennar stendur frá 1. septemb-
er til 31. mars. Hún er mest veidd
frá 1. september til 1. nóvember.
Hún er oft hamflett líkt og rjúpan,
en þó eru flestir á því aö reyta hana
og svíða. Hún þarf að hanga í u.þ.b.
tvær vikur.
-PLP
Hreindýr
Dýrunum sem draga sleða jóla-
sveinsins er oft stungiö inn í ofn
og þau notuð í jólasteikina. Jóla-
sveinninn kaupir þau hins vegar
af austfirskum skyttum sem veiða
dýrin á tímabilinu 1. ágúst til 15.
september.
I ár var leyft að veiða um 600
dýr. Samkvæmt opinberum skýrsl-
um virðast hins vegar ekki hafa
veiðst nema um 400, en samkvæmt
heimildum DV er varlegt aö trúa
þessum tölum um of vegna þess að
grunur leikur á því að veiðiþjófn-
aður eigi sér stað í einhverjum
mæli.
Hvað um það, hreindýrakjöt er
altént hið mesta lostæti sé það rétt
meðhöndlað. Og þar er kominn
mergurinn málsins. Hvernig má
þekkja vont kjöt frá góðu, þá keypt
er?
Gæði kjötsins fara algerlega eftir
meðferð þess í upphafi. Eftir því
sem við komumst næst ber að láta
dýrinu blæða út og hreinsa úr því
innyfli innan eins klukkutíma frá
þvi að það er skotið. Síðan er kvið-
ur dýrsins fylltur með snjó til
kælingar og það flutt í skinninu í
sláturhús þar sem gert er að því.
Þetta er ekki alltaf gert svona og
kjötið því ærið misjafnt.
Kjötið má þekkja á litnum. Sé
rétt með það farið á það að vera á
litinn eins og vel rautt nautakiöt.
Sé það of dökkt er of mikiö blóð í
því. Ef skurðsárið er eins og korn-
ótt er það ekki eins og best veröur
á kosið.
-PLP
Kjötið af hreindýrum þykir mikið lostæti - ef það er rétt meðhöndlað.
Iðnþing um efnahags- og atvinnumál:
Markmiðum náð
með öðrum hætti
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Vextir fara hækkandi vegna að-
gerða ríkisstjórnarinnar bæði með
því að skattur hefur verið lagður á
erlendar lántökur og vegna sölu rík-
isskuldabréfa. Ennfremur er ljóst aö
afnám ríkisábyrgöar af fjárfesting-
arlánasjóðunum muni verka til
hækkunar á lántökukostnaöi þeirra
og þar með útlánsvaxta."
- Þetta segir m.a. í ályktun Iðn-
þings um efnahags- og atvinnumál.
Bent er á að skattahækkanir ríkis-
stjórnarinnar, sem fari ýmist beint
út í verðlagið eöa lendi á framleiðslu-
kostnaði fyrirtækja, séu samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu 5.500 milljónir
króna eða næstum 10% af niðurstöðu
frumvarpsins.
„Þegar ríkisstjórnin ákveður í við-
bót við þetta að afnema tiltölulega
lítiö en mjög mikilvægt framlag til
vöruþróunar- og markaðsdeildar
Iðnlánasjóðs er ekki við því að búast
að auðvelt verði fyrir iðnanðinn að
mæta þessum erfiöleikum meö fram-
leiðniaukningu og nýjungum í
framleiðsluaðferðum og vörufram-
boði. Iðnþing íslendinga beinir því
þeirri eindregnu áskorun til rikis-
stjórnarinnar að hún endurskoði þau
atriði sem hér hafa verið nefnd og
reyni að ná markmiðum sínum með
öðrum hætti." segir í niðurlagi álykt-
unarinnar.
Iðnþing var haldið á Akureyri að þessu sinni
Einkaleyfi:
Lögin hamla framförum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Iðnþing skorar á Alþingi að taka lög-
in um einkalevfi til endurskoðunar
og að Alþingi því sem nú situr ljúki
ekki án þess að samþykkt verði ný
lög um einkaleyfi.
I ályktun Iðnþings um einkale\-fi
segir að mikilvægt sé að þeir sem
eyða tíma og fjármunum í að upp-
hugsa nýjungar njóti mögulegs
hagnaðar af þeim. Til þess að svo
megi verða verði löggjöfin að vera
þannig úr garði gerð að hún verndi
hagsmuni þessara aðila.
..Lögin um einkalexil eru frá 1923
og eru því komin mjög til ára sinna.
Þau eru ekki nema að litlu leyti snið-
in fyrir nútímaþarfir. Það er alvar-
legt mál ef svo mikilvæg lög eru ekki
í takt við tímann og hamla jafnvel
eðlilegum framfórum.'' segir i álykt-
uninni.
„ Ný tækni í iðnaði - aukin framleiðni:
íslenskur iðnaður er á tímamótum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
í ályktun Iðnþings um nýja tækni í
iðnaði og aukna framleiðni segir að
íslenskur iðnaður standi á tímamót-
um. þensla í atvinnulífi hafi orsakað
aukin viðskipti en um leið skapað
vandamál vegna samkeppni at-
vinnulífsins um vinnuafl.
..Tækniframfarir hafa verið hraöar
á undanfórnum árum og íslenskur
iðnaður hefur dregist aftur úr miðað
við nágrannalöndin." segir í álykt-
uninni. Bent er á að aukin framleiðni
sé forsenda bættrar samkeppnis-
stöðu íslensks iðnaðar og framleiðni
verði ekki bætt nema með aukinni
sjálfvirkni og fjárfestingu í nýrri
tækni.
Þingið samþykkti að leggja bæri
áherslu á að íslensk iðnfvrirtæki
gæti þess að fylgjast með tækninýj-
ungum hvers tíma og tileinka sér
nýjustu framleiðslu-. þjónustu-. og
stjórnunartækni. Felldir verði niður
skattar og álögur á tölvur og annan
tæknibúnað og rannsóknarstofnanir
atvinnuveganna búi við þær aðstæð-
ur að geta sinnt markmiðum sínum.
„Niðurskurður á framlögum til
tæknistofnana iðnaðarins er óverj-
andi á sama tíma og framlög til
rannsóknar- og þróunarstarfa þyrftu
að stóraukast." segir í ályktuninni.
Þá benti þingið á nauðsyn þess að
íslensk iðnfyrirtæki búi ekki við lak-
ari kjör hvað varðar tollamál. skatta-
mál og fjármagnsfyrirgreiöslu í
samkeppni við erlend fyrirtæki.
..Markmiðið er öflugur iðnaður. sem
býður hágæða vöru og þjónustu. sem
hentar erlendum sem innlendum
markaði. byggða á islenskri verk- og
tækniþekkingu," segir í niðurlagi
álvktunar Iðnþings um nýja tækni í
iðnaði og aukna framleiöni.
Ekki breytt um nafh að sinni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Eitt af þeim málum, sem rædd voru
á Iðnþingi, var að breyta nafni
Landssambands iðnaðarmanna, en
nafnið þykir ekki gefa nægilega vel
til kynna um hvers konar samtök er
að ræða.
Þingið tók ekki ákvörðun í málinu
þrátt fyrir talsverðar umræður. Svo
var að heyra að flestir þingfulltrúar
vildu að nafninu yrði breytt en menn
voru ekki á einu máli um nýtt nafn
samtakanna og sýndist sitt hverjum.
Niðurstaðan varð sú að skipa milli-
þinganefnd til að gera tillögur á
næsta þingi um nafnbreytinguna. Sú
nefnd mun einnig fjalla um breyting-
ar á innra skipulagi Landssamtaka
iðnaðarmanna og skila tillögum þar
að lútandi.