Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Utlönd Gultfundur í Ástralíu Lógreglan Nær helmingur allra lögreglu- manna í Hollandi, flestir þeirra í einkennisbúningum, efhdu i gær til mótmælagöngu að þinghúsinu í Haag, höfuðborg landsins til þess aö mótmæla fyrirhugaðri lækkun launa þeirra, sem ríkisstjómin hef- ur tilkynnt um. Liðlega fimmtán þúsund lög- reglumenn tóku þátt í göngunni og ollu miklu umferðaröngþveiti. Liðlega sextugur gullleitarmað- ur, Ray Hall aö nafni, sem stundaö hefur gullleit með haka og skóflu aö vopni árum saman, fann nýlega æð af næstum hreinu guili sem tal- in er virði miUjóna dollara. Að sögn sérfræðinga sldlaöi Hall nýlega inn gulli sem var liölega einnar millj- ónar dollara virði og búist er við aö frekari gröftur með stórvirkum tækjum hefjist bráölega þar sem hann fann æðina. Hall fann gulliö um eitt þúsimd kílómetra suður af borginni Dar- win í Ástralíu, á svæði þar sem kínverskir gullleitarmenn störfúðu á síðustu öld en hefur ekki verið nýtt síðan. mótmælir Móðir Nancy Reagan látin Bandaríska leikkonan Loyal Davis, móðir Nancy Reagan, forsetafrúar Bandaríkjanna, lést 1 gær, níutiu og eins árs að aldri. Loyal Davis, sem í æsku hét Edith Luckett, var nokkuð þekkt leikkona á sínum tima en hún hóf feril sinn aðeins fimmtán ára aö aldri. Hún var tvígift. Fyrra hjónaband hennar, með Kenneth Robbins, foður Nancy Reagan, endaöi í skilnaði. Hún giftist síðar dr. Loyal Davis taugaskurö- lækni. Loyal Davis lék meöal annars 4 móti David Belasco og George M. Co- han. Þá lék hún á sviði með Walter Huston, Louis Calhem og Spencer Tracy. Hún kom siöast fram á Broadway árið 1928. Stjómvöld í Norður-Kóreu biöa nú fyrirhugaðra forsetakosninga í Suöur-Kóreu, sem fara eiga fram í desembermánuði næstkomandi, og vonast til aö úrslit þeirra muni aöstoða við aö leysa deilur ríkjanna tveggja vegna ólympíuleikanna 1988. Chin Chung Guk, varaforseti ólympíuneöidar Norður-Kóreu, sagði i gær aö ef núverandi ríkis- stjóm S-Kóreu félli í kosningunum gæti það leitt til þess að kóresku ríkin fyndu leið til þess aö standa sameinuð aö ólympiuleikumun. Noröur-Kóreumenn hafa hótað að fá kommúnistaríki til þess að neita þátttöku í leikunum í Seoul, hötuðborg S-Kóreu, fái þeir ekki þann hlut í leikunum sem þeir vilja. Þeir hafa ekki sætt sig viö málamiðlunartilboð þau sem fram hafa komið til þessa. Lokuðu hófnum Franskir fiskimenn lokuðu í gær höíhunum í Boulogne og Calais í Frakklandi og stöðvuðu meö því móti alla umferð milh hafnanna tveggja og hafnarborga í Bretlandi, aö því er franskir embættismenn skýrðu frá. Fiskimennimir era aö mótmæla því að Bretar hafa nú bannað þeim veiöar í landhelgi sinni. Innflutningur bannaður Reagan forseti tilkynnti ný höft á viðskipti við Iran í gær. Simamynd Reuter Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær nýjar viöskiptahöml- ur gagnvart íran. Felast þær í því að aUur innflutningur frá íran tU Bandaríkjanna er héðan í frá bann- aður og mun harðari takmarkanir era settar á útflutning frá Bandaríkj- unum tíl írans. Reagan forseti lagði í gær áherslu á að þessar efnahagsaðgerðir gegn írönum væru ákveðnar eftir að ítrek- að hefur verið reynt að slaka á spennu milli ríkjanna, svo og vegna endurtekinna ofbeldisaðgerða ír- anskra yfirvalda. Reagan sagði að banrnð við inn- flutningi á vöram frá íran myndi taka gUdi eins fljótt og mögulegt væri og að höftin á útflutning til ír- ans yrðu komin tU framkvæmda innan viku eða tíu daga. Reagan sagði að innflutningsbann- inu væri einkum beint gegn írönsk- um olíuvöram og yrði það í gUdi þar tíl íranir létu af árásaraðgerðum sín- um. Á síðasta ári keyptu Bandaríkja- menn olíuvörar frá Iran fyrir um sex hundruö mUljónir Bandaríkjadala en tahð er aö á þessu ári hafi íranir selt slíkar vörar fyrir um einn millj- arð doUara tíl Bandaríkjanna. Skrifstofu sfolið PáU VUlqáimsson, DV, Osló: í olí ubænum Stavangri var fram- inn einstæður þjófhaður um helg- ina. Aöfaranótt laugardags var heiUi skrifstofu stoUö frá fýrirtæk- inu Maritime GMC í Stavangri. Er starfsmenn fyrirtækisins komu til vinnu á laugardagsmorg- un var sérstaklega smiöuö skrif- stofa þeirra horfln. Skrifstofan er viö olíuiönaöinn. Forstjóri fyrir- tíu metrar á lengd, tveggja metra tækisins segir að eina hugsanlega breið og þrír metrar að hæð. Veg- ástæðan fyrir þjófnaðinum sé aö summerki gáfu til kynna að bí- þjófamirviljikomastaörannsókn- ræfnir þjófar hefðu um nóttina arniðurstöðunum sem eru leynd- losað skrifstofubygginguna frá armál. Ekkert annaö fémætt var í granni, lyft henni með krana upp skrifstofunni, segir forstjórinn. átengivagnvörabílsogekiðafstaö. Lögregian i Stavangri reynir nú Maritime GMC vinnur að við- hvaö hún getur til að hafa uppi á kvæmum rannsóknum i tengslum stolnu skrifstofunni. Bandaríkjamenn ánægðir Pátl Vilhjálnisson, DV, Osló: Bandarísk stjómvöld era ánægð með rannsókn norskra yfirvalda á ólöglegri sölu Kongsberg Vaabenfa- brik á hátæknibúnaði til Sovétríkj- anna. Þetta sagði sendimaður frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í Osló í gær. Norska ríkisstjómin ætlar að setja strangari lög um bann við sölu á hátækni til þessarra ríkja og herða refsingar við brotum. Þótt bandaríski sendimaðurinn sé ánægður með afstöðu Norðmanna er enn ekki útséð um hvort bandaríska þingið hættir við að samþykkja refs- iaðgerðir gegn Kongsberg. Myrti verðbréfasala og framdi sjáKsmorð Eiginkona startsmannsins, sem særðist i árásinni, leidd á brott í gær. Sfmamynd Reuter Ólafur Amarson, DV, New York Maður vopnaður byssu réðst í gær- dag inn á skrifstofu verðbréfafyrir- tækisins Merrill Lynch í Miami á Flórída og skaut þar einn starfsmann til bana, særði annan og stytti sér síðan aldur. Maðurinn hafði fjárfest á verð- bréfamarkaðinum í gegnum fyrir- tækið og í hruninu á Wall Street í síðustu viku tapaði hann um einni milljón dollara. Mun maðurinn hafa talið Merrill Lynch ábyrgt fyrir ófór- um sínum og borið hefndarhug til fyrirtækisins. Þetta er fyrsta tílfelliö, svo vitað sé, í sviptingum þeim sem nú eiga sér stað á Wall Street þar sem fólk hefur fyllst svo mikilli angist vegna eigna- taps að það grípur til örþrifaráða. Það var hins vegar mikið um atvik af þessu tagi í kjölfar hmnsins 1929.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.