Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 33 • ðv Fólk í fréttum Rafn Hafnfjörð Rafn Hafnfjörð prentsmiðjustjóri var á sunnudag kjörinn formaöur Landssambands stangaveiði- manna. Rafn Hafníjörð er fæddur 21. des- ember 1928 í Hafnarfirði og lauk sveinsprófi í oífsetprentun í Litho- prent 1953. Hann stofnaði ásamt öðrum Litbrá hf. 1954 og hefur ver- ið prentsmiðjustjóri þar frá 1964 og eigandi frá 1968. Rafn hefur haldið margar ljósmyndasýningar frá 1961, eins og á heimssýningunni í Montreal 1967. Hann hefur unnið til pölda verðlauna, t.d. samkeppni um gæðamerki fyrir íslenskar iðn- aðarvörur 1975, og hlotið viður- kenningar á sviði ljósmyndunar, eins og frá útflutningsráði og AB. Ljósmyndir eftir hann hafa verið gefnar út víða og er Rafn núna einn stærsti póstkortaútgefndi landsins. Rafn var stofnandi og fyrsti ritari félags offsetprentara. Hann hefur verið í stjórn stangaveiðifélagsins Strengs og hefur verið formaður Landssambands stangaveiðifélaga frá 1986. Rafn kvæntist 1950 Kristínu Björgu Jóhannsdóttur, f. 18. sept- ember 1930. Foreldrar hennar eru Jóhann Pétursson, skipstjóri á Pat- reksfirði, og kona hans, Elín Bjarnadóttir. Börn þeirra Rafns og Kristínar eru Hjördís Hafníjörð, f. 26. nóvember 1950, gift Hirti Zakar- íassypi, bæjaritara Keflavíkurbæj- ar; Birna Hafnfjörð, f. 23. júní 1954, gift Gunnari Erni Kristjánssyni endurskoðanda; Hrafnhildur Hafn- fjörð, f. 23. júní 1954, gift Kristjáni Gunnarssyni, verkfræðingi í Rvík; Elín Þóra, f. 10. nóvember 1955, myndmenntakennari, sambýlis- maður hennar er Steingrímur Guðmundsson trommuleikari; Þyri, f. 28. desember 1958, gift Elv- ari Unnsteinssyni, lögfræðingi í Rvík; Jóhann Hafnfjörð, f. 29. maí 1961, d. 22. janúar 1965; og Jóhann Hafníjörð, f. 29. september 1965, nemi í offsetprentun. Hálfbróðir Rafns, sammæöra, var Jón Nord- enskjöld Gústavsson sjómaður, f. 9. september 1916, sem fórst 1941. Foreldrar Rafns voru Gunnlaug- ur Sigurðsson, b. í Urriðakoti í Garðahreppi, og Þuríður Sveins- dóttir. Faðir Gunnlaugs, Gunn- laugur, var Sigurður, b. á Móum á Skagaströnd, Jónassonar, b. á Hlíð í Garðabæ. Þuríður, móðir Rafns, var dóttir Sveins sjómanns og bæj- arfulltrúa í Hafnarfirði, eins af stofnendum verkamannafélagsins Hlífar og stúkunnar Daníelsher í Hafnarfirði, bróður Magnúsar, afa Guðmundar í. Guðmundssonar, fyrrv. utanríkisráðherra, og lang- afa Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra ríkisspítalanna. Annar bróðir Sveins var Kristján, afi Kristjáns Andréssonar, bæjarfull- trúa í Hafnarfirði, föður Loga, fyrrv. bæjarstjóra í Neskaupstað. Sveinn var sonur Auðuns, hafn- sögumanns í Hafnarfirði, Stígsson- ar. Móðir Auðuns var Oddný Steingrímsdóttir, b. á Hofdölum í Skagafirði, Ólafssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Benedikts Sveinssonar sýslumanns, fóður Einars skálds. Móðir Þuríðar var Vigdís, systirMálfríðar, langömmu Björns Björnssonar, prófessors í guðfræði. Vigdís var dóttir Jóns, þurrabúðarmanns í Selsgarði á Álftanesi, Brandssonar, b. á Vatns- Rafn Hafnfjörð. enda, Jakobssonar. Móðir Jóns var Karítas, systir Páls, prófasts í Hörgslandi, langafa Guðrúnar, móður Péturs Sigurgeirssonar biskups. Karítas var dóttir Páls spítalahaldara á Hörgslandi, Jóns- sonar, og konu hans, Ragnheiðar Guðmundsdóttur, systur Ólafs, langafa Björns Þórðarsonar for- sætisráðherra. Afmæli Rósa María Þóra Guðmundsdóttir Rósa Guðmundsdóttir húsmóðir, Einigrund 30, Akranesi, er sjötug í dag. Rósa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Árið 1935 lauk hún prófi frá VÍ og tvö næstu ár dvaldi hún í Danmörku við nám í píanó- leik í Helsingjaeyri og við hús- mæðranám í Sorö. Þegar Rósa giftist settist hún að í Ytri-Njarðvík og átti þar heima á árunum 1941 til 1953 ásamt eigin- manni sínum, Vésteini Bjarnasyni frá Kirkjubóli í Dýrafirði, f. 1913, d. 1983. Vésteinn stundaði verslun- ar- og skrifstofustörf hjá Karveli Ögmundssyni útgerðarmanni í Njarðvík en eftir að Vésteinn flutti til Akraness árið 1953 starfaði hann hjá Fiskiveri hf. og hjá Akranesbæ, m.a. sem bæjargjaldkeri. Börn Rósu og Vésteins eru: Guð- mundur, f. 1941, framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Akraness. Kona hans er Málhildur Traustadóttir bankafulltrúi og eiga þau eitt barn. Vésteinn, f. 1942, er bóndi í Hofs- staðaseli, Skagafirði. Kona hans er Elínborg Bessadóttir og eiga þau fimm börn. Grétar, f. 1942, er raf- eindavirki við lóranstöðina á Keflavíkurflugvelli. Kona hans er Gyða Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn og búa í Hafnarfirði. Sigurð- ur, f. 1944, er húsasmiður á Akranesi. Kona hans er Hafdís Karvelsdóttir sjúkraliöi og eiga þau fjögur börn. Bjarni, f. 1945, er bygg- ingafræðingur á Akranesi. Kona hans er Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö börn. Viöar, f. 1948, er forstöðu- maöur Verndaðs vinnustaðar á Akranesi. Kona hans er Guðrún Víkingsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn. Auður, f. 1950, er listvefnaöarkona, búsett í Reykjahlíö í Mývatnssveit. Maður hennar er Sveinn Baldursson vél- stjóri og eiga þau tvö börn. Anna, f. 1954, er húsmóðir og sjúkraliði á Akranesi. Maður hennar er Eirík- ur Karlsson húsasmiður og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg, f. 1956, er fóstra, búsett að Hólum í Hjalta- dal. Hennar maður er Sveinbjöm Markús Njálsson kennari og eiga þau tvö börn. Árni, f. 1960, er land- fræðingur hjá Sjómælingum ís- lands. Kona hans er Ingibjörg Rögnvaldsdóttir bókasafnsfræö- ingur og eiga þau eitt barn. Foreldrar Rósu voru Jón Gísla- son sjómaður og Margrét Brynj- ólfsdóttir frá Eyrarbakka en þau settust síðar að í Reykjavík. Jón var sonur Guðlaugar Jónsdóttur og Gísla Jónssonar í Eyfakoti á Eyrarbakka. Guðlaug var dóttir Jóns Brynjólfssonar, b. í Ölves- holti, en hann var sonur Brynjólfs Jónssonar, f. 1760, d. 1830, er bjó á Minna-Núpi. Margrét, móðir Rósu, var dóttir Brynjólfs Vigfússonar trésmiðs frá Söndum í Meðallandi og Þóreyjar Sveinsdóttur frá Simbakoti á Eyrarbakka, af Bergs- ætt. Brynjólfur og Þórey áttu fjögur börn. Auk Margrétar, sem fædd var 1882, var Brynjólfur Karl, f. 1886, og Rósa María, f. 1896, en þessi þríú létust með stuttu millibili á áranum 1917-1919. Hiö fjórða var Sveinbjörg, f. 1883, kona Jóns Jóns- sonar, b. og alþingismanns, í Stóradal í Svínavatnshreppi. Systkini Rósu eru: Guðlaug, hús- móðir í Reykjavík, en hún er látin; Sveinberg bifreiðarstjóri, lengi bú- settur á Blönduósi, en hann er látinn; Guðrún, húsmóðir í Reykja- vík; Brynjólfur, sem lést ungur í snjóflóði á Rauðasandi; og Arn- heiöur, húsmóðir að Breiðumýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Eftir andlát móður sinnar var Rósa tekin kornung í fóstur af Sig- ríði Guðmundsdóttur, f. 1876, d. 1929, og Guðmundi Kristjánssyni, skipstjóra og síðar skipamiðlara í Reykjavík, f. 1871, d. 1949. Þau hjón- in voru bæði Dýrfirðingar. Rósa varð síðan kjördóttir Guðmundar. Kristján Böðvarsson Kristján Böðvarsson bygginga- verkamaður, Þórunnarstræti 97, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Kristján fæddist á Akureyri og ólst þar upp í foreldrahúsum, en var einnig mikið í sveit að Landamóti í Köldukinn. Hann var þar fyrst á sumrin og reyndar einn- ig allan ársins hring á unglingsár- unum. Hann fór síðan í vegavinnu á sumrin en hefur mest starfað í byggingavinnu á Akureyri. Kona Kristjáns er Ingibjörg, f. 1916. Foreldrar hennar, sem eru látnir, voru Steingrímur Jóhannes- son, sem lengi var b. á Skaga í Skagafirði, og þá m.a. á Selá, og kona hans, Kristín Þorsteinsdóttir. Kristján og Ingibjörg eiga eina dóttur. Hún er Guðný Kristín, f. 1953. Maöur Guðnýjar er Gylfi Jónsson bifvélavirki. Þau búa á Akureyri og eiga þrjú börn. Systkini Kristjáns urðu átta en hann á nú þrjá bræður á lífi og eina systur: Björn, f. 15.1.1911, var lengi vinnumaður á Halldórsstöðum í Kinn. Jóhann, f. 15.1.1911, var lengi verkamaður á Akureyri, giftur Friðriku Halldóru Einarsdóttur. Jóhann er látinn. Ámi, f. 5.8.1914, vann lengi hjá Vegagerð ríkisins. Hann giftist Hólmfríði Stefánsdótt- ur. Jakob, f. 8.3. 1916, var brúar- smiður og vann einnig hjá Vegagerðinni. Hann giftist Rósu Kristjánsdóttur. Selma, f. 17.4.1918, er húsmóðir og starfar hjá Norður- stjörnunni en hún býr í Hafnar- ftrði. Katrín, dó ung. Kristín, f. 17.4. 1920. d. 1949, giftist Björgvin Stef- ánssyni, sjómanni í Hafnarfirði. Katrín, dó ung. Foreldrar Kristjáns voru ættaðir austan úr Köldukinn og bjuggu á Ófeigsstöðum í sömu sveit en fluttu til Akureyrar eftir að þeir giftu sig og var Böðvar lengst af daglauna- maður á Akureyri. Foreldrar Kristjáns voru Böðvar, d. 1930, Björnsson, Jóhannessonar, og kona hans, Guðný, f. 1877, Krist- jánsdóttir, b. á Ófeigsstöðum, Árnasonar, og Guðnýjar Guðlaugs- dóttur af Skútustaðaættinni. 80 ára________________________ Soffía K. Löve, Mánagötu 9, ísafirði. er áttræð í dag. 60 ára________________________ Jóhanna Pétursdóttir, Staðarvör 2. Grindavík, er sextug í dag. Agnar Hall Ármannsson vélstjóri, Hlíðargötu 31, Neskaupstað. er sex- tugur í dag. 50 ára______________________ Rafn Valgeirsson, Skólavegi 6, Búðahreppi. er fimmtugur í dag. Sigþór Jónsson bóndi. Ási I. Ása- hreppi. er fimmtugur í dag. Sverrir Guðmundsson, Kópavogs- braut 82, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Halldór Erlendsson. Halldór Erlendsson Halldór Erlendsson frá Dal í Miklaholtshreppi er níutíu ára. Hann fæddist og ólst upp að Hjarð- arfelli en bjó ásamt konu sinni, Önnu S. Einarsdóttur, á nágranna- jörðinni Dal í full fjörutíu ár og unnu þau þeirri jörð margt til um- bóta. Þau hjónin búa nú á Dvalar- heimih aldraðra í Borgarnesi. 40 ára Sumarrós Hansdóttir. Vallargötu 26. Keflavík. er fertug í dag. Sigurður Sigurjónsson. Ytri-Skóg- um, Austur-Eyjafiöllum. er fertug- ur í dag. Elín Kristjánsdóttir, Neströð 1. Seltjarnarnesi. er fertug í dag. Már Sveinbjörnsson, Breiðvangi 46. Hafnarfirði, er fertugur í dag. Gísli Aðalsteinn Hjartarson, Fjarð- arstræti 2, ísafirði, er fertugur í dag. Oskar Elías Bjömsson Óskar Elías Björnsson, Faxastíg 5, Vestmannaeyjum, er sjötugur í dag. Óskar fæddist á Bergstaða- stræti í Reykjavík en þegar hann var sjö ára fórst faðir hans sem var sjómaður. Óskar var þá að mestu alinn upp hjá Gunnari Ásbjörns- syni og Katrínu Jónsdóttur í Skipageröi sem var einn af hinum svonefndu Sjóbæjum í Út-Landeyj- um. Þegar Oskar var um ferming- araldur missti hann móöur sína. Var hann þá hjá móöursystur sinni í eitt ár en fór síðan aö Beijanesi undir Eyjafiöllum til nafna síns, Ásbjörnssonar, sem þar bjó á móti Andrési Andréssyni. Óskar fór síðan til Vestmanna- eyja á vertíð og hefur að mestu verið í Eyjum síðan. Kona Óskars er Sigríður, f. í Vest- mannaeyjum 1922, Sigurðardóttir, sjómanns, Þorleifssonar, sem ætt- aður er úr Skaftafellssýslu, og Margrétar Gunnlaugsdóttur en þau eru bæði látin. Óskar og Sigríður eignuöust sjö börn en tvö þeirra eru látin: Ár- mann, f. 1941, var sjómaður áður fyrr en rak síðan Áhaldaleiguna í Vestmannaeyjum. Hann er látinn. Guörún, f. 1945, vinnur á Hrafnistu í Reykjavík. Hún á tvö börn og er búsett í Reykjavík. Margrét, f. 1948, er gift Auðberg Óla Valtýssyni sem er tækjavörður hjá Bæjarsjóði Vestmannaeyja. Þau eiga tvö börn. Óskar, f. 1955, rekur nú Áhaldaleig- una í Eyjum. Hannes, f. 1957, fórst við björgunarstörf þegar togarinn Pelagus strandaði við Prestabót í nýja hrauninu í Heimaey í janúar 1982. Hannes vann við áhaldaleig- una hjá bróður sínum. Guðný, f. 1959, vinnur í fiski í Vestmannaeyj- um. Ármey, f. 1960, er húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Sigurði Sig- urbjömssyni bílstjóra, en hann er ættaður frá Blönduósi. Þau eiga tvö börn. Foreldrar Óskars voru Björn Sæmundsson sjómaður og Guðrún Jónsdóttir, ættuð frá Eyrarbakka. Andlát Sigurður A. Pétursson, Hring- braut 60, Keflavík, lést að heimili sínu 23. október. Guðmundur Eiríksson, Frosta- skjóli 27, Reykjavík, er fertugur í dag. Örn Vilmundarson, Heiöarholti 4, Keflavík, er fertugur í dag. Guðmundur Guðjónsson, Barrholti 35, Mosfellsbæ, er fertugur í dag. Ingerd Hedvig S. Narby, Freyju- götu 6, Reykjavík, er fertug í dag. Jórunn Steinunn Jónsdóttir, Haga- mel 21, Reykjavík, lést í Landspítal- anum laugardaginn 24. október. Björg Aradóttir lést í Landspítalan- um 26. október. Áslaug Þ. Simonardóttir frá Sel- fossi lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 24. október. Séra Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi prestur aö Barði í Fljótum, lést á heimili sínu, Voga- braut 32, Akranesi, sunnudaginn 25. október. Jóhannes Kristinsson andaðist sunnudaginn 25. október. Henrik Sigurðsson, Laugarásvegi 55, lést 26. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.