Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 5 Viðtaliö Ólafur Hannibalsson, framkvæmda- stjóri Sláturfélags Arnfirðinga á Bíldudal og starfsmaður Bænda- blaðsins í Reykjavik. Sesturað á mal- bikinu - segir Ólafur Hannibalsson „Þaö fer fram rannsókn á ummæl- um setts yfirdýralæknis um slátur- húsið á Bíldudal en við teljum ekki nóg að sláturhúsið á Bíldudal eitt verði rannsakað sérstaklega heldur að fram fari rannsókn á því hvernig þessum sláturleyfum hefur verið út- hlutað og hvort allir hafa setið þar við sama borð og eru jafnir fyrir lög- um ög reglugerðum sem þarna er um að ræða,“ sagði ólafur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Sláturfélags Am- firðinga á Bíldudal, en sláturhúsiö hefur heldur betur verið í sviðsljós- inu að undanfómu. „Það era 48 sláturhús á landinu, þar af eru um 30 á undanþágu. Af þeim átján sem em löggilt era aðeins þrjú sem hafa útflutningsleyfi. Mér er sagt að nýlega hafi sérfræðingur á vegum Evrópubandalagsins verið hér á ferð og lýst öll þessi sláturhús,- þeirra á meðal löggiltu útflutnings- húsin, óhæf til slátrunar fyrir matvæh á Evrópumarkað." - Telur þú þá að sláturhúsið á Bíldudal sé síður en svo verra en ýmis önnur sláturhús sem hafa verið á undanþágu? „Ég hef nú ekki gert víðreist um sláturhús landsins én ég held að sam- kvæmt þeim athugunum sem gerðar hafa verið á sláturhúsum og eftir endurbætumar sem gerðar hafa ver- ið á Bíldudal sé það sláturhús í efra meðallagi af þeim þrjátíu sem starfað hafa samkvæmt undanþáguleyfi." Ólafur er nýfluttur til Reykjavíkur frá Selárdal og er farinn að starfa við Bændablaðið. „Ég flutti hingað á malbikið í vor, alfluttur frá Selárdal. Selárdalur er ríkisjörð sem stendur auð eins og er og ég á eftir að ganga frá málum þar. Ég ætla að setjast að hérna á malbikinu. Ég er hagvanur hér í Reykjavík. Það eru ýmsir hlutir sem ég sakna frá Selárdal en það kemur margt í staðinn.“ - Ertu eingöngu að vinna á Bænda- blaðinu? „Ég er í blaöamennsku, á Bænda- blaðinu og auk þess í lausa- mennsku." Ólafur var spurður hvort hann ætti sér einhver sérstök áhugamál sem hann hefði gaman af að stunda eða hvort vinnan tæki upp allan hans tíma. „Ég á mjög erfitt með að gera grein- armun á hobbíi og vinnu. Eg les mikið og það má kannski telja lestur áhugamál svo framarlega sem hann tilheyrir ekki vinnunni." Ólafur er 52 ára gamall, fæddur á ísafirði. Hann er fráskilinn og á þijú böm, það elsta 23 ára gamalt og þaö yngsta 16 ára. -ATA x>v______________________________________________________Atvinnuinál Útgerð á Suðumesjum: Okkur vantar kvóta upp á 20.000 lestir segir Kari Steinar Guðnason, formaður Veikalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Undirbúningur stofnunar útgerð- arfélagsins Eldeyjar á Suðumesjum hefur vakið mikla athygh, þar sem hópur manna hefur tekið sig saman um að endurreisa útgerð og fisk- vinnslu á Suðurnesjum. Segja má að útgerð og fiskvinnsla hafi hranið á svæðinu frá Sandgerði að Vogum á síðustu árum, þar sem 15 fiskiskip yfir 100 brúttólestir hafa verið seld burtu og 7 fiskvinnslustöðvar verið lagðar niður. „Að mínum dómi þurfum við að ná í kvóta upp á 20 þúsund lestir til að koma veiðum og vinnslu hér á Suðurnesjum í fyrra horf og ég bind miklar vonir við það sem þeir era að gera, sem standa að útgerðarfélag- inu Eldey,“ sagði Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og for- maöur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, í samtali við DV. Með þeim 15 fiskiskipum sem Suð- urnesjamenn hafa misst á síðustu áram, og er þá missir Dagstjömunn- ar meðtalinn, hafa þeir tapaö aflak- vóta í bolfiski sem nemur rúmum 11 þúsund lestum. Að auki hafa þeir misst loðnukvóta 4ra skipa og þá er síldarkvóti skipanna ótahnn. Ekki færri en 7 fiskvinnslustöðvar og frystihús hafa hætt rekstri á Suö- umesjum á síðustu áram. Þaö er því ekki litið starf sem biður þeirra sem ætla sér að endurreisa sjávarútveg- inn á þessu svæði en að sögn Karls Steinars eru menn stórhuga og ákveðnir í að koma sjávarútvegi aft- ur th vegs þar syðra. -S.dór Rakarinn á Dalvík tekur „Lrtaim þetta al varieeíum ausíum vpiiwgiiiii wufcum - segir formaður LJósmyndarafélags íslands U Ojdfi Kiistjánsson, 0V, Akureyit „Auðvitað htum við það alvar- legum augum að iðnaðarmaður í einni iðngrein skuh fara inn á verksvið aimarra iðnaðarmanna segir Þórir Óskarsson, formaður Ljósmyndarafélags íslands, vegna máls sem komið er upp á Dalvík. Láras Gunnlaugsson, rakari á Dalvík, hóf fýrir nokkram mánuð- um aö taka myndir af fólki á rakarastofu sinni. Um er að ræða passamyndir en þessa þjónustu hefur ekki verið hægt að fá á Dal- vík. „Þaö hefur enginn amast við þessu og enginn talað við mig frá Ljósmyndarafélaginu,“ sagði Lár- us er DV ræddi við hann. „Ég tel mig líka vera í fullum rétti að gera þetta enda er fahinn hæstaréttar- dómur sem sannar þaö. “ Þórir Óskarsson er ekki á sama máh. „Ég ætla að tala við þennan mann. Ég vh vinna þannig og bytja því á að ræða máhn í stað þess að hlaupa í það að kæra manninn,“ sagði Þórir. Vitað er að ljósmynd- arar á Akureyri era ekki ánægðir með þetta „frumkvæði“ rakarans á Dalvík enda hafa Dalvíkingar sótt þessa passamyndaþjónustu til Ak- ureyrar til þessa. Dalvikingar kunna hins vegar vel að meta framtak rakarans og í svæöisútvarpinu á Akureyri síð- asthöinn föstudag var hann kosinn maður vikunnar. Trillumar settar undir kvótakerfid: Leitum allra ráða til að hnekkja þessu - segir formaður Landssambands smábátaeigenda Fram er komin tihaga frá sjávarút- vegsráðuneytinu um að smábátar undir 10 tonnum verði settir undir kvótakerfi, en tU þessa hafa trillurn- ar verið undanþegnar kvóta, en lotið banndagakerfi. Artúr Bogason, formaður Landssambands smábáta- eigenda, sagði í samtali við DV aö smábátaeigendur myndu beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að verða settir undir kvótakerfið. Hugmyndir ráðuneytisins eru í stórum dráttum þær að skipta smá- bátum undir 10 lestum í tvo flokka, 6-10 lestir og undir 6 lestum. Bátum undir 6 lestum er boðið upp á sam- suðu úr því kerfi sem var við lýði 1984 og 1985 og banndagakerfinu sem verið hefur árin 1986 og 1987. Þetta felst í því að um báta undir 6 lestum gjldi almennar takmarkandi aðgerð- ir. Þar á við banndagakerfið sem nú er í gildi sem er 66 daga stopp á ári. Þeim yrði bannað að stunda neta- veiðar. Þeir mættu ekki veiða meira en 40 tonn hver á ári og að auki yrði heildarkvóti á alla bátana og árinu skipt niður í 4 tímabh. Þetta myndi leiða til þess að menn myndu róa hver sem betur getur, sagði Artúr Bogason. Hann sagði því ósvarað hvernig menn, sem lifa af því að gera út þessa smábáta og hafa veitt þetta 50 til 60 lestir á ári, eiga að komast af eftir þetta. Auk þess sem margir þeirra hafa fjárfest í dýr- um tækjum til netaveiða, sem þeir mega ekki stunda samkvæmt þessu kerfi. Hugmyndin með báta af stærðinni 6-10 lestir er að þeir eigi eingöngu kost á aflamarki. AUir aðrir flokkar af fiskiskipum eiga þess kost að velja á milli afla og sóknarmarks. Þá er ekki gert ráð fyrir að eigendur báta af þessari stærð geti selt kvóta sinn eins og alhr aðrir geta gert. Þá er gert ráð fyrir að skipta þessum bát- um í tvo flokka, undir og yfir 8 lestir. Bátar í minni flokknum fengju 40 þorskígildi en stærri flokkurinn 70 þorskígildi yfir árið. ÞorskígUdi er eitt tonn af blönduðum afla, ýsu, ufsa og þorsks. Eigendur þessara báta geta farið fram á það að tekið verði tillit tíl þess ef þeir hafa aflað meira síðustu 3 árin en 40 tU 70 tonn þegar þeir sækja um aflamark. Þeir geta fengið 90% af meðalafla síðustu 3ja ára en þó aldrei meira en 120 lestir. Artúr Bogason sagði ljóst, ef þetta kerfi kemst á, að fjöldi manna sem gera út smábáta yrði gjaldþrota og gegn þessu ætluöu smábátaeigendur að berjast með oddi og egg. -S.dór Landað upp úr Gandi VE fyrstu sildinni sem barst til Vestmannaeyja á þessu hausti. DV-mynd Ómar Garðarsson Fyrsta síldin komin til Eyja Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Fyrsta síldin á haustinu kom til Vestmannaeyja á föstudaginn. Það var síldarbáturinn Gandí VE sem kom með 120 tonn af ágætri síld sem báturinn fékk í Mjóafirði. Síldin var söltuð og fryst í Vinnslustöðinni. Síðast þegar fréttist af Gandí var hann væntanlegur aftur til Vest- mannaeyja með fullfermi, eða 140 tonn af shd. Sá afli verður frystur og saltaður. Gott reyndist að vinna síldina sem barst tU Eyja fyrir helgina og reynd- ist hún ágætlega þrátt fyrir langa siglingu frá Mjóafirði. Breki með góðan afla Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Togarinn Breki VE 61 hefur fiskað mjög vel undanfarnar vikur en sam- tals er hann búinn að fá rúm 12 hundruð tonn frá 1. september. Þá er ársafhnn orðinn 4.300 tonn með þeim 240 tonnum sem hann landaði um helgina. Breki er búinn með þorskkvótann fyrir þónokkru og hefur nú stundað ufsafiskirí með góðum árangri. Mesti ársaflinn, sem skipshöfnin á Breka hefur fengið áöur, er 4.680 tonn og er ekki annað að sjá en áhöfnin muni slá það met í ár ef aht gengur að ósk- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.