Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 19 hefur stundað keppni. Við erum með tvö mót á ári. Fyrra mótið er kastmót Kastklúbbsins og seinna mótið er íslandsmót. Þá er keppt í sjö greinum. Það eru lengdarköst, bæði einhendis og tvíhendis, þrenns konar lóðaköst og síðan eru tvenns konar nákvæmisköst með lóðum. Þetta er nokkuð vinsæl keppnis- grein erlendis. Norðurlandamót, Evrópumeistaramót og heims- meistaramót eru fastir liðir og þar er keppt í 11 greinum. Við höfum ekki tekið þátt í þessu síðan 1972 en þá vorum við þarna þrír saman. Ástvaldur Jónsson. Okkur skortir þá aðstöðu sem þarf til að geta gert þessa íþrótt sam- keppnishæfa. Þessi kennsla, sem hér fer fram innanhúss, er næstum séríslenskt fyrirbæri og þeir útlendingar sem hér koma eru alveg hissa á því að sjá þessa starfsemi." Það er nokkurn veginn sami kjarninn sem hefur staðið að þess- ari kennslu en það eru um 15 manns. Nú, það sýnir kannski ár- angur kennslunnar aö fyrrum nemendur hafa margir hverjir en- dað sem leiðbeinendur. Þessi kennsla hjá Kastklúbbnum hófst 1960 en þar á undan hafði Albert Erlingsson í Veiöimanninum verið með leiðbeiningar fyrir veiði- menn.“ Lengst af hefur kennslan verið í Laugardshöllinni en að sögn Ást- valds hefur sífellt orðið erfiðara fyrir þá stangveiðimenn að halda í þennan tíma vegna ásóknar ann- arra íþróttagreina í húsið. Það var ekki mjög fjölmennt á þeirri æfingu sem við litum inn á og er þaö sam- kvæmt venju aö haustnámskeið eru minna sótt en vetrarnámskeið- in. Eftir áramót þarf vanalega að vísa fólki frá enda fer áhugi al- mennings á veiðiíþróttum sífellt vaxandi. Þetta er geysilega tjöl- breytt íþrótt og þó að vissulega geti kostað sitt að veiða í betri laxveið- iám þá eru möguleikarnir til að stunda veiði það margbreytilegir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. -SMJ Einn af þeim sem dunduðu sér við það í Laugardalshöllinni að kasta fram eftir parketgólfmu var Júlíus Elhðason. Hann bar sig fag- mannlega við „veiðarnar" og þegar á hann var gengiö kom í ljós að hann hafði töluvert fengist við veiðiskap áður. Ástæða þess að hann var þarna í Laugardalshöll var sú að hann vildi losa sig við ýmsar vihuhugmyndir varðandi veiðamar og ná fullkomnun í fluguveiðum. „Ég hef ekkert getað kastað með flugu, maður reyndi í sumar en átti í erfiðleikum með að koma flugunni út. Mér fmnst ég þegar finna mun, ég átti erfitt með að beita stönginni, notaði kraftinn svo mikið en hér er það lagnin sem ghdir. Maður lærir að beita stöng- inni upp á nýtt hér en það er atriði númer eitt að kunna að beita stöng- inni.“ Júlíus er mikh veiðiáhugamaður og hefur stundað veiðiskap í fimm ár en að eigin sögn orðið að ein- beita sér að maðkinum og þá stundum orðið að horfa upp á fé- laga sína moka fiskinum inn á fluguna. „Það gat stundum verið ergilegt og því er ég kominn hér.“ Júhus sagðist hafa veitt mikið með Gunnari Bender, veiðihák og ritstjóra, og því lá beint við að spyija hvort Gunnar hefði ekki getað kennt honum að veiða á flugu? „Gunnar er svo mikið í mað- kinum, hann viröist lítið spenntur fyrir flugunni." Júhus taldi þó að fluguveiði væri mun meira spenn- andi, allt að því hstgrein. „Það er lífsspursmál fyrir þá sem ætla aö veiða í góðum ám að kunna að beita flugunni." -SMJ Sáaðal- legaum háfinn í þeim hópi, sem var að æfmgum í Laugardalshölhmú, voru ekki margar konur en þó mátti vissulega sjá nokkrar. Ein þeirra heitir Emiha Júhusdóttir og lá beint við að spyria hana hvað drægi hana inn í Laugar- daishöh á sólríkum sunnudags- morgni th að æfa fluguköst? „Það er eiginmaðurinn því hann er með veiðideUu. Ég hef ekki komið mikið nálægt veiðimennskunni sjálfri fram að þessu, aðaUega verið með háfmn.“ Emiha kvað reyndar að eiginmaðurinn, Guðmundur Bertelsson, væri með henni á nám- skeiðinu en hann hefði áður verið á svona námskeiði. En er þetta ekki dýrt sport fyrir fjölskyldu? „Nei, nei, við höfum mikið verið í urriðaveiði sem er auðvitað ódýrari enlaxveiði. Við fórum mest á yndis- legan stað, Laxá í Laxárdal, og forum við þangað árlega og erum þar í viku. Þetta er uppáhaldsstaöur okkar enda ákaflega faUegt og friðsælt þarna. Þar er eingöngu fluguveiði og þess vegna er ég hér til að geta tekið þátt í því meira. Kennslan hér er tvímælalaust mjög gagnlegt. Það er nauðsynlegt aö læra þessa hluti frá byijun. Ég vhdi ekki vera að láta manninn minn kenna mér, heldur fá leiðbeingu sérfræðinga enda er huguveiði mikh kúnst.“ -SMJ Emilia Júlíusdóttir ætlar ekki að iáta sér nægja að fylgjast með af bakkanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.