Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Viðskipti Fasteignasalar fa um 260 milljónir í sölulaun á áii Ætla má aö fasteignasalar fái um 260 milljónir króna í sölulaun á þessu ári, samkvæmt áætlun DV. Þetta skiptist þannig að um 225 milljónir eru greiddar í sölulaun af notuðum íbúðum og um 35 milljónir króna í nýbyggingum. Guðmundur Gylfl Guðmundsson, hagfræðingur hjá Fasteignamati rík- isins, segir að á milli 4.000 og 4.500 notaðar íbúðir skipti um eigendur á árinu, séu seldar. Aætlar Guðmund- ur að heildarveltan sé á bilinu 12 til 14 milljarðar. Ef áætlað er að sölulaunin séu 1,75 prósent, en sölulaunin rokka á milli 1,5 prósent til 2ja prósenta, og að heildarveltan sé 13 milljarðar, eru það 225 milljónir króna í sölulaun notaðra ibúða. Gera má ráð fyrir að um 1.500 ný- byggingar séu seldar á þessu ári. Miðað við að þeir sem byggja sjálfir og kaupa ekki í gegnum fasteignasala séu um eitt þúsund selja fasteigna- salar um 500 nýbvggingar. Sé reikn- að með að meðalverð á íbúð sé 3,5 milljónir króna er heildarsöluverð- mætið um 1,7 milljarðar króna og af því fara í sölulaun til fasteignasala um 35 milljónir króna. Allt í allt, samkvæmt þessum for- sendum, fá fasteignasalar í sölulaun um 260 milljónir króna á þessu ári. -JGH Royal var snöggt æði Royal var snöggt æði á sígarettu- markaðnum 'íslenska, samkvæmt tölum frá ÁTVR yfir sölu á sígarett- um í september síðastliðnum. Aðeins 833 þúsund sígarettna af rauðum Royal voru þá seldar, en þegar salan reis hæst fyrir rúmum tveimur árum seldust tæplega 14 milljónir af rauðum Royal. Þegar í árslok 1985 voru Royal sígaretturn- ar dottnar niður úr öllu valdi. í september síðastliðnum fór salan þó í fyrsta skiptið niður fyrir millj- ón sígarettur. Langmestseldu sígarettur á ís- landi eru Winston, í rauðu pökkun- um. Af þeim seldust tæplega 12 milljónir sígarettna í september. Winston lights kom í öðru sæti með um 4,5 milljónir sígarettna og Ca- mel í því þriðja með um 3,1 milljón sígarettna. Rolf Johansen er umboðsmaður fyrir Winston, Camel, Salem og Gold Coast, vinsælustu sígarettur á íslandi. Globus er með umboðið fyrir Viceroy, en af þeim seldust um 1,7 milljónir sígarettna í sept- ember. Alls um 1,5 milljónir sígarettna af rauöum Royal seldust í septemb- er í fyrra og salan hefur verið á því Ágúst Kristmanns, umboðsmaður Royal, varð skyndilega sigarettukóng- bili um langa hríð. -JGH urinn á íslandi fyrir tveimur árum. En það er liðin tíð. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn blrtast i DV á fimmtudögum. Heftir leiðtogafundurinn skilað sér í peningum? „Það er enginn vafi á því að leið- togafundurinn hefur skilað sér í auknum viðskiptum og mun gera það áfram til langs tíma litið en það er ekki hægt að nefna neinar tölur 1 þessu sambandi, enda nánast útilok- að að reikna það út,“ segir Helgi Ágústsson í utanríkisráðuneytinu en hann er formaður nefndar um það hvernig við íslendingar getum best nýtt okkur leiðtogafundinn í Reykja- vík í fyrra, gert ha0n að fjárhagsleg- um ávinningi. Helgi segir að vegna fundarins hafi íslendingar og ísland stöðugt verið í fjölmiðlum í Bandaríkjunum og Evr- ópu. „Það er öruggt að fundurinn hefur létt undir með fyrirtækjum okkcr aö kynna vörur sínar og hugs- anlega að ná fram viðskiptasam- böndum.“ Að sögn Helga er nefndin að vinna að gerð tillagna um það hvernig best sé fyrir okkur íslendinga að fylgja fundinum eftir. Erlendum ferðamönnum til íslands hefur fjölgaö um 15 prósent á þessu ári. -JGH Reagan og Gorbatsjov á toppfundinum í Höfða. Steindauð sala á fjórhjólum „Þessi ályktun náttúruverndar- þings brey tir mj ög litlu gagnvart sölu á fjórhjólum, salan er steindauð eftir að tollar voru hækkaðir í sumar,“ segir Gylfi Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Honda-umboðsins. Að sögn Gylfa voru tollar hækkað- ir úr 10 prósentum upp í 90 prósent sem þýddi að fjórhjól, sem kostaði áður um 240 til 250 þúsund krónur, rauk upp í 360 til 370 þúsund krónur. Og við það datt salan niður. Gylfi segir að sér finnist notkun fjórhjóla mjög misskilin. „Það gleymist gjarnan að fjórhjól eru mjög víða notuð í praktískum tilgangi. Þau eru notuð í búskap, af hálfu verktaka og björgunarsveita, svo ég nefni nokkur dæmi,“ sagði Gylfi Gunnars- son. -JGH Allir leita bjór- umboða Svava Bernhöft, innkaupastjóri hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, segir að svo virðist sem allir séu núna að leita sér að umboðum fyrir bjór. „Það hafa geysilega margir hringt hingaö í þeim tilgangi að fá uppgefið hverjir séu komnir með umboð fyrir bjór. Þetta eru allt menn sem eru aö leita sér aö bjórumboðum,“ segir Svava. Svava segist ekki vita um þá sem eru komnir með bjórumboð á ís- landi. „Ég veit þó um þrjú fyrirtæki fyrir víst. Karl K. Karlsson er með umboð fyrir Carlsberg, Rolf Johan- sen er með Heineken og Globus er með tékkneska bjórinn Pils,“ segir Svava. -JGH Hollenski bjórinn Heineken. Rolf Johansen hefur umboó fyrir hann á íslandi. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 14 17 Lb.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15 19 Ub 6 mán. uppsögn 16 20 Úb.Vb 12mán. uppsögn 17 26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25,5 27 Bb.lb Tékkareikningar 6 8 Allir Sér-tékkareikningar 6 17 nema Vb Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3 4 Ab.Úb 14 24.32 Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5,5 6.5 Ab.Vb Sterlingspund 8.25 9 Ab.Úb. Vestur-þýsk mörk 2.5 3.5 Vb Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 lb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almcnnir víxiar(forv.) 28 29,5 Bb.Lb Viöskiptavixlar(forv.)(1) 30.5 31 Almennskuldabréf eða kge 29.5 31 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(vfirdr) 30 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf 8-9 Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 28 29 Vb SDR 8 8,25 Bb.Lb. Bandarikjadalir 8.5 8.75 Úb.Vb Bb.Úb. Sterlingspund 11,25 Vb Sp Vestur-þýsk mörk 11.75 5.5 5,75 Bb.Sp, Húsnaeðislán 3.5 Úb.Vb Lífeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR óverðtr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 8.4% VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324 stig Byggingavisitala 2 sept. 101,3 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1.2777 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1.356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóöabréf 1,060 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2.369 Lifeyrisbréf 1.157 Markbréf 1.207 Sjóðsbréf 1 1,156 Sjóösbréf 2 1.118 Tekjubréf 1.250 HLUTABREF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjódurinn 119 kr Iðnadarbankinn 143 kr. Skagstrcndingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. Lítilsala í hluta- bréfum „Það er litil sala í hlutabréfum á hlutabréfamarkaðnum en þó alltaf einhver. Það er helst að það skapist spenna fyrir aöalfundi, að þá myndist eftirspum en þá er aftur freistandi fyrir eigendur hlutabréfa að selja,“ segir Stefán Jóhannsson, forstöðumaður veröbréfaraarkaðar B'járfesting- arfélagsins. Stefán segir að langtura rainni sala sé í hlutabréfura en öörum veröbréfum eins og kjarabréfura. Ástæðan sé sú að fólk telji ömgg- ari arðgreiðslur af verðbréfum og eins hafi það talsvert að segja að borga þarf skatt af arði hluta- bréfa, þegar hann hefur náö ákveðnu marki, en tekjur af verð- bréfum séu skattftjálsar. Á hlutabrétaraarkaönura eru seld hlutabréf Eimskips, Flug- leiöa, Iðnaðarbankans og Versl- unarbahkans. JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.