Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 37 „Brunaliðskonur“ framtíöaririnar Þaö hefur löngum viljað loöa viö slökkviliðiö aö vera kvennmanns- laust. Þaö getur þó farið svo að úr því rætist í nánustu framtíð. Hjá Slökkviliði Reykjavíkur voru fyrir stuttu tvær ungar stúlkur í starfs- kynningu og líkaði vel. Það voru þær Guðrún Inga Einarsdóttir og Bjarn- heiður Margrét Ingimundardóttir sem eru í 9. bekk Hagaskóla. Þær komu í tvo daga til slökkviliðs- manna og fengu að upplifa margt. Meðal annars tóku þær þátt í æfing- um slökkviliðsins sem eru oft ævintýralegar. Þær stöllur kváöust hrifnar af því sem þær sáu og þetta hefði verið mjög skemmtileg starfs- kynning. Þær sögðust þó ekki hafa hugsað sér að leggja fyrir sig starfið þó aldrei væri að vita ef þær fengju tækifæri. Guðrún Inga og Bjarnheiður Mar- Hér svífa þær stöllur i körfunni og kváðust bara ekkert hræddar enda nutu þær fulltingis Marteins Geirssonar sem grét í starfskynningu hjá slökkvilið- oftast allra hefur leikið i landsliði íslendinga í knattspyrnu. inu. DV-myndir S Tracy Pollan - væntanleg frú Fox. Mlchael J. Fox, sætur - ekki satt? David Bowie ákæröurfyrir nauðgun David Bowie er öskureiður vegna þessara ásakana. Rokkstjaman fræga, David Bowie, hefur verið ákærður um nauðgun. Kona, 30 ára gömul, heldur því fram að henni hafi verið boöið í partí í svitu Bowies á Turtle Creek hóteli í Dallas eftir hljómleika hans og þar hafi Bowie komið fram vilja sínum við hana. „Þessi ákæra er hlægileg og röng,“ segir Bowie, „ég álykta aðeins að hún sé að þessu til þess aö auglýsa sjálfa sig.“ Það er erfitt að ímynda sér að Bowie, sem nú stendur á fertugu, sé sekur í þessu máli. Hingað til hefur hann ekki átt í erfiðleikum meö að nálgast kvenfólkið. MichaelJ. Foxí hnapphelduna Tracy, sem er jafnaldri Fox eða 26 ára, tókst hins vegar að bræða hjarta hans eftir að þau höföu leikið saman í mjög rómantísku atriði í sjónvarps- þáttunum Family Ties. Þá þætti hefur Michael svo tii upp á eigin spýtur gert að næstvinsælustu sjónvarpsþáttunum í Bandaríkjunum. Aðeins Bill Cosby og fjölskylda njóta meiri vinsælda. Nú vill Michael hella sér út í fjölskyldulífið af fullum krafti og hefur hann sagst vilja eignast hús, hund og böm. Væntanlega í þessari röð. Hjónaleysin hafa þegar fundið slot fyrir sig en það er hús Michael Caine í Los Angeles en Caine flytur til Englands í desember. Michael er einnig búinn að finna hund svo að bömin em bara eftir. Michael hefur slegið glæsilega í gegn í Holly. Hann er aðeins 160 cm á hæð, 53 kíló og notar skó númer 36. Það breytti því ekki að mynd hans Aftur til framtíðar varð að einni af aðsóknarmestu myndum sögunnar og nýjasta mynd hans, Fjör á framabraut, hefur notið mikifia vinsælda. Þá er hætt við að margt ungmeyjar- hjartað taki kipp nú því að einn af eftirsóttustu ungkörlum HoUywood, Michael J. Fox, hefur ákveðið að gifta sig um jólin. Hin heppna heitir Tracy PoUan. Bónorðið var að sögn boriö upp í vægast sagt heldur órómantísku umhverfi, nefnfiega í bakgarði í Kanada. Þrátt fyrir kuldann logaði ástin í brjóstum ungmennanna og Tracy sagði strax já. Atygli vekur að Fox skuli vilja gifta sig nú því hann hafði áður gefið yfirlýsingar um að hann ætlaði ekki aö gifta sig næstu 10 árin. Fyrst var það hundurinn og síðan koma börnin. Sviðsljós Olyginn sagði... i. Marlon Brando er nú loksins búinn að finna hina einu sönnu, já, konu drauma sinna. Hún heitir Yac- hio Tsubaki og er, eins og nafnið gefur til kynna, japönsk. Hún er 31 árs og því töluvert yngri en Brando sem er 63 ára. Hingað til hefur Tsubaki ekki viljað giftast Brando þrátt fyrir fjölmörg þónorð hans. Hafa sumir viljað meina að kynþokk- inn sé aðeins tekinn að dofna hjá þessari fræknu stjörnu. Nú hefur Tsubaki sagt já, án þess þó að það fylgi sögunni hvað varð til þess að telja henni hug- hvarf. „Þetta er besta jólagjöfin sem ég gat hugsað mér," sagði Brando hamingjusamur. 1 Elvis Presley hefur nú verið dauður í 10 ár en ekkert lát er á vinsældum kóngsins. Má sem dæmi um það nefna að enn selst árlega rúmlega ein milljón hljóm- platna með kappanum í Bandaríkjunum einum. Þá má nefna hina miklu minjagripa- framleiðslu sem er ávallt í gangi en aðdáendum rokkkóngsins fækkar ekkert. Liza Minnelli hefur ávallt átt í stormasamri sambúð með myndhöggvaran- um Mark Gero. Nú hefur enn einu sinni slest upp á vinskap- inn hjá þeim og þau hlaupin í sundur. Minelli dvelst þessa dagana í París þar sem hún reynir að yfirvinna sorgina með því óvenjulega ráði að kaupa nokkra nýja kjóla dag hvern. Hefur þetta gefist vel að sögn kunnugra og skapið þatnar í samræmi við það sem þrengist í fataskápnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.