Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Fréttír Ólga hjá öiyggisvörðum Kringlunnan TmnaðannaðuHnn rekinn án ástæðu „Það hefur verið mikil ólga hjá öryggisvörðum Kringlunnar í tvo mánuði. Bæði er það vegna þess að- búnaðar sem við höfum þar og launa sem eru undir löglegum lágmarks- launum,“ sagði Freyr Guðlaugsson sem að eigin sögn var rekinn úr starfi á fóstudag þrátt fyrir að vera trúnaðarmaður starfsmanna. Freyr telur það einmitt meginskýringu þess að honum var vikið úr staríi fyrirvaralaust. „Ég átti hugmynd að því að við gengum í verkalýðsfélagið Dagsbrún til að fá ýmsar upplýsingar um vinnutilhögun okkar. Við vorum óhressir með að þurfa að draga upp fána og standa í ræstingum. Einnig töldum við að við ættum að hafa nánari vitneskju um starfssvið okkar og hvað okkur bæri að gera ef eldur eða þvíumlíkt kæmi upp. Viö höfum aðeins farið á eitt námskeið í bruna- vömum og það er ekki nægjanlegt,“ sagði Freyr. Hann gat ekki haft samband við Dagsbrún á fóstudag þar sem búið var að loka skrifstofunni þegar hann Mikil ólga er nú meðal öryggisvarða í Kringlunni, en þeir hyggjast ganga í Dagsbrún. fékk uppsögnina. „Það var greinilega gert viljandi." - Æthð þiö að gera eitthvaö í þessu máli? „Mér finnst það ekki ná nokkurri átt að fólki sé sagt upp án fyrirvara og án ástæðna. Ég mun hafa sam- band við Dagsbrún og í framhaldi af því sjáum við hvað gert verður," sagði Freyr Guðlaugsson. -ELA Dagsfjaman til Akureyrar: „Alveg hræðilegt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér finnast þetta alveg hræðilegar fréttir því við ætluðum að kaupa þetta skip,“ sagði Logi Þormóðsson, einn að forráðamönnum útgerðarfé- lagsins Eldeyjar á Suðurnesjum sem verið er að stofna um þessar mundir, en Úgerðarfélag Akureyringa hf. hef- ur keypt togarann Dagstjömuna frá Keflavik. Gengið var frá kaupunum um helg- ina og greiðir ÚA180 milljónir króna fyrir Dagstjörnuna sem er 743 tonna skip. Vilhelm Þorsteinsson, forsljóri ÚA, hefur sagt að í raun sé verið að kaupa kvóta fyrir skip sem ÚA mun láta smíða fyrir sig síðar en frekari ákvaröanir um það skip hafa ekki verið teknar. Dagstjarnan er með rúmlega 2000 tonna kvóta og er sjötta skipið í flota Útgeröarfélags Akur- eyringa. „Ef kaupverðið er 180 milljónir króna þá er það um hundrað milljón- um yfir tryggingamati skipsins og við skulum bara vona að það farist ekki á leiðinni norður," sagöi Logi Þormóðsson. Hann sagði að þama spiluðu kvótamálin mjög inn í. Skip- ið fengi 500 tonnum meiri þorskkvóta á Akureyri en það hefði fengið í Keflavík og því væri skiljanlegt að Akureyringamir hefðu ráðist í þessi kaup. Þá sagðist hann hafa heyrt að stór hluti kaupverðsins yrði greiddur með skreið. „En þetta era afar slæm- ar fréttir og við fengum aldrei tækifæri til að kaupa skipið,“ sagði Logi. DV Bárður Öm Scheving: Sagtuppvegna brota í starfi „Honum var sagt upp störfum viðræður við Dagsbrún um sér- vegna þess að hann hafði brotið af kjarasamning fyrir öryggisverði, sér í starfi. Uppsögnin hefði ekki svo það mál á að skýrast innan tíö- átt að koma honum á óvart því við ar. vorum búnir að vara hann við,“ Húsið er í byggingu og við höfum sagöi Bárður Om Scheving, einn orðið að gera okkur aö góðu bráða- af eigendum Öryggismiðstöðvar- birgðaaðstöðu hér í húsinu, en það innar, þegar hann var spurður um stendur til bóta þar sem við erum ástæður þess aö Frey Guðlaugssyni að ílytja okkur um set í fraratíðar- var sagt upp störfum . aöstöðu. Það sama gildir um starf- „Hann hlaut ekki löglega kosn- ið, starfsviö öryggisvarða er mjög ingu sem trúnaðarmaður, enda breytt en er smátt og smátt að höfum við ekki fengið neina til- mótast.“ kynningu frá verkalýðsfélgi um að - Þú kannast sem sagt ekki við hann væri trúnaðarmaður starfs- neina óánægju meðal starfsmanna. manna hér.“ Starfsmenn kvarta yfir lágum launumm, lélegum aðbúnaði, „Ekkitil.ViðerummeðlOmanna ásamt því að það hafi ekki verið hóp sem starfar hér og þaö er mjög skilgreint hvað væri á þeirra verk- góður kjarni. En þegar Kringlan sviði. var opnuð þurftum við að ráða „Launin eru trúnaöarmál en ég marganýjamennogámeðalþeirra hef vissu fyrir að viö erum þó nokk- var fólk sem átti ekki heima í starf- uð yfir þeim grannlaunmn sem inu, en það er hætt núna,“ sagði önnur fyrirtæki á þessu sviöi Bárður Örn að lokum. borga. Við eram aö fara af stað í -J.Mar Mánaðarlaunin eni 43 þúsund „Freyr er góður maður og eins daga, en eigum siöan sjö daga og aðrir sinnti hann sfnura störfum vaktafrí." hér. Við styðjum Frey eindregiö og - Var Freyr kosinn löglega trún- vfijum að hann verði endurráðinn aðarmaður starfsmanna hér? og það gildir um meirihluta starfs- „Fundurinn var boðaður löglega manna hér,“ sögðu tveir af þeim og á fundinn mætti fulltrúi frá öryggisvörðum, sem starfa í Dagsbrún. Við erum ekki í neinu Krmglunni, þegar DV hitti þá að verkalýösfélagi og vitum því lítið máli Þeir vildu ekki láta nafn síns um rétt okkar. Við þorum varla að getið af ótta við brottrekstur úr opnamunninntilaðspyijaþviþað starfi. virðist jafngilda brottrekstrarsök. „Við erura borgaðir langt undir Það er eitthvað að, það er alveg taxta, mánaðarlaunin era 43 þús- augljóst, mannaskipti eru mjög tið, und krónur með vaktaálagi en ættu menn eru alltaf að koma og fara, að vera tæpar 50 þúsund krónur. þvi allir eru óánægðir, sérstaklega Við vimium 12 tíma vaktir, í sjö með launin.“ -J.Mar í dag mælir Dagíari Af ástæðum, sem ekki er hægt að flokka undir annað en ofsóknir, hefur landbúnaðarkerfið undir for- ystu yfirdýralEéknis lagt slátur- húsið á Bíldudal í einelti og komið í veg fyrir að Bílddælingar fengju aö slátra sínu eigin sauðfé og reyndar öðru ef út í það er farið. Yfirdýralæknir sendi frá sér skýrslu um saurgerla, rottugang og matareitrun í plássinu og varp- aði slíkri rýrð á þetta bæjarfélag vestur á fjörðum að annað eins hefur ekki gerst siðan Dalamenn voru sakaðir um að eitra fyrir ætt- armót á síðasta sumri. Eins og vænta mátti brugðust al- þingismenn Vestfirðinga hart við þessum ásökunum og árásum og Matthías Bjamason hafði forystu um það á þingi aö leggja fram frum- varp sem gerði ráð fyrir að Bíld- dæhngar mættu nota sitt sláturhús eins og þeim sýndist án afskipta yfirdýralæknis eða annarra heO- brigðisyfirvalda sem hafa fett fingur út í aðbúnað í þessu slátur- húsi. Vestfirðingar benda á að sláturhúsið á Bíldudal sé ekki mengaðra heldur en önnur slátur- hús í landinu og hingað til hafa menn getaö slátrað í sínum húsum án þess að aðrir hafi verið að skipta Bfldudal slátrað sér af því hverju slátrað er. Nú verður enginn dómur lagður á það hvort yfirdýralæknir hefur séð rotturnar á Bíldudal eða lagt saurgerlana sér til munns til aö finna út að þetta komi niður á slát- urfénu, en hitt er öllu athyglisverð- ara að vestfirskir þingmenn hafa tekið af skarið með þá skoðun sína að heilbrigðiseftirlit sé óþarft og sóðaskapur sé ekki frágangssök þegar sjálfstæðismál vestfirskra sjávarplássa. eru annars vegar. Vestfirðingar hafa löngum þótt á undan sinni samtíð og er svo enn, ef marka má frumvarpið hans Matthíasar. Því nú verr og miður bendir flest til þess að aðrir þing- menn ætli sér að hafa frumvarpið að engu og fella það, og að minnsta kosti hefur sláturféð verið flutt til íjarlægra staða til slátrunar, og mun svo fara nema þá sláturféð sjálft grípi til aðgerða. Það er aldrei að vita enda rennur vestfirskt sjálf- stæðisblóð í æðum bæði dýra og manna eins og glöggt kom fram þegar kýrin synti yfir Önundar- fjörð af einskærri átthagaást. En hvort sem slátrað verður á Patró eða Bíldudal að þessu sinni, stendur hitt eftir að orðstír Bíldu- dals hefur beðið hnekki og orðið íbúum staðarins til niðurlægingar. Það er verið að slátra Bíldudal. Á Bíldudal hefur enginn maður séð rottu eða fundið fyrir saurgerl- um í því sem þeir hafa lagt sér til munns og sömuleiðis er það ómak- leg og ástæðulaus ávirðing að amast út í það af yfirdýralækni enda þótt svo væri. Bílddælingar mega eiga sínar rottur í friði án þess að menn fyrir sunnan séu að skipta sér af því og nú ætla þeir að fara í meiðyrðamál við yfirdýra- lækni og hreinsa sig og rotturnar af þessum áburði. Það er auðvitað rétt hjá Bílddæl- ingum að bregðast svona við. Á Bíldudal hefur ekki nokkur maður fengið matareitrun í háa herrans tíð og ef og þegar einhver hefur lent í því að éta sauðfjárslátur með bragðbæti, sem ekki er gerilsneytt, þá er það hans vandamál en ekki Bílddælinga. Auk þess má benda á að saurgerlar drepast þegar kjötið er eldað við sjötíu gráða hita og smakkast betur á eftir. Sóðaskapur er þar ekki meiri en annars staðar, enda býr sómakært fólk á Bíldud- al, segir hreppsnefndin í ályktun sinni, sem gerir það ekki vlijandi að eitra fyrir fólk. Rotturnar eru til dæmis strax fjarlægðar þegar þær þvælast fyrir í slátruninni og hafa raunar ekki sést lengi á Bíldu- dal eftir að eitrað var fyrir rotturn- ar í sláturhúsinu. Það er alltaf haft rottueitur í sláturhúsinu. Annars er á þessu góð lausn. Það á að leyfa Bílddælingum að slátra eins og þeim sýnist og leyfa þeim að leggja sinn eigin mælikvarða á það hvað er sóðaskapur og hvað er ekki sóðaskapur. Áðalatriði er aö þeir éti það sjálfir sem úr slátur- húsinu kemur, hvort sern þaö er að mati yfirdýralæknis sauðfjár- slátur eða eitthvað annað slátur. Það væri og í anda vestfirskrar sjálfstæðisbaráttu að slátra bara fyrir eigin markað, í stað þess að senda kjötið til fólks sem ekki kann gott að meta. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.