Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Fréttir Iþróttasjóður sem leggja á niður: Skuldar 170 milljónir Óvíst er hvað verður um skuld- bindingar íþróttasjóðs ríkisins gagnvart íþróttafélögum og sveit- arfélögmn. Með fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1988 eru framlög til íþróttasjóðs felld niður „í samræmi við stefnu stjómvalda um tilflutn- ing verkefna milli ríkis og sveitar- félaga“, eins og segir í athugasemd- um frumvarpsins. íþróttasjóður ríkisins hefur greitt allt að 40% af byggingarkostnaði við íþróttamannvirki á móti sveit- arfélögum og íþróttafélögum. „Ógreiddar eftirstöðvar eru á bil- inu 165 til 175 milljónir króna,“ sagði Reynir G. Karlsson, íþrótta- fulltrúi ríkisins, um skuldir íþróttasjóðs. Reykjavíkurborg á stærstu inni- stæðuna, aö sögn Reynis, um 26 milljónir króna. Sú skuld er aðal- lega vegna gervigrassins og sund- lauganna í Laugardal. íþróttafélög og samtök í Reykja- vík eiga inni umtalsveröar íjár- hæðir vegna framkvæmda sinna, alls um 53 milljónir króna. Stærstu fjárhæðirnar eru vegna íþrótta- húss Vals við Hlíðarenda, 16-20 milljónir króna, og íþróttahúss Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur við Gnoðarvog, 15-18 milljónir króna. Utan Reykjavíkur er stærsta skuld íþróttasjóðs vegna íþrótta- húss íþróttabandalags Akraness, um 11 mOljónir króna, að sögn Reynis. „Það er alveg óvíst hvað verður. Við gerum fastlega ráð fyrir að öll þessi ógreidda aðild íþróttasjóðs verði greidd á ákveðnu árabili, annaðhvort með því að ríkið greiði beint eða í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Það er verið að ræða þessi mál en við hjá íþróttanefnd höldum að það þurfi lengri aðdraganda en þessar vikur fram að afgreiðslu fjárlaga," sagði Reynir. -KMU Samkeppni Reykjavíkurborgar um minjagripi: Deilt um gripinn sem fékk 2. verðlaun - grunur um brot á hofundarrétti „Ég hef ekki fariö í mál og hef ekki hugsað mér það. Hins vegar hef ég verið að kanna skilmála samkeppn- innar,“ sagði Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggv- ara, í samtali við DV er hún var spurð hvort rétt væri að hún hygðist fara í mál við Reykjavíkurborg vegna yerölaunasamkeppni um minjagripi. Önnur verðlaun í samkeppninni, 50 þúsund krónur, hlaut minjagripur sem er eftirlíking listaverks Sigur- jóns sem stendur fyrir utan Höfða. „Það sem málið snýst um er að ein- staklingur notar hugverk annars manns og ekki er óskað eftir leyfi á því. í þriðju grein höfundarréttar- laga er skýrt tekið fram að höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til aö birta það í upphaf- legri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum,“ sagði Birgitta ennfremur. „Ég ætla að fara varlega í sakirnar enda hef ég ekki ennþá náð sambandi við lögfræðing minn. En ég er að athuga málið og þá sér- staklega í sambandi við brot á höfundarrétti,“ sagði Birgitta Spur. -ELA Jóhannes Nordal, formaður 17 manna Irfeyrisnefndarinnar: Þessi bíll valt eftir árekstur á mótum Freyjugötu og Baldursgötu I gærkvöldi. Tengikassi rafveitunnar skemmdist, svo og báðir bílarnir. Lögreglan flutti báða ökumennina á slysadeild. Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar í gær. Varð að flytja vegfarandann á slysadeild. Árekstur varð á Arnarbakka í gær. Farþegi og ökumaður annars bílsins voru fluttir á slysadeild. DV-mynd S tiyggð óskert réttindi „Það er alveg gersamlega ótvírætt að með ákvæði til bráðabirgða eru opinberum starfsmönnum tryggð óskert lífeyrisréttindi í því frum- varpi sem við höfum skilað, túlkun BSRB er því rétt,“ sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri í morgun. Hann er formaður 17 manna lífeyris- nefndarinnar sem skilað hefur til- lögu að frumvarpi um samræmt lífeyriskerfi allra landsmanna. „Frá því var gengið að ef ekki verö- ur samið um annað skuli þeir launagreiðendur, sem aöild eiga að Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, greiða iðgjald sem tryggi launþegum í sjóðunum sömu réttindi og þeir hafa. í mínum huga leikur enginn vafi á þessu og varaformaðurinn, Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri, er mér sammála,“ sagði Jóhannes. Forystumenn Kennarasambands íslands og Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna halda þvi fram að tillaga 17 manna nefndarinn- ar skeri á þau lífeyrisréttindi sem opinberir starfsmenn hafa nú um- fram aðra. Þau felast meðal annars í styttri greiöslutíma í lífeyrissjóð- inn, að taka lífeyris getur hafist fyrr og fullri verðtryggingu lífeyris. Á þessu ári verður greiddur lífeyr- ir úr Lífeyrissjóði opinberra starfs- manna um 835 milljónir króna. Þar af koma 604 milljónir frá launagreið- endum beint sem svokölluð uppbót. Hún felur í sér allar launahækkanir á árinu og fullar verðbætur. Ef upp- bótinni verður breytt í iðgjaldaálag munu launagreiöendur þurfa að punga út 10-15% ofan á greidd laun, umfram þau 6% sem þeir greiða nú, í stað áður nefndrar uppbótar. -HERB Sjávarútvegsráðherra: Hafnaði beiðni - um að aflétta veiðibanni Landssamband smábátaeigenda erráðherraheimiltaðafléttabanni fór fram á það við Halldór Ás- fari mánaðarlegt aflamagn í ein- grímsson sjávarútvegsráöherra að hverjum fjórðungi niður fyrir tvo hann aflétti veiðibanni á trillum þriðju af meðalafla þess mánaðar undir 10 tonnum á Norðurlandi síðustu 3 árin á undan, vegna dagana 25. til 31. október. Sjávarút- ógæfta. Einmitt það hefur gerst nú vegsráðherra hefur hafnað þessari hjá trillukörlum á Norðurlandi. beiðni. Heildarafliþeirravaríseptember Þessi vika er hluti af banndaga- síðastliðnum 230 lestir en var 698 kerfi því sem smábátaeigendur búa til 858 lestir í september næstu þrjú við. árin á undan og meðalaflinn 506 Rök Landssambands smábátaeig- lestir. Ráðherra tók þessi rök smá- enda fyrir því að aflétta banninu bátaeigenda ekki til greina. nú eru þau að samkvæmt lögum -S.dór Slasaði skipverjinn af Akurey við komuna til Reykjavikur í gær. Skipsfélagi hann lést er dráttartaug slóst til er verið var að draga Akurey til á síldveiðimiðunum i gær. DV-mynd S Slys um borð í Akurey SF: Maður lést og annar slasaðist Banaslys varð um borð í síld- veiðibátnum Akurey SF um klukkan hálí'fjögur í gær. Báturinn var á síldveiðum á Loðmundarfiröi er slysið varö. Skipverjar voru með nótina úti er vindátt breyttist snögglega. Bát- inn tók að reka að nótinni og var beðiö um aðstöð nærliggjnadi báts til að draga Akurey frá svo bátinn ræki ekki í nótina. Dráttartaug, sem komið var á milli bátanna, skaust upp með miklu afli er báturinn snérist. Tveir skipveijar urðu fyrir taug- inni. Annar lést strax, að talið er. Hinn slasaðist og var óskað efir aðstoð Landhelgisgæslu til að koma honum undir læknishendur. Björgunarsveitamenn á Seyðis- flrði fóru strax út á hraðbát sínum með tvo lækna. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á æfrngu á Faxaflóa er beiðnin barst. Var strax lent í Reykjavík og elds- neyti tekið. Þyrlan þurfti að lenda aftur á Höfn til að taka meira elds- neyti. Þyrlan kom á slysstað um klukk- an 18.20 og flutti þann slasaða til Hafnar og var hann fluttur þaðan til Reykjavíkur með flugvél frá Flugfélagi Austurlands. Þrátt fyrir miklar tilraunir tókst ekki að skera nótina úr skrúfu Akureyjar fyrr en Þuríður Hall- dórsdóttir GK hafði dregiö bátinn til Seyðisfjarðar um klukkan ellefu í gærkvöldi. Sjópróf verða haldin á Höfn í Hornafiröi í dag. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.