Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Utlönd Áhrif verðhrunsins óræð Veröhruniö á verðbréfamörkuð- um heimsins í síðustu viku var svo mikið og svo skyndilegt aö sérfræð- ingar eru nú fyrst að byrja að átta sig á því hvað gerðist og hver áhrif þess geta orðið. Þótt margar tilgát- ur hafi skotið upp kollinum í síðustu viku, allt frá hrakspám um nýja heimskreppu til fullyrðinga um að um einfalda leiðréttingu á yfirspenntu verölagi væri að ræða, hafa flestar þeirra reynst byggðar á ótraustum grunni. Fullyrðingar um að Dow Jones myndi fljótlega jafna sig og ná ná- lægt fyrra marki reyndust til- hæfulausar. Eftir nokkurn kipp upp á við, þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku, héldu verðbréf áfram að lækka í New York og svip- aða sögu var að segja á verðbréfa- mörkuðum Evrópu, Asíu og Ástralíu. Nú er búist við því að verðbréfa- markaður nái jafnvægi nærri miöja vegu milli þess sem hann var fyrir rúmri viku og þess sem hann varð lægstur í síðustu viku. Hrakspárnar hafa reynst jafn haldlitlar. Þótt hlutdeild Banda- ríkjamanna í alþjóðaviðskiptum hafi aukist gífurlega frá því á þriðja áratug þessarar cddar, þegar verð- hruniö mikla varð, er ekkert sem bendir til þess að áfallið í síöustu viku hafi sömu eða svipuð áhrif og þá gerðist. Hver þessi áhrif endan- lega verða byggist þó svo mikið á þróun næstu vikna og mánaða að fáir hagfræðingar treysta sér til að spá einu eða öðru þar um að svo stöddu. Tölvuæði? í síðustu viku var mikið rætt um hlut tölvukerfa verðbréfamarkaða í hruninu. Til voru þeir sem vildu kenna misheppnuðum forritum um stóran hluta þess æöis sem , greip um sig og þá einkum sjálf- virkum söluforritum. Talið var hugsanlegt að þessi forrit hefðu magnað upp sveiflu sem ella hefði orðið tiltölulega léttvæg. Aðrir benda á að ef tölvuforritin væru sökudólgur í þessu hefði markaðurinn náð sér aftur á strik að nýju en ekki haldiö áfram að lækka eins og raunin varð. Skýr- inganna verði því aö leita annars staðar. í tengslum við þessar kenningar má svo geta þess að verðbréfa- markaöurinn í London tilkynnti í lok vikunnar að tölvukerfi hans hefði staðið fyllilega undir því álagi sem þar varð og hefði ekki haft nein neikvæð áhrif á sveifluna. Tölvukerfi þetta er tiltölulega nýtt af nálinni, var raunar sett upp fyr- ir um ári, og höfðu menn óttast að það kynni að hrynja ef miklar sveiflur yrðu á einum og sama deg- inum. skilning á þvi sem er að gerast í efnahagsmálum til þess að ráða við að stjórna þróun mála. Demókratar vinna á Eins dauði er annars brauð og ekki síður í stjómmálum en öðrum efnum. Hranið á verðbréfamörk- uðum í síðustu viku hefur skaðað Reagan og ríkisstjórn hans veru- lega og hefur því neikvæð áhrif á fylgi repúbhkana almennt. Um leið eykst fylgi demókrata og atburðir undanfarinna daga hafa glætt verulega vonir þeirra um aö vinna Hvíta húsið í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Demókratar hafa alltaf verið taldir verndarar „litla mannsins“ í Bandaríkjunum en repúblikanar hafa setið uppi með ímynd flokks ríka mannsins. Fimm ára stöðugur hagvöxtur, undir stjórn Ronalds Reagan, virtist ætla að breyta þess- ari ímynd almennings af flokkun- um, demókrötum til sárrar armæðu. Þeir hafa undanfarin ár reynt að sannfæra kjósendur um að sá bati, sem Reagan náði fram, mundi hrynja undan ofurþunga fjárlagahalla og óhagstæðra við- skipta við útlönd. Nú eru spár þeirra að koma fram og eiga þeir því lag að hagnast á þeirri kreppu sem yfir voflr, hversu kröpp eða grunn sem hún kann að verða. Efnahagsvandræði á næstu mán- uðum geta því orðið til þess að demókratar komist að nýju yfir forsetaembættið, þrátt fyrir að kandídatar þeirra séu htt þekktir og hafi sumir hverjir orðið að hætta þátttöku í forsetaslagnum vegna hneykslismála. Ósvarað Flestum þeim spumingum, sem veröhrunið getur af sér, er þó ósvarað. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á almennt fjármagnsstreymi í Bandaríkjunum og annars staðar? Hvaða áhrif hefur sú þróun á rekst- ur og afkomu fyrirtækja? Hvernig og hversu mikið breytast einkaneysluvenjur fólks? Hvaða áhrif hefur þetta hrun á stööu dollarans og annarra gjald- miðla? Hvaða áhrif hefur þetta á milh- ríkjafjárfestingar, til dæmis fjár- festingar arabaríkja í Bandaríkjun- um og Evrópuríkjum? Hvaða langtímaáhrif hefur hrun- ið á thtrú almennings á hagkerfí Bandaríkjanna? Þessum spumingum og raunar fjölmörgum öðrum velta sérfræð- ingar nú fyrir sér og endanleg áhrif verðhrunsins mikla verða ekki ljós fyrr en svör við þeim fara að finnast. Verri afkoma í síðustu viku bar mikið á frétta- flutningi af því tapi sem verðbréfa- höndlarar hefðu orðið fyrir. Talaö var um að þeir hefðu tapað um fimm hundruð milljörðum dollara í New York daginn sem hrunið mikla varð. Vafalítiö hafa þar margir oröið fyrir miklu tjóni og jafnvel orðið gjaldþrota. Endanleg áhrif verðhrunsins hljóta þð aö mælast í þeim áhrifum sem það hefur á afkomu almennings, bæði í Bandaríkjunum og í heiminum öllum, og þau áhrif eiga eftir aö koma í ljós. Hagfræöingar segja í dag að hrunið muni bæði breyta neyslu- venjum Bandaríkjamanna mikið, svo og hafa töluverð neikvæð áhrif á afkomu þeirra. Talað er um aö hagvöxtur í Bandarikjunum kunni að minnka um nærri helming vegna þessa áfalls. Þá er ljóst að þeir gífurlegu fjár- munir, sem teknir voru út af fjármagnsmarkaði í Bandaríkjun- um í síðustu viku, skila sér ekki þangað strax aftur og því geta nei- kvæð áhrif orðið enn verri, jafnvel þótt verðbréfamarkaöurinn sjálfur jafni sig aftur að mestu. Óvirkur forseti Viðbrögð Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta við verðhruninu ollu einnig miklum vonbrigðum og hafa ekki þótt nægilega afgerandi. Sérfræðingar um efnahagsmál telja flestir að þótt forsetinn hafi ef til vill stigið skref í rétta átt með því að segjast fús til að íhuga skattahækkanir og meö skipan nefndar til aö kanna forsendur þess, sem gerðist í síðustu viku, bendi ekkert til þess að hann hygg- ist ráðast á kjama vandamálsins sem er halli á viðskiptajöfnuði og fjárlagahalli. ' Gagnrýnendur forsetans segja að áætlanir hans sýni að hann neiti enn alfarið að viðurkenna að bandarískt efnahagslíf eigi viö erf- iðleika aö stríða. Andstaðan viö forsetann í þess- um efnum er nú orðin mjög almenn og meira að segja þingmenn úr flokki hans, Repúblikanaflokkn- um, virðast nú meir sammála andstæðingum sínum meðal demó- krata heldur en forsetanum. Margir sérfræðingar telja að Reagan hafi ekki vilja til þess aö ganga nógu langt í lækkun fjárlaga og einstaka láta jafnvel að því Uggja aö forsetinn hafi ekki nægilegan Ahrif sviptinganna á verðbréfamörkuðum eru nú rétt að byrja að koma i Ijós. Símamynd Reuter „Aaaaaaaahhhhhhhh! “ - Við höfum aukið verulega bilið á milli sœtanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.