Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. .13 Jakkaföt úr Kaupstað. Fötin til hægri kostuöu á niunda þúsund en einnig fást föt á lægra verði. Kjólar í Polarn och Pyret. Þeir sem eru efst á myndinni kosta 1.490 kr., matrósakjóllinn 1.870 kr., kjóllinn með slaufunni 2.480 kr., og kjóllinn lengst til vinstri 1.690 kr. Kjólar i Hjarta. Talið að ofan, frá vinstri, kosta þeir 8.142 kr., 2.580, 3.034 og 4.990 kr. Jólapósturinn - ______________Neytendur Síðustu forvöð Oft er handagangur i öskjunni við flokkun pósts. Þessi mynd var tekin er mætt var til starfa eftir langt verkfali haustið '84. Okkur lék hugur á að vita hvenær síðustu forvöð væru að senda af stað jólapóstinn. Við snerum okkur til Ara Jóhannessonar, póstrekstr- arstjóra í Ármúla. Samkvæmt upplýsingum Ara þá eru að verða síðustu forvöð að senda böggla af stað í sjópósti til Evrópulanda en slíkur póstur til landa utan Evrópu er þegar orðinn of seinn af stað. Sjópóstur til Evrópulanda verður að vera kominn í pósthús fyrir fyrsta desember. Flugpóstur til landa utan Evrópu verður aö berast fyrir 11. desemb- er. Síðasti frestur fyrir Evrópulönd er hins vegar 17. desember. Allur innanlandspóstur verður að berast í pósthús fyrir 17. des- ember. Til að auðvelda fólki að koma af stað pósti hefur verið ákveðiö aö lengja opnunartíma pósthúsa og verða þau því opin til kl. 18 alla virka daga frá og með sjöunda desember. Þá verða þau einnig opin laugardagana 12. og 19. desember frá klukkan 9-16. Síðasta daginn, 17. desember verðaþau svo opin til kl. 20. Burðargjald er sem hér segir: Fyrir bréf, kort og prentað mál allt að 20 grömmum að þyngd kostar kr. 13 innanlands og til Norður- landanna. Til annarra landa i Evrópu er gjald fyrir bréfiö hins vegar kr. 17. Þau eru flutt flugleiðis út og einnig milli svæða. Til Bandaríkjanna er gjald fyrir 20 gramma bréf kr. 26 í flugpósti og gildir þá einu hvort um austur-, eða vesturströndina er að ræða. Bögglapóstur er mismunandi eftir löndum. Svo dæmi séu tekin þá kostar undir fimm kílóa böggul til Danmerkur kr. 402 með skipi en kr. 640 meö flugi. Fimm kílóa böggull til Vestur- Þýskalands kostar kr. 447 í sjópósti en kr. 751 i flugpósti. Til Bretlands er burðargjald 5 kg bögguls kr. 619 í sjópósti og kr. 830. Verð á bögglum til annarra Evr- ópulanda fer eftir landi. Það er dýrara að senda böggul til landa utan Evrópu. Svo dæmi séu tekin þá er burðargjald fimm kílóa bögguls til Bandaríkjanna kr. 1.493 í flugpósti en nú er of seint að senda þangað i skipapósti fyrir jólin. Ari vildi að lokum brýna það fyr- ir fólki það vandaði utanáskriftir og gætti vel að þvi að hafs. péstfang rétt svo og póstnúmer. .p^p MMMHtf JóCatiCBod 1.980,- tq;, Æöislega sætar og elskulegar... Þær dansa í takt viö öll lög ! Sex mismunandi \ brúöur, allt frá Svínku til Andrésar andar. SKIPHOUI 19 SÍMI 29900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.