Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Síða 28
-40 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Útfór Auðar Jónsdóttur fer fram í dag fóstdaginn 27. nóvembei. Auður fæddist 15. nóvember 1897 aö Jarð- langsstöðum, Borgarhreppi, Mýra- sýslu. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson bóndi og Ragnhildur Er- lendsdóttir. Þau Jón og Ragnhildur eignuðust 12 börn. Magnús Sigurðsson Valhöll, Vest- manneyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 28. nóv- ember kl. 11. Helgi Vigfússon, fyrrverandi kaup- félagsstjóri, Breiðumörk 8, Hvera- gerði, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag kl. 13.30. Sigurjón Björnsson verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 11.30. Guðfmna Jónsdóttir, Miðtúni 13, Sel- fossi, verður jarðsungin laugardag- inn 28. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður í Eyrarbakkakirkju. Basar Kökubasar Kökubasar Framkvenna veröur haldinn sunnudaginn 29. nóvember í Framheim- ilinu viö Safamýri og hefst kl. 2. Framkonur Kökubasar Kökubasar og flóamarkaður verður í Hreyfilshúsinu sunnudaginn 29. nóv- ember og hefst hátíöin kl. 14. Það er eldridansaklúbburinn Elding sem stend- ur fyrir ba'sarnum. Tapað - Fundið Tapað-Fundið Á sunnudag, 22. nóvember, tapaöist háls- festi úr gulli með fimm steinum og perla hangir niður úr miðri festingu. Festin tapaðist sennilega við Sundlaugarnar í Laugardal. Finnandi vinnsamlegast hringi í síma 681507 eða 42169. Fundar- laun. Tilkyrmingar Aðventusamkoma Breið- holtssóknar Eins og undanfarin ár veröur aðventu- kvöld Breiðholtssafnaðar í hátíðarsal Breiðholtsskóla fyrsta sunnudag í að- ventu, sem aö þessu sinni er á morgun, sunnudaginn 29. nóvember, og hefst sam- koman kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dagskrá. Kór Breiðholtskirkju flyttu- aðventu- og jólasöngva undir stjóm organistans Daníels Jónassonar. Inga Backman söng- kona syngur einsöng. Ami Þór Jónsson les jólafrásögu og Málfríður Firmboga- dóttir, formaður KFUK, flytur aðventu- hugleiðingu. Kvöldið verður svo endað með stuttri helgistund við kertaljós, þar sem eldri bömin i bamastarfinu og nokk- ur fermingarböm aðstoða. Em sóknarbúar hvattir til að hetjajóla- undirbúninginn með þvi að íjölmenna við þessa athöfn, en þetta verður væntan- lega síðasta aðventukvöld safnaðarins á þessum stað, þar sem nú hefur verið ákveðið að Breiðholtskirkja verði vígð 13. mars nk. Menniiig Kaldhamrað stórverk Þriðju tónleikarnir með Frank Shipway á stjórnpalli á þessum vetri voru í Háskólabíói í gær- kvöldi. Hann hefur alltaf verið með stóra sinfóníu á efnisskránni, byrj- aði með Bruckner (sjöundu), var síðan með fimmtu Tsjækofskís, en áður hafði hann reyndar sýnt okk- ur í tvo heimana með tíundu Sjostkóvíts og fyrstu Mahlers (í fyrra og hittifyrra). Og nú kom fyrstá sinfónía Williams Waltons, en hann telja margir mesta „sin- fónikker" Breta síðan Elgar leið. Tónleikarnir hófust á nýju verki eftir Misti Þorkelsdóttur, Fanta- sea, sem kemur eitthvað spánskt fyrir. í efnisskrá segir: „Fantasea" varð til við strendur Túnis. Þetta er lítil fantasía um sjóinn þarna, sem er svo heitur, blár og enda- laus, og ekkert gerist utan ein og ein alda, sem leitar upp á strönd- Einleikari með Sinfóníuhljómsveit- inni í gærkvöldi var Pétur Jónas- son. ina. Og einhversstaðar má greina söng hafgúa, eins og þann, sem Ódysseifur heyrði forðum. Ég held að þetta hafi lukkast nokkurn veg- inn. En „fantasían" í hljómsveitar- útsetningu hefði mátt vera þó nokkuð stærri og markvissari. Tón]ist Leifur Þórarinsson Slíkt kemur áreiðanlega með tímanum og sem fyrsta hljómsveit- arverk ungs höfundar var þetta vel af sér vikið. Sá ágæti gítaleikari, Pétur Jónas- son, var einleikari í konsertsvítu, „Fantasía para un Gentilombre" eftir Spánverjann Joaquin Rodrigo. Þettá verk er samansoðið úr göml- um stefjum og heldur bragðdaufur grautur. En Pétur spilaöi vel eins og hans var von og vísa. En aðalmálið á þessum tónleik- um var semsé sinfónía Waltons. Þetta er magnað, kaldhamrað stór- verk, þar sem gengið er út frá Sibelíusi í lengd og breidd, komið við í Stravinsky (skersó) og jafnvel Hindemith. Hvað sem því líður er þetta áhrifamikil tónsmíð, ágeng og fráhrindandi í senn, eldklár í formi. Sinfóníuhljómsveit íslands stóð sig ekki aðeins vel í þessu, hún lék á köflum snilldarlega, bæði strengir, blásarar, já, og ekki síður slagverk. Shipway hefur fullkomið vald í sínu verki, meðalmennsku- taktar eru ekki í hans kokkabókum og hljómsveitin virðist örugg og áræðin undir hans handleiðslu. Það lofar góðu í „Eroicu“ á næstu tónleikum. LÞ Skák Jafiitefli í biðskákinni Karpov og Kasparov sömdu um jafntefli eftir 46 leiki í sautjándu ein- vígisskákinni í Sevilla, sem tefld var áfram í gær. Er skákin fór í biö á miðvikudagskvöld var staðan jafn- teflisleg og margir bjuggust við að skákin yrði ekki lengri. Þeir léku fjóra leiki í gær sem tók þá tæpa klukkustund. „Staðan var ekki eins einfóld og allir héldu,“ sagði norski stórmeistarinn Simen Agdestein. Kasparov kom tíu mínútum of seint á skákstað og samkvæmt fréttaskeytum Reuters virtist hann trekktur. Er hann lék sinn 46. leik var þó ljóst að hann stóð við jafnte- flisdyrnar. Karpov bauð þá jafntefli sem Kasparov þáði. Athygli vakti að eftir skákina sátu þeir drykk- langa stund \ið taílborðið og skoðuðu möguleikana. Það hefur ekki gerst áður í þessu einvígi og kom á óvart eftir orðahnippingar þeirra sl. laugardag. Staðan í einvíginu er jöfn, 8 'A - 8 ’/z, er sjö skákum er ólokið. Átj- ánda skákin verður tefld í kvöld og þá hefur Kasparov hvítt. Honum nægir jafntefli í einvíginu til sigurs. Þannig lauk sautjándu skákinni í gær. Kasparov, sem hafði svart, lék biðleik: 42. - Kg7 43. Ha8 Kf7 44. Ke4 Kg7 45. Ha7+ Kg6 46. He7 g4! Einfaldasta lausnin. Eftir 47. fxg4 Kg5 48. Hg7+ Hg6 49. Hxg6 Kxg6 Skák Jón L. Árnason getur hvitur ekki unnið peðsenda- taflið og 48. He6 svarar svartur með 48. - Hg6! og heldur jöfnu. Karpov bauð því jafntefli sem Kasparov þáði. -JLÁ . Kjarasamningar: Eina hreyfingin er á Vestfjörðum Aðventu- og afmælishátíð Bústaðakirkju Fyrir sextán árum var Bústaðakirkja vígð. Það var á fyrsta sunnudegi í að- ventu sem ætíð hefur verið mikill hátiðis- dagur í söfnuðinum og var það fyrir vigslu kirkjunnar. í þetta skiptið er þó meira um að vera, þar sem vígður verður fagur kross eftir Leif Breiðfjörð glerlista- mann sem vinnur nú í fyrsta skiptið á ferli sínum í steypu og gler. Það er Kven- félag Bústaðasóknar sem gefur kirkju sinni krossinn og er hann við innganginn í kirkjuna og upplýstur og kemur því til með að setja rpjög svip sinn á hana. Að öðru leyti verður hátiðarhaldið með sviðuðu sniði og ávallt, með bama- og fjölskyldumessu kl. 11 árdegis og al- mennri guðsþjónustu kl. 14. Að henni lokinni er veglegt afmælishóf í umsjón kvenfélagsins, sem með þeim hætti safn- ar fyrir andvirði krossins. Er ekki að efa að margir munu leggja leið sína í safnað- arsalina og gera hvort tveggja í senn að styðja gott málefni og njóta þess sem fram er borið auk vitanlega þess samfélags, sem þar ríkir. Um kvöldið er síðan að- ventusamkoman sem nýtur svo mikillar hylli. Þar mun hinn nýi kirkjumálaráð- herra, Jón Sigurðsson, flytja ræðuna, kirkjukórinn syngur, undir stjórn organ- istans, Jónasar Þóris, sem auk þess fær tO liðs við sig hljóðfæraleikarana Jónas Þ. Dagbjartsson, Þorvald Steingrímsson, Björn R. Einarsson, Jón Sigurðsson og Herbert Hr. Ágústsson, en hann útsetur einnig verkin sem flutt verða. Að auki verða einsöngvaramir Svala Nielsen og Einar Örn Einarsson með nokkur verk í flutningi. Samvemnni lýkur síðan með því að kertin em tendmð og helgistund leiðir huga að aðventuboðskapnum og hinni hæstu hátíð sem í hönd fer. Sem fyrr sér Bræðrafélag Bústaðakirkju um undir- búning og flytur formaður þess, Jónas Gunnarsson, ávarp. Vetrarstarf templara Skemmtinefnd góðtemplara (SGT) hef- ur hafið vetrarstarf. Eins og fyrri ár er boðið upp á félagsvist og gömlu dansana á hverju fóstudagskvöldi í Templarahöll inni, Eiríksgötu 5. Félagsvistin hefst kf. 9.00 og dansinn hálfum öðmm klukku- tíma síðar. í félagsvistinni er boðið upp á góð kvöldverðlaun. Undanfarin ár hafur verið boðið upp á fjölbreytta músík með hljómsveitum á borð við Tíglana, Upplyt'tingu, Hljóm- sveit Stefáns P. og Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt söngkonunni Hjör- dísi Geirsdóttir. Einnig hafa þessi skemmtikvöld verið krydduð með skemmtikröftum eins og Ómari Ragnars- syni þegar þannig stendur á. Kjörorð skemmtkvöldanna er: Stuð og stemning í Gúttó. Þar sem þessi skemmtkvöld hafa gefist vel með þessu sniði veröa þau með líku lagi í vetur. Allir sem vilja skemmta sér án áfengis eru velkomnir í Templarahöll- ina á fóstudagskvöldum, hvort sem þeir kjósa einungis félagsvist eða gömlu dans- ana eða hvort tveggja. Neskirkja Félagsstarf aldraðra: Samverustund verður á morgun, laugardag, kl. 15. Gest- ir verða Ragnar Fjalar Lárusson, Hörður Áskelsson og fleiri. Rasmus Kristian Rask 1787-22. nóvember-1987 Sýning í Landsbókasafni Íslands Landsbókasafn efnir til sýningar í minningu tveggja alda afmælis Rasmus- ar Rasks og er þar lögð aðaláhersla á þann þátt ævi hans og verka er snýr að Islandi og íslenskum fræðum. Sýningin verður opnuð 23. nóvember og mun standa til áramóta á opnunartíma safnsins, mánudaga-fóstudaga kl. 9-19 og laugardaga kl. 9-12. Félag eldri borgara í Reykjavik og nágrenni Opið hús frá kl. 14 á sunnudag í Goö- heimum, Sigtúni 3. Dansað frá kl. 20. „Eins og málin standa um þessar mundir er eina hreyfmgin í kjara- samningum á Vestfjöröum. Þar hefur staðið yfir tilraun með hóp- bónus sem lofar góðu og í næstu viku á ég von á því að menn setjist þar niður og fari yfir það mál og þá gætu hugsanlega fleiri atriði fylgt í kjölfar- ið,“ sagði Karvel Pálmason, vara- formaður Verkamannasambands- ins, í samtali við DV í morgun. Karvel sagði það alveg ljóst, eins og raunar hefur áður komið fram að ekki verður farið út í almenna kjara- samninga fyrr en búið er að leiðrétta kjör þess fólk, sem ekki hefur notið launaskriös. Að sögn Karvels virðist Vinnuveit- endasambandið ekki hafa neinn áhuga á að reyna samninga. „Þeir vilja bíða og sjá hverju fram- vindur hjá ríkisstjórninni, sem aftur virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að hreyfa sig í þessum málum til að liðka fyrir kjarasamningum,“ sagði Karvel Pálmason. -S.dór Alþýðuflokkurinn: Vill breytingar á kvótafrumvarpinu „Þetta er ekki orðið að frumvarpi, hér er um drög að ræða,“ sagði Eiður Guönason, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, sem vill knýja fram breytingar á frumvarpsdrögum að fiskveiðistefnu. Eiður sagði að 4ra manna nefnd úr þingflokki Alþýðu- flokksins myndi fara yfir frumvarps- drögin um helgina og sagðist ekki trúa öðru en samkomulag gæti náðst um þær breytingar sem flokkurinn vil fá fram. Sem dæmi um það sem flokkurinn vill láta breyta er að skilja á milli skips og kvóta, þannig að það verði ekki sjálfgefið að kvóti flytjist á milli byggðarlaga þótt skip sé selt. Eiður Guðnason sagði að Alþýðu- flokkurinn vildi láta skoða ýmis önnur atriði líka í frumvarpsdrögun- um. Varðandi norður/suðurlínuna sagði hann að skiptar skoðanir væru um það mál innan þingflokksins, rétt eins og hjá öðrum þingflokkum, enda skiptust menn þar í flokka eftir landshlutum. -S.dór Nafn drengsins Ungi drengurinn, sem fórst í um- ferðarslysinu í Skógarhlíð að kvöldi þriðjudagsins 24. nóvember, hét Styrkár Snorrason. Hann var fæddur 27. maí 1981 og átti heima að Máva- hlíð 38.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.