Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. Fréttir Leitín að Guðmundi Finni Bjömssyni: Sporhundur rakti slóð frá Hollywood að flugvellinum Nú er liöin hálf önnur vika írá því aö Guömundar Finns Bjöms- sonar var saknað. Mikil leit hefur farið fram i næsta nágrenni Reykjavíkurflugvallar. Aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember átti Ingvi Guðmundsson slökkviliðs- maður tal við Guömund Finn. Eftir samræður þeirra hefur ekkert til Guömundar Finns spurst. Einn liöur í þeirri leit, sem fram hefur fariö að Guömundi Finni Bjömssyni, var að fenginn var sporhundur frá Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Aöfaranótt miöviku- dagsins 25. nóvember var farið meö sporhundinn að veitingastaðnum Hollywood. Þaöan rakti hundurinn slóð í nokkuð ákveðinni gönguleið aö hliðinu á Reykjavíkurflugvelli, þar sem Ingvi Guömundsson átti tal við Guðmund Finn aöfaranótt sunnudagsins 22. nóvember. Á þeim stað virðist sem hundur- inn týni slóðinni og finni hana ekki aftur. Þaö er því óvíst með öllu hvert Guömundur Finnur hefur farið eftir að hann yfirgaf Ingva Guðmundsson slökkviliösmann. Snorri Magnússón, sem verið hefur með hundinn í leitinni, sagði að sér væri með öllu óskiljanlegt hvers vegna hundurinn tapaði slóöinni Utanaökomandi áhrif geta ruglaö hundinn. Og eins er möguleiki á aö Guðmuhdur Finnm' hafi fariö upp í bíl skammt frá hlið- inu. Margt annað getur komið til sem erfitt er aö gera sér í hugar- lund. Sporhundar em ekki óbrigðulir frekar en aörar skepnur. Snorri lagði áherslu á aö ef leit meö spor- hundi bæri ekki árangur væri það eindregin ósk þeirra sem meö þeim starfa aö áframhaldandi leit færi fram eins og hundur heföi hvergi komið nærri. -sme Vöttur SU við bryggju á Eskifirði. Þegar báturinn kom úr siglingu á mánu- dag fundust um borð í honum tæp 600 grömm af hassi og 20 grömm af kókaíni. Tveir skipverjar hafa verið teknir fyrir að hafa staðið að smyglinu á fikniefnunum. Auk fíkniefnanna fundust um 50 kassar af bjór. Fíkniefnalög- reglan og tollgæslumenn leituðu um borð í bátnum og höfðu þeir hasshund við ieitina. DV-mynd Anna Ingólfsdóttir Falsaði ávísanir úr átta ára gomlu hefti - gaf út sjö ávísanir fýrir um 500 þúsund Rannsóknarlögreglan hefur hand- tekið mann fyrir að hafa falsað og selt sjö ávísanir aö upphæö samtals um 500 þúsund krónur. Ávísanaheft- ið, sem ávísanirnar voru skrifaðar úr, er frá árinu 1979. Ávísanaheftið er frá Samvinnubankanum á Pat- reksfirðri. Sá sem fékk ávísnaheftið afgreitt fyrir 8 árum kann enga skýringu á hvers vegna annar maður hafði heft- ið undir höndum. Sá sem falsaði ávísanimar hefur haft heftiö í sinni vörslu í langan tíma. Hann freistaðist til þess í haust að skrifa úr heftinu sjö ávísanir sem hann skipti í jafnmörgum bankaaf- greiðslum í Reykjavík á tæpum tveimur klukkustundum. Um síðustu helgi var maður um fertugt handtekinn. Hefur hann játaö að hafa skrifað ávísanimar og skipt þeim. Maðurinn er búsettur úti á landi. Hefur hann aldrei komist í kast viö lögin fyrr. -sme Kaupleigan: Nam 220 millj- ónum - hjá ríkisfyrirtækjum Kaupleigusamningar ríkisfyrir- tækja eru fleiri en íjármálaráðuneyt- ið hafði búist við og fjárskuldbind- ingarnar hærri. Þær nema samtals um 220 milljónum króna og til þeirra er stofnað á árunum 1985 til 1987, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Karli Th. Birgissyni, frétta- fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Karl sagði stærsta einstaka ríkis- fyrirtækiö, sem gert hefði slíka samninga, vera Ríkisútvarpiö en heildarupphæð kaupleigusamninga RÚV er á milli 150 og 160 milljónir króna. Næst í röðinni em Ríkisspít- alar meö um 14 milljónir króna, þá koma Rafmagnsveitur ríkisins meö 12 milljónir króna og ríkisprent- smiðjan Gutenberg með á bilinu 5 til 6 milljónir króna. Sagði Karl að þeir samningar, sem gerðir hefðu verið, væra yfirleitt um kaup á tölvubún- aði, þó ætti það ekki við um RÚV. Þar hefði ýmis tækjabúnaður verið á ferð, að sögn Karls, til dæmis upp- tökubíll. Aöspurður um heimild og lögmæti þessara fjárskuldbindinga sagði Karl. „Um það vil ég ekkert fullyrða en fjármálaráðherra hefur skrifaö öllum fagráöuneytunum bréf og er þar ráðuneytunum og stofnunum þeirra bannaö að gera slíka samn- inga. Þeim er vinsamlegast bent á að - hætta þessari vitleysu," sagði Karl Th. Birgisson. -ój Ríkisútvarpið neitar Stöð 2 um afnot af útsendingaraðstöðu: Hefur áhrif á útbreiðslu Stöðvar 2 fyrir hátíðarnar „Viö vorum með samning viö Ríkisútvarpiö frá því í desember í fyrra um aðgang aö aðstööu þess. Sá samningur var gerður fyrir milligöngu Pósts og síma en hefur veriö sagt upp núna,“ sagði Hans Kristján Árnason, stjórnarmaöur á Stöð 2, um þá ákvörðun Ríkisút- varpsins aö neita Stöð 2 um sameiginleg afnot af útsendingar- aðstöðu. „í útvarpslögunum er sagt að sjónvarpsstöövar eigi aö hafa samráö um lausnir sem séu hag- stæöar þjóöinni. Hér er um að ræða stöðvar í eigu Pósts og síma og viö sem þegnar landsins höfum greitt þessa aöstöðu." Hans sagði aö þeir á Stöð 2 heföu óskaö eftir því í september að fá afnot af þrem stöðvum; við Eski- íjörð, Noröfjörð og ísafjörð. 16. nóvember hefði síðan komiö svar frá Ríkisútvarpinu þar sem þessu var hafnað og þar aö auki var leyfi tif að nýta aöstööu viö Mosfellsbæ afturkallað. „Þá vil ég benda á aö Markús Örn skrifaði bréf í desember í fyrra þar sem hann sagöi eðlilegt aö Stöö 2 heföi afnot af þessari aöstööu." Þaö kom fram í máli Hans aö vegna þessara aðgerða Ríkissjón- varpsins yrði erfitt fyrir Stöö 2 að standa viö þau loforð sem hún heföi gefiö varöandi útbreiöslu stöövar- innar fyrir hátíðarnar. „Viö höfum gert allt til að ná samningum - við höfum ekki viljað fara með þetta í fjölmiðla af því aö þetta var svo klaufalegt hjá RÚV,“ sagðiHans. -SMJ Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri: Var einróma niður- staða útvarpsráðs „Þaö var leitað álits útvarpsráðs í þessu máli og varð þetta einróma niðurstaða þess í málinu. Mín af- staða er sú að þaö sé Pósts og síma aö láta útvarps- og sjónvarpsstööv- um í té aðstöðu af þessu tagi. Það sé ekki hlutverk fyrirtækis eins og ríkissjónvarpsins að aöstoða einka- fyrirtæki. Þaö er ekkert sjálfgefiö aö einkafyrirtæki eigi að nýta sér það sem ríkisfyrirtæki hefur komið sér upp með ærnum tilkostnaði," sagði Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri. Markús sagði að málið fjallaöi um þá grundvallarspumingu hvort ríkisfyrirtæki ætti að styöja einka- fyrirtæki sem væri jafnvel í samkeppni við ríkisfyrirtækið. Um aöstöðuna í Mosfellsbæ sagði Markús aö hún hefði verið veitt til bráðabirgða til aö aðstoöa Stöð 2 í upphafi. -SMJ Inga Jóna Þórðardóttir foimaður útvarpsráðs: Hveráaðhafafvum- kvæði að samstarfi? „Til að byija með var Stöö 2 útve- guð aðstaða til að hún gæti hafiö starfsemi. Síðan hefur ekki verið um neitt samstarf aö ræða. Það er spum- ing um hver eigi að hafa frumkvæði aö þessu samstarfi,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir, formaöur útvarpsráös. Inga Jóna sagöi aö það heföi veriö vilji meirihluta útvarpsráös aö hætta þessari samvinnu en ósk um áfram- hald á henní heföi aldrei komið frá útvarpsréttarnefnd. Þess má geta að Kjartan Gunnarsson, formáður út- varpsréttamefndar, sagöi aö þessi mál hefðu ekki komið inn á borö þar enda væri þetta ekki verksvið henn- ar. „Þeir á Stöö 2 hafa aldrei snúiö sér til Pósts & síma en hér er um aö ræöa samstarf milli Ríkissjónvarps- ins og Pósts & síma sem Stöð 2 hefur hagnýtt sér.“ Inga Jóna neitaöi því ekki aö hér væri um samkeppnisað- iía að ræöa en kvaö það ekki skipta sköpum í þessu máli. Þá sagði hún að þær upphæðir, sem Stöð 2 hefði greitt fyrir aðstöðuna, væra smá- ræði. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.