Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
7
Fréttir
Bmnatjón oft mikið í fiskvinnslunni:
Kviknar í tíu fiskvmnslu-
lyrivtækjum að jafhaði á ári
Á árunum 1981 til 1987 (bæði ár
meðtalin) hafa orðið margir eldsvoð-
ar í fiskvinnslufyrirtækjum hér á
landi. Að jafnaði verða um tíu elds-
voðar í fiskvinnslufyrirtækjum á
hverju ári.í mörgum þessara elds-
voða hefur oröið geysilegt tjón. Þegar
Nesfiskur í Garði brann í síðasta
mánuði varð mesta tjónið á fyrr-
nefndu tímabili. Lætur nærri að
tjónið í þeim eldsvoða hafi veriö um
85 milljónir króna. Þegar Hraðfrysti-
hús Hellissands brann 1983 jafngiltu
tjónabætur frá Brunabótafélagi ís-
lands öllum iðgjöldum á Hellissandi
í áttatíu ár.
Á árinu 1981 varð mesta tjónið í
fiskvinnslunni þegar fiskimjölsverk-
smiðja á Raufarhöfn brann. Ef
tjónabætur vegna þess eldsvoða eru
framreiknað samkvæmt byggingar-
vísitölu eru bæturnar á núvirði um
5 milijónir króna. Fiskverkun Þor-
bjamar í Grindavlk brann í febrúar-
mánuði það ár. Tjónabætur á núvirði
voru um 3,6 milljónir.
Á árinu 1982 varð mesta tjónið er
kviknaði í hraðfrystihúsi á Bíldudal.
Á núvirði voru greiddar um 4 millj-
ónir króna í bætur. Fast á eftir kom
eldsvoði í hraöfrystihúsi í Þorláks-
höfn, það tjón var á núvirði um 3,7
milljónir.
Og fór síðan í kaffi...
Arið 1983 var slæmt ár hvað elds-
voða í fiskvinnslu varðar. 17. ágúst
brann Hraðfrystihús Helhssands.
Tjónið í þeim eldsvoða var gífurlegt.
Á núviröi nemur það um 55,3 millj-
ónum króna. Eldsupptök voru á þá
leið að gæslumaður í vélasal var að
þíöa ammoníaksfrystivél með gas-
tæki. Öryggisrofmn haföi verið
gerður óvirkur með því að binda
hann fastan. Tækið var sett á plast-
fötu og síðan fór maðurinn í
kaffi.
Þegar Hraðfrystihúsið í Keflavík
brann, 17. maí 1983, varð sömuleiöis
geysilegt tjón, á núvirði 53 milljónir
króna. Ekki er hægt að fullyrða um
eldsupptök en grunur leikur á aö um
íkveikju hafi verið að ræða. Eins og
fyrr segir voru greiddar 53 milljónir
króna í tjónabætur.
Eldsvoði, sem varð í Hraðfrysti-
húsinu Jökh á Raufarhöfn, olli mesta
tjóninu á árinu 1984. Á núvirði eru
greiddar tjónabætur um 24,6 milljón-
ir króna. Á Raufarhöfn kviknaði í
út frá rafmagnsofnum. Einnig varð
mikið tjón vegna elds í fiskimjöls-
verksmiðju á Suðureyri. Á núvirði
eru tjónabætur í því tilfelli um 15
milljónir króna. Þar var um sjálfsí-
kveikju að ræða. Rækjuverksmiðja í
Ólafsvík skemmdist mikið er eldur
kviknaði út frá ljósaperu. Á núvirði
nema tjónabæturnar um 12,4 millj-
ónum króna. Á árinu 1984 varð
einnig mikið tjón í fiskimjölsverk-
smiðju á Tálknafirði, 11,3 milljón-
ir.
Á árinu 1985 var heldur minna um
eldsvoða í fiskvinnslu heldur en árin
á undan. Mesta tjónið varð á Vopna-
firði, um 3 milljónir.
Grímsey
Raufarhöfn
Raufarhöfn
ísafjöröur
1 5 mill.
* —p Vopnafjörður
3 mill.
NeskaupssfaÖur
2 mill.
Sfövarfjörður
3.7 mill.
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn
35 mill.
3.7 mill.
's;
FRYSTIHUSA-
BRUNARNŒR
Á undanfömum árum hafa tíðir brunar í frystihús-
um viða um land vakið athygli landsmanna. Hér
á kortínu má sjá þá staði, þar sem brunatjónið
varð verulegt í krónum talið.
DV-kort JRJ
Að jafnaði verða um tíu eldsvoðar i fiskvinnslufyrlrtækjum hér á landi ár-
lega. Tjón i eldsvoðunum hefur orðið mismikið, i sumum tilfellum frekar
lítið. En í mörgum tilfellum hefur orðið milljóna- og tugmilljónatjón. Á þessu
korti má sjá hvar mest tjón hefur orðið á árunum 1981 til 1987 (bæöi ér
meðtalin). í öllum tilfellum hefur tjónið verið framreiknað til verðlags dags-
ins í dag samkvæmt byggingarvísitölu. Eins og sjá má er mesta tjónið er
Nesfiskur í Garði brann í siðasta mánuði. Á Hellissandi hefur tvisvar orðiö
stórtjón, 1983 og 1985. Einnig hefur tvisvar oröið stórtjón á Raufarhöfn, í
Þorlákshöfn og á Suðureyri.
Aftur stórtjón á Hellissandi
1985 varð mesta tjónið er saltfisk-
verkun Hraðfrystihúss Hellissands
brann. Tjónabætur voru um 8,6 millj-
ónir króna. Á Stöðvarfirði varð
einnig mikið tjón; um 3,7 milljónir.
Yfirstandandi ár verður slæmt ár.
Þegar hafa orðið tveir stórbrunar í
fiskvinnslunni. Áætla má að tjónið
þegar Nesfiskur í Garði brann í síð-
asta mánuði verði um 85 milljónir
króna. Eldsupptök eru ókunn. Bruni,
sem varð í hluta af húsum Meitilsins
í Þorlákshöfn, varð mjög mikill, tjón-
ið metið á um 35 milljónir króna. í
Grímsey varð einnig bruni í fisk-
vinnslu. Tjónið í þeim eldsvoða var
um 4 milljónir króna.
í samtah viö fulltrúa nokkurra
tryggingafélaga kom fram að þessir
miklu skaðar leiddu til þess að ið-
gjöld brunatrygginga myndu hækka
mikið. Iðgjöld hafa ekki verið há, að
mati tryggingafélaganna, en ekki
verður hjá því komist að hækka þau
haldi þetta áfram.
í grein, sem birtist í blaðinu Gjall-
arhorni, sem gefið er út af Sam-
vinnutryggingum, segir Héðinn
Emilsson, deildarstjóri brunadeildar
félagsins, meðal annars: „Atvinnulíf
okkar verður æ fjölbreyttara og um-
fangsmeira. Byggingar stækka og
hýsa fjölþætta starfsemi sem í mörg-
um tilvikum á ekki samleið út frá
brunatæknilegum sjónarmiöum og
þurfa ekki að vera í sambrunahættu
eða undir sama þaki starfseminnar
vegna. Dæmi um þetta eru frysti- og
fiskvinnsluhúsin. í fjölmörgum
frystihúsum er vélasalúr í
sambrunahættu við frystigeymslur,
þannig að eldur og reykur á greiðan
gang frá vélasal í frystigeymslur, þar
sem afurðir, tugi milljóna virði, eru
geymdar." -sme
Hótel Örk fékk framlengingu
Helgi Þór Jónsson, eigandi Hótel
Arkar í Hveragerði, hefur fengið
framlengingu á greiðslustöðvun-
inni sem hann hefur haft frá 2.
september. Áður hafði Helgi fengið
greiðslustöövun til dagsins í dag,
2. desember. Ragnar Hall skiptar-
áðandi sagði að fallist hefði verið á
að framlengja greiöslustöðvunina
til 2. febrúar 1988, eða um tvo mán-
uði.
Pétur Þór Sigurðsson, lögmaður
Helga Þórs, sagði að aldrei hefði
ríkt meiri bjartsýni en nú um að
takast mætti að bjarga hótehnu frá
þeim erfiðleikum sem verið hafa í
rekstri þess.
n Jeep n AMC
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
Eigum fyrirliggjandi mikið úrval original
varahluta í AMC og Jeep bifreiðar. Einnig
aukahlutir fyrir Wagoneer og Cherokee árg.
'84-'88, m.a. upphækkunarsett, toppgrind-
ur, mottusett, vindskeiðar, sílsalistar, stokk-
ar, útispeglar, varadekkspokar, safarígrindur
að framan, stuðarahlífar, dráttarbeisli, aur-
hlífar o.fl. o.fl.
Ath. sérpantanir á ca 2-3 vikum án auka-
kostnaðar. Hraðpantanir á ca 3 dögum.
EGILL VILHJALMSSON HF.,
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202