Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Side 5
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Fréttir Snuivoðarbátum á Faxaflóasvæðinu var bannað að flytja kolann beint út: Keyptu eigin afla á markaði og seldu síðan út í gámum Boð og bönn taka stundum á sig skrýtnar myndir. Þeir 10 snurvoðar- bátar, sem leyfi höfðu til veiða í Faxaflóa í sumar, voru skyldaðir til að landa afla sínum til fiskvinnslu- stöðva á Faxaflóasvæðinu framan af sumri. Þegar kolaveiðin var sem mest vildu fiskvinnslustöðvar ekki taka kolann til vinnslu en útgerðar- menn bátanna máttu ekki flytja aflann út í gámum. Þá tóku sumir það til bragðs áð setja kolann á Faxamarkaðinn, kaupa hann þar fyrir 35 til 40 krónur kílóið, setja í gáma og selja til Bret- lands og fengu allt upp í rúmar 90 krónur fyrir kílóið. Seinnipart sum- ars aflétti sjávarútvegsráðuneytið svo banninu og þá gátu menn sett kolann beint í gáma og sent til Bret- lands. Jón B. Jönasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að ástæðan fyrir því að veiðar með snurvoð voru leyfðar að nýju í Faxa- flóa á sínum tíma hefði verið sú að auka hráefni fiskvinnslustöðva á svæðinu og um leið atvinnu fólks. Þegar svo í ljós hefði komið í sumar að stöðvarnar vildu ekki kolann var ákveðið að leyfa útgerðarmönnum bátanna að flytja hann út í gámum. Bjarni Thors, framkvæmdastjóri Faxamarkaðarins, sagði að töluvert hefði verið um það að útgerðarmenn keyptu afla báta sinna á markaðnum til að flytja hann út. Margir hefðu líka látið það nægja að selja aflann á markaðnum, aðrir hefðu svo keypt hann og flutt út i gámum. Kolaverðið á Faxamarkaðnum í sumar var á milli 35 og 40 krónur fyrir kílóið og sagði Bjarni að senni- lega heföi það verið að jafnaði nær 40 krónum. -S.dór ú geta allir látið drauminn rætast fyrir jólin og eignast fullkomið VHS-HQ „High Quality" myndbandstæki á einstöku jólatilboðsverði. Meðal eiginleika tækisins má nefna: 14 daga upptökuminni með 6 prógrömmum. Skynditímataka. Stafrænn teljari (digital). Kyrrmynd. VHS-HQ. Fullkomið myndgæða- kerfi. Sjálfvirk bakspólun. Leitari með mynd áfram. Leitari með mynd afturábak. Rafeindastýrðir snertitakkar. Myndminni. Euro-Scart tengi. Og margt, margt fleira. 32.850,-stgr. JAPISS ' BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SÍMI 27133 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.