Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 7
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
7
DV
Steinbrturinn á 80
krónur í Boulogne
Bretland: Hull
Bv. Ýmir landaði 25.11. og seldi
alls 115 lestir fyrir 8,454 millj. kr.
Þroskur 75,44 kr„ ýsa 74,26 kr„
koli 98,11 kr„ meðalverð 73,41 kr.
Grimsby:
Bv. Otto Wathne seldi alls 112
lestir fyrir 9,94 millj. kr„ meðalverð
88,25 kr„ þorskur 90,71 kr„ ýsa 87,34
kr„ grálúða 82,58 kr„ karfi 56,81 kr.
og blandaður fiskur 82,84 kr. Hér
er um að ræða ýmsan flatfisk. Selt
var úr gámum, alls 829 lestir, fyrir
67,08 millj. kr.
Þýskaland:
Bv. Snorri Sturluson landaði í
Bremerhaven 25.11., alls 196 lest-
um, fyrir 10,461 millj. kr„ þorskur
76,65 kr„ ýsa 66,50 kr„ ufsi 51,06 kr.
og karfi 54,77 kr. Meðalverö 53,33.
Bv. Ögri seldi í Bremerhaven 1.
des„ alls 177 lestir, fyrir 13,290
millj. kr. Meðalverð 74,98 kr. Er
þetta hæsta meðalverð sem skip
hefur fengið á markaðnum í Bre-
merhaven.
Boulogne:
Gott verð var á fiski sem seldur
var úr gámum 1. des. Alls voru
seld 12 tonn af grálúðu á 95,86 kr.
kg. Af steinbít voru seldar 14 lestir
og var meðalverðið 79,24 kr. Lítið
verður um sölu erlendis næstu
daga og sennilega aðeins tvö skip
sem selja afla næstu viku erlendis.
Síðan munu margir bátar, sem
sumir hverjir hafa verið á sfldveið-
um, selja fyrir jól.
London:
Markaðurinn á Billinggate hefur
ekki verið neitt sérstakur síðari
hluta mánaðarins. Sæmilegt verð
hefur verið á stórlúðu en hefur þó
fallið nokkuð frá því við yorum
með verð á henni síðast. Ég hef
ekki enn sem komið er fengið skýr-
ingu á því hvers vegna íslensk
fiskflök eru alltaf á mun lægra
verði en önnur fiskflök og hafa
Fiskmarkaðirnir
Ingólfur Stefánsson
ekki komist í hærra verð en 162 kr.
þegar annarra flök fara á 225 kr.
kílóið. Stórlúða hefur að undan-
fömu veriö á 460 til 530 kr. kílóið,
smálúða 355 kr. og meðalstór lúða
431 kr. kg.
París:
Hart er barist á markaðnum
„Rungis“ um þessar mundir. Skot-
ar hafa verið með mikla kynningu
á framleiðslu sinni af laxi og kaup-
menn telja að skoski laxinn sé mun
betri en sá norski. Telja þeir að
skoski laxinn sé með mun fallegri
blæ. Telur blaðafulltrúi Fiskaren
að þarna hafi Norðmenn ekki stað-
iö sig sem skyldi í sölumennskunni.
Smáþorskur 105 til 132 kr. kg, stór
þorksur 125 tfl 150 kr. kg, síld 50
kr. kg, ufsi 88 til 105 kr. kg, norskur
lax 220 til 410 kr. kg og skoskur lax
frá 422 til 470 kr. kg.
Dusseldorf:
Síðustu tölur varðandi tap vest-
ur-þýska fiskiðnaðarins nema 100
millj. þýskra marka. Heildarveiði
Vestur-Þjóðverja hefur minnkað
um 8.708 lestir eða 12%. Af þorksi
hafa aflast 25.934 lestir á móti 25.738
á síðasta ári. Af ufsa hafa veiðst
12.432 lestir á móti 13.889 í fyrra.
Af karfa hafa veiðst 7.359 á móti
9.929 á síðasta ári. Af síld hafa
veiðst 5.143 á móti 6.929 á síðasta
ári. Af krabbadýrum hafa veiðst
2.463 á móti 2.049 á síðasta ári. Af
flatfiski var einnig landað minna
en á síðasta ári. Nokkur eignatil-
færsla hefur oröiö í greininni.
Skoska fyrirtækið Salversen hefur
yfirtekið rekstur Langnese-Iglo
flutningafyrirtækisins ásamt öðru.
Að lokum er rætt um að Þjóðveijar
æth jafnvel að setja aukna tolla á
flutingavagna sem fytja fisk til
Laxinn er víða vinsæll. Nú berast þau tíðindi frá Frakklandi að Skotar
og Norðmenn berjist hart í sölu á laxi I París. Skotar hafa rekið harða
sölustarfsemi og telja kaupmenn i heimsborginni að skoski laxinn sé
bæði betri og fallegri en sá norski.
Þýskalands.
Lauslega þýtt og endursagt
úr Fiskaren.
Madrid:
Að undanförnu hefur borið á því
að norsk fiskflök, sem komið hafa
á markað hér, hafa verið slæm vara
og ekki fengist nema lítið verð fyr-
ir þau. Telur fréttaritari Fiskaren
að þetta þurfi ekki að vera endalok
á fisksölu frá Noregi heldur þurfi
að gera betur varðandi ferskleika
fisksins. Bendir hann á að Danir
og Hollendingar selji fisk þarna
með góðum árangri. Sannast hér
eins og annars staðar að gæta þarf
þess að sá fiskur, sem selja á, sé
fyrsta flokks. Um 20. nóvember
barst á markaöinn lax frá Skot-
landi og reyndist hann vera bæði
horaður og með bletti á roði. Þessi
lax elst upp í sjóeldiskeijum en þaö
sem veldur þessu er sníkjudýr sem
sest á laxinn, tærir hann og veldur
blettunum á roðinu. Þessar
skemmdir eru taldar algjörlega
skaðlausar mönnum. Þessi smádýr
eru stundum í miklu flekkjum við
strendur Skotlands og írlahds.
Verð á norskum laxi: stærð 3-4 kg
319-336 kr„ 4-5 kg 432 kr„ 5-6 kg
442 kr„ 6-7 kg á 464 kr. Skoskur lax
400 til 480 kr. kg. Skötuselshalar 480
kr. kílóið, þorskur 160 kr. kg.
Júgóslavía:
Hér í blaðinu var lauslega sagt frá
ársfundi sem fiskimjölsframleið-
endur héldu í Júgóslavíu nýlega. í
blaðinu Fiskaren 28. nóv. er sagt
frá því að fram hafi komið á um-
ræddum fundi að lýsisverð hafi
stigið en þaö er vegna þess aö lýsis-
framleiðsla hefur minnkað miltið á
árinu sem er að hða og verður, að
talið er, aðeins 1,53 mihj. lesta og
hefur þar með minnkað um 120.000
lestir. í Suður-Ameríku hefur veið-
in minnkað verulega, þó sérstak-
lega seinni hluta ársins, og tahð er
að birgðir þar verði 100.000 lestum
minni í árslok. Þessi samdráttur í
veiði og um leið minnkandi lýsis-
framleiðsla hefur það í för meö sér
að birgðir af lýsi eru aðeins til 42
daga neyslu en í fyrra voru birgðir
til 55 daga neyslu. Þetta mun hafa
hækkandi lýsisverð í för með sér
segir Fishing News.
Loðnuveiðin:
Heildarafli orðinn um 200 þúsund tonn
Gylfi Kristjánssoh, DV, Akureyri:
Mjög mikil loðnuveiði hefur verið
undanfarna sólarhringa og virðist
sem mjög mikið magn sé af loðnu á
miðunum.
Aðfaranótt þriðjudags tilkynntu 18
skip afla til loðnunefndar, alls 14.400
tonn. Veiðisvæðið er austur af Kol-
beinsey og þar segja sjómenn vera
mikla loðnu og heldur hún þar kyrru
fyrir.
Á hádegi á þriðjudag nam heildar-
aflinn á vertíðinni 192.000 lestum en
leyfi var gefið fyrir 500.000 lestum í
haust. Afþví máttu íslendingar veiða
rúmlega 400.000 lestir þannig að enn
er mikið eftir af kvótanum. Hins veg-
ar heimilaði ráðuneytið frekari
veiðar vegna þess að um 10 bátar
voru að verða búnir meö kvóta sinn
og voru að verða verkefnalausir.
Loðnunni, sem hefur veiðst að und-
anförnu, hefur aðallega verið landaö
á höfnum norðanlands frá Siglufirði
til Þórshafnar. Þróarrými þar hefur
hins vegar ekki nægt undanfarna
sólarhringa og hafa því skipin einnig
landað á Austfjörðum og sömuleiðis
sunnanlands, bæði í Reykjavík og í
Grindavík.
39 bátar hafa hafið veiðarnar á ver-
tíðinni af 49 sem fengu úthlutaðan
kvóta. Veiðarnar standa yfir fram til
18. desember en þá verður gert hlé á
þeim fram yfir áramót.
Atvinnumál
Akureyri:
Hlutafélag
um kaup
á Súlunni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
Kaup Krossanesverksmiðjunnar á
Akureyri á loönuskipinu Súlunni E A
voru ekki afgreidd á fundi bæjar-
stjórnar Akureyrar á þriðjudag eins
og reiknað hafði verið með.
Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði í
samtali við DV að ákveðið hefði ver-
ið að fresta afgreiðslu málsins. „Þaö
hefur komið fram áö Krossanes er
kaupandi að Súlunni en Krossanes-
verksmiðjan er alfarið í eigu Akur-
eyrarhæjar," sagði Sigfús.
Hann sagði að það væri ekki mark-
mið Akureyrarbæjar að stunda
útgerð og standa í áhættusömum
rekstri upp á eigin spýtur og því hefði
verið ákveðiö að stofna hlutafélag
um kaupin á skipinu.
„Það er spurningin um að vinna
þetta mál til enda áður en það kemur
til afgreiðslu bæjarstjórnar. Við
þurfum meiri tíma til að skoða mál-
ið," sagði Sigfús Jónsson.
Ríkismat sjávarafurða:
Fæst ekki
við laxa og
silunga
„Það hefur komið til tals á milli
Ríkismats sjávarafurða og þeirra en
það er ekki okkar hlutverk í dag að
fást við gæðamat á laxi og silungi,“
sagði Halldór Árnason fiskmatsstjóri
í samtali við DV.
Halldór var spurður að því hvort
til greina kæmi að Ríkismat sjávaraf-
urða tæki að sér gæðaeftirlit með
hafbeitar- og eldislaxi, en misbrestur
hefur orðið varðandi gæði slíks fisks
sem fluttur hefur verið á Bandaríkja-
markað.
Friðrik Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands fiskeldis- og
hafbeitarstöðva, lýsti því yfir í DV
síðastliðinn laugardag að fiskeldis-
menn óskuðu eftir því að Ríkismatið
sinnti eftirliti með gæðum fisksins
og jafnframt yrðu settar reglur uní
meðferð hans.
Halldór Árnason sagði að gæða-
málum laxfiska svipaði mjög til
annarra fisktegunda en hlutverk
Ríkismatsins væri það að sinna eftir-
liti með gæðum sjávarfiska en lax
og silungur falla ekki undir þá skil-
greiningu. Bjóst Halldór við því að
Ríkismatið myndi taka málið upp við
sjávarútvegsráðuneytið í framhaldi
af óskum fiskeldismanna og síðan
væri það ráðuneytisins að taka á-
kvörðun í málinu og forma staðla og
gæðakröfur ef viö óskinni yrði orðið.
-ój
KIRKJUFÉLAG DIGRANESPRESTAKALLS