Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 9
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
9
UtLönd
Fylgistap stóru
flokkanna
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfri:
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
um fylgi stjórnmálaílokkanna í Dan-
mörku, sem Vilstrup-stofnunin hefur
framkvæmt fyrir dagblaöið Politi-
ken, virðist fylgistap stóru flok-
kanna, jafnaðarmanna og íhalds-
flokks vera viövarandi.
Miðað við kosningarnar þann 8.
september síðastliðinn hafa báðir
flokkarnir tapað tveimur prósentum
af fylgi sínu og hafa nú tuttugu og
sjö og nítján prósent fylgi.
Sósíalistar halda styrkri stööu
sinni og hafa bætt við sig rúmlega
þremur prósentustigum frá kosning-
unum. Aðrir flokkar hafa nær
óbreyttt fylgi. Grænungar, sem ekki
komust á þing í september, fá nú tvö
prósent atkvæða sem er nóg til að fá
allt að fjögur þingsæti.
í heild hafa stjórnarflokkarnir íjór-
ir um þrjátíu og sjö prósent atkvæða
nú.
Vinstri flokkarnir hafa fjörutíu og
sjö prósent.
Sósíalistar aðvara
jafnaðarmenn
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn:
Sósíalistar hafa í umræðum um
frumvarp dönsku ríkisstjórnarinnar
til fjárlaga varað jafnaðarmenn í
Danmörku við því að gera umtals-
verða og langvarandi samninga við
ríkisstjórnina. Á miðstjórnarfundi
sósíalista var samþykkt yfirlýsing
þar sem stendur meðal annars að
samningar jafnaðarmanna við ríkis-
stjórnina muni lengja lífdaga henn-
ar. Þannig takmarkist þá endurbóta-
starf til langs tíma, auk þess sem
traust kjósenda til verkalýðsmeiri-
hlutans, sem raunverulegs valkosts,
minnki.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
un hafa sósíalistar og jafnaðarmenn
í sameiningu meira en fjörutíu og
fimm prósent fylgi. Þrátt fyrir mögu-
leika á rauðum meirihluta seinna
meir hafa jafnaðarmenn opinberlega
hafnað efnahagshugmyndum sósíál-
ista algerlega. Virðast þeir ánægðir
með tilþoð um samstarf við ríkis-
stjórnina.
Slekkur á ólympíueldinum
Ásgeir Eggertsson, DV, Miinchen:
Áhugi manna i Berchtesgaden á
vetrarólympíuleikunum er nú end-
anlega liðinn undir lok. Eftir mis-
heppnaða tilraun til þess að fá
leikana þangað árið 1992 má segja
að allur móður sé úr sveitarstjórnar-
mönnum þar. Hafa þeir nú einnig
hætt viö aö sækjast eftir næstu leik-
um þar á eftir.
Ákvörðunin um að hætta viö að
sækjast eftir ólympíuleikunum árið
1996 segja menn í Berchtesgaden
vera komna til vegna ónógs stuön-
ings frá v-þýsku ólympíunefndinni.
Aðrir benda þó einnig á að íjalla-
svæði það sem staðurinn er á sé svo
viðkvæmt að það megi alls ekki við
þeim ágangi sem vetrarólympíuleik-
ar óhjákvæmilega hafa í för með sér.
Þá leikur kostnaður af því að sækj-
ast eftir ólympíuleikum einnig
nokkurt hlutverk. Þegar reikning-
arnir frá tilrauninni til þess að fá
leikana 1992 höföu verið gerðir upp,
kom í ljós að hún hafði kostað sem
Nýnasistar í
A-Þýskalandi
Ásgeir Eggertsson, DV, Miinchen:
Það sem á undanfórnum árum hef-
ur verið talið óhugsandi í Austur-
Þýskalandi er nú orðið að veruleika.
Síðustu mánuði hefur i sívaxandi
mæli borið á hópum unglinga sem
liegða sér eins og versti götulýöur,
brjótandi og bramlandi allt umhverf-
is sig. Eigi alls fyrir löngu bar það
við að rokkhljómleikar leystust upp
þegar hópur krúnurakaðra unglinga
efndi þar til óspekta. Sumir þessara
hópa eiga það jafnvel til að halda
afmælisdag Hitlers hátíðlegan og
fara um götur hrópandi „Sieg heil".
Yfirvöld austantjalds hafa nú við-
urkennt að ekki muni allt með felldu
hjá unglingunum sem flestir koma
úr úthverfum stórborga.
Austur-Þjóðverjar spyrja sig nú
hvernig svona nokkuö geti átt sér
stað í landi sem alla tíð hefur haft
baráttuna gegn nasismanum efst á
stefhuskrá sinni.
nemur eitt hundrað og fjörutíu millj-
ónum íslenskra króna.
Enn eru þó nokkrar v-þýskar borg-
ir sem hafa hug á að halda vetrar-
ólympíuleikana árið 1996. V-þýska
ólympíunefndin á þar eftir að velja
úr áhugasömum héruðum. Þótt
ólympíueldurinn hafi verið slökktur
í Berchtesgaden lifir enn í glæðum
hans á öðrum stöðum því allnokkrar
umsóknir liggja nú fyrir nefndinni.
Höfum aukíð úrvalíð
\m m.
K 5b i
m m
:L
Nýjar gerðir
sænskra úrvals-
húsgagna
Landsins stærsta úrval af bólstruðum húsgögnum:
Hornsófar - Sófasett - Svefnsófar - Hvíldarstólar
Margir litir - Góð húsgögn - Gott verð
KOMIÐ, SKOÐIÐ -SJÖN ER SÖGU RÍKARI
TM-HUSGOGN
Síöumula 30 — Sími 68-68-22
EINSTOK
MOINUSTA
Við bjóðum viðskiptavinum okkar
að panta sér einkatíma
til að skoða úrvalið í ró og nœði,
á kvöldin milli kl. 20:00 og 22:00.
Opið alla laugardaga 10:00 - 14:00. Greiðslukort - afborganir.
EGGERT
feldskn
Efst á Skólavörðustígnum, sími 11121.