Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Neytendur Góð þjón- usta í veikindum Elsa hafði samband viö okkur og vildi koma á ft-amfæri frá- bærri þjónustu hjá versluninni Garöakaupum í Garöabæ. Allir á heimilinu voru rúm- fastir vegna veikinda. Þaö vant- aöi eitt og annaö til heimilisins og engin tök á að fá frændur eða vini til aðstoðar við innkaupin. Elsa hringdi í verslunlna og spuröi hvort hægt væri að fá vör- ur sendar heim. Þótt ekki sé heimsendingarþjónusta í Garða- kaupura þá var því tekiö Ijúf- mannlega. „Þetta var alveg sjálfsagt og framkoma starfsmanns 1 síman- um var bæði Ijúfmannleg og elskuleg og við fengum allt sem okkur vantaöi sent heim úr versl- uninni," sagði Elsa. -A.Bj. Hvar fæst gott laufa- brauðsjám? S.S., Grindavík, hringdi og baö okkur aö lýsa eftir góðu laufa- brauðsjámi fyrir sig. Hann sagðist hafa keypt laufabrauðs- jám í fVrra í Hamborg en þaö hefði verið of langt milli skurð- flatanna. Það gerir að verkura að ekki er hægt að bretta upp á „listaverkin“. Við lýsum hér með eftir góðum laufabrauðsjámum. -A.Bj. DV Neyðarhnappar: Vöm gamalla og sjúkra Svokallaðir neyðarhnappar hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi undanfarin ár. Um er að ræða hnappa sem fólk ber á sér og þrýstir á ef eitthvað kemur fyrir. Þá gerist annaðhvort að sjálfvirkur hringi- búnaður hefur samband við viðkom- andi öryggisfyrirtæki eða að boð berast samstundis á viðkomandi ör- yggisþjónustu sem gerir þá viðeig- andi ráðstafanir. Tvö fyrirtæki taka að sér að sinna vaktþjónustu fyrir slík tæki. Það eru Securitas og Vari, en bæði hafa þau getið sér gott orð fyrir ábyggilega öryggisþjónustu. Þau bjóða upp á sitt hvort hnappakerfið. Securitas býður kerfi sem kemur boðum á framfæri strax - og hringir síðan í vakt - og Vari býður kerfi sem hringir. Kerfið hjá Securitas er þannig úr garði gert að boð berast eftir símalín- um, óháð því símakerfi, þ.e. ekki þarf að bíða eftir són og velja heldur berast boðin beint. Hins vegar hring- ir kerfið á sama tíma þannig að beint talsamband næst við viökomandi hnappnotanda og þannig er hægt að róa hann ef með þarf uns hjálp berst. Kerfi Vara lætur nægja að hringja í öryggisvakt og getur veriö að ein- hver dráttur verði á aö fá línu ef álag er mikiö. Það kerfi er hins vegar mun ódýrara, bæði stofnkostnaður og mánaðargjald. Tryggingastofnun ríkisins veitir styrk til kaupa á öryggishnappabún- aði Securitas og greiðir niður kostn- aö að uppfylltum ákveðnum skilyröum. Þannig þarf viðkomandi að búa einn, vera elli- eða örorkulíf- eyrisþegi og svo sjúkur að búnaður- inn geti talist nauðsynlegur. Að uppfylltum þessum skilyrðum greið- ir stofnunin styrk sem nemur 90% af andvirði kerfisins og 80% af mán- aðarlegu þjónustugjaldi. Kostnaður við slíkt kerfi er sem hér segir: Hjá Securitas kostar kerfið 46.283 kr. Mánaðarlegar greiðslur nema svo 2.901 kr. í þessu verði er innifalin öll hugsanleg þjónusta, s.s. viðhald, út- köll og endurnýjun raíhlaðna. Hjá Vara kostar kerfið 40.000 kr. og mánaðarlegt þjónustugjald er 1.820 kr. Ekki er tekið aukagjald fyr- ir útköll. Einnig er hægt að fá ýmsan viðbótarbúnað, s.s. reykskynjara sem sendir brunaboð, sjálfvirkt við- bótartæki sem gerir viðvart ef ekki er eðlileg umgengni um íbúöina, ef ísskápur er ekki opnaöur eöa ekki sturtaö niður í klósett í tólf tíma. Eins og áöur sagði veitir Trygg- ingastofnun ríkisins ekki styrk nema að uppfylltum ákveönum skilyrðum og þá er aðeins veittur styrkur til kaupa á kerfi Securitas. Verð á því kerfi er því, ef styrkur fæst, 4.628 kr. og mánaðargjald 580 kr. -PLP Neyðarhnappur. Tvö fyrirtæki bjóða slika hnappa og þjónustu fyrir þá sem á þeim þurfa að halda. Tannskemmdir og sælgætisalmanök Undanfarin ár hefur færst í vöxt að bömum og unglingum séu gefin svonefnd sælgætisalmanök þar sem eitt hólf með sælgæti er opnað á hverjum degi. Afleiðing hefur orðið sú að böm hafa vanist á að neyta sælgætis minnst einu sinni á dag í heilan mánuð. Þannig segir m.a. í fréttatilkynn- ingu frá Tannlæknafélagi Islands. Þar segir ennfremur að þetta sé ein- mitt eitt af því sem heilbrigðisyfir- völd á Norðurlöndum hafi barist mest á móti, m.a. með því að tak- marka sælgætisátið við í mesta lagi einn dag í viku, svonefnt laugardags- sælgæti. Er talið að þar sem þessi siður hef- ur komist á hafi hann hjálpað til við að minnka tannskemmdir. Tannlæknafélag íslands vfil hvetja forráðamenn barna að stilla í hóf kaupum á sælgætisdagatölum eða reyna í það minnsta að fá bömin tfl að safna sælgæti vikunnar saman svo þau neyti þess aðeins einu sinni í viku. Tamflæknafélagið hvetur foreldra tfl þess að kaupa heldur einhveija ódýra hluti til þess að setja í jólaskó- inn í stað sælgætis. Rétt þykir að benda á aö tann- kremstúpur fylgja einhveijum sælgætisdagatölum sem eru á mark- aðnum. -A.Bj. Listræn hönnun í samspili ■ Dmvafin einhverju faliegu Það er ekkert eins notalegt og falleg værðarvoð. Hlýleg og falleg gjöf sem er ómissandi í sófanum eða ferðalaginu. Við höfum úrval af fallegum Álafoss ullarfatnaði sem er gaman að klæðast eða gefa. Taktu upp þráðinn! Nú eru prjónavörur hátískuvara. Það þarf ekki endilega að gefa tilbúna flík. Það má alveg eins gefa fallegt garn eða lopa og uppskrift. Eða setjast niður og prjóna sjálf. - tryggjum sendum um heim allan. /fllafossbúöin Vesturgata 2, Reykjavík, sími 13404 Arzberg hágæðapostulín Hér er á ferðinni nytjalist sem gleður augað eftir fræga þýska hönnuði eins og Werner Búnch og H. Th. Baumann. Borðhaldið verður ánægjulegt með þessu fallega þýska postulíni og það er gaman að safna því. osacSsiA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.