Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 13 Svo slysalega vildi til að þessi upplýsingaseðill fylgdi með lyfinu. Það gleymdist nefnilega að fjarlægja seðilinn. DV-mynd KAE Hroki lækna og lyfjafræðinga Blaðamaður DV keypti lyf á dög- unum, nokkuð sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Það sem var þó merkilegt við þessi lyfja- kaup var að með lyfmu fylgdu upplýsingar um aukaverkanir og hvaða ráðstafanir þyrfti að gera ef of mikið væri tekið inn af því. í flestum ef ekki öllum ríkjum heims er það í lögum að með lyfjum verði að fylgja seðill er veiti helstu upplýsingar um verkan þeirra og eiginleika. Hér á landi hefur það hins vegar verið tahð óæskilegt að sjúkhngar hafl hina minnstu hug- mynd um hvað þeir eru að láta ofan í sig og þess vandlega gætt að fjar- lægja seðlana áður en lyfrn eru afhent neytandanum. Það hefur lengi verið eitt af helstu baráttumálum neytendasíðu að þessu verði breytt og hugsaði blaðamaður sér því gott til glóðar- innar, sigur hefði kannsaki unnist í þessu máh. Er hringt var í viðkomandi apó- tek og rætt við lyfjafræðing þar kom hins vegar í ljós að seðillinn hafði fylgt með fyrir mistök. Lyfja- fræðingur har því við að hann væri nýr í starfi og hefði af þeim sökum gleymt að fjarlægja seðil- inn, þeim væri hins vegar kennt að slíkir upplýsingaseðlar væru faglegar upplýsingar og því einka- mál lækna og lyfjafræðinga. Almenningur gæti bara keypt þar til gerðar handbækur ef áhugi væri fyrir hendi á að vita um verkan lyfia. Þessar upplýsingar eru hins veg- ar ekkert einkamál lækna, sjúkl- ingur á að hafa fuhan rétt á að vita allt um þau lyf sem honum eru gefin. Allt tal um að þetta séu fag- legar upplýsingar eru því hara faglegur hroki, það eru læknar og lyfjafræðingar sem eiga að þurfa aö fletta lyfjum upp í handbókum, ekki sjúkhngar. -PLP Neytendur Möbelfakta á íslandi Flestir kannast hklega við sænska merkið Möhelfakta en það er viður- kenning frá stofnun í Stokkhólmi sem hefur það hlutverk að gæðaprófa húsgögn. Möbelfakta er nú orðinn norrænn staðall, öll Norðurlöndin hafa tekiö upp svipað kerfi th hús- gagnaprófunar. Svíar hafa byggt upp þetta kerfi á þann hátt að Möbelinstitutet fær helming síns fjármagns frá ríkinu en hinn helmingurinn kemur frá þeim framleiöendum sem láta fara fram gæðapróf á framleiösluvöru sinni. Viöurkenning stofnunarinnar hefur nú orðið mikið að segja í húsgagna- framleiðslu og er mikil auglýsing í því fólgin að fá slíka viðurkenningu. Hér á landi hefur htið borið á slíkri starfsemi. Aðeins ein shk viðurkenn- ing er til en það er viðurkenningar- merki Rafmagnseftirlits ríkisins um að raffang hafi staðist próf og þar með ahar kröfur sem til þess eru gerðar hér á landi. Þetta er þó með nokkuð öðrum hætti en viðurkenn- ing sænsku húsgagnastofnunarinn- ar því standist raffang ekki próf Rafmagnseftirlitsins er sala þess óheimil hér á landi. Möbelfakta er hins vegar ekki skilyrði fyrir sölu, hins vegar er þetta gæðastimpill og er nú svo komið að neytendur sneiða hjá þeim húsgögnum sem ekki hafa hlotið þessa viðurkenningu. íslenskir húsgagnaframleiðendur vinna nú að því í samvinnu við Iðn- tæknistofnun að koma á slíkri prófun hér á landi. Hið ótrúlega er nefnilega að hingað til hafa framleið- endur ekki einu sinni haft slíka aðstööu til hönnunar á húsgögnum. Árið 1984 fóru tveir starfsmenn Iðntæknistofnunar til Svíþjóðar til að kynna sér framkvæmd þessara mála þar í landi, en áður höfðu aðilar Forstöðumaður Möbelinstitutet i Stokkhólmi, Irena Arell, virðir hér fyrir sér tæki til stólaprófunar. í húsgagnaiðnaði lýst yfir áhuga sín- um á að komið yrði upp aðstöðu til styrkleika- og þolprófunar hér. Síðan þá hefur stofnunin komið sér upp nauðsynlegum tækjabúnaði til shks sem og þekkingu. Næsta skref er að fiármagna þessa starfsemi og er ljóst að kostnaður við slíka starf- semi verður ekki undir tveimur mihjónum króna á ári. Hugmyndin er þá aö framleiðendur greiði helm- ing þess fiármagns og er búist við að um tíu aðilar komi til með að taka þátt í þessu starfi. Það þýðir að hver þeirra mundi þurfá að greiða tíu þúsund krónur á ári til starfseminn- ar sem er ekki mikill. kostnaður sé miöað við hve gífurlegt auglýsinga- gildi það hefur í fór með sér að standast slíka prófun. -PLP ÐGNASTNnANBUL j öfur hf. býður kaupendum nýrra Peugeot, Chrysler og Alfa Romeo bifrelöa ný og betri greiðslukjör en áöur hafa þekkst. Útborgun aöeins 25% og eftirstöðvar greiöast á allt að 30 mánuðum. Komið eða hringið og kynnið ykkur málin. JÖFUR HF NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.