Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Merming Fýrir mer er lífið ferðalag Rætt við Matthías Johannessen um Sól á heimsenda Sól á heimsenda eftir Matthías Johannessen er Ijóöræn frásögn sem gerist í hugarheimi einnar per- sónu bókarinnar. Rammi frásagn- arinnar er ferðalag hans, hennar og drengsins til Portúgal í ágúst 1985, en sagan gerist í tímaleysi hugleiðinga hans og minninga, þar fléttast saman minningar frá ýms- um ferðalögum þar sem tími og staður skipta ekki lengur máli. - Er þetta að einhverju leyti sjálfs- ævisaga, Matthías? - Ég er þeirra skoðunar að engin bók sé þannig að hún sé ekki að einhverjum hætti um þann sem skrifar hana. Því eldri sem ég verö og því fleiri bækur sem ég les því skemmtilegra finnst mér þegar ég finn að verkið er að einhverju leyti tengt reynslu og minningum höf- undarins. Ég vona að það sé eitt- hvað af minni reynslu og minningum í þessari bók eins og öðru sem ég hef skrifað. í Bræðrun- um Karamazov segir einhvers staðar að minningin sé verðmæt- ust, ég er sammála því. Þær bækur sem skipta mig máli sem skáld- skapur eru verk sem eru reist á tilfmningu sem er höfundinum eig- inleg og reynslu og minningum sem geta staðiö sem algild skírskot- un. Þannig er þessi bók á engan hátt sjálfsævisaga en ég vona að hún hafi jarðsamband með þeim hætti sem ég hef nefnt. Annars hefur verið skrifað um allt milli himins og jarðar. Ég hef til aö mynda engan sérstakan áhuga á því að skrifa um þjóðfélagið sem slíkt en ég hef þeim mun meiri áhuga á einstaklingnum í umhverfi sínu. Og þá skiptir mig engu inn í hvaða umhverfi hann er skrifaður heldur hvernig hann lifir þar og Bókmenntaviðtal Lilja Gunnarsdóttir hugsar og hvernig hann finnur til. Ford Maddox Ford segir í sinni eft- irminnilegu skáldsögu Góða hermanninum að hann hafi engar sérstakar mætur á þjóðfélaginu, það verði bara að tímgast eins og kanínur. En maðurinn hefur mikil- vægara hlutverki. að gegna en kartínan og þess vegna hef ég áhuga á honum og á samskiptum fólks í þjóðfélaginu. - Hvað um stíiinn á sögunni? Varstu undir áhrifum frá einhverj- um ákveðnum höfundi eða ein- hverri ákveðinni bók þegar þú skrifaðir hana? - Það er ljóðskáld sem skrifar þessa bók en hún er saga í óbundnu máli og þess vegna verður stíllinn aö lúta því lögmáli. Ég hef núorðið mestan áhuga á stíl og andrúmi í skáldverkum og á því hvernig ein- staklingurinn ieitar að verðmæt- um í sjálfum sér og umhverfi sínu. Það er ekki síst mikilvægt nú á dögum hamslausrar, tillitslausrar og hávaðasamrar fjölmiðlunar. í staö þess að leita að verðmætum í sjálfum sér finnst mér allt of marg- ir vera allt of mikið með hugann við annað fólk og framapot þess. En hvað varðar bækur þá er ekki til nein ein bók, þær eru eins marg- ar og lesendurnir. Bandaríska skáldið og heimspekingurinn Emerson sagði einhverju sinni að bókasafn væri herbergi með mörg- um vofum og að þær færu á stjá þegar við vitjuðum þeirra. Án þess að mig langi til að verða einhver talsmaður draugagangs í bók- menntum vona ég að þessi litla saga mín geti kallað fram misjafna reynslu ólíkra lesenda. Það gerir lífið sjálft. - Þaö er tímaleysi í þess- ari sögu, hún er ekki sjálfsævisaga, ekki ferðasaga og kannski ekki heldur skáldsaga í venjulegum skilningi enda hef ég ekki metnað til þess en þetta er saga með sínum hætti, sínum forsendum og sínum lögmálum. Eins konar súputening- ur þar sem hráefnið er óþekkjan- legt en nothæft sem skáldskapur. Súputeningurinn er lítill þó aö hrá- efnið sé stórt. Þannig verður skáldskapur til úr lífinú sjálfu. Mörgum árum og margvíslegri reynslu er þjappað saman inn í andartak, eina setningu. Skáld- skapur er unninn úr því sem er áleitiö þegar annað hefur gleymst. í upphafi sögunnar segir. „Þau voru orðin svo vön þessum athugasemdum drengsins að hann var hættur að muna hvenær þær voru gerðar enda var enginn tími til þegar þau voru á ferðalögum saman, hann var löngu þurrkaður út og það sem var verður og það sem verður var án þess hann leiddi hugann að því eða velti því fyrir sér með nokkrum hæti. Og hann Matthías Johannessen. Ljósm. ÓI.K.M. naut þess að losna við tímann og upplifa líf sitt í einni andrá, að upplifa alla reynslu sem eina reynslu, hvert atvik sem eitt atvik og hverja athugasemd sem eina ljósrák á svörtum myrkrum himni.“ Fyrir mér er lífið ferðalag. Það er því ekki út í bláinn þegar ég raða persónum inn í slíka umgjörð. En af sögum sem ég hef lesið á undanförnum misserum þá get ég nefnt tvær erlendar skáldsögur sem hafa komið mér skemmtilega á óvart og vakið með mér gleði þótt það sé þverstæða því aö þær fjalla báðar um sorg og dapurlegt umhverfi persónanna. En lífið er nú einu sinni reist á þverstæðum. Það er í andstæðunum sem allt verður til. En þessar sorglegu bæk- ur hafa fyllt mig bjartsýni vegna stíls og andrúms og bókmenntalegs metnaöar. Önnur heitir Accidental Tourist og er eftir bandarísku skáldkonuna Anne Tyler. Hún fjaliar um hjón sem glata hvort öðru þegar þau missa ungan son sinn. Hin er einnig bandarísk, Iron- weed eftir William Kennedy. Hún fjallar um utangarðsmenn í Al- bany, höfuðborg New York ríkis. Stíll og andrúm þessarar sögu er óborganlegt og ég hef spurt sjálfan mig hvernig í ósköpunum við höf- um getað farið á mis við svona listaverk hér á íslandi. Þetta eru engir doðrantar enda þykja mér skáldsögur orðið betri því styttri sem þær eru. Því nær sem þær eru kröfum ljóðsins um knappt form. LG Brúsir húmlóin yfir Baldur Öskarsson: Döggskál í höndum. Ljóðhús 1987, 56 bls. Þetta mun vera 7. ljóðabók Baldurs á tuttugu árum og eru það merkileg- ar bækur, enda mikils metnar af þeim sem til þekkja. En ég hef grun um þeir séu helsti fáir. Hér eru tæplega þrjátíu frumort ljóð og sjö þýdd, þar af fjögur kín- versk fornkvæði, þýdd úr ensku. í frumortu ljóðunum er nokkuð vísað til skálda, einkum Ezra Pound í lengsta ljóðinu. Hér ber þó meira á tónskáldum; Bach, Brahms og De- bussy, og mest á listmálurum, sér- staklega frá árunum milli stríða; Paul Klee, Kandinsky og surreahst- arnir Max Ernst og René Magritte. Ég held að þessi nöfn megi taka sem vísbendingu um ljóðin. Einstakir hlutar þeirra raðast saman, ekki eft- ir rökhugsun heldur heildarsam- ræmi eins og í tónverki eða málverki, og þar er einkum höfðað til form- skynjunar lesenda á hljóm orðanna og myndir, hverdagslegt umhverfi er skynjað á sérstæðan hátt. Tiltölu- lega einfalt dæmi er hér á eftir; tilsýndar minnir bátur á siglingu á andlit, form bátsskrokksins er eins og á þykkri neðrivör, seglin eru hvít, þá má nota orðið tannhvít um þau til að styrkja líkinguna, rökkvaður himinninn minnir á dökkt hár, aug- un eru í skugga. Innsigling Bátur eins og blóðrík vör tannhvít segl og vísar ör augnskær í kvíar nætur brúsir húmlóin yfir Annað ljóð byggir á hinni alkunnu prédikun: „Ef allir menn væru orðn- ir að einum manni, og allir steinar Bókmeimtir Örn Ólafsson að einum steini, öll fjöl! að einu fjalli, og hinn mikli maður velti svo hinum mikla steini upp fjallið mikla og fram af bjargi, ja þá yrði nú mikill skell- ur, mínir bræður." Þetta ljóð er ekki myndrænt - nema þá í uppsetningu textans. Þaö má því kalla vitrænt, en varla er hægt að segja að það höföi til rökhugsunar, frekar aö það gangi fram af henni. Þetta er svipaö mótsögn, paradox, líkt og sést hefur frá zen-búddistum. Þá er spurningin hvað gerist í vitund manns þegar hann lætur þetta orka á sig: „Ef allir menn“ steinn maður fiall fjall maður steinn (Að hætti René Magritte) steinn maður fjall kertaljós Lítum nú á ljóð með tónskáldi þar sem byggt er á alkunnri líkingu um tónlist: Hvað sagði Brahms? Stattu mér nær Ég, hafmaður í kjólfótum, stilhr öldunnar, skipa Auðmýkt en er vindsvalir tónar hörpunnar ýfar hafflötinn tekur undir í djúpinu Heyrðir þú kufungsþeytarann? -Nei- Hjarta til þess eins að skína tunglið inn Musterið hvíta klettaeyja alda Og j ötnar j ötnar stíga að hafi niður Það virðist svo sem hljómsveitar- stjómandi tali, hann er klæddur kjólfótum, skipar fyrir og stillir saman hljómana - eftir fyrirsögn Brahms. Laglína, sem flutt er af einu hljóð- færi, endurómar í allri hljómsveitinni, eins og oft gerist í hljómsveitarverk- um. Lesendur geta skynjað hljómlist- ina, m.a. í þessum línum þar sem þríliðir skiptast á við tvíliði og kalla á hægán lestur svo hljómur oröanna nýtur sín: „en er vindsvalir tónar hörpunnar ýfa hafílötinn/tekur undir í djúpinu". Þetta hljómlistartal er fyrrihluta ljóðsins og saman við það blandast hugrenningar um hafið, enda er oft talað um hljómlist með líkingum við hafið, öldugang, brim, þunga undir- öldu o.s.frv. Hér stillir hafmaður ölduna, svalur vindur ýfir hafflötinn, þá tekur undir í djúpinu. Sameiginlegt báðum þessum sviðum, hljómlist og hafinu, er maður sem þeytir kufung eins og lúður. Hann er kunnur af forn- um myndum, grískum og rómversk- um, svo nú erum við jafnframt komin aftur í goðsagnafortíð við Miðjarðar- hafiö. Hvítt musteri á klettaeyju, jötnar ganga að hafinu. Það fer varla á milli mála að komið er inn í heim Odysseifskviðu. Aftur er talað til þess sem var ávarpaður í fyrstu línu. Þá var hann eða hún beðin um nærveru, um að skynja með talandanum þessa fegurð og menningarleifö frá Hómer Baldur Oskarsson. til Brahms. En þessi önnur persóna heyrir ekki kufungsþeytarann, skynj- ar þetta ekki, hjarta hennar er þá ekki sæti tilfmninga heldur eyðilegt, tómt musteri, hvítt í tunglskininu. Við skulum vona að lesendur þessa taki betur þessum sérkennilegu og vönduðu ljóðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.