Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
Nýjar bækur
tuskukarlinum sínum. Hér er henn-
ar konungsríki og þegar Bogga og
Skúli, tveir einmana skólakrakkar,
birtast þar komast þau fljótt að því
að Rympa er aldeilis ekíú eins og
fólk er flest. Verð kr. 988.
Lærdómslistir
Hinn 20. júlí sl. varð dr. Jakob
Benediktsson áttræður. Af því tilefni
hefur Mál og menning gefið út safn
26 ritgerða eftir hann í samvinnu við
Stofnun. Árna Magnússonar. Hefur
bókin hlotið heitið Lærdómslistir.
Jakob Benediktsson er einhver
kunnasti fræðimaður íslendinga og
hefur á löngum starfsferh birt eftir
sig fjölmargar ritgerðir um íslensk
fræði, mál, sögu og bókmenntir í inn-
lendum og erlendum ritum. Efni
þeirra er fjölbreytt. Bókin er eins
konar sýnisbók af þeim fjölda verka
sem Jakob hefur látið frá sér fara.
Haildór Guðmundsson, Sverrir Tóm-
asson og Ömólfur Thorsson önnuð-
ust útgáfuna. Bókin er 306 bls. og
geymir auk ritgerðanna ritaskrá
Jakobs Benediktssonar og Tabula
gratulatoria. Verö kr. 2.590.
Rympa á ruslahaugnum
eftir Herdísi Egilsdóttur
Komin er út hjá Iðunni ný barna-
bók eftir Herdísi Egilsdóttur, Rympa
á ruslahaugnum, skrifuð eftir sam-
nefndu leikriti.
Herdís Egilsdóttir hefur samið
mikið af bamasögum og leikritum
og muna líklega flest íslensk böm
eftir til dæmis Siggu og skessunni
sem sést hefur í sjónvarpinu.
Rympa á ruslahaugnum er saga
full af lífi og flöri, nútímaævintýri
sem vekur vissulega til umhugsunar.
Rympa býr á mslahaugnum með
Andlit í bláum vötnum
- Ijóðabók eftir Ragnhildi
Ofeigsdóttur
Bókrún gefur út.
Ragnhildur er Reykvíkingur. And-
Ut í bláum vötnum er önnur bók
hennar.
Andht í bláum vötnum, sem höf-
undurinn tileinkar móður sinni,
Ragnhildi Ásgeirsdóttur, er 73 Ijóð.
Hluti þeirra er eins konar harmljóð,
sprottin af reynslu vegna dauða
hennar. EUsabet Cochran hefur
hannað útiit bókarinnar, setningu og
umbrot annaðist Leturval en Grafik
filmuvinnu og prentun. AndUt í blá-
um vötnum er í Utlu upplagi og hluti
)ess tölusettur og áritaður af höf-
undi. Verð 1.020 kr.
Mitt rómantíska æði
Mitt rómantíska æði nefnist bók
sem Mál og menning hefur gefið út.
Þetta em dagbækur, bréf og önnur
óbirt rit Þórbergs Þórðarsonar frá
árunum 1918-1929, eins konar fram-
hald af Ljóra sálar minnar sem út
kom í fyrra. Þórbergur var einstakur
bréfritari og í bókinni er að finna
mörg skemmtileg sendibréf sem
hann skrifaði vinum sínum á þriðja
áratugnum. Þá em birt dagbókarbrot
úr hinum frægu orðasöfnunarleið-
öngmm Þórbergs og frásögn af
fyrstu utanlandsferð hans þar sem
hann dvaldi fyrst í Englandi. Líka
era birtir fyrirlestrar um guðspeki,
jafnaðarstefnu, experanto og önnur
hugðarefni Þórbergs. Mesta forvitni
munu þó eflaust vekja bréf sem
varpa ljósi á tilurð Bréfs til Láru.
Helgi M. Sigurðsson tók safnið
saman. Það er 216 bls., prýtt 50 göml-
um ljósmyndum sem margar hveriar
hafa ekki birst áður. Teikn sá um
hönnun kápu en Prentsmiðjan Oddi
hf. prentaði. Verð kr. 2.490.
Sænginni yfir minni
eftir Guðrúnu Helgadóttur
Iðunn hefur gefið út nýja bamahók
eftir Guðrúnu Helgadóttur og er það
ellefta bók höfundar. Nefnist hún
Sænginni yfir minni. Fyrr hafa komið
út í sama flokki bækumar Sitji guðs
englar og Saman í hring, en hver
þeirra segir sjálfstæða sögu, enda
þótt sögusvið og persónur séu hinar
sömu. Tilveran er skoðuð frá mis-
munandi sjónarhóli og hér í Sæng-
inni yfir minni kynnumst við vel
yngstu systurinni í stórum systkina-
hópi. Hún er kölluð Abba hin - og
hún íætur sig sífellt dreyma um hetri
heim; ef raunveruleikinn er grár
skreytir hún hann fagurlega með
hugarflugi sínu. Sigrún Eldjám
myndskreyttibókina. Verðkr. 1.188.
œnqmm
m
mtnm
Menning______________dv
Eins og venjulega
Kristján Jóhann Jónsson.
Undir húfu tollarans.
(Skáldsaga, 195 bls.)
Iðunn 1987.
Saga Kristjáns Jóhanns snýst að
vemlegu leyti um tilvistarvanda
háskólamenntaðra karlmanna á
ofanverðum fertugsaldri sem hafa
snúið sér að kennslu í menntaskóla
þvert ofan í glæst áform æskuára
um skjótan og mikinn frama í
heimi fræða og vísinda. Þessir karl-
menn em orðnir drykkfelldir og
hættir að sofa hjá konunum sínum
en reyna í staðinn að lyfta sér upp
með yngri dömum sem verða á
vegi þeirra í fjölskylduboðum og
búa einar í fallegum, kvenlegum
íbúðum. Að vísu er ekki nema ein
persóna í bókinni sem svona er
ástatt um en sífelldar tilvísanir til
þess að allt sem gerist sé eins og
venjulega gefa lesanda ástæðu til
að ætla að sögupersónur eigi að
hafa almenna skírskotun til hins
dæmigerða manns í firrtu og kapí-
talisku stórborgarsamfélagi nú-
tímans.
En sagan fjallar um fleiri vanda-
mál en þetta og eiginlega em þar
samankomin flest svið mannlegs
lífs sem eitthvað kveður að á vor-
um dögum: Fólk í borg og þorpum,
sumt með rætur í sveit, langskóla-
gengiö fólk og ófaglært verkafólk,
iðnaðarmenn og verktakar, sjó-
menn og fiskverkunarkonur, skáld
og húsmæður, skrifstofufólk og
forstjórar, íhaldsungmenni og rót-
tæklingar, fyllibyttur og aumingj-
ar.
Lífshlaupið í sjónhendingu
Hér er m.ö.o. sópað saman ólík-
um stéttum og þær tengdar traust-
um fjölskylduböndum til þess að
auöveldara sé að raða sögum þeirra
og vandamálum saman. Vandamál
aldraðra og leigjenda eru spyrt
saman í eitt og leyst með samhjálp
fjölskyldunnar; arðrán og andleg
kúgun útgerðarauðvaldsins í smá-
þorpi suður með sjó fær á baukinn
í tengslum við togarasölu sem
verkafólkið ber ekki gæfu til að
sameinast gegn; barnaþrælkun á
dráttarvélum til sveita og slysa-
hætta sem slíkri vinnu fylgir er
tekin fyrir; glæframennska í fjár-
málum og faktúrufólsunarfélagið
koma við sögu; fyrrverandi rauð-
sokkur standa ráðþrota frammi
fyrir hversdagslegu tilfinninga-
sambandi við venjulega karlmenn
en mjúkar, mildar konur, sem eru
faUegar við uppvaskið, leysa og
skilja vandann; siðleysi lögregl-
unnar er sýnt í nýju og óvenjulegu
ljósi; svik og prettir bílaviðgerða-
manna verða tílefni til dárskapar -
og yfir öllu saman vofir áfengið og
sá hæfileiki sem það veitir persón-
unum til að meta stöðuna í eigin'
lífi, hvort sem það er á meðan vím-
an er hvað mest eða á eftir þegar
timburmennimir geysast „sagandi
og neglandi frá enninu og aftur í
hnakka“ (53). Það er eins og ein-
mitt þá eigi fólk svo auðvelt með
að sjá lífshlaupið fyrir sér í einni
sjónhending.
Fólk á villigötum
Okkur er sýnt inn í prívatheim
karlanna þar sem þeir fá sér
brennivín, segja brandara, fara í
sjómann og vilja fara á ball að ná
sér í píur - og til mótvægis fáum
við að líta inn í kvennapartí þar
sem nokkrar starfssystur láta
ýmislegt vaða eftir upphitun um
matamppskriftir og húsráð.
Hér er því af nógu að taka fyrir
þá sem kæra sig ekki um að skáld-
in tapi sér á ímyndunarflugi um
leynihólf hugans. Hér er samfélag-
ið eins og það leggur sig skorið upp
og meinsemdir þess dregnar fram.
Og fólkið er á vilhgötum. Fram
eftir öllum aldri dregur það á eftir
sér gamla og úrelta drauma úr
æsku sinni um eitthvað sem það
langaði til að verða þá. Það hefur
aldrei sest niður og endurskoðað
tilvemna svo að eitthvert gagn sé
að. Þegar stórógæfa dynur á íjöl-
skyldunni em spihn stokkuð að
nýju og fólkið kemur niður á jörð-
ina. Það sér að undirstaða tilver-
unnar er einfaldlega sú að vinna
heiðarléga vinnu og skila góðu
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
dagsverki þar sem hver gerir eftir
því sem guö og genin leyfa. Fólk
þarf bara þak yfir höfuðið og tíma
til að ala bömin sín upp.
Til að sanna þessa ágætu kenn-
ingu er öllum mannskapnum
mokað í verkamannavinnu þar
sem fjörið blömstrar í kaffitímum
og rykug og leiðaþrúguð skólastof-
an er endanlega send út úr lífi
kennarans okkar sem umbreytist á
einu sumri úr þeim vandræðaná-
unga, sem lýst var í upphafi, í
stöndugan forstjóra í einbýhshúsi
með karakterstyrk til að neita sér
Kristján Jóhann Jónsson.
um að klípa ungu mágkonuna.
Sumarvinnan hefur gert hann
frjálsan. Hann sem sat um vorið í
fermingarveislu dóttur sinnar og
drakk brennivín á klósettinu flytur
nú innblásna ræðu um nýja húsið:
. ,það er kastalinn þar-sem við
verjum konur okkar og böm, það
er fánastöngin sem rís í fararbroddi
og boðar nýja sókn og nýja sigra.“
(192).
Lausir þræðir
Þegar söguþræðimir era jafn-
margir og hér er ekki nema von
að sumir þeirra endi ófrágengnir
þegar dregur að sögulokum. Sumar
persónur ganga jafnvel út úr sög-
unni með þeim hætti að ekki er
Ijóst til hvers þær komu inn. Má
þó vera að hér skorti mig leynilög-
regluhæfileika. Á kápu er nefnilega
mynd af tohverði og rauðum bíl í
rökkri. Þessi mynd, ásamt tith bók-
arinnar, kveikti falsvonir um að ég
væri að byija á glæpareyfara um
smygl ög samsæri og að undir húfu
tollarans væri eitrið fahð. En þetta
var tómt ragl í mér því að svo virð-
ist sem sjálf sagan eða hluti hennar
gerist undir húfu toharans, þ.e. í
hugskoti hans. Frá þessum tohara
er sagt í fjórum stuttum, sémúmer-
uðum og skáletraðum köflum: í
upphafi bókar, á eftir 6. og 12. kafla,
og í síðasta kaflanum á eftir 17.
kafla.
Mhlikaflarnir kljúfa frásögnina í
þrjá hluta, tvisvar sinnum sex
kafla og einu sinni fimm kafla.
Óreglan sem þama kemur fram
kveikir grunsemdir um að sá eini
kafli sem upp á vantar tákni að
eitthvað sé ósagt. Og það hlýtur að
vera í sambandi við glæpamál og
mannshvarf sem valda straum-
hvörfum í sögunni án þess þó að
vera í forgranni hennar.
Stirð og daufleg
Ef einhverium tekst að raða sam-
an lögreglurannsókn glæpamáls-
ins og skáletursköflunum um
tollarann er sá sami búinn að leysa
þá gátu af hverju bókin htur svona
reyfaralega út. En gátan er flókin
því að ahar vísbendingar eru vand-
lega faldar. Um þessi mál er þó
ekki rétt að fjölyrða í ritdómii því
að þá verður fátt eftir fyrir lesand-
ann að ghma við.
Undir húfu tollarans miðar á að
rúma aht samfélagið, sýna. marg-
brotnar hliðar þess og flétta saman
örlagasögu ólíkra persóna. Þetta
tekst. En vegna þess hvað sagan
er margbrotin og fjölbreytt er ekki
hægt að segja nema htið um hveija
persónu, svo htið að bókin nær
aldrei að lyfta sér upp úr því al-
menna og venjulega. Alls staðar er
dregin upp dæmigerð mynd af dæ-
migerðu fólki og það gert að
dæmigerðum fuhtrúum fyrir þann
þjóðfélagshóp sem það tilheyrir.
Persónusköpun af þessu tagi er
dæmd til að verða stirð og daufleg
enda þótt hún sé fræðandi um
ástand mála í hinum dreifðu lögum
mannfélagsins. GS