Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 21 dv _______________Nýjar bækur IflffUD UDVfffl DfKifl titsiwin swn ra Leitin liðirína daga, hestamenn segja frá Hestabók í stóru og vönduðu broti með úrvals frásögnum af hestum og mönnum, skrifuðum af þekktum hestamönnum. Margar þessara sagna eru úr tímaritinu Hesturinn okkar. Albert Jóhannsson hefur safnað þessum frásögnum saman í eina bók. Hildur gaf út. Verð kr. 2.500. Mannamunur, eftir Jón Mýrdal Saga þessi er ein af fyrstu íslensku skáldsögunum meðan íslenska skáldsagan var enn á bernskuskeiði. Þessi 100 ára saga lýsir forfeðrum okkar á sinn sérstaka hátt þar sem gott og illt berjast um völdin. Hún var mjög vinsæl og langt fram á þessa öld hefir mátt heyra fólk bera sér í munn tilsvör úr henni. Hildur gaf út. Verð kr. 2.200. Ib. H. Cavling: Læknaritarinn Danski rithöfundurinn Ib. H. Cavl- ing, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, skrifaði fjölda bóka sem notið hafa mikilla vinsælda, bæði í heima- landi hans og einnig hér. Hann er meðal þeirra rithöfunda sem hvað lengst hafa notið stöðugra vinsælda hér á landi og er þessi bók 28. titillinn sem þýddur er á íslensku af bókum hans. Hildur gaf út. Verð kr. 1.288. Margit Ravn: Aðeins af ást Þetta er 23. og síðasta bókin í end- urútgáfu á bókum Margit Ravn. Bækur þessarar norsku skáldkonu nutu feikilegra vinsælda þegar þær komu fyrst út. Aðalpersónan er ung stúlka sem fellur fyrir þeirri freist- ingu sem afborgunarkaup bjóöa upp á. Hún rekur sig þó á að þar eins og annars staöar kemur að skuldadög- unum. Hildur gaf út. Verð kr. 994. fólkið sem í landinu bjó á landnáms- öld og á tímum þjóðveldisins. Þær sögur sem Magnús rekur eru órjúf- anlega tengdar okkur sjálfum og landinu sem við byggjum. Jafnframt því sem Magnús Magn- ússon rekur í rituðu máli sögu lands og þjóðar er þessi saga sett fram í myndum. í bókinni eru um 170 myndir, flestar í litum, af sögustöð- um, fomminjum, handritum og fleiru. Bókin er 180 síður í stóru broti. Bókin kostar kr. 5.960 með söluskatti. Brimöldur Bókaforlag Máls og menningar hef- ur gefið út bókina Bnmöldur sem er frásögn Haralds Ólafssonar sjó- manns. Á fyrstu áratugum þessarar aldar yfirgáfu margir átthaga sína og héldu til úgerðarbæjanna í von um atvinnu og bætt kjör. Einn þessara var Har- aldur Ólafsson sem var til sjós um nærri sex áratuga skeið á árunum milli 1920 og 1980, fyrst á árabátum, svo á skútum og síðar á togurum, lengst af á Baldri og HelgafelU. í Brimöldum rekur Haraldur sögu sína sem auk þess að vera ævisaga er heimild um atvinnulíf og sjávarút- veg og kjör sjómanna á kreppu- og stríðstímum. Jón Guðnason sagn- fræöingur skráði frásögn Haralds. Fjöldi mynda er í bókinni sem er 252 bls. að stærð. yerð kr. 2.390. Skrifað í skýin III Nú í vikunni kemur í bókabúðir þriðja og síðasta bindið af minninga- þáttum Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra, skrifað í skýin. Bókin, sem er gefm út af Snæljósi sf. og prentuð í Odda, er prýdd fjölda mynda, þ.á m. litmynda. Þessi síðasta bók höf- undar spannar tímabilið allt frá árum sjóflugsins og þar til hann lét af störfum í stjórnklefanum, aldurs vegna, haustið 1980. Snæljós sf. hefir síma 666929 í Mos- fellsbæ. Verð kr. 2.125. Eg . að . morgm Ég græt að morgni, ævisaga Lilian Roth Þessi vel skrifaða og sanna ævisaga Ustakonu lýsir því ljósUfandi hve djúpt er hægt að sökkva í alkóhól- isma og eiturlyf og hvernig hægt er, með vilja og hjálp AA-samtakanna, að koma sér til nýs lífs og til að hjájpa öðrum. Saga þessi hefir alltaf verið mikið lesin, sérstaklega af þeim sem komist hafa í snertingu við þetta mikla böl. Þetta má einnig sjá á því að þetta er þriðja útgáfa bókarinnar - nú í kilju- formi. Hildur gaf út. Verð kr. 994. Landið, sagan og sögurnar - fyrstu aldir Islandsbyggðar í nýju ljósi Höfundur: Magnús Magnússon Vaka-Helgafell gefur í dag út nýja og glæsilega bók Magnúsar Magnús- sonar, Landið, sagan og sögurnar. Texti bókarinnar er alhliða frásögn af fyrstu öldum íslandsbyggðar, skemmtileg og fræðandi í senn, sem sýnir fortíð okkar og þjóðararf í nýju ljósi. Markmiðið með úgáfunni er að bókin verði eins konar lykill aö for- tíð þjóðarinnar. Magnús dregur upp hrífandi myndir af landi og þjóð, af hetjum íslendingasagnanna og þeim mönnum sem festu þær sögur og önnur fornrit á bókfell, af biskupum og heiðnum höfðingjum, guðum, konungum, seiðskröttum og þræl- um, af djúpvitrum spekingum, kvenskörungum og ógæfumönnum. Hann sýnir hvernig hið hijóstuga landslag geytnir enn minninguna um Fjölskyldusöngvar Um þessar mundir kemur fyrir al- menningssjónir safn fimmtán söng- laga er bera heitið „Fjölskyldusöngv- ar“. Útgefandi er Steinn Stefánsson, fyrrum skólastjóri á Seyðisfirði og organleikari við Seyðisfjarðarkirkju. Árið 1976 gaf Seyðisfjarðarsöfnuður út „Tólf sönglög" eftir Stein. Sá er munur Fjjölskyldusöngva og fyrri bókarinnar að að þessu sinni er meginhluti sönglaganna saminn af Arnþrúði Ingólfsdóttur, eiginkonu Steins Stefánssonar, en hún andaðist árið 1964. Fjölskyldusöngvar eru prentaðir af Litbrá hf. og annaðist Rafn Hafnfjörö allan frágang bókarinnar af mikilli smekkvísi. Verð kr. 285. Tungumálfuglanna „Tómas Davíðsson11 (dulnefni) Bókaforlagið Svart á hvítu sendir nú frá sér bókina Tungumál fuglanna. Sagan er sögð í fyrstu persónu, af Tómasi sjálfum sem er ritstjóri á blaðinu Helgartíðindi. Honum berast nafnlaus bréf sem eiga eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Tveir for- sætisráðherrar verða að víkja. Tungumál fuglanna er skáldsaga um fólk, ekki lykilróman heldur skáld- verk í sakamálastíl um fólk í stjórn- málum, viðskiptum og fjölmiðlun. Sakamálasagan fjallar ekki um blóðsúthellingar heldur um pólitisk morð, mannorðsmeiðingar, baráttu um völd, frægð og peninga - um mannlegt eðli, um græðgi. Verö kr. 2.190. _______________Fréttir Vegaáætlun fyrir höfuð- borgarsvæði „Á sama tima og mestöll lands- byggðin getur fagnað betri vegum hefur sigiö á ógæfuhliðina á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Bened- ikt Bogason, varaþingmaður Borgaraflokksins, í greinargerð meö þingsályktunartillögu sem hann hefur lagt fram um gerð framkvæmdaáætlunar um þjóð- vegi á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir þingmenn flokksins í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi standa að tillögunni með honum. Benedikt leggur til að fimm ára áætlun veröi gerö um stofnbraut- ir og þjóðvegi í þéttbýli á höfuð- borgarsvæðinu í samráöi við sveitarfélögin þar. Jafnframt verði gerðar ákveðnar tillögur um fjármögnun framkværad- anna. Á árinu 1988 verði varið 360 milljónum króna f þetta verkefni. Benedikt segir aö engum dyljist að umferöarkerfi höfuðborgar- svæðisins sé sprungið. Mikil aukning umferöar á síðustu árum hafi leitt til þess að um- ferðaræðar stíflist á annatímum, ferðatíminn lengist, óæskileg umferð um safngötur og húsagöt- ur aukist, umferðaröryggi þverri og slysum fjölgi. -KMU Prentvilla í frumvarpi „Það var prent\úlla í frum- varpinu eins og það var lagt fram,“ sagði Olafur Ólafsson landlæknir um frumvarp það til læknalaga sem lagt var fram á síöasta þingi en dagaði þar uppi. Frumvarpiö hefur nú veriö end- urflutt. Ólafur Ólafsson, sem var form- aður nefndar sem samdi frum- varpiö, segir að það hafl verið prentvilla í fyrra frumvarpinu þar sem sagt var lækningaleyfi félli niður viö 75 ára aldur. Þaö hafl ekki verið í upphaflegri gerð frumvarpsins og aldrei verið til umræöu að lækningaleyfiö félli niöur enda ekki hægt Þetta ákvæöi i frumvarpinu olli nokkrum skriftim í Læknablaðið. Er ekki ólíklegt að þaö hafi átt einhvern þátt í því aö frumvarpið kqmst ekki í gegnum þingiö. í frumvarpinu nú er gert ráð fyrir að lækni sé ekki heirailt að reka lækningastofu eftir 75 ára aldur nema með sérstakri undan- þágu til eins árs í senn. -KMU Vinna með námi verði könnuð „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra aö láta kanna hvemig háttað er vinnu framhaldsskólanema meðfram námi,“ segfr' í þingsályktunartil- lögu sem sjö þingmenn úr öllum flokkum, undir forystu Kristínar Halldórsdóttur, Kvennahsta, flytja. Þingmennimir vilja aö kannað- ir verði þessir þættir: Fjöldi vinnustunda á viku, hvenær sól- arhrings störfln em unnin, kjör og réttindi námsmanna í launa- vinnu og ástæður þess að nemar vinna launuö störf meö námi. „Það er verulegt umhugsunar- og áhyggjuefhi að svo virðist sem launavinna framhaldsskólanema færist sífellt í vöxt,“ segja flutn- ingsmenn i greinargerð. Telja þeir þessa vinnu vemlega ógnun viö þau markmiö framhaldsskól- anna að skila hæfum og vel menntuöum einstakhngum út í þjóðfélagiö og til enn meira náms. -KMU Viðtalið Kristín Lilja Steinsen. íslenskur fjármagns- markaður að breytast í kjölfar þess að Útvegsbankan- um var breytt í hlutafélag þann 1. maí í vor var bankastjórum fækkað úr þremur í einn. Þeirra í staö voru ráðnir tveir fulltrúar bankastjóra og annar þeirra er Kristín Lilja Steinsen, þrítugur Garðbæingur. „Mitt verksvið innan bankans er á fjármálasviðinu og vinn ég einkum við að skipuleggja nýja þjónustu og fylgjast með þeirri þjónustu sem bankinn býður hverju sinni,“ segir Kristín Lilja. Hún útskrifaðist úr viðskipta- fræði við Háskóla íslands árið 1982. Á námsárum sínum í Há- skólanum starfaði Kristín Lilja fyrir AIESEC skiptinemasamtök viðskipta- og hagfræðinema. Hún var skiptistjóri hér á landi fyrir samtökin í eitt ár og sá um að finna vinnu fyrir íslenska stúd- enta á erlendri grund og eins að taka á móti erlendum stúdentum sem komu til að vinna hér á landi. Sjálf fór hún á vegum samtak- anna til Amsterdam og starfaði þar í þrjá mánuði hjá IBM tölvu- fyrirtækinu. Að loknu námi hóf Kristín Lilja störf hjá verðbréfadeild Kaup- þings og starfaði þar næstu tvö árin, seinna árið var hún raunar annar tveggja framkvæmda- stjóra Kaupþings. „En þá ákvað ég að halda utan til framhalds- náms í London Business School og þaðan lauk ég MBA prófi árið 1986. Þá réð ég mig til starfa hjá Morgan-Stanley bankanum í New York og vann þar í eitt ár. Það var mjög skemmtilegt að kynnast því hvernig erlendir fjár- festingarbankar vinna og hvern- ig smásala og heildsala á peningum fer fram á svo risav- öxnum fjárfestingarmarkaði. Ég staifaði við heildsölu á pen- ingum og var að bjóða verðbréfa- sjóðum og öðrum stórum viðskiptavinum skuldabréfs til kaups. Þetta var mjög góð reynsla en mig langaði ekki til að setjast að erlendis til frambúðar, enda ærin verkefni á íslenskum pen- ingamarkaði sem er að breytast mikið um þessar mundir og verða líkari því sem gerist erlendis." - Er starf fulltrúa bankastjóra ekki erilsamt? „Því er ekki að neita að vinnu- dagurinn er oft langur.'Það gefst því lítill tími til tómstundastarfa en ég spila badminton og eins reyni ég að bregða mér á skíði öðru hvoru, en engin tækifæri hafa gefist til þess í vetur sökum snjóleysis. Mér finnst einnig gaman að fara á málverkasýning- ar og hl„„ta á tónlist. Það er mikill hugur í okkur sem störfum við bankann og hér er góður vinnuandi," sagði Kristín Lilja að lokum. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.