Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Síða 23
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987,
23
Hjálparsveitarmennirnir voru vígalega búnir til að berjast við jökulinn.
Texti:
Jóna Björk
Guðnadóttir
Hópurinn hafði á stefnuskránni að
komast hátt upp á jökulinn. Margir
höfðu áhuga á að komast að flugvél-
arflaki eða réttara sagt braki úr
flugvél sem skriðjökullinn er nú að
bera fram ásamt ís, sandi og drullu.
Brakið mun vera úr bandarískri
flugvél sem fórst á Eyjafjallajökli í
seinni heimsstyrjöldinni. Ekkert
varð úr þessum áformum vegna veð-
urs. í stað þess héldu menn að mestu
kyrru fyrir þar sem skjól myndaðist
og einbeittu sér að því að klífa snar-
bratta ísveggina.
Þegar dagur var að kvöldi kominn
hélt sveitin niður af jöklinum. Ferðin
niður var ekki eins auðsótt og hún
hafði verið um morguninn þegar
haldið var upp eftir þvi rigningin og
leysingavatnið hafði safnast saman í
straumharða læki sem gerðu leiðina
torsótta. En allir komust klakklaust
niður að bílunum. Hópurinn var orð-
inn blautur, kaldur og þreyttur.
Útséð var um að hægt yrði að tjalda
aftur eða að fá inni í húsi og var því
ákveöið að halda í bæinn. Hjálpar-
sveitarmennimir voru ekki ánægðir
með þessi endalok en ekki þýðir að
deila við máttarvöldin í æfmgaferð-
um frekar en þegar alvaran er með
í spilinu.
-JBj
Gigjökull er skriðjökull út úr Eyjafjallajökli og liggur niður i Þórsmörk. Eins og sjá má á myndinni er vfirborð
jökulsins mjög úfið en það er þó sibreytilegt vegna skriðsins.
Festingum komið fyrir svo að þeir sem næstir koma geti farið tryggðir upp
vegginn.
Hjálparsveit skáta í Hafharfirði:
Ein elsta
björgunarsveit
landsins
Hjálparsveit skáta í Hafnaríirði er
ein af aðildarsveitum Landssam-
bands hjálparsveita skáta en þær eru
um 20 talsins, víðs vegar um landið.
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði er
ein af elstu hjálparsveitum landsins,
stofnuð árið 1951. Um 250 manns eru
á meölimaskrá sveitarinnar en 54 eru
á útkallslista hennar. Þess má geta
að sveitin er eina hjálparsveitin á
landinu sem hefur sporhunda á sín-
um snærum og eru það einu spor-
hundarnir sinnar tegundar í
landinu. Þetta eru hreinræktaðir
blóðhundar og geta þeir rakið
margra kílómetra langa slóð sem
orðin er nokkurra daga gömul. Einn
maöur, Snorri Magnússon, sér alfar-
iö um umhirðu og þjálfun hundanna.
Mikil þörf er fyrir sporhundana og
voru t.d. á síðasta ári 40 útköll þar
sem þeir voru notaðir en árið áður
fóru þeir í 52 leitir eða aö meðaltah
eitt útkall á viku. Það er þó óvenjuhá
útkallatíðni.
Starf hjálparsveitarinnar er mun
víðtækara en hægt er að gera grein
fyrir hér. Þess má þó geta að auk
fjallabjörgunarflokksins er starfandi
köfunarsveit. Mikill kostnaöur er viö
að reka heila björgunarsveit þar sem
mikill tækjabúnaður er nauðsynleg-
ur auk þess sem íjármagn þarf til
reksturs húsnæðis og eðlilegs við-
halds. Félagarnir vinna því að fjár-
öflun í sjálfboðavinnu samhliða
öðrum störfum. Helsta fjáröflunar-
leiðin er jólatréssala fyrir hver jól
en auk þess gefur sveitin út almanak
á hverju ári. -JBj
VERÐUR HALDIÐ í BROADWAY
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ
3. DES. OG HEFST KL. 20.30.
ÓKEYPIS AÐGANGUR Mörg skemmtiatriði og uppákomur.