Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Síða 25
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
25
Iþróttir
Stærsta tap Islands
gegn Júggum í 16 ár
- Jugoslavía sigraði ísland, 17-24, í fyrsta leiknum á Lotto-motinu í Noregi
Islenska landsliðið 1 handknattleik fékk
harkalega meðferð er það mætti heims-
meistaraliði Júgóslava í fyrsta leiknum á
Lotto-mótinu í Noregi í gærkvöldi. Heims-
meistararnir sigruðu, 17-24, eftir að jafnt
hafði verið á með liðunum í íeikhléi. 10-10.
Júgóslavar unnu því slðari hálfleikinn
með 14 mörkum gegn 7. Urslitin í leiknum
í gærkvöldi eru verri en búist var við þrátt
fyrir að 1 íslenska liðið vantaði þá Kristján
Arason, Alfreð Gíslason og Biarna Guð-
mundsson. Þetta er stærsta tap Islands
gegn Júgóslövum í handknattleik í heil 16
ar og þriðji stærsti ósigur okkar manna
gegn Jugóslövum frá upphafi.
H
i
I
Fyrri hálfleikurinn í gærkvöldi var
vel leikinn hjá íslenska liðinu og
lengstum hafði ísland forystu. Jafnt
var á öllum tölum í hálfleiknum.
Páll Ólafsson skoraði fyrsta markið
en Júggar jöfnuðu og komust yfir,
1-2. Sigurður Sveinsson jafnaði,
Guðmundur kom íslandi í 3-2. Júgg-
ar jöfnuðu aftur en tvívegis komst
íslenska liðið yfir með mörkum frá
Páh Ólafssyni. Jafnt var síðan, 9-9,
en þá fiskaöi Valdimar Grímsson
vítakast sem júgóslavneski mark-
vörðurinn varði frá Sigurði Gunn-
arssyni. Heimsmeistararnir komust
síðan yfir, 9-10, einum færri en Páll
jafnaði fyrir leikhlé með marki úr
vítakasti.
Allt fjandans til ísíðari hálfleik
Síðari hálfleikurinn var mjög dap-
ur hjá íslenska liðinu og óþarfi að
hafa mörg orð um hann. íslenska lið-
ið skoraði aðeins eitt mark á fyrstu
tíu mínútunum og Júggar breyttu
stööunni úr 11-11 í 16-11 á átta mín-
útum. Þar með voru úrslitin ráðin.
Okkar menn náðu að vísu að minnka
muninn í 15—17 en meira var það
ekki. Lokatölur 17-24.
iriSif'Lri
AIIKKI ioum a
m II
14 aauoarærum - sagði Elnar Þorvarðarson
„Júgóslavneska liðið var ágætt b<imik ÁHftr MathioaAn
þeir sem gerðu út um þennan leik Fyrirliði islenska landsliðsins.
Þorvarðarson landsliðsmark- aldrei á strik í leiknum í gær-
vörður í samtali við DV eflir kvöldi og lék lítið meö. Hann
leiKinn gegn jugosiovum í gær- kvöldi. naioi peua ao segja eiur íeiKinn í gærkvöldi: „Við erum ákveðnir
,, V1Ö KllKKUUUIIl 1 14 bKlpll Ul dauöafærum þegar einungis markvörðurinn var eftir. Það gef- i pvi au syiici uivtvai iutia aiium i leikjunum gegn Júgóslövunum í leikjunum heima í næstu viku og
ur því augaleið að ef við hefðum náð að nýta dauðafærin þá hefð- um við farið langleiðina með að hefna fyrir tapið. Annars er lítið hægt að segja eftir þessi úrslit. Við tökum okkur á og reynum
sigra í þessum leik,“ sagði Einar ennfremur. að gera betur í næstu leikjum.“ -SK
Eni Norðmennimir með
mikilmennskubrjálæði?
- Holland vann Noreg
Niðurrööunin hjá norska hand-
knattleikssambandinu á Lotto-mót-
inu hefur vakið mikla athygli en
Norðmenn eiga að mæta Júgóslövum
í síðasta leik mótsins og þar með álíta
Norðmenn það vera úrslitaleik móts-
ins. Margir vilja meina að Norðmenn
séu hreinlega komnir með mikil-
mennskubrjálæði og álíti sig mun
betri í handboltanum en þeir í raun
og veru eru.
og Sviss burstaði Israel
• Á Lotto-mótinu í gærkvöldi töp-
uðu Norðmenn fyrir Hollendingum,
21-23, og ef til vill hefur þessi ósigur
fengið Norðmenn til að íhuga stöðu
sína. Einn annar leikur var á aag-
skrá í gærkvöldi, Sviss tók landslið
ísraels í kennslustund, lokatölur
urðu 26-13. í dag leika ísland og ísra-
el, Júgóslavía og Holland og Norð-
menn leika gegn Sviss.
* -SK
Eins og áður sagði vantaði þrjá af
fastamönnum íslenska liðsins, þá
Kristján Alfreð og Bjarna, og munar
um minna. Þá lék Karl Þráinsson
ekki með vegna meiðsla. Ekki verður
horft framhjá því að í lið Júgóslava
vantaði einnig leikmenn. Þeir
Vujovic, Isakovic og Rnic léku ekki
með. Staðreyndin er hins vegar sú
að íjarvera lykilmanna kemur verr
við laridslið okkar en flestra annarra
toppþjóða í handknattleiknum og
það kom glögglega í ljós í gærkvöldi.
Rosaleg markvarsla
Markverðir júgóslavneska hðsins
voru langbestu menn Júgóslava í
gærkvöldi en samtals vörðu þeir um
19 skot. Leikmenn okkar fundu ekki
réttu leiðina framhjá þeim, tvö víta-
köst fóru forgörðum og mörg dauða-
færi voru ekki nýtt. Samtals munu
íslensku leikmennirnir'hafa misnot-
að 14 dauðafæri, þegar aðeins var
eftir að glíma við markvörö Júgó-
slava. Þessi þrjú atriði, ásamt fjar-
veru þremenninganna, orsökuðu
fyrst og fremst- stóran ósigur í gær-
'kvöldi. Raunar má einnig nefna
„fjarveru" Þorgils Óttars Mathiesen
en hann náði sér engan veginn á strik
í leiknum og var lítið með. Vonandi
tekur íslenska liðið sig á og vissulega
væri það stórgóð frammistaða að
vinna sigur í þeim fjórum leikjum
sem eftir eru á mótinu.
Mörk íslands: Páll Ólafsson 4/1, Geir
Sveinsson 2, Valdimar Grímsson 2,
Sigurður Sveinsson 2, Guðmundur
' Guðmundsson 2, Atli Hilmarsson 2,
Sigurður Gunnarsson 2, og Jakob
Sigurðsson 1. Einar Þorvarðarson
varði 8 skot í leiknum.
• Norsku dómararnir Olsen og
Walstad vísuðu Júgóslövum út af í 6
mínútur en í slendingum í 2 mínútur.
-SK
• Páll Ólafsson sést hér sækja að vörn Júgóslava i gærkvöldi og liklega
er hann að reyna að vippa knettinum í vinstra hornið á Guðmund Guð-
mundsson eða Jakob Sigurðsson. Simamynd/Verdens Gang
Við eigum allt sem veiðimanninn vantar II Jkm, £ ma
Veiðivesti..............trá kr. 1.790,- lllvg
Veiðipeysur.............frá kr. 1.990,- IW W VcJ'
Veiðijakkar..............frá kr. 5.250,- *
Veiðihjól.................frákr.970,- l#| IMJ!
Veiðistangir............frá kr. 790,- 1
Vöðlur..................frá kr. 2.930,- IBjl
Veiðitöskur.............frá kr. 790,- 0 ’
Flugubox................frá kr. 150,-
Sjónaukar...............frá kr. 2.990,-
og margt margt fleira.
■■■■■■■■■■■■■HnBHHHiVersluniry ^
AllUr útbúnaður fyrir VClólVl
Langholtsvegi 111
Veiðibúnaður fyrir kröfuharða veiðimenn. g 687090