Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Smáauglýsingar Fréttir ■ BOar tíl sölu Renault II GTS '84 til sölu, ekinn 24 þús., spoiler allan hringinn, álfelgur, topplúga, gardínur, útvarp + segulb., 190W hátalarar, spoiler á afturrúðurn, sumar/vetrardekk, tvöfalt þjófavarn- arkerfi, mjög góður og vel með farinn bíll. Bílasöluverð 550 þús., tilboð ósk- ast, selst ódýrt ef samið er strax, einnig Renault Trafic '83, ekinn 68 þús., kassettut., sumar/vetrardekk. S. 21118 eða 687282 næstu daga. ■ Ýmislegt KOMDU HENNI/HONUM ÞÆGILEGA Á ÓVART. Áttu i erfiðleikum með kynlíf þitt, ertu óhamingjusamur(söm) í hjóna- bandi, leið(ur) á tilbreytingarleysinu eða haldin(n) andlegri vanlíðan og streitu? Leitaðu þá til okkar, við eig- um ráð við því. Full búð af hjálpar- tækjum ástarlífsins í mörgum teg. við allra hæfi, einnig sexí nær- og nátt- fatnaður í úrvali. Ath., ómerktar póstkröfur. Vertu ófeimin(n) að koma á staðinn. Opið frá 10-18 mán.-fös. og 10-16 laug. Erum í Veltusundi 3, 3. hæð (v/Hallærisplan), 101 Rvk, sími 29559 - 14448. ■ Þjónusta Falleg gólf! HREINGERNINGA ÞJÓNUSTAN SSS&r9 IMOaH ,1______________________________ Siípum, lökkum, húðum, vinnum park- et, viðargólf, kork, dúka, marmara, flísagólf o.íl. Hreingerningar, kísil- hreinsun, rykhreinsun, sóthreinsun, teppahreinsun, húsgagnahreinsun. Fullkomin tæki. Vönduð vinna. För- um hvert á land sem er. Þorsteinn Geirsson verktaki, sími 614207, farsími 985-24610. Urval HITTIR "T77W! .WA\ W7^r' NAGLANN Á HAUSINN Jónas Bjamason, framkvæmdastjóri FÍB, um innflutning Hsöltuðu“ bílanna: Vafasamt að gera ísland að ruslakistu „Okkur finnst það mjög vafasamt athæfi að gera ísland að einhverri ruslakistu á þessu sviði,“ sagði Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri Fé- lags ísl. bifreiðaeigenda, í samtali við DV, þegar hann var spurður álits á innflutningi Heklu hf. á bílum sem lentu í saltvatnsbaði í Drammen í Noregi. Sagði Jónas að einn bílaframleið- andi, þó ekki Mitsubishi, hefði bannað sölu sinna bíla úr flóðinu. „Málið er það að Norðmennirnir kæra sig ekki um bílana og ekki held- ur aðrar Norðurlandaþjóðir, aðrar en íslendingar. Það er mjög óljóst um ástand þessara bíla og alls ekki ljóst hverjar afleiðingar sjóbaðsins verða,“ sagði Jónas. Jónas sagðist hafa áhyggjur af því hvernig að endursölu bílanna yrði staðið og þá gagnvart þriðja aðila sem ekki vissi um það að hér væri tjónbíll á ferö. Jónas sagði æskilegt ef hægt væri að auðkenna þessa bíla, sérstaklega í skráningarskírteini, þannig að þriðji aðili velktist ekki í vafa um það hvernig bíllinn væri til kominn. „Komi síðar upp galli í þess- um bílum sem rekja má til vatns- flóðsins er það jafnbótaskylt og í þeim tilfellum þegar galli kemur fram í tjónbílum senuseldir eru hér á landi,“ sagði Jónas Bjarnason. -ój Hekla hf. flytur inn tjónbíla frá Noregi: Á fjórða hundrað bílar úr saltbaði Bifreiðaumboðið Hekla hf. er að flytja til landsins frá Noregi 362 bíla af tegundinni Mitsubishi, en bílar þessir lentu í saltvatnsbaði í borginni Drammen þar í landi. Að mati trygg- ingafélaga í Noregi skemmdust bílarnir talsvert vegna þessa og vegna þess fæst 45% afsláttur af fob verði bílanna sem fluttir eru hingað til lands, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Sigfúsi Sigfússyni í Heklu í gær. Sigfús sagði að bílar þessir heföu verið seldir í Noregi ef tollar þar hefðu fengist niðurfelldir, en þar sem sú niðurfelling fékkst ekki heföu Heklu verið boðnir bílarnir. Sigfús sagði að umboðið hefði sent tvo menn til Noregs til að kanna gæði bílanna. „Okkar menn telja að það sé allt í lagi að kaupa bílana á þessu verði. Við höfum boðið starfsfólki okkar að kaupa bílana og þeir eru nú allir seld- ir. Bílarnir eru seldir með ábyrgð,“ sagði Sigfús. Sigfús sagði ennfremur að bílarnir, sem eru flestir af gerðunum Galant og Lancer, yrðu á lágu verði miðað við það sem þeir kosta ella. Sagði hann að bíll, sem kostaði 550 þúsund, myndi kosta liðlega 300 þúsund úr þessari sendingu. Sigfús sagði Heklu ekki mundu leita umsagnar Bifreiða- eftirlits um bílana enda væri þess ekki þörf. Bílarnir stæðust örygg- iskröfur. - -ój Skák Nítjánda einvígisskákin í Sevilla fór í bið: Jafhteflisleg staða þótt Karpov hafi peði meira - biðskákin verður tefld áfram í dag Viktor Kortsnoj taldi að heims- meistarinn Garrí Kasparov heföi leikið ónákvæmt í byrjun nítjándu einvígisskákarinnar í Sevilla en hrósaði honum fyrir útsjónarsemi eftir að skiptist upp á drottningum. Kasparov tókst að stýra erfiðri stöðu yfir í tvöfalt hróksendatafl. Er skákin fór í biö eftir fjörutíu leiki hafði Karpov fjögur peð gegn þremur Kasparovs. Kortsnoj hafði á orði að Karpov hefði ekki minnsta möguleika á sigri en bætti við: „Hann mun tefla lengi áfram á morgun.“ Spennan magnast með hverri skák í Sevilla. Ljúki biöskákinni með jafntefli verður staðan í ein- víginu 9'/j-9'/2 að fimm skákum óloknum. Búast má við aö Karpov sæki stíft í næstu skákum þar eð Kasparov heldur heimsmeistarat- itlinum á jöfnu. Skákin í gær var góð tilraun af hans hálfu en Ka- sparov var háll sem áll og allt bendir til þess að hann haldi sínum hlut. Byrjunarval þeirra i gær var ekki sérlega frumlegt. Kasparov fór í smiðju til Karpovs og beitti afbrigði af drottningarbragði sem kennt er við skákmeistarann Tartakover. Karpov tefldi nákvæmlega eins á mánudag og í fyrri einvígjum hafa þeir teflt þetta afbrigði fimm sinn- um. í „einvíginu endalausa" í Moskvu 1984 tefldu þeir þannig fjórum sinnum og ýmist með hvítt eöa svart. Það er því engin nýjung í samskiptum þeirra að annar api upp byrjun eftir hinum. í ellefta leik breytti Karpov út af taflmennsku mótherjans á mánu- dag. E.t.v. hefur Kasparov talið að hann hefði einungis breytta leikja- röð í huga. Svarleikur hans kom eftir skamma umhugsun en var gagnrýndur í skákskýringasaln- um. Viktor Kortsnoj var þar við stjórnvölinn, tilvonandi andstæð- ingur Jóhanns Hjartarsonar í áskorendakeppninni í Kanada í lok janúar á næsta ári. Kortsnoj taldi leik Kasparovs ónákvæman, enda fór svo að fyrr en varði var hann lentur í kröggum. Hann fórnaði peði til þess að rétta úr kútnum og eftir að Karpov bauð upp á drottn- ingakaup bætti heimsmeistarinn stöðuna með nokkrum hnitmiðuð- um leikjum. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð 1. Rf3 d5 Það er athyglisvert aö Kasparov Skák Jón L. Árnason skuli leggja kóngsindversku vörn- ina á hilluna, sem honum vegnaði vel með í 17. skákinni. Svo virðist sem hún hafi gegnt hlutverki ein- nota leynivopns. 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 0-0 6. e3 h6 7. Bh4 b6 8. Be2 b6 9. Bxfl6 BxfB 10. cxd5 exd5 11. 0-0 Nýbreytni frá því á mánudag (og í fyrri vopnaviðskiptum þeirra) er Kasparov lék 11. b4 og framhaldið varð 11. - c5 12. bxc5 bxc5 13. Hbl Bc6 og nú fyrst hrókaði Kasparov. Leikurinn 11. b4 miðar einmitt að því að draga úr áhrifum 11. - c5 og því kemur á óvart að Kasparov skuli ekki nota tækifærið. Viktor Kortsnoj var þeirrar skoðunar í skákskýringasalnum að næsti leik- ur hans væri ómarkviss. 11. - Rd7?! 12. b4 c5 13. bxc5 bxc5 14. Db3! Nú eru ný vandamál komin til sögunnar. Ekki gengur 14. - Bc6? vegna 15. Rxd5 og vinnur peð. Svartur á í nokkrum erfiðleikum. 14. - cxd4 15. Rxd4 Bxd416. exd4 Rb6 17. a4! Hb8 18. a5 18. - Rc4!? Kasparov kýs fremur að fórna peði og tefla vörnina virkt en verjast í lakari stöðu með 18. - Rd7. Þá mætti hvítur reyndar ekki hirða peðið með 19. Rxd5? vegna 19. - Dg5! og nú 20. Re3 Bxg2! eða 20. Bf3 Ba6 og vinnur skiptamun. 19. Bxc4 dxc4 20. Dxc4 Dd6 21. Dc5?! Svartur hefur nokkur færi fyrir peðið þar eö biskup hans er sterk- ur. Því er eðlilegt að Karpov bjóði drottningakaup en e.t.v. eru þau ekki nægilega vel grunduö. 21. - Dxc5 22. dxc5 Hbc8! 23. a6 Ba8 24. Rb5 Karpov fær a-peðiö í skiptum fyr- ir c-peðið en þetta afbrigði virðist ékki gefa nægar sigurvonir. Hins vegar hefði 24. Ha5 varla verið betra því að eftir 24. - Hfe8 er svart- ur reiðubúinn að sækja að c-peðinu með kóngshrókrium. 24. - Hxc5 25. Rxa7 Be4! Lykilleikurinn í vörninni. Ka- sparov nær að þvinga fram tvöfalt hróksendatafl og veikja peðastöðu hvíts í leiðinni. 26. f3 Ha8 27. fxe4 Hxa7 28. Ha4 Hc6 29. Hfal KfS 30. Kfí Ke7 31. Ke3 Ke6 32. Ha5 Hd6 33. Hla2 Hc6 34. h4 Hd6 35. Kf4 Hb6 36. H2a3 Hc6 37. He5 + Kf6 38. Hf5+ Ke6 39. Hfa5 Hb6 40. He5+ Kf6 Biðstaðan. Karpov (hvítt) lék bið- leik. Vandi hans er sá að hann verður að valda a-peðið með hrók- um sínum sem gera varla mikinn usla á meðan. Karpov er annálaður sérfræðingur í svo einfoldum stöö- um en þó er óhætt að spá jafntefli. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.