Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Side 33
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 33 Sandkom i>v Höfuöborgarbúar þurfa heldur betur aö fara aö gefa i ef fullnægja á óskum samgönguróöherra. Kröfuharður ráðherra Fyrirsagnir dagblaðanna eru oft skondnar og hægt að lesa ýmislegt út úr þeim sem höfundurinn ætlaði alls ekki að'segja ef hugarfar og hugs- anagangur lesandans er réttur. Timinn hefur verið drjúgur við framleiðslu slíkra athyghsverðra fyrir- sagna eftir síðustu breyting- amar sem gerðar voru á útliti blaðsins.ígærbirtistein . stórgóð fyrirsögn á baksíðu blaðsins: Höfuðborgarbúum fiölgaði um 26.000 - bílum þeirra um 40.000 frá 1970-86: SAMGÖNGURÁÐHERRA YILL 300 VIÐBÓTARMILU- ÓNIR. Er það furða þó blað- inu blöskri heimtufrekjan í ráðherranum. Er það ekki nóg að 26 þúsund manns flýi dreifbýlið og setj ist að í höf- uðborginni þó ekki sé farið .fram á að þeim íjölgi um 300 milljónir til viðbótar. Og sem sérstakur málsvari dreifbýl- isins sér Tíminn náttúrlega að slík þensla höfuðborgar- innar verður síst til að auka jafnvægi i byggð landsins. Og hvemig svo stórfelld mann- fjölgun getur heyrt undir samgönguráðuneytið er les- endum Tímans hulin ráðgáta nema flytja eigi þennan mannskap inn frá Kína eða öðrum löndum sem eiga í stökustu vandræðum með allt sitt fólk. Ein skýringin gæti verið sú að ráðherrann vilji alls ekki fjölga höfuð- borgarbúum svona snarlega heldur sé hann þarna að tala um bílaflotann. En hvað eiga þessar hundrað þúsund sálir, sem hírast í borg Davíðs, að gera við 300 milljón viðbótar- bíla? Það verður allavega fróðlegt að fylgj ast með fram- vinduþessaramála. Sjálfsgagn- rýni Sjálfsgagnrýni getur verið mjög athyghsverð og jafnvel skemmtileg og upphefur fremur þann sem hana stundar en hitt ef vel er að verki staöið. Maður sem stendur upp opinberlega og viðurkennir á fyndinn hátt að hann sé auli, klaufi eða illa gefmn fær yfirleitt flesta til að halda að þessu sé þver- öfugt farið. Undantekningin er þó ef um stj órnmálamann er að ræða en þá staðfesta þessar yfirlýsingar aðeins það sem fólk þóttist vita fyrir- fram. Benedikt Axelsson skrifar reglulega þætti í helg- arblað DV og nefnast þeir Háaloftið. Benedikt kemst oft skemmtilega að orði og er ófeiminn við að hæðast að sjálfum sér. Nýlega fjallaði hann um fyrirbæri sem hann kallaði nútímaviðtöl sem fjölluðu að mestum hluta um einkamál og kynlíf. Sagði hann að blaðaviðtöl sem impruðu á kynlífi og {j öllyndi viðmælandans seldu blöðin en kvaðst jafnviss um að shk viðtöl gætu varla verið þægi- legt lesefni fyrir maka og böm viðkomandi persónu. „Eða h vemig fyndist þér ef ég léti taka við mig viðtal þar sem ég viðraði allt mitt kyn- líf?“ sagðist Benedikt hafa spurt konuna sína. Og hún svaraði um hæl: „Það yrði að minnsta kostistutt!" Bjór-eða ekki bjór Það kemur engum á óvart þó bjórinn sé mikið á milli tannanna á fólki þessa dag- ana þar sem bjórfrumvarp er til umræðu á háttvirtu Al- þingi. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið bæði meðal almennings og þingmanna, sýna að mikill meirihluti fylgir því að leyfð verði sala á áfengu öli í útsölum ÁTVR. Samt virðast öh tormerki vera á þvi aö málið verði af- greitt frá Alþingi. Ástæðan er sú að andstæðingar frum- varpsins neyta allra bragða til að tefj a fyrir afgreiðslu málsins og halda maraþon- ræður um skaðsemi drykkj- arins. Sömu sögu er að segja utan veggja löggjafarsam- kundunnar. Mikill meirihluti vih fá bjórinn en í talsmönn- um ölsins heyrist nánast ekkert. Andstæðingarnir hafa þeim mun hærra og heha áróðri gegn bjórnum yfir landsmenn í blöðum og ljósvakamiðlum. Rök bjór- andstæðinga eru að verða öhum kunn en hinn þögh meirihluti þegir þunnu hljóði og bíður vongóður eftir sop- anum. Kápumynd á bók Franziscu Gunn- arsdóttur, Vandratað í veröldinni. Franzisca er litla telpan á miöri myndinni en Gunnar afi Gunnarsson erlengst til vinstri. Gunnarafi í minningunni Ein þeirra bóka sem eflaust mun vekja athygh í jólabóka- flóðinu er bókin Vandratað í veröldinni eftir Franziscu Gunnarsdóttur. Franzisca, sem starfaði lengi á Dagblað- inuogsíðanáDV.rifjarí - bókinni upp dvöl sína hjá afa og ömmu á Skriðuklaustri í Flj ótsdal, en afi hennar var Gunnar Gunnarsson skáld. í bókinni nær Franzisca að segj a á kíminn hátt frá afa sínum og Franziscu ömmu og sýna skáldið í nýju ljósi; heimsmanninn og skáldjöf- urinn Gunnar Gunnarsson eins og lítil og saklaus afa- stelpa sá hann. Það mun eflaust mörgum, sem halda upp á skáldið, þykja mikill fengur í þessari bók sem er nýkomin á markaðinn hjá Vöku-Helgafelh. Umsjón: Axel Ammendrup Ráðstefna félagsmálaráöuneytisins um starfsmenntun I atvinnulífinu var fjölsótt. Um 40 þúsund íslendingar tóku þátt í starfsmenntunamámskeiðum síðasta ár: Ríkið greiðir reisur læknanna Á Qölsóttri ráðstefna um starfs- menntun í atvinnulífinu sem haldin var á vegum félagsmálaráðuneytis- ins, kom fram að námskeiðahald er orðinn stór hluti af menntakerfi ís- lands. M.a. voru birtar niöurstöður úr könnun Margrétar S. Björnsdóttur, endurmenntunarstjóra Háskólans, sem gerð var síðastliðið vor. Þar kom í ljós að um 40 þúsund íslendingar tóku þátt í starfsmenntunarnám- skeiðum á árinu 1986-1987 en þaö eru um 25% vinnandi fólks í landinu. Kostnaður við þessi námskeið er var- lega áætlaður um 300 milljónir króna en til samanburðar má nefna að framlag menntamálaráðuneytisins til skólamála 1987 er um 5 milljarð- ar. Margrét sagöi að af þessu mætti sjá að nýtt skólastig hefði oröið til í landinu sem væri aö mestu fyrir utan öll lög og reglugerðir um skóla. Margrét sagðist þess fullviss að á næsta áratug og þegar lengra liði myndi fræðsla af þessari tegund margfaldast enda er nú svo komiö að námskeið eru orðin hluti af kjara- samningum hjá ýmsum starfsstétt- um. Mörg stærri fyrirtækja, s.s. Landsbankinn, Flugleiðif, Eimskip o.fl. hafa jafnvel ráöið til sín sérstaka fræðslufulltrúa sem sjá um símennt- unarnámskeið starfsfólksins. Læknar hjá hinu opinbera hafa þó sérstöðu fyrir þær sakir hversu ör- látir atvinnurekendur eru þeim. Ríkisspítalarnir hafa t.d. á þessu ári eytt tæpum 30 milljónum til náms- ferða erlendis og ráðstefna fyrir þá 230 lækna sem þar vinna. Er þetta samkvæmt kjarasamningum við lækna frá árinu 1982. Til saman- burðar má nefna að kostnaður sjávarútvegsráðuneytisins við þau 1800 námskeið sem 4-5 þúsund starfsmenn í fiskvinnslu hafa sótt á þessu ári nær ekki þessari upphæð. „í flestum tilfellum er þetta jákvæð þróun. Meö þessu móti er hægt að mennta starfsfólkið samfara örum tæknibreytingum og nýjum vinnu- brögðum. En vissulega hafa ekki allir jafna möguleika að þessu leyti. Ein- staklingar geta sjaldnast borgað námskeiðin sjálfir og þurfa því að vinna hjá fjársterkum fyrirtækjum til að komast á námskeiðin ef ekki kemur til styrkur frá opinberum að- ilum eða greiðslur úr öðrum sameig- inlegum sjóöum," sagði Margrét að lokum. -JBj Auglýsing varðandi réttindi til fasteigna- og skipasölu Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 520 24. nóvember 1987 skulu lögmenn, sem reka fasteigna- og skipa- sölu og ekki hafa hlotið leyfi til fasteignasölu samkvæmt lögum nr. 47/1938, sækja um löggild- ingu samkvæmt 2. gr. laga nr. 34/1986 fyrir 31 desember 1987 hyggist þeir stunda slíka starfsemi eftir þann tíma. Þeir sem hlotið hafa leyfi til fasteignasölu samkvæmt lögum nr. 47/1938 og stunda fasteignasölu skulu sömuleiðis fyrir 31. desember 1987 framvísa í dóms- málaráðuneytinu gögnum um að þeir fullnægi ákvæðum reglugerðar nr. 520/1987 um tryggingar- skyldu. Jafnframt skulu fasteignasalar tilkynna ráðuneytinu hvar starfsstöð þeirra er en samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 34/1986 getur fasteignasali aðeins haft eina starfsstöð, á sama stað og fasteignasalan er rekin. Þá skulu fasteignasalar einnig senda ráðuneytinu til staðfestingar eyðublað það sem þeir hyggjast nota fyrir söluumboð samkvæmt 9. gr. laga nr. 34/1986 og 2 gr. reglugerðar nr. 520/1987. Umsóknareyðublöð fást í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Arnarhvoli. 1. desember 1987, Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Auglýsing um námskeið og próf vegna löggildingar fasteigna- og skipasala. Prófnefnd löggiltra fasteignasala auglýsir hér með námskeið og próf fyrir þá sem vilja öðlast löggildingu sem fasteigna- og skipasalar samkvæmt lögum um fasteigna- og skipasölu nr. 34/1986, sbr. lög nr. 10/1987 og reglugerð nr. 519 24. nóvember 1987. Samkvæmt reglugerðinni skal prófið og undirbún- ingsnámskeið skiptast í þrjá hluta. Prófnefnd og dómsmálaráðuneytið hafa ákveðið að gefa þeim, sem óska eftir að gangast undir próf skv. 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 34/1986, kost á námskeiði og prófun sem hér segir: Námskeið Próf I. hluti janúar-apríl 1988 maí 1988 II. hluti september-desember 1988 janúar 1989 III. hluti janúar-apríl 1989 maí 1989 Námskeiðið verður þó því aðeins haldið að næg þátttaka fáist. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu réttarreglur og fjárhagsleg atriði sem á reynir í störfum fasteigna- og skipasala, auk þess sem kennd verður skjalagerð. Ekki er skylda að sækja námskeið áður en gengist er undir próf og einnig getur prófnefnd heimilað þeim, sem ekki óska að gangast undir próf, að sitja námskeiðið og skulu þeir sitja fyrir sem hafa starfsreynslu á sviði fasteigna og skipasölu. Samkvæmt 2. mgr. 4 gr. laga nr. 34/1986 skal kostnaður vegna námskeiða og prófa greiðast með kennslu- og prófgjöldum og hefur dómsmálaráðu- neytið ákveðið að kennslugjöld vegna I. námskeiðs- hluta 1988 verði kr. 40.000 og prófgjald vegna I. prófhluta 1988 verði kr. 10.000. Þeir sem hyggjast taka þátt í námskeiðinu og/eða gangast undir próf skulu fyrir 21. desember nk. bréf- lega tilkynna þátttöku sína til ritara prófnefndar, Viðars Más Matthíassonar héraðsdómslögmanns, Borgartúni 24, Reykjavík. Innritunargjald, kr. 5.000,00, skal senda með tilkynningunni en gjaldið er endurkræft ef af námskeiðinu verður ekki eða ef tilkynnandi fellur frá þátttöku áður en I. hluti nám- skeiðsins hefst. Sérprentun reglugerðar nr. 519/1987 og kennsluáætlun fást í dómsmálaráðuneytinu, Arn- arhvoli, Reykjavík. Reykjavík, 1. desember 1987. Prófnefnd löggiltra fasteignasala Þorgeir Örlygsson Viðar Már Matthíasson Tryggvi Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.