Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 36
36
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
Heimilisaðstoð við
Sambýli aldraðra
Heimilisaðstoð óskast strax 4-6 tíma á dag við ný-
stofnað sambýli fyrir 3 eililífeyrisþega í vesturbæ.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 621595.
Anna eða Björn
HYGGUR ÞÚ Á FREKARA NÁM?
Hefur þú hugleitt að fara í iðnnám?
Þær iðngreinar, sem þér standa opnar, byggja á
gömlum merg en hafa aldrei staðið frammi fyrir meiri
möguleikum en einmitt nú.
Hvers vegna?
Vegna þeirrar öru þróunar í tækni á flestum sviðum
atvinnulífsins eru sífellt nýir möguleikar að. opnast I
hefðþundnum iðngreinum. Tölvustýringar á vélum,
rafeinda- og fjarskiptatækni, ný efni sem gefa aukna
möguleika, ný tæki og áhöld sem byggja á nýjustu
tækni og rannsóknum. Allt sameinast þetta í að gera
iðnnám athyglisverðara en nokkru sinni fyrrl!
Ef þú hefur áhuga á að fara I framhaldsnám að loknu
sveinsprófi standa þér allar leiðir opnar í tækninám
í Tækniskóla Islands.
Iðnnám er rétti grunnurinn undir framhaldsnám!
Nú eru síðustu forvöð að láta skrá síg í
verkmenntaskólana!
Skráðu þig strax í dag!
LANDSSAMBAND
IÐNAÐARMANNA
Söluaðilar í Reykjavík og um
land allt.
Umboðið Háaleitisbraut 68 - sími 84240
Nýjar bækur
Kartöfluprinsessan
eftir Steinunni Sigurðardóttur
Komin er út hjá Iðunni ný ljóðabók
eftir Steinunni Sigurðardóttur. Nefn-
ist hún Katröfluprinsessan. Steinunn
er löngu kunn fyrir smásögur sínar,
ljóð og sjónvarpsleikrit og nú síðast
vakti fyrsta skáldsaga hennar, Tíma-
þjófurinn, verðskuldaða athygli
meðal lesenda.
„Kankvís stíll Steinunnar Sigurð-
ardóttur, málgáfa og myndsýn, nýtur
sín hvergi betur en í Ijóðum hennar.
Kartöfluprinsessan geymir mörg
dæmi um það. Hugmyndatengslin
eru oft fersk og frumleg en ekki fjar-
stæð eða fundin upp til skrauts.
Meðferð máls og hugmynda er aldrei
einskær leikur, heldur á rætur í raun-
verulegri skynjun.
Verð kr. 1.680.
I „Bókin sem brevtir j
j lífi kvennq"j
Konur
semelska
of
.4« aafJiiaiKu tiu* matieiif.
UúuarftKiXlMAiyða
Uftna i *4n»Hk*toUMOb<v»1.
mikið
ROBIN NORWOOD
Konur sem elska of mikið
eftir Robin Norwood
Iðunn hefur gefið út bókina Konur
sem elska of mikið eftir einn þekkt-
asta fjölskylduráðgjafa Bandaríkj-
anna, Robin Norwood. Bók þessi
hefur komið út víða um heim og
hvarvetna vakið óskipta athygli. Með
þessari bók hefur höfundur hreyft
við ýmsum áður ósvöruðum spurn-
ingum um samskipti kynjanna og
tekist á við vandamál sem margar
konur hafa fundið sig eiga sameigin-
leg. Hér er fjallað um sársauka
óendurgoldinnar ástar, en einnig um
ástarsambönd sem skaða einstakl-
ingana og mynda tilfinningalegan
vítahring.
Verð kr. 1.848.
Uppgjör konu
Endurminningar Höllu Linker
Iðunn hefur gefið út bókina Uppgjör
konu - endurminningar Höllu Lin-
ker. Halla Linker giftist ung banda-
rískum kvikmyndaframleiðanda og
íluttí. til Vesturheims. Þaðan ferðuð-
ust þau um heiminn, tóku kvik-
myndir af löndum og lífsháttum og
gerðu þætti fyrir bandaríska sjón-
varpið.
Útgefandi kynnir efni bókarinnar
svo: „Þessi bók er uppgjör Höllu Lin-
ker við þá ímynd sem skapaðist af
henni í gegnum íjölmiðla í fjölda-
mörg ár. Aldrei sást annað en yfir-
borðið, frægð og velgengni. En
þannig var líf hennar aldrei í raun
og veru. Nú lítur hún til baka yfir
tuttugu og átta ár í hjónabandi með
manni sem var fimmtán árum eldri
en hún og stjómaði henni eins og
brúðu og tók allar ákvarðanir fyrir
hana.
Verð kr. 2.380.
Litríkt fólk
Annað bindi æviminninga Emils
Björnssonar
Litríkt fólk nefnist 2. bindi æviminn-
inga Emils Björnssonar sem Bókaút-
gáfan Öm og Örlygur hefur gefið út.
Segir Emil frá samferðamönnum og
atburðum á 4. og 5. tug aldarinnar.
Fyrra bindi æviminninganna, Á mi-
sjöfnu þrífast bömin best, kom út
fyrir síðustu jól og hlaut hinar bestu
viðtökur.
Séra Emil segir svo í formálsorð-
um: „Þessi hók geymir minningar frá
fjórða og fimmta tug tuttugustu aldar
á íslandi. Á þeim tíma urðu mestu
þáttaskil í sögu lands og þjóðar. Þá
var kreppa, hernám, heimsstyijöld
og lýðveldisstofnun í brennidepli. Þá
varð lífskjara- og lífsháttabyltingin.
Nýfrjálsri þjóð opnaðist ný veröld í
viðsjálum heimi. Og kalt stríð tók við
af heitu.
Verð kr. 1.790.
Efni og orka
Stórfróðlegt rit um grundvallarþætti
heimsins okkar
Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur
gefið út bókina Efni og orka í bóka-
flokknum Heimur þekkingar. Bókin
er eftir Robin Kerrod og Neil Ardley
í þýðingu þeirra Ólafs Halldórssonar
og Egils Þ. Einarssonar.
Efni og orka rekur vísindaupp-
götvanir allt frá þvi að menn tóku
að hagnýta eldinn, til gullgerðarlist-
ar miðalda, könnunar geimsins, þess
þegar atómið er klofið og örtölvu-
byltingar nútímans. Grundvallarlög-
mál þau er efni og orka lúta em skýrð
þannig að lesandinn fær góða innsýn
í meginþætti eðlis- og efnafræði.
Bókaflokkurinn Heimur þekkingar
fékk sérstaka viðurkenningu dóm-
nefndar á bókasýningu Námsgagna-
stofnunar á fræðibókum árið 1985.
Verð kr. 2.390.
Ljóð í mæltu máli
Mál og menning hefur gefið út Ljóð
í mæltu máli, ljóðabók eftir. Jacques
Prévert, í þýðingu Sigurðar Pálsson-
ar.
Jacques Prévert (1900-1977) var eitt
ástsælasta skáld Frakka á þessari
öld. Hann ólst að mestu upp í París
og gat sér fyrst frægðarorð sem höf-
undur kvikmyndahandrita en varð
síðar mun þékktari fyrir ljóð sín.
Hann var skáld hvunndagsins, orti
einkum um götulíf Parísarborgar,
dásemdir þess og drungahliðar, með
húmor sem á stundum er svartur en
hittír beint í mark.
Þýðandinn, Sigurður Pálsson, er
löngu landsþekktur fyrir ljóðabækur
sínar og leikrit. Ljóð í mæltu máli er
127 bls. að stærð, prentuð í Prent-
smiðjunni Odda hf. Verð kr. 1.980.
Bjóddu konunni þinni í mat
Farþeáarnir eru mjög ánœgðir með matinn sem Glóðin í Keflavík
útbýrMsrir okkur. ■ Komið og bragðið á.
f