Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 39
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 39 Merming Leikrit danskra Ijóðskálda Nú nýverið var endurútgefin ein frægasta ljóðabók eftir stríð, Det eft- ir Inger Christensen. Þessi ljóðabók birtist fyrst 1969. Hún minnir á verk frá þeim tíma svo sem Ég horfi yfir höfuðið á Stalín eftir Pentti Saari- koski, sem gerist að hluta í Reykja- vík, og Mál, verkfæri, eldur eftir Göran Sonnevi, sem birtist á ís- lensku í hitteðfyrra. Þetta eru opin pólitísk ljóð sem einnig fjalla um daglegt líf, einkum viðkvæmt per- sónusamband og eigin ófullkomleika í því. Segja má að stefnt sé að því að draga upp heildarmynd af tætings- legri tilveru sem aðalpersónan er að reyna að átta sig á. Det lýsir geö- veikrahæli, herskála og því um líku, einnig pari sem er að skapa heiminn í biblíustíl. Þetta er fallegt, vel kveðið og afar íjölbreytt. Mjög stíft skipulag er á ljóðunum samkvæmt efnisyfir- liti og fyrirsögnum, en mér sýnist það mest á yfirborðinu, snerta lítið eðli ljóðanna. Skáldsagan Azorno eftir sama höf- und birtist fyrst 1967 og er í stíl nýskáldsögunnar í því að þarna eru miklar endurtekningar, sömu sögur (nánast orðrétt) sagðar af ýmsum persónum þannig að allt ílýtur. Það er bæði stórt og smátt, þó má segja að aðalefnið sé ástasamband eins manns við fimm konur, allar óléttar eftir hann. Hver þessara persóna seg- ir frá fábreyttu lífi sínu sem snýst mest um að semja þessa sögu. Hér ríkja myndrænar lýsingar á suður- evrópsku umhverfi (Zúrich - Róm). Vel skrifuð saga en ekki mjög áhrifa- mikil, virðist að öllu samanlögðu að höfundur hafi ekki fundið sig með þessari aðferð. Nýlega birtist svo leikritasafn Christensen, En vinteraften i Ufa og flere spil, sex leikrit, öll fyrir útvarp nema það fyrsta sem er um persónur Tsékofs, þrjár systur. Leikritin fjalla flest um leikara á milli æfinga og einkennast aðallega af þjarki um ómerkileg smáatriði, svo sem hvort sé betra að hafa sultu eða egg ofan á franskbrauöið. Virðist mér þetta eiga að sýna ógöngur persónanna. Ein- staka sinnum þróast þetta til meiri blíðmála þeirra í millum. í einu leikritanna, Masser af sne til trængende fár, er miðillinn útvarp vel notaður því það er aðallega skila- boð frá stjórnvöldum en þar gengur á ýmsu, afhjúpunum svikara á æðstu stöðum, hallarbyltingum o.þ.u.l. Áheyrendur eiga ekki við annað að styðjast og geta því ekkert dæmt um þessi sundurþykku skilaboö. Það varð meö öðru til að ergja mig við lestur þessara leikrita að í þeim ber nokkuð á því sem kalla mætti lágkúruhliðrun. Það er að segja að í hversdagslegri frásögn er skipt um einstaka liði svo frásögnin verður framandi. Það er auðvitað alkunna í skáldverkum, en þá þarf að vera ein- hver skáldleg meining í því. Það mætti líka virðast í síðastnefndu leikriti þegar sauðkindur eru settar í staö hermanna. En síðan er bara ekkert unnið úr þessu svo það verður hálflágkúrulegt. Enn meira ber þó á þessu hjá öðru skáldi. Ornsbo Fyrir skömmu birtist rúmlega 1000 bls. leikritasafn eftir Jes 0rnsbo, 14 lystspil for lost publikum (Arena, 270 kr.). Þetta eru helstu leikrit hans frá Bókmenntir Örn Ólafsson 1962 til síðasta árs, fylgt úr hlaði með formála höfundar og eftirmálum viö einstök leikrit þar sem hann rekur hvernig þeim hafi flestum verið hafnað skýringalítið, jafnvel þótt þau hafi verið skrifuð eftir pöntun leik- húss. Ég hætti að undrast þetta þegar ég hafði lesið elstu leikritin og hið yngsta, sem fjallar um alnæmi. Því þar ríkir lágkúra „án takmarks og tilgangs", eins og misskilningur á leikritum Samuels Beckett sem í sín- um nöturlegu verkum jafnan nær sterkri heildarmynd af lífinu. í þessu nýjasta leikriti Ornsbo, Kærlighed uden yller, er t.d. lyftingamaður sem heldur veislu og býður þá upp á heita gorma, sjúklingur þjáist af næturs- vita svo hann tekur björgunarbelti með sér í rúmið o.fl. Það þarf ekki mikið af svona stefnuleysi til að slá verk niður. En svo eru prýðisleikrit innanum, t.d. Serbski-institutet, sem sýnir pól- itíska fanga á geðveikrahæli í Sovét- ríkunum. Þar liggur fáranleikinn svo sterkt í efninu að höfundur nær sterkri útkomu með tiltölulega hefð- bundnu raunsæi. Af einhverri misskilinni róttækni neituðu leikar- arnir að flytja svo einhliða neikvæða mynd af Sovétríkjunum. En það var 1973, várla myndi það gerast núna. 0rnsbo hefur lika gefið út allnokkrar ljóðabækur á þessum aldarfjórðungi og þessi ljóð eru oft sterk, t.d. þau sem lýsa slömmum Kaupmanna- hafnar fyrir stríð. Bent Vinn Nielsen. Chic Picnic Ghic Picnic heitir skáldsaga Bent Vinn Nielsen, sem birtist á dögunum. Hann hefur birt níu bækur undan- farinn áratug. Þetta er stutt saga, tæpar 100 bls. í litlu broti og er öll hugrenningar sölumanns. Hann lifir einmanalegu lífi, alltaf á ferð. Einu sinni tókst honum að gera fólki stór- greiöa svo það eru „vinir“ hans en því miður hafa þau ekkert til að tala um, þá sjaldan þau hittast. Annars hugsar hann einkum um kvennamál sín sem takmarkast að mestu við skyndikynni. Órar mannsins og þrá- hyggja einkennast af næmleika og hnita söguna i samstillta heild, einn- ig stíllinn, setningabrot sem öll slá einhverju föstu, því verður ástandið svo endanlegt, vonlaust. Börn Bronsteins Börn Bronsteins eftir Jurek Becker birtist um daginn, skáldsaga þýdd úr þýsku og hefur farið sigurför um lönd og álfur. Sagan gerist í Austur- Berlín sumarið 1973. Hans og Marta eru 18 ára elskendur, bæði börn gyð- inga. Hans uppgötvar að faðir hans og fieiri gyðingar, sem setið hafa í fangabúðum, hafa tekið fyrrverandi fangavörö fastan og pynta til sagna. Hlutverkin hafa snúist við, með hverjum á Hans að standa? Saman viö þennan söguþráð spinnst annar, hálfu ári síðar er Hans í sjokki, allt búið milli hans og Mörtu, samt býr hann heima hjá foreldrum hennar. Spenna sögunnar felst í því að rekja þessa þræði saman, hvað hefur gerst, getur hann náö sér upp aftur? Jafn- framt er hann smám saman að átta sig á eldri systur sinni sem er bráðg- áfuð og allra hugljúfi en lokuð inni á geðveikrahæli. Hans skilur smám saman að þessi elskaða systir hans getur bæði verið ranglát og hættuleg, faðir hans líka á annan hátt. Þetta er eins konar þroskasaga, gyðingarn- ir ungu vilja ekki verða fangar fortíðarinnar. Auðskihð er hve mjög slík saga má höfða til ungra Þjóð- verja og raunar fleiri. Það er eigin- lega allt gott um hana að segja nema í hana vantar þetta eina sem öllu skiptir, lífið sjálft. Það er dálítð þreytandi að lesa sögu sem er sett saman af tómu hyggjuviti en hvorki ímyundunarafli né ástríðum. -ÖÓ Inger Christensen. úrvali: Flugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimför, lestirog hús í öllum mögulegum gerðum og stærðum. Póstsendum um land allt J í)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.