Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
45
Sviðsljós
Arið
gert upp
Uppskeruhátíð var haldin hjá
Dúfnaræktunarsambandi íslands
um síðustu helgi. Hátíðin var haldin
í Risinu við Hverfisgötu og voru á
hátíðinni meðal annars veitt verð-
laun fyrir keppni vetrarins.
Dúfnaræktunarsamband íslands
er orðið nokkuð öflugur félagsskap-
ur og er keppt reglulega í greininni.
Algengt er að keppendur eigi 10 til
20 keppnisdúfur en sumir eiga allt
upp í 80 dúfur. Formaður félagsins
er Guðjón Már Jónsson frá Akranesi.
DV-myndir BG
Viðar Jóhannsson framkvæmdastjóri, lengst til vinstri, gaf þrjá bikara til keppenda og hér eru verðiaunahafarnir
Georg Machel loftskeytamaður, Hinrik Einarsson húsasmiður og Björn Ingvarsson bifreiðarstjóri.
Keppendur eru á öllum aldri og þessir ungu piltar þykja efnilegir í grein-
inni. Þeir unnu farandbikar fyrir bréfdúfnakeppni frá Fagurhólsmýri. Þeir
heita Þórir Eggertsson og Gunnar Sigurðsson.
Formaður félagsins, Guðjón Már Jónsson, er hér fyrir framan allan þann
fjöfda af verðlaunapeningum sem afhentir voru á uppskeruhátíðinni fyrir
keppni vetrarins.
Óhrædd við
ákvarðanir
Það hefur aldrei verið nein
lognmolla í kring um Biöncu
Jagger sem áöur var gift Roll-
ingnum, Mick Jagger. Hún hefur
löngum lifað viðburöaríku lift og
er alls óhrædd viö að prófa eitt-
hvað nýtt.
Hún leikur nú í vinsælum saka-
málaþættí sem heitir The Colbys
en nýlega gerði hún hlé á leik
sínum þar. Hún er nú stödd í E1
Salvador þar sem hún er aö styöja
byltíngarmenn sem ofsóttir eru
af dauöasveitum hægri manna í
landinu. Tveir þekktir byltingar-
menn, Ungo og Samora, sem
orðnir eru þjóöhetjur, en hund-
eltir af dauðasveitunum, báðu
Biöncu um hjálp. Hún varð strax
við beiöni þeirra, skellti sér til
E1 Salvador og tilkynnti dauöa-
sveitunum aö ef þeir ætluðu aö
drepa Ungo og Samora þyrftu
þeir að drepa hana fyrst. Þannig
vonast hún til þess aö vekja nógu
mikla athygli á framferði dauöa-
sveitanna og bjárga þessum
byltingarhetjum.
Bianca Jagger, sem nú er 41
árs, er borin og barnfædd í Nic-
aragua þannig að hún kannast
við hvernig ástandið getur verið
í þessum stríðshijáðu löndum.
Hún er óhrædd við að taka áhætt-
ur til þess aö koma einhverju til
leiöar.
Sá besti í dag
Robert De Nlro tók börn sín með sér á kvikmyndahátiðina i Moskvu, dótturina Drinu og soninn Raphael.
ann A1 Capone (The Untouchables).
í öllum þessum hlutverkum hefur
hann staðið sig frábærlega og lagt
mikið í leik sinn.
Robert De Niro hefur alla tíð lagt
á það áherslu að halda einkalífi
sínu aðskildu frá leiknum. Hann á
uppkomna dóttur sem er 19 ára og
einnig 11 ára gamlan son með eigin-
konu sinni, Diahnne Abbott. Þau
hafa þó ekki búið saman lengi. Síð-
ustu árin hefur Niro búið með
þeldökkri konu sem heitir Toukie
Smith. Hann hefur löngum veriö
veikur fyrir þeldökkum fegurðar-
dísum enda reyndi hann mikið til
við söngkonuna Whitney Houston
með litlum árangri fyrir stuttu.
Kvikmyndir þær sem De Niro lék
í fyrstu árin voru bannaðar í Sovét-
ríkjunum því þær þóttu sýna of
mikiö ofbeldi. Nú er önnur tíð síðan
Glasnost slökunarstefnan kom til.
Robert De Niro var fenginn til þess
að stjóma nefnd kvikmyndagagn-
rýnenda á kvikmyndahátíðinni í
Moskvu þetta árið og er hann fyrstí
útlendingurinn sem gegnir þeim
starfa. Þaö má því segja að De Niro
sé orðinn einn viðurkenndastí leik-
ari samtíðarinnar.
Robert De Niro er af mörgum
talinn besti leikari heims í dag.
Grunn velgengni hans má meðal
annars rekja til þess að hann hefur
alla tíð verið afskaplega vandlátur
á hlutverk í kvikmyndum og valið
ólík hlutverk án þess að festast í
einhverri ákveðinni persónugerð.
Hann hefur leikiö hálfgeöveilan
leigubílstjóra (Taxi Driver), mis-
heppnaðan boxara (Raging Bull),
ástsjúkan karlmann (Falling in
Love), sjálfan djöfulinn (Angel
Hart), morðingja sem gerist trúboði
(Mission) og í síðustu mynd sinni
leikur hann sjálfan glæpahöfðingj-
Ólyginn
sagði...
Victoria
Principal
sem við þekkjum sem Pamelu
í Dallas hætti skyndilega fyrir
nokkru að leika í þáttunum.
Hún segist vera orðin hund-
leið á þessari væmnu týpu
sem hún hingað til hefur ver-
ið látin túlka. Framleiðendur
þáttanna vilja endilega fá
hana aftur og hafa boðið
henni 110 milljónir króna ef
hún vilji snúa aftur. Victoria
segir þvert nei og á meðan
hafa framleiðendur þáttanna
sett á svið bílslys sem Victor-
ia á að hafa lent í og allt er í
óvissu um bata hennar.
Boy George
er nýlagður af stað í hljóm-
leikaför til tólf borga í Evrópu.
Hljómleikaför þessi er að
breytast í algjöra martröð fyrir
aumingja Boy því hann virð-
ist vera búinn að tapa
gömlum vinsældum sínum
eftir að hann lenti í eiturlyfja-
vandræðum. Á best sóttu
hljómleikunum til þessa tókst
að selja helminginn af mið-
unum en aðrir hafa verið mun
verr sóttir. Skipuleggjendur
þeirra eru jafnvel farnir að
gefa miða á hljómleikana í
örvæntingu.
Peter Falk
sem lék einu sinni leynilög-
reglumanninn Columbo sleit
samvistum við konu sína fyrir
tveimur og hálfu ári. Það þótti
meiri háttar mál á sínum tíma
í Hollywood þegar þau slitu
sambandinu í mikilli bræði.
Nú eru þau tekin saman að
nýju, ástfangnari en nokkru
sinni fyrr en þau skildu aldrei
löglega. Gamli sjarmörinn er
nú sextugur að aldri en kona
hans er 37 ára.