Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Útlönd DV Gorbatsjovtil A-Berlínar, Shultz til "mssel Jaruzelski, leiötoga Póllands, fagnað a 1 Honecker, leiðtoga A-Þýskalands. Á meðan Mikhail Gorbatsjov skýrir leiötogum A-Evrópuríkja frá árangri fundarins meö Reag- an Bandaríkjaforseta, undan- farna daga, mun George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkj- anna, skýra kollegum sínum frá öörum NATO-ríkjum frá niður- stööum leiötogafundarins. Shultz heldur til Brussel til fundar við aöra NATO-ráðherra í dag. , MOKKA Ogkymanlegur KOSS SPECTRUM HF SÍMI29166 Gorbatsjov með nýjar tillögur Ólafur Amaison, DV, Washihgton; Mikhail Gorbatsjov hélt fund fyrir blaðamenn í sovéska sendiráðinu klukkan rúmlega hálfsex í gær. Þar flutti hann ávarp sem var í lengra lagi eða rúmlega ein klukkustund. Ávarpið var fremur dautt og hafði Sovétleiðtoginn fátt nýtt fram að færa þótt inn á milli væru léttir og skemmtilegir sprettir hjá honum. Þaö viröist sem það eigi betur viö Gorbatsjov að flytja styttri ræður, allavega er hann þá mun skemmti- legri. Sagði Gorbatsjov aö fundurinn í Washington væri meiri háttar viö- burður á sviði alþjóðastjórnmála og jafnvel væri hægt að tala um að hér hefðu orðið kaflaskil í samskiptum stórveldanna og heimsmálum al- mennt. Hann sagði að það hefði farið fram dýpri pólitísk umræða milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna að þessu sinni en nokkru sinni fyrr. Sagöi hann að miklar hræring- ar væru nú í samskiptum ríkjanna. Gorbatsjov sagði að það væri greinilegur, alvarlegur og djúpstæð- ur ágreiningur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eftir sem áður. Það .leyndi sér túns vegar ekki að góður árangur hefði náðst. Sagði hann aö leiðtogarnir væru sammála um að þessi árangur byggðist á fundunum í Genf og Reykjavík. Sovétleiðtoginn sagði að viðræður um fækkun langdrægra eldflauga hefðu tekið mestan tíma á þessum fundi. Sagði hann að mesti skriður- inn hefði komist á þær viðræður undir lokin á síðasta fundi þeirra í gær er fólk beið eftir leiðtogunum á flötinni fyrir utan Hvíta húsið. Hann sagði að á sviði hefðbundinna vopna væri greinilegt ójafnvægi og að flnna yrði lausnir á því vanda- máli. Ég hélt þú værir farinn, sagði Reagan er Gorbatsjov kom of seint til fundar við hann í gær. Símamynd Reuter Gorbatsjov sagðist hafa komið fram með tillögur um tákmarkanir á vígbúnaði á afmörkuöu svæði í Evr- ópu þannig að búinn yrði til nokkurs konar gangur með takmarkaðri vopnvæðingu sem aðskildi Vestur- og Austur-Evrópu. Sagði hann Bandaríkjamenn hafa tekið tillögum sínum af alvöru og sýnt þeim áhuga. „Ég stakk upp á því að á sviði hefð- bundinna vopna myndum við setja fram algjörlega nýjar tillögur, líkt og við gerðum í Reykjavík á sviði kjam- orkuvopna," sagði Gorbatsjov. Hann sagöi ennfremur að Sovétríkin væru tilbúin í stórkostlegan niðurskurð á því sviði. Gorbatsjov sagði að hver þjóð ætti að geta skipað sínum málum að vild án utanaðkomandi afskipta. Hann sagðist ekki gera kröfur til þess að Afganistan yrði undir stjórn sem væri hliöholl Sovétríkjunum. Hins vegar mættu stjórnvöld þar ekki vera holl undir Bandaríkin. Sagði hann að Sovétríkin væru tilbúin að draga herafla sinn frá Afganistan á tólf mánaða tímabili eða jafnvel styttri tíma. Hins vegar yrði að tryggja að um leiö myndi öll fjár- hagsleg aðstoð viö mujahedin skæruliöana að hætta. Reagan heldur áfram geimvamaáætluninni Ólafur Amarson, DV, Washington; Reagan Bandaríkjaforseti ávarp- aði bandarísku þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu klukkan níu í gærkvöldi. Forsetinn kom vel fyrir og ekki voru að sjá á honum nein elli- eða þreytumerki. Viröist sem hann hafi tvíeflst við' þennan leiö- togafund. Reagan sagði að þetta heíði verið sögulegur dagur, með undirritun samningsins um eyðingu meðal- drægra og skammdrægra eldflauga hefði verið stigið skref í átt að heims- friði. Reagan sagði samninginn vera tímamótasamning vegna þeirra skýru ákvæða sem væru um það hvernig honum skyldi framfylgt. Reagan sagði að mikið væri ógert á öllum sviðum í samskiptum stór- veldanna. Hann sagðist telja að Bandaríkin og Sovétríkin gætu átt samvinnu í málum ákveðinna heimshluta, samvinnu sem stuðlaði að friði. Forsetinn sagði að rætt hefði verið um samskipti Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna almennt og að brjóta þyrfti niður gervihindranir sem stæðu í vegi fyrir eðlilegum sam- skiptum. Reagan sagðist þess fullviss að bandaríska þingið myndi standa sig í stykkinu og samþykkja afvopnun- arsamninginn. Forsetinn sagöi aö áfram yrði hald- ið með geimvarnaáætlunina og þegar hún yrði tilbúin yrði hún sett í notk- un. Sagði hann að geimvarnaáætlun- in myndi stuöla að því að mögulegt yrði að eyða öllum kjarnorkuvopn- um. Reagan endaði ávarp sitt með því að biðja guð um hjálp á þeirri erfiöu leið sem er fyrir höndum í afvopnun- armálum og sagði að fólk ætti að vera vongott og bjartsýnt. Reagan geislaði af krafti er hann flutti ávarp sitt. Hann hafði líka ástæðu til því að í skoðanakönnun sem birt var í gær kom í ljós að fylgi forsetans er aftur komið yfir 60 pró- sent en svo mikið fylgi hefur Reagan ekki haft síðan áður en íransmálið kom fram í dagsljósið. HORNSÓFAR - NÝ SENDING Leðurlíki og tau Verð frá kr. 59.000 Málverk í úrvali 77x102 cm Verð kr. 15.900, 102x128 cm Verð kr. 19.900. 123x153 cm Vérð kr. 21.900. 'v/SA* IEURO KRIrDIT mr ■■ÍH SUÐURLANDSBRAUT 26 - SlMI 84850 1 P. O. BOX 8266 -128 REYKJAVÍK Nóbels- verðlaun afhent Oscar Arlas Sanchez, forseti Costa Rica, tekur víö fríðarverð- launum Nóbels. Simamynd Reuter Nóbelsverðlaunin voru afhent í gær viö hátíðlegar athafnir í Osló og Stokkhólmi. I Osló tók Oscar Arias Sanchez, forseti Costa Rica, við friðarverð- launum Nóbels frá Egil Aarvik, formanni norsku nóbelsnefndar- innar. í Stokkhólmi afhenti Karl Gústav Svíakonungur átta öðrum nóbelsverðlaunahöfum sín verð- laun, þeirra á meöal Joseph Brodsky, sem hlaut nóbelsverð- launin í bókmenntum þetta árið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.