Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Utlönd Kvatt að fúndariokum Ólalur Amarson, DV, Washington: Það var farið að rigna hér í Wash- ington er þeir Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov komu út úr Hvíta húsinu rétt fyrir klukkan hálfþrjú i gærdag til að flytja ávörp í lok þriðja leiðtogafundar þeirra á rúmum tveimur árum. Reagan tilkynnti að nú, í lok fund- ar, væri ljóst að mjög góður árangur hefði náðst í viðræðum hans og Gor- batsjovs. Reagan sagði aö mesta afrekið á þessum fundi hefði verið undirritun samningsins um eyðingu allra með- al- og skammdrægra eldflauga. Forsetinn sagði aö á fundinum hefði tekist að búa til stoðir undir nánara og betra samband milli stórveldanna, samband sem einkenndist af þolin- mæði, hugmyndaauðgi og staðfestu. Reagan ávarpaði Gorbatsjov og sagði að málstaður friðar og frelsis í Jafn hæfilegur hraðl sparar bensfn og minnkar slysahættu. Ekki rétt? UMF51ÐAR RAO Unaðslegur KOSS SPECIRUMHF SÍMI29166 Lækjartorgi og Laugavegi 8 heiminum hefði mátt bíða nógu lengi. Forsetinn óskaði fyrir hönd amerísku þjóðarinnar sovésku þjóö- inni árs, friðar og framfara. Gorbatsjov sagði að þessi þriggja daga fundur heföi staðið undir þeim væntingum sem gerðar hefðu verið til hans. Gorbatsjov sagði að á fundum hans og forsetans hefði komið skriður á niðurskurð á langdrægum eldflaug- um en mikið væri enn ógert. Sovétleiðtoginn sagði að viðræður um málefni ákveðinna heimshluta, mannréttindi og samskipti ríkjanna almennt hefðu verið gagnlegar og að nú hillti undir raunverulegar lausnir sem bæði Sovétríkin og önnur lönd gætu unað við. Gorbatsjov lagði áherslu á að við- ræður hans við leiðtoga bandaríska þingsins og fleiri hefðu verið mikil- vægar. Sagðist hann viss um að aukinn vilji væri fyrir því í Banda- ríkjunum að bæta samskiptin við Það var klappað fyrir Gorbatsjov meira af landi og þjóð í næstu heim- Sovétríkin. er hann lýsti áhuga sínum á að sjá sókn sinni. Leiðtogi Sovetrikjanna sagði i kveðjuavarpi sinu að fundir hans með Reagan hefðu staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra. Símamynd Reuter Lofa fækkun lang- drægra kjamaflauga í sameiginlegri yfirlýsingu að loknum þriggja daga fundum lof- uðu þeir Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi að reyna að komast að samkomulagi um fækkun lang- drægra kjarnorkuflauga eins fljótt og möguiegt væri. Hins vegar var þess ekki getið hvernig leysa ætti djúpan ágreining þeirra um stjörnustríðsáætlun Bandaríkja- manna. Lögð var áhersla á að reynt yrði að komast að samkomulagi fyrir sameiginlegan fund þeirra á fyrri helmingi næsta árs. Moskva er ekki nefnd á nafn sem fundarstað- ur en bandarískir embættismenn segja að fundurinn muni fara fram í höfuðborg Sovétríkjanna Reagan og Gorbatsjov viður- kenndu djúpan ágreining á sviði margra alþjóðamála. Persaflóa- stríðið var nefnt svo og málefni Miðausturlanda, Suður-Afríku og Mið-Ameríku. Þeir komust þó að samkomulagi um aö halda áfram að reyna að leysa þann ágreining sem ríkir. Reagan haíði ráðgert að beita Gorbatsjov þrýstingi til þess að Sovétríkin beittu sér meira fyrir því að írönsk yfirvöld gengju að vopnahlésályktun Sameinuðu þjóðanna en í yfirlýsingunni eftir leiðtogafundinn var óljóst hvort Sovétríkin myndu gera það. Báðir leiðtogarnir lögðu áherslu á að auka áhrif Sameinuðu þjóð- anna og annarra alþjóðlegra stofn- ana til þess að þær megi leysa svæðisbundin deilumál. í yflrlýsingunni sagði einnig að báðir leiðtogarnir væru staðráðnir í að koma í veg fyrir hvers konar stríð milli stórveldanna. Aðeins var minnst lítils háttar á mannréttindamál í yfirlýsingunni en embættismenn höföu greint frá að þau hefðu verið eitt af aðalum- ræðuefnunum. Verulegur árang- ur á sviði lang- drægra flauga Það vakti óhemju athygli er Gorbatsjov lét stöðva bifreið þá er hann ferðað- ist í á leið til fundar við Reagan og heilsaði upp á mannfjölda sem stóð álengdar. Símamynd Reuter Heilsaði almenningi Ólafur Amaison, DV, Washington: Vegna þess hve seint Gorbatsjov kom til fundar við Reagan í gær, en hann var einni og hálfri klukkustund of seinn, var blaðamannafundi Marl- in Fitzwaters, sem átti að vera klukkan hálfeitt, frestað til klukkan þijú. Enn dróst fundurinn og klukk- an var orðin fimm þegar hann loksins hófst. Það er ef til vill til marks um lélega skipulagningu Bandaríkjamanna á öllum samskiptum við fjölmiðla á þessum fundi að menn voru látnir bíða langtímum saman eftir fundi sem löngu var búið að fresta. Fitzwater sagði að forsetanum hefði fundist fundirnir með Sovét- leiðtoganum mjög árangursríkir og að greinilega hefði verið stigið stórt friðarskref á þessum leiðtogafundi. Hann sagði að menn hefðu nú betri skilning á afstöðu mótaðilans í sam- bandi við langdrægar kjarnorkueld- flaugar og málefni ákveðinna heimshluta. Fundurinn með Fitzwater var mjög stuttur. Síðan var gert stutt hlé áður en í pontu sté mjög háttsettur maður á sviði öryggismála innan Reagan- stjómarinnar. Farið var fram á að nafn hans yrði ekki nefnt í fjölmiðl- um. Hann sagði að verulegur árangur hefði náðst á sviði langdrægra eld- flauga. Sagði hann að ýmsir hlutir sem leiðtogamir hefðu samþykkt á þessum fundi yrðu sendir samninga- nefndum stórveldanna sem funda í Genf. Er búist við að fundirnir í Genf leiði til þess að leiðtogamir geti skrif- að undir samkomulag um helmings- fækkun langdrægra kjarnaflauga næsta vor í Moskvu. Þessi háttsetti embættismaður sagði að það væri hins vegar ekkert skilyrði fyrir leiðtogafundi í Moskvu að tilbúið yrði samkomulag í þessum efnum. Fram kom að Reagan og Gor- batsjov hafa fahð viðræðunefndum að vinna að bótum á samningi um vamarvopn sem skrifað var undir árið 1972. Þessar endurbætur eiga að taka ákveðinn tíma og að þeim tíma loknum em bæði ríkin laus undan ákvæðum samningsins frá 1972 ef ekki hggur fyrir nýtt samkomulag. Á meðan munu bæði ríkin hins vegar virða samninginn. Það em meöal annars varnarvopn í geimnum sem faila undir þennan samning. Ólafur Amarson, DV, Washington: Mikhail Gorbatsjov átti klukkan níu í gærmorgun fund með George Bush, varaforseta Bandaríkjanna. Snæddu þeir morgunverð saman. Ætlunin var að eftir morgunverð myndu Gorbatsjov og Bush aka sam- an til Hvíta hússins þar sem Gor- batsjov átti að hitta Reagan klukkan hálfellefu. Gorbatsjov hvarf hins vegar á fund með ráðgjöfum sínum strax að lokn- um morgunverði. Var hann dijúga stund í burtu. Það var síðan ekki fyrr en rétt fyrir klukkan tólf að Gorbatsjov og Bush óku af stað. Á leiðinni lét Gorbatsjov stöðva bíla- lestina th að hann gæti farið út og heilsað upp á fólk sem stóð álengdar. Vakti þetta geysilega athygli og þeir áhorfendur, sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að fá aö heilsa Gor- batsjov, virtust vera í sælualgleymi. Gorbatsjov og Bush veifuðu síðan tii mannfjöldans áður en þeir héldu áfram th Hvíta hússins. Reyndar ætlaði Bush ekki að veifa og virtist vera sem hálfilla gerður hiutur en Gorbatsjov baö hann um að veifa með sér. Höfðu menn á orði að þar með hefði Gorbatsjov skipað sér op- inberlega í sveit með stuðnings- mönnum Bush fyrir forsetakosning- arnar á næsta ári. Reagan var að sjálfsögðu orðinn leiður biðinni er Gorbatsjov kom th Hvíta hússins og sagði við Gor- batsjov: „Ég hélt bara að þú værir farinn heim.“ Að því búnu héldu þeir th fundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.