Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 6
 6 Viðskipti Fyrirtæki sem lækkað hafa strax: Viðbrógðin láta ekki á sér standa Þau fyrirtæki sem selja vörur sem lækka eiga í veröi um áramótin en hafa ekki beöiö eftir því heldur lækk- að vörurnar strax, hafa fengiö góð viöbrögð. Þannig fékk fyrirtækið Teppaland fjórar fyrirspurnir í síma aðeins 6 mínútum eftir að þeir aug- lýstu verðlækkun á einni útvarps- stöðinni. Almenningur er greinilega í gífurlegum stellingum vegna verö- breytinganna um áramótin og fylgist grannt með. Teppi eiga að lækka í vérði um 20 prósent um áramótin. Af teppafyrir- tækjum voru það Teppaland og Litaver sem fyrst brugðust við verð- lækkuninni með verðlækkun. Bæði fyrirtækin hafa lækkað verð á gólf- teppum um 10 prósent og gólfdúkum um 15 prósent. „Einn var búinn að Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 20-22 Lb.lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 20-24 Úb 6mán. uppsögn 22-26 Ab 12 mán. uppsögn 24-30,5 Úb 18mán.uppsögn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp.lb Sértékkareikningar 10-23 Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán með sérkjör- 19-34,5 Úb um Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6 7,25 Ab.Sb, Vb Sterlingspund 7,75-9 AbVb, Sb Vestur-þýskmörk 3-3,5 Ab.Sp. Vb Danskar krónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp Viöskiptavixlar(forv) (1) 36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 35-36 Úb.Vb. Sb.Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 35-39 Sp Utlan verötryggð Skuldabréf 9.5 Allir Útlántilframleiðslu Isl. krónur 31-35 Úb SDR 8-9 Vb Bandaríkjadalir 9 10,5 Vb Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýsk mork 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49.2 4,1 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala des. 1886 stig Byggingavisitalades. 344stig Byggingavísitala des. 107,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaói 5% . okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,3478 Einingabréf 1 2,484 Einingabréf 2 1,454 Einingabréf 3 1,534 Fjolþjóðabréf 1.140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,502 Lifeyrisbréf 1.249 Markbréf 1,273 Sjóðsbréf 1 1,221 Sjóðsbréf 2 1,080 Tekjubréf 1,308 HLUTABREF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130kr. Eimskip 365 kr. Flugleiðir 252 kr. Hampiðjan 136kr Hlutabr.sjóöurinn 141 kr. Iðnaðarbankinn 154 kr. Skagstrendingur hf. 186 kr. Verslunarbankinn 133 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á timmtudögum. afpanta teppi í stórt verk á mánudag- inn. En í morgun kom hann aftur og staðfesti fyrri pöntun. Verðlækkun núna hefur greinilega haft áhrif á eftirspumina,“ segir Pétur Guö- mundsson, skrifstofustjóri Litavers. „Það hefur verið hringt gríðarlega mikið í okkur eftir að við auglýstum verðlækkun á hreinlætis- og blönd- unartækjum um 15 prósent," sagði Hannes Hjartarson, afgreiðslumaður hjá Byggingavörum Sambandsins, í gær. „Það hefur selst mikið af blönd- unartækjum á þessum tveimur dögum sem afsláttur okkar hefur verið í gangi.“ Urðum að fíra verðinu niður Sjónvarpsmiðstöðin hefur auglýst 11 prósenta verðlækkun strax. „Það dugði. Salan var dottin niður en hún hefur tekiö við sér aftur. Við urðum að fíra verðinu niður strax í sam- keppninni og það er komin eðlileg desembersala aftur,“ sagði Már Elí- son, verslunarstjóri í Sjónvarpsmið- stöðinni. En hvað með þá sem boðið hafa upp á sérstakt jólatilboð í desember? „Það hefur ekki orðið neitt hrun í sölu þeirra vara sem eru á jólatilboð- um enda er þegar komin um 7 til 10 prósenta lækkun á þessar vörur vegna tilboðsins. En hins vegar hef ég orðið var við mikla minnkun í sölu á mjög dýrum hljómílutnings- tækjum. Þar hikar fólk og vill bíða. Annars finnst mér að fólk ætti að spyija sig betur út í þessar verðlækk- anir sem ríkisstjórnin boðar. Til dæmis hvor verður á undan, gengis- lækkunin eða tollalækkunin,“ sagði Birgir Skaptason hjá Japis. Við ljúkum þessu hjá fyrirtækinu VatnsvirKjanum. Það brást við með verðlækkun strax á hreinlætistækj- um og blöndunartækjum. Og hver eru viðbrögðin? „Fólk hefur greini- lega tekið við sér, það er búið að vera nóg að gera,“ sagði Ari Schröder sölumaður við DV í gær. -JGH Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur: Hef ekki trú á að gengið verði fellt um áramótin - „genginu haldið uppi með handafli“ „Fastgengisstefna ríkisstjómar- innar er oröin ansi hæpin og vegna þeirrar verðbólgu sem nú er, eðá um 30 prósent, má segja að stjórn- völd haldi genginu uppi með handafli. En að þessar breytingar á óbeinum sköttum um áramótin, sem leiða til verðlækkunar ýmissa vara, sé bein ávísun á gengisfell- ingu tel ég ekki vera. Ég hef ekki trú á að stjómvöld felli gengið um áramótin." Þannig svarar Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Verslunar- ráös íslands, spumingunni um hvort þær verðbreytingar sem í vændum eru um áramótin og tví- mælalaust em mál málanna í viðskiptalífinu í dag þýði í rauninni að stjórnvöld ætli að fella gengið um áramótin. Verðbólgan á íslandi og í viðskiptalöndunum „Það sem skiptir máli varðandi gengisfellingu er mismunurinn á verðbólgu hérlendis og í viðskipta- löndum okkar. Hann er alltaf að aukast, okkur í óhag. Það er aðeins spuming um hvenær gengið verð- ur fellt en ekki hvort, þó það gerist ekki á næstu vikum,“ segir Vil- hjálmur. Áralangt baráttumál Verslunarráðsins Að sögn Vilhjálms hefur það ve- rið áralangt baráttumál Verslunar- ráðs íslands að samræma tolla og vömgjöld þannig að ráöið fagnar þessum breytingum. „Svo að við tökum dæmi af handahófi þá er engin lógik í því að diskar séu toll- aðir sem lúxusvara á meðan matur sleppur við tolla. Þetta hefur nú verið samræmt meira." Forsendur stjórnarinnar öfugsnúnar Vilhjálmur telur að forsendur ríkisstjómarinnar um tekjur af þessum skattabreytingum og jafn- Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands. „Stjórnvöld halda genginu uppi með handafli. En að þessar breytingar á óbeinum sköttum um áramótin sé bein ávís- un á gengisfellingu tel ég ekki vera.“ framt lækkun verðbólgunnar komi nokkuð á óvart. „Dæmið gengur út á að lækka tolla, breyta vöru- gjaldinu, hækka söluskattinn og auka niðurgreiðslur stórlega. Þess- ar aðgerðir eiga að skila auknum tekjum í ríkissjóð upp á 600 milljón- ir króna. En á sama tíma er sagt að verðlag eigi að lækka, það er að framfærsluvísitalan verði óbreytt, byggingarvísitalan lækki um 2 pró- sent og lánskjaravísitalan lækki um 0,8 prósent. Þá snýst málið um það hvemig það komi heim og sam- an að ríkissjóður fái meiri skatt- tekjur af fólki en í leiðinni eigi almenningur að veröa ríkari þar sem verðbólga minnki og pening- amir í buddunni dugi betur. Þaö sýnir best inn á hvaða brautir menn eru komnir í rökum og því er eðlilegt að menn spyiji hvort ekki sé rétt að halda rösídega áfram á sömu braut," segir Vilhjálmur Egilsson. -JGH FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Starfsmenn hjá Smith og Norland hf. höfðu í nógu að snúast við að taka þvottavélar úr gámi í gær. Ný sending og roksala. DV-mynd KAE Saga úr einni verslun: Tvö hundruð þvottavélum ekið út á þremur „Hér hefur ríkt geðveikisástand. Við erum búin að vera sex í afgreiðsl- unni og ekki haft undan. Sem dæmi höfum við selt vel á annað hundrað þvottavélar frá því á laugardaginn og með þeim sem höfðu keypt nokkr- um dögum áður, þá höfum við ekiö um 200 þvottavélum út til kaupenda á síðustu þremur dögum,“ sagði Guðmundur Haraldsson, sölumaður hjá Smith og Norland hf., en þvotta- vélar eru á meðal þeirra hluta sem eiga að hækka í verði um áramótin samkvæmt ákvörðun fjármálaráðu- neytisins. Hækkunin nemur um 15 prósentum. ísskápar og uppþvottavélar eiga líka að hækka í verði um 15 prósent dögum og segir Guðmundur að þeir hafi selt grimmt af þessum vörum. „Það fara um 30 til 40 ísskápar á dag og salan á uppþvottavélum er líka með ólík- indum. Við áttum 23 vélar af einni tegund uppþvottavéla hjá okkur í gærmorgun, en um hádegið, fjórum klukkustundum síðar, voru þær all- ar seldar." Að sögn Guðmundar hafa þurrkar- ar selst ágætlega þrátt fyrir að þeir eigi að hækka í verði um áramótin. „En það eru jafnframt dæmi um marga er höfðu hugsað sér að kaupa bæði þvottavél og þurrkara fyrir jól- in en kaupa aðeins þvottavélina og ætla að láta þurrkarann bíða.“ -JGH Gífurlega mikið hringt Fólk hringir nú gífurlega mikið í verslanir til að spyijast fyrir um verð vara sem rætt er um að lækki og hækki eftir áramótin. Mörgum kaup- mönnum finnst að sá listi sem íjármálaráðuneytið hefur sent frá sér um einstakar vörur sé ekki nægi- lega tæmandi og því beri á því að fólk sé hálfringlað yfir breytingun- um. Sem dæmi má nefna að á listanum stendur að íþróttavörur lækki í verði eftir áramótin um 10 til 40 prósent. Þegar svo fólk hringi og spyrji nánar út í málið kemur í ljós að verð á íþróttafatnaði og íþróttaskóm er óbreytt en ýmsar aðrar íþróttavörur lækka. Hringingar i verslanir gera því sitt gagn og best að kynna sér allar verð- breytingar í botn þessa dagana. -JGH Eykst salan í fötum og bókum? Ýmsir kaupmenn, sem DV ræddi við í gær, töldu ekki óeðlilegt að jóla- salan í verslunum breyttist þá 13 daga sem eftir væru til jóla vegna yfirlýsingar ríkissjómarinnar um verölækkun ýmissa vara um ára- mótin. Spáðu menn því helst að fatnaður og bækur yrðu vinsælli jólagjafir en ella en óbeinir skattar á þessum vömm breytast ekki um ára- mótin og því lækka þær ekki. Eins spáöu sumir því aö fólk, sem hefði ákveöið að gefa sjálfu sér myndbandstæki, hljómflutningstæki eða sjónvarp í jólagjöf, frestaði þess- um jólagjöfum fram í janúar. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.