Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. 47 dv Fólk í fréttum Jón Múli og Jónas Ámasynir Jón Múli og Jónas Arnasynir hafa verið í fréttum DV vegna ný- útkominnar hljómplötu með lögum Jóns Múla við texta Jónasar Árna- sonar. Jón Múh er fæddur 31. mars 1921. Hann varð stúdent frá MR 1940, lauk prófi í forspjallsvísind- um og efnafræði frá HÍ 1941, var við nám í trompetleik og tónfræði við Tónlistarskólann í Reykjavík. Jón var útvarpsþulur 1946-1986. Hann var í Nordjazz-ráði 1974-1978 og í Útvarpsráði 1978-1982. Jón Múh er höfundur söngleikjanna Deleríum búbónis, 1961, og Járn- haussins, 1965. Hann gerði líka sönglögin í Rjúkandi ráði, 1959, og Allra meina bót, 1961. Fyrsta kona Jóns var Þórunn Gyð- ríður Einarsdóttir, f. 7. október 1924. Foreldrar hennar voru Einar Scheving Thorsteinsson kaup- maður og kona hans, Hólmfríður Albertsdóttir. Dóttir þeirra er Hólmfríður, f. 6. ágúst 1947, vinnur við matvælagerð. Onnur kona Jóns var Guðrún Jóna Einarsdóttir, f. 25. mars 1926, systir Þórunnar. Dætur þeirra .eru Ragnheiður Gyða, f. 15. janúar 1957, við nám í félagsvísindum í Sorbonne í París, Oddrún Vala, f. 3. október 1962, nemur leðurgerð í London. Þriðja kona Jóns er Ragnheiður Ásta Pét- ursdóttir, f. 28. maí 1941. Foreldrar hennar eru Pétur Pétursson út- varpsþulur og kona hans, Ingibjörg Bima Jónsdóttir. Dóttir Jóns og Ragnheiðar er Sólveig Anna, f. 29. maí 1975. Jónas er fæddur 28. maí 1923. Hann varð stúdent frá MR 1942 og nam síðan við HÍ og í Bandaríkjun- um. Jónas var blaðamaður við Fálkann og Þjóðviljann. Hann var ritstjóri Landnemans og sjómaður 1953-1954. Jónas var gagnfræða- skólakennari í Neskaupstað, Flensborg og Reykholti. Hann var alþingismaður 1949-1953 og 1967-1979. Jónas hefur m.a. samið eftirtaldar bækur og leikrit: Fólk, 1954, Sjór og menn, 1956, Fughnn sigursæli 1957, Vetumóttakyrrur 1957, Deleríum Búbóns, 1961, (ásamt Jóni Múla), Tekið í blökk- ina, 1961, Sprengjan og pyngjan, 1962, Syndin er lævís og lipur, 1962, Undir Fönn, 1963, Járnhausinn, 1965, Þið munið hann Jörund, 1970, Skjaldhamrar, 1975, Valmúinn springur út á nóttinni, 1978, og Halelúja, 1981. Kona Jónasar er Guðrún Jónsdóttir, f. 22. september 1923. Foreldrar hennar voru Jón Bjamason, héraðslæknir á Klepp- jámsreykjum í Borgarfirði, og kona hans, Anna Kristín Þorgríms- dóttir. Börn þeirra eru, Jón, f. 8. október 1945, skrifstofustjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, giftur Þór- dísi Thoroddsen, Ingunn Anna, f. 30. ágúst 1948, gift Engilbert Guð- mundssyni, rekstrarráðgjafa hjá Danida í Tanzaníu, Ragnheiður, f. 8. febrúar 1950, gift Unnari Þór Jón Múli og Jónas Arnasynir. Böðvarssyni, skólastjóra í Reyk- holti, Birna Jóhanna, f. 18. mars 1956, gift Hákoni Bjarnasyni, b. í Haga á Barðaströnd, og Árni Múli, f. 14. maí 1959, lögfræðinemi. Syst- ur Jóns og Jónasar eru, Valgerður, f. 8. desember 1918, var gift Óla Hermannssyni lögfræðingi, Guð- ríður, f. 26. maí 1925, gift Jóhannesi Valdimarssyni, leigubhstjóra í Rvík, Ragnheiður, f. 26. maí 1925, var gift Richard Nicholas, veðurat- hugunarmanni í Bandaríkjunum. Foreldrar Jóns Múla og Jónasar voru, Árni Jónsson frá Múla, al- þingismaður í Rvík, og kona hans, Ragnhildur Jónasdóttir. Faðir Árna var Jón, alþingismaöur í Múla í Aðaldal, bróðir Sigríðar, langömmu Sveins Skorra Hösk- uldssonar prófessors. Jón var sonur Jóns, skálds á Helluvaði í Mývatnssveit Hinrikssonar, b. á Heiðarbót í Reykjahverfi í Aðaldal Hinrikssonar. Móðir Hinriks var Katrín Sigurðardóttir. Móðir Katr- ínar var Þórunn Jónsdóttir „harða- bónda“ í Mörk í Laxárdal Jónssonar, forfóður Harðabónda- ættarinnar. Móöir Jóns í Múla var Friðrika Helgadóttir, b. á Skútu- stöðum í Mývatnssveit, Ásmunds- sonar, forfoður Skútustaðaættar- innar. Móðir Áma í Múla var Valgerður Jónsdóttir, b. og þjóð- fundarmanns á Lundarbrekku, Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, forfóöur Reykja- hlíðarættarinnar. Móðir Valgeröar var Kristbjörg Kristjánsdóttir, b. á Illugastöðum í Fnjóskadal, Jóns- sonar. Móðurbróðir Jóns og Jónasar var Helgi frá Brennu. Ragnhildur var dóttir Jónasar, steinsmiðs í Rvík, Guðbrandssonar, sjómanns í Rvík, Guðnasonar, b. í Reynisholti í Mýrdal, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Guðný Jónsdóttir, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Jóns- sonar, sýslumanns í Holti í Mýrdal, Sigurössonar. Móðir Jóns var Kristín Eyvindsdóttir, „duggu- smiðs“ Jónssonar, langafa Jóns í Dúðu, langafa Magnúsar Kjarans stórkaupmanns. Móðir Guðnýjar var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Nikulásar, langafa Ehnar, langömmu Jóns Sveinbjömssonar prófessors. Móðir Jónasar var Ragnheiður Pálsdóttir, timbur- manns í Rvík, Guönasonar, sem var ættaður úr Húnavatnssýsl- unni. Móðir Ragnhildar var Guðríður Jónsdóttir, sjómanns í Rvík, Ingimundarsonar. Afmæli Eyjólfur Jónsson Eyjólfur Jónsson, umsjónarmað- ur við Miðbæjarskólann, til heimh- is að Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík, er sjötugur í dag. Eyjólfur fæddist á ísafirði og ólst upp í vesturbænum í Reykjavík, en þangað íluttu for- eldrar hans 1923. Eyjólfur hefur stundað versluharstörf lengst af en fyrir sautján árum hóf hann störf við Miðbæjarskólann í Reykjavík þar sem hann hefur veriö umsjón- armaður síðan. Kona Eyjólfs er Guðbjörg, f. 21.11. 1922, dóttir Ásgeirs, kaupmanns í Þingholtsstrætinu, Ásgeirssonar, og konu hans, Kristínar Matthías- dóttur, prests í Grímsey, Eggerts- sonar. Gúðhjörg er systir Sólveig- ar, konu Péturs Sigurgeirssonar biskups. Eyjólfur og Guðbjörg eiga fimm börn: Jón Ásgeir, tannlæknir í Garðabæ, f. 1946, er giftur Margréti Teitsdóttur, húsmóður og röntgen- tækni, en þau eiga einn son, Eyjólf Örn; Atli læknir, f. 1953, er í fram- haldsnámi í skurðlækningum í Svíþjóð, giftur Láru Friðjónsdóttur húsmóður og hjúkrunarfræði- Auður Haralds rithöfundur, sem um þessar mundir dvelur við skriftir í Rómarborg er fertug í dag. Auður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún byrjaði snemma að starfa við Efnalaugina Stjörn- una, sem móðir hennar rak, á Laugarvegi 73. Auður var rúmlega þrítug þegar hún hóf rithöfundar- ferh sinn. Fyrsta bók Auðar, Hvunndagshetjan, kom út 1979, en síðan þá hafa komið út tíu bækur eftir hana. Hinar eru: Læknamaf- ían, 1980; Hlustið þér á Mozart? 1982; Elías, 1983; Elías í Kanada, 1984; Baneitrað samband á Njáls- götunni, 1985; Elías á fullri ferð, 1985; Elías, Magga og ræningjamir, 1986; Elías kemur heim, 1987; og Ung, há, feig og ljóshærð, 1987. Auk þess hefur hún skrifað pistla í dag- blöð. Auður á þrjú börn: Símon, f. 1967, en hann starfar við loftpressu hjá Símoni Símonarsyni; Daníel, f. 1971, er í móðurhúsum; og sömu- nema, en þau eiga tvö börn, Margréti Láru og Björn Ásgeir; Hafsteinn, tannsmiður í Reykjavík, f. 1955, er giftur Önnu Dóru Þor- geirsdóttur, húsmóður og starfs- manni í Útvegsbankanum, en þau eiga einn son, Sturlu Má; Haukur, matreiðslunemi í Reykjavík, f. 1957, er giftur Guðrúnu Vilhjálmsdóttur húsmóður en þau eiga tvær dætur, Hrefnu Björg og Veru Björt; Krist- ín, húsmóðir í Reykjavík, er gift Gunnari Þorlákssyni húsasmíða- meistara, en þau eiga tvö börn, Atla Geir og Guðbjörgu Kristínu. Eyjólfur átti sex systkini, en tvö þeirra eru látin. Systkini hans á lífi eru: Elín, húsmóðir í Reykjavík; Elísabet, sem lengi var húsvöröur við HÍ; Böðvar, málarameistari í Reykjavík; Guðmundur, sem lengi var farmaður hjá Eimskipafélag- inu. Foreldrar Eyjólfs: Jón, gullsmið- ur á ísafirði og síðar í Reykjavík, Eyjólfsson, og kona hans, Bryn- hildur Pétursdóttir. Föðurafi Eyjólfs var Eyjólfur, prestur á Mel- graseyri við ísafjörð og að Árnesi leiðis Sara, f. 1974. Auður á hálibróður, sammæðra, Benny Hrafn Magnússon, sem er vélstjóri í Kópavogi, f. 1925, og hálf- systur, samfeðra, sem er húsmóðir í Hafnarflrði, f. 1936. Alsystir Auð- ar er Elly Haraldsdóttir Palmara, húsmóðir í Rómaborg, f. 1941, en hennar maður er Dominico Palm- ara og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Auðar: Haraldur pípu- lagningameistari Salomonsson, f. 2.10.1908, d. 3.7.1971, og Elly Lars- en Salomonsson, f. á Sjálandi, 23.2. 1905. Móðurforeldrar Auðar voru Christian Larsen skógarfógeti og kona hans, María Larsen. Föður- foreldrar Áuðar voru Salomon, b. í Drápuhlíð í Helgafellssveit og víð- ar, Sigurðsson, og seinni kona hans, Lárusína Lárusdóttir Fjeldsted í Kolgröfum í Eyrarsveit. Hálfbróðir Haralds var Helgi Hjörvar, rithöfundur og útvarps- maður, en albræður Haralds voru Lárus lögreglumaður, glímumaður Eyjólfur Jónsson. í Trékyllisvík, Jónsson, silfursmiðs að Kirkjubóh við Skutulsfjörð, Þórðarsonar á Kjama í Eyjaíirði, Ásbjörnssonar. Föðuramma Ey- jólfs var Elín Ehsabet Björnsdóttir. Móðurforeldrar Eyjólfs voru Pétur, prestur á Stað í Grunnavík, Þor- steinsson og Vigdís Einarsdóttir úr Aðalvík. Eyjólfur verður ekki heima á af- mælisdaginn. Auður Haralds. og hagyrðingur; Pétur Hoífmann, formaöur í Selsvör; Gunnar Ursus aflraunamaður; og Lúther, pípu- lagningamaður í Kópavogi. Sigurð- ur, langafi Auðar, var b. í Miklholti í Hraunhreppi í Mýrasýslu, sonur Horna-Salómons. Auður Haralds Engilbert Hannesson Enghbert Hannesson, b. og hreppstjófi á Bakka í Ölfusi, er sjö: tugur í dag. Engilbert fæddist á Bakka og ólst þar upp hjá foreld- rum sínum. Enghbert var á Héraðsskólanum á Laugarvatni 1938-39. Hann var við búfræðinám á Hvanneyri frá 1939 og útskrifað- ist þaðan 1941. Engilbert keypti Bakka II af fóður sínum 1944 en hann hefur verið bóndi á Bakka síðan. Kona Engilberts er Ragnheiður, f. á Breiðabólstað á Síðu 7.5. 1916, dóttir Jóhanns, b. á Núpum í Ölf- usi, Sigurðssonar, og fyrri konu hans, Ragnheiðar Helgadóttur, sem lést 1916 en hún var systir Helga Bergs eldri. Seinni kona Jóhanns var Jóhanna Magnúsdóttir. Engilbert og Ragnheiður eiga þijár dætur: Jóhanna Ragnheiöur, f. 1945, er skrifstofudama og hús- móðir í Hafnarfirði, en hún á þrjú börn; Valgerður Hanna, f. 1947, er fóstra og húsmóðir í Reykjavík, en hún á tvö börn; Guðmunda Svava, f. 1952, er húsmæðrakennari og stundar nám í manneldisfræöum í Kanada. Engilbert á tvær systur og tvo bræður: Guðrún Lovísa er hús- móðir í Hverageröi; Jóna María er húsmóðir í Hveragerði; Magnús er múrari í Hveragerði; og Guðmund- Engilbert Hannesson. ur er smiður hjá Ármannsfelli í Reykjavík. Foreldrar Engilberts voru Hann- es, b. á Bakka, Guömundsson, f. 23.11. 1885, d. 10.12. 1958, og kona hans, Valgerður Magnúsdóttir, f. 2.9.1887, d. 4.11.1954. Föðurforeldr- ar Engilberts voru Guðmundur, b. á Þorgrímsstöðum í Ölfusi, Jóns- son, og kona hans, Herdís frá Hjalla, Hannesdóttir. Móðurfor- eldrar Engilberts voru Magnús, b. á Ytri-Þverá í Ölfusi, Jónsson, og kona hans, Katrín Freysteinsdótt- ir. Engilbert og Ragnheiður munu taka á móti gestum í félagsheimili Ölfusinga á föstudagskvöldið frá kl. 13-23. 85 ára______________________ Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda er áttatíu og fimm ára í dag. Hann dvelur nú á sjúkrahúsinu á ísafirði. Árni Ágúst Sig’urðsson verkamaður, Yrsufelli 9, Reykjavik, er fimmtugur í dag. * 40 ára 80 ára Ólafía Sigurþórsdóttir, Efri-Rauða- læk, Holtahreppi, er áttræð í dag. 70 ára________________________ Egill Guðjónsson vélsmiður, Eyrar- götu 2, Suðureyrarhreppi, er sjötugur í dag. 60 ára Friðgeir Kristjónsson, Heiðmörk 55, Hveragerði, er sextugur i dag._ 50 ára Erlingur Jónasson, Hraunholti 1, Ak- ureyri, er fimmtugur í dag. Kristján Gunnarsson, Leirubakka 18, Reykjavík, er fertugur í dag. Ludvig B. ögmundsson, Dverghölti 9, Mosfellsbæ, er fertugur í dag. Marta Guðlaugsdóttir, Reynigrund 14, Akranesi, er fertug í dag. Kristín Sigurðardóttir, Hraungerði 4, Akureyri, er fertug í dag. Andlát Óla Óladóttir lést í Landspítalan- um 8. desember. Steinunn Eiríksdóttir frá Berg- hyl, Langeyrarvegi 14, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 8. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.