Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Spumingin Ert þú búinn aö kaupa jólamatinn? Inga Guðmundsdóttir: Nei. Ætli ég verði ekki hjá einhveiju bamanna. Lesendur I Kringlunni. Séö yfir kaffihús Myllunnar á 2. hæð. í Kringlunni á laugardegi: Of snemmt að loka kl. 4 Unnur Þórðardóttir: Nei, ég hugsa að ég kaupi eitthvað í dag eða á morg- un. Þórður Bergmann: Nei, það er ekki búið. Ætli það verði ekki bara rétt fyrir jól. Rúnar Vilhjálmsson: Nei, ég er ekki búinn að því. Við munum væntan- lega gera það í næstu viku eða svo. Sigrún Júlíusdóttir: Nei, ekki ennþá - er aö hugsa um að gera það í dag. Sigfús Þorgrímsson: Nei, ég er svona hálfnaður. Guðm. Árnason skrifar: Við hjónin fórum í verslunarmið- stöðina Kringluna laugardaginn 5. des. sl. Þar var margt um manninn eins og gera má ráð fyrir. Við komum þarna kl. tæplega þijú. Ekkert mál var að finna bílastæði, fólk er aö koma og fara í sífellu og þótt maður þurfi að bíða, kannski 2-3 mínútur eftir því að einhver fari úr einhverri bílaálmunni (t.d. á neðri hæð), þá er það ekkert til að tala um. Sumir voru þó mjög spenntir, flaut- uöu og blikkuðu ljósum, ef það mætti verða til að fá fyrr stæði eða komast fram fyrir aðra. En það hjálpar auð- vitað ekkert og sýnir bara þessa feikna frekju og yfirgang sem mjög margir íslendingar eru haldnir og hefur ágerst mjög. Við vorum komin inn svona 10 mín. yfir 3 og byrjuðum að ganga um og átta okkur á helstu verslunum því við höfum ekki komið þarna nema einu sinni áður og þá rétt inn í neðra anddyrið. Eftir aö hafa farið upp á aðra hæð sáum við að þar myndi vera upplagt að fá sér kaffi í mjög snyrtilegu umhverii og gerðum það. Mjög skemmtilegur veitingastaður með ótrúlegt úrval af brauði og öðru meðlæti. Þarna sátum við svo þar til við allt í einu uppgötvuðum að klukkan var orðin rúmlega hálffjög- ur. Það var ekki seinna vænna að standa upp og það gerðum við. - En því miður - klukkan var orðin of margt og við náöum ekki nema í eina búö og ná í einn tíunda hluta af því sem við ætluðum að kaupa. Þaö varð því lítið úr verslun í Kringlunni þennan laugardagseftirmiðdag. Við héldum bæði að þennan laugardag væri opið til kl. 6. Við þessu var svo sem ekkert að gera. Hins vegar fannst okkur fárán- legt að loka heilli verslunarsam- stæðu þar sem voru saman komin mörg hundruð manns til þess að versla. Hvers vegna í ósköpunum er ekki veitt heimild til aö hafa opið þarna lengur en til til 4 á laugardög- um yfirleitt? Meira aö segja kafflstaðnum, sem við vorum á, var líka lokað kl. 4 þótt það sé mikill grundvöllur fyrir því að hafa hann opinn mun lengur fyrir fólk, sem búið er að versla og vill fá sér einhveija hressingu á eftir! Það hlýtur að vera einhver skemmdar- starfsemi í gangi varðandi þennan opnunar/lokunartíma sölubúða á ís- landi. Hvergi annars staðar í heimin- um er lokað á laugardögum kl. 4 að deginum. Þetta þekkja allir þeir sem hafa verið annars staðar í veröldinni. Ég tók eftir því að mikið af verslun- arfólki, sem var við störf í Kringl- unni þennan eftirmiðdag, var fólk sem hafði verið fengið sérstaklega til vinnu, fólk sem gjaman vildi vinna sér inn aukatekjur. Og er eitthváð rangt við það? Þetta er svona líka í flestum greinum, t.d. í fiskvinnslu og þykir ekki nema sjálfsagt. En það er ekki nóg að segja sem svo: Ja, næsta laugardag verður nú opið til kl. 6. Þetta þarf að vera þann- ig alla laugardaga. Það eru dagar sem fólk vill nota til að gera innkaup og skoða vöruúrval í verslunum. Kringlan er einmitt tilvalinn staður til þess. Tíðar endur- sýningar bíómynda á Stöð 2 Áskrifandi Stöðvar 2 skrifar: Dagskrá Stöðvar 2 hefur farið gíf- urlega í taugarnar á mér undanfam- ar vikur og í dag er í raun þannig komiö að ég sé hálfpartinn eftir því að hafa látið glepjast og keypt mynd- lykil. Því var haldiö fram af forráða- mönnum Stöðvar 2 í haust að ís- lenskt efni myndi aukast til muna í dagsrkágerð Stöðvar 2 en við þau orð hefur ekki verið staðiö. íslenskt efni er í algjöm lágmarki og alveg skammarlega lítið. Tíðar endursýningar bíómynda em alveg óþolandi og ég vil fá að vita hvers vegna er verið að endur- sýna bíómyndir dag eftir dag. Ég er hræddur um að forráöamenn Stööv- ar 2 yröu ekki ánægðir ef þeir fengju vikugömul dagblöð send heim til sín oft í hveijum mánuði. Tímasetningar á dagskrárliðum hafa fariö úr böndunum. Sportpakk- inn á þriðjudagskvöldum hefur til að mynda verið sýndur á öðmm tíma en auglýstur hefur verið í dagskrá. Sömu sögu er að segja um Dallas. Ég vil skora á forráðamenn Stöðvar 2 aö auka íslenskt efni í dagskránni og fækka endalausum endursýning- um á bandarískum bíómyndum. Eg óska eftir svari frá Stöð 2 við eftirfar- andi spumingum: - Hvers vegna er veriö aö endur- sýna bíómyndir æ ofan í æ? - Stendur til að auka íslenskt efni á Stöð 2? - Má í framtíðinni taka mark á. tímasetningum í auglýstri dagskrá Stöðvar 2? Litia-Hraun. Bréfritari mælir meö deildaskiptingu þar. Fangelsismál á íslandi: Deildaskipting er aðkallandi Skjólstæðingur skrifar: (þ.e.a.s. fyrlr fyrsta afbrot) til sí- árangri vegna flárskorts og skipu- Þaö sem lyftir upp skammdegis- brotamanna og eiturlyfjaneytenda. lagsleysis. Ég vona innilega að hjúpnum og gefur manni örlítinn En hvers vegna em öll fangelsi í umdrædd deildaskipting veröi að ljósgeisla, nú 1 byrjun desember- landinusvonay£irftiU?-Einaskýr- veruleika en koðni ekki niður í mánaðar, er sú umræða sem inguna tel ég vera þá að í byijun kerfinu eins og oft áður. skapast hefur um fangelsismál á fangelsisvistunar fá þessir menn Eftiraðhafahlustaðáumræöuna íslandi. Ástæðan fyrir þessum orð- ekki tækifæri til að bæta sig. - Með um þessi mál í sjónvarpinu sl. um minum er sú að ég er ein af þessum orðum á ég ekki við að af- föstudagskvöld held ég að viö get- þeim ólánsmanneskjum í þjóðfé- brotamönnum beri ekki að taka út um verið nokkuð bjartsýn hvaö laginusemhefþurftaöhorfaáeftir sína refsingu, heldur það aö ekki þetta mál varðar. - Ég vil þakka manni mínum á þessa líka hryggð- er sama hvemig að aiþlánuninni Guöraundi Ágústssyni fyrir að arstofnun sem er Ldtla-Hraun. er staðið. vekja upp umræðu um þessi raál Maður hafði oft heyrt ófagrar lýs- Þeir eru settir þama inn á svo- og vonandi eigum við fljótlega eftir ingar á þessum staö en aö svona kallaða betrunarvist eöa vinnu- að sjá árangur af starfi hans. - stofnun væri til á íslandi árið 1987, hæli en hvomgt stendur undir Það hlýtur að vera hagur okkar óraði raig ekki fyrir. Ég gæti skrif- nafni því mennimir fá mjög tak- allra aö þessir menn komi betri að langa og mlöur fallega sögu um markaöa vinnu og því síður „betr- menn út eða a.m.k. eki verri og tel þaö umhverfl, sem þessir menn un“. ég deildaskiptingu á Litla-Hrauni sem þama eru þurfa aö búa viö, Á meðan sú regla gildir í þessum vera stórt skref í þá átt. í því haröa og þá um leiö það sera aöstandend- málum aö „eitt skuli yfir alla þjóðfélagi sem við lifum nú í er ur þeirra þurfa aö horfa upp á. ganga“, hvort sem hegöun þeirra staðreyndin sú að enginn veit hver Þaö sem mér finnst sérstaklega er góö eðaslæm, er ekki von á góðu. er næstur og held ég aö viö ættum grátlegt aö horfa upp á, og get bara Þaö veröur að reyna aö byggja aö hafa það hugfast og hætta að ekki sætt mig við, er hvað seint þessa menn upp og hjálpa þeim að útiloka okkur frá þessum málum gengur að koma á deildaskiptingu veröa nýtir og góöir þjóöfélags- eins og gert er í dag. á Litla-Hrauni. Þama era, eins og þegnar. Aö endingu legg ég til að eitt af flestir vita, menn með misjafnan Eg er ekki að vanvirða þá hjálp nýársheitum Alþingis á komandi bakgrunn. AUt frá því aö vera fjöl- sem mennimir fá í dag, heldur ári veröi: Deildaskipting á Litla- skyldumenn með hreina sakaskrá benda á aö hún nær ekki tilskildum Hrauni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.