Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 38
‘50 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Menning Leðurjakkar og spariskór. Höfundur: Hrafnhildur Valgarðsdóftir. lltgefandi: Æskan 1987. Leðurjakkar og spariskór er önn- ur bók Hrafnhildar Valgarðdóttur, sú fyrsta heitir Kóngar í ríki sínu. Æskan verðlaunar þessa sögu í tií- efni bamaárs 1985. Gjaðværtfólk Öm í 8. bekk er skotinn í Gerði bekkjarsystur sinni, það er Tóti besti vinur hans einnig og reyndar fleiri. Hættulegasti keppinauturinn er Þorgeir, boli úr 9. bekk. „Hörku gæ, alltaf í Ijósum og líkamsrækt." (16) Örn og vinir hans eru eins og „hundaskítur" við hlið þessa hraustlega kropps í sundi. Barátt- an um hylli Gerðar myndar rauðan þráð í gegnum söguna enda er Gerður eftirsóknarverð. Hún er sjálfsöragg, sniðug og skemmtileg stelpa sem er auk þess „miklu meira en sæt“. Margt fleira fólk kemur við sögu, bæði skólafélagar og fullorðnir. Nína fína er fígúran í bekknum, máluð og sívælandí. Júlli er gæinn hennar, leðurklædd- ur töffari sem notar misjöfn meðul í samskiptum við vini sína. En þeir bekkjarfélagamir eru svona um það bil að vaxa upp úr fermingar- jökkunum. Foreldrar Amar eru léttiynt fólk og einkennist heimilis- lífið þar af mikilli glaðværð og Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir gagnkvæmum skilningi á heldur fáum samverustundum fjölskyld- unnar. Amma og afi Tóta eru líka kómískar persónur; afi haldinn sjónvarps- og tölvudellu og amma hundleið á honum skráir sig í skóla vegna þess aö hún „treystir sér ekki til að deyja án stúdentsprófs“. (145) Allt þetta fólk verður lifandi og forvitnilegt í sögunni. Nýjarbækur G)I.Fl G'RONDAL SKYLDU ÞEIR ROA I DAG ? A :VI DAGAR TÓMASAR ÞORVALDSSONAR IjTGERÐARMANNS Skyldu þeir róa i dag? eftir Gylfa Gröndal. Tómas Þorvaldsson hefur lifað tímana tvenna. Kornungur gerðist hann sjómaður en síðar umsvifamik- ill útgerðarmaður. Þetta seinna bindi hefst á hernámsárunum, þegar út- gerð lagðist að mestu niður í Grinda- vík og setuliðsvinnan var í algleymingi. Síðan tekur við frásögn af óvenju farsælu og hetjulegu starfi björgun- arsveitarinnar Þorbjörns í Grinda- vík. Sagt er á eftirminnilegan hátt frá Clam-strandinu fræga og fleiri skipssköðum. „Ég er nú að nokkru lagstur til hlés,“ segir Tómas. „Enn er þó hug- urinn sem fyrr bundinn sjónum og á hverjum morgni vakna ég með sömu spurninguna á vörum: Hvernig er veðrið? Skyldu þeir róa í dag?“ í bók- inni eru 80 myndir. Verð kr. 2.250. Ævisaga Jónasar Kristjáns- sonar læknis Náttúrulækningafélag íslands gef- ur út ævisögu Jónasar Kristjánsson- ar læknis, í tilefni af 50 ára afmæli ■ Télagsins, enda er á engan hallað þótt hann sé talinn helsti brautryðj- andi náttúrulækningastefnunnar hér á landi. Ævi Jónasar var viðburðarík frá því hann, bam að aldri, missti móður sína og hét því að verða læknir. Hon- um tókst að brjótast til mennta og verða vinsæll læknir í tveimur erfið- um og víðlendum héruðum, Fljóts- dalshéraði og Skagafirði. Eftir að hann lauk embættisstarfi sínu sem læknir hóf hann á fullum krafti nýtt starf að náttúrulækningamálum. Hann var ötull að boða betri lífs- hætti og lifði að sjá óskadraum sinn, Heilsuhæli NLFÍ, rísa. Saga Jónasar er fróðleg heimild um upphaf nátt- úrulækningastefnunnar hér á landi og hugrenningar frumkvöðuls. Hún er rituð á síðustu æviárum Jónasar á ofanverðum sjötta áratugnum en Jónas lést árið 1960, tæplega níræð- ur. Sagan greinir frá uppvexti Jónasar og ævintýmm í æsku, á skólaárum, á ferðalögum og í starfi. Benedikt Gíslason frá Hofteigi rit- aði söguna að mestu og byggist verk hans fyrst og fremst á minningum Jónasar um bemsku hans og starfs- ár. Bókin er 160 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. Bókin er prentuð í Prentstofu Guðmundar Benedikts- sonar og bundin í Amarfelli. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Dreifingu bókarinnar annast bóka- útgáfa Amar og Örlygs. Verð kr. 1.890. Konur og völd Reykjavíkursaga í bók þessari er á hispurslausan hátt fjallað um kerfið sem allir vita af en enginn þekkir til hlítar og eigi síður um stjómmálamennina og þá róm- uðu athafnamenn sem stjóma á bak við tjöldin þó að aðferðir þeirra séu ekki alltaf í góðu samræmi vð það lýðræði sem bömum er kennt um í skólunum. Og ástalífið, sem hér greinir frá, er heldur ekki í miklu samræmi við framtíðardrauma sak- lausra stúlkna. Verð kr. 1.494. Verum viðbúin vetrarakstri yUJHXÐW Hraínhildur Valgarðsdóttir tekur við verðlaunum fyrir bókina „Leðurjakkar og spariskór" úr hendi Hilmars Jónssonar. Veikir hlekkir Litríkasti persónuleiki sögunnar er Sindbað sæfari. Aðalsögufléttan byggist upp í kringum þennan ótta- lega mann sem Örn kynnist fyrir tilviljun. Sindbað er utangarðs- maður og drykkjusvoli sem lokar Örn inni hjá sér og þvingar hann til að hlusta á hetjuraunir sínar. Hótunarbréf undir nafni Sindbaðs hræða nærri því líftóruna úr Emi og standa nokkrir félagar hans á bak við hrekkinn. Hér fmnst mér veikasti hlekkur sögunnar vegna þess að mjög ótrúlegt er að strákur á 15. ári bregðist við slíku eins og hann gerir, þ.e.a.s. eins og bam. Annar veikur hlekkur er varðandi átök Lúlla og Arnar eftir níðings- bragð sem Lúlli beitir Öm snemma í sögunni. Svo alvarlegt mál væri varla gleymt og fyrirgefið í einu vetfangi án uppgjörs eða eftirmála nema Orn væri hreinlega skaplaus. Það er hann hins vegar ekki heldur kemur fram sem sannfærandi og skemmtileg persóna nema varð- andi þetta tvennt. * Glettinn höfundur Stíll Hrafnhildar er sérlega lífleg- ur og henni tekst ágætlega að halda athygli lesanda bókina út í gegn. Hér er sagt frá skólalífi, heimilis- lífi, daglegu amstri og ástarskotum unglinganna án þess þó að kafað sé verulega undir yfirborðið. Höf- undurinn hefur greinilega gaman af að segja sögu og þekkir heim unglinganna. Málið er fjörlegt og fallegt og alls staðar skín glettni höfundar í gegnum textann en um leið hlýja og virðing fyrir þessum hópi sem hún er að skrifa fyrir. Utlit bókarinnar er mjög til fyrir- myndar. Þetta er ein best hannaða kápa sem ég hef séð lengi á bama- eða unglingabók. HH Kvikmyndir Stórfótur í Draumalandi - Spielberg-jólamyndir í Laugarásbíói Laugarásbíó mun í ár sýna tvær jólamyndir þar sem meistari Spiel- berg leggur hönd að verki. Annars vegar er það teiknimyndin „An American Tale“ eða Draumal- andið, gerð af Spielberg á þessu ári, og hins vegar ævintýramyndin Stórfótur eða „Big foot and the Hendersons", gerð af fyrirtæki Spi- elbergs. Fyrri myndin, Draumalandið, greinir frá músaíjölskyldu sem á ættir sínar að rekja til músabyggða í Rússlandi. Viöværi þar er af skornum skammti og sífeflt á ferli hungraðir kettir. Þá fréttir músa- pabbi af landi sem heitir Ameríka þar sem engir hungraöir kettir leika lausum hala. Þangað, til Draumalandsins, leggur músaíjöl- skyldan leið sína. Ekki er allt sem sýnist og lendir íjölskyldan í ýms- um ævintýram sem þó enda öll vel. Leikstjóri er Don Bluth. Sýningar á Draumalandinu hefj- ast á morgun, laugardag, og verður myndin sýnd á öllum sýningum. Stórfótur er kominn af sama prímata og maðurinn, það er að segja öpum. Myndin greinir frá Stórfæti og Henderson-fjölskyl- dunni. Stórfótur verður fyrir bíl þessarar fjölskyldu þegar hún er á ferðalagi. Telur hún víst að hann sé ekki með öpum lengur og skellir honum á þak bílsins. En það reyn- ist ekki rétt. Hinn þriggja metra hái Stórfótur er enn sprelllifandi og þar hefjast vandræðin sem myndin gengur út á. Öll em þau þó af meinlausara taginu. Leikstjóri þessarar myndar er William Dear. Aðalhlutverk eru í höndum John Lithgow, Melinda Dillon og Don Ameche. Sýningar Stórfótar heíjast næst- komandi fimmtudag, 17. desember. Músafjölskyldan sem heldur grasið grænna hinum megin við girðinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.