Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. 9 Utlönd „Falleg hugsun að stíga skrefið til fulls‘ Ólaiur Amarson, DV, Washingtoru DV náöi tali af Charles Redman, talsmanni bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. DV spuröi Redman hvort um- mæli Mikhails Gorbatsjov, í ræöunni sem hann hélt eftir að leiðtogarnir skrifuðu undir sam- komulagið um meðal- og skamm- drægar kjamaflaugar, um að nauösynlegt væri að ná samkomu- lagi um aö fækka efnavopnum og skera niður hefðbundixm herafla í Evrópu opnuðu hugsanlega dymar fyrir algjörri kjamorkuafvopnun í heiminum í sjáanlegri framtíð. Redman sagöi aö allt væri mögu- legt ef við litum fram í tímann en nú væri staðan sú að Bandaríkin treystu mjög á kjarnorkuvopn í Evrópu vegna greinilegra yfir- burða Sovétríkjanna á sviði hefö- bundinna vopna. Redman sagöi að það hefðu verið kjamorkuvopnin í Evrópu sem hefðu staöiö vörð um frið í rúmlega fjörutíu ár eöa allt frá sfðari heimsstyijöld. Redman sagöi að þótt Bandaríkin væm tilbúin til að vinna að kjam- orkuafvopnun þá gerðu menn sér jafnframt ljóst að kjamorkuvopn gegndu mikilvægu hlutverki og bætti við að innan Nató væri litið á kjarnorkuvamir Evrópu sem geysilega mikilvægar vegna yfir- burða Sovétríkjanna á sviði hefö- bundinna vopna. „Núna erum viö aö tala um að fækka um sex þúsund iangdrægum kjamaflaugum eöa um helming. Við eigum hins vegar eftir mjög öflug kjamorkuvopn sem hægt væri aö nota á vígvelli (flaugar sem ná 500 kílómetra eöa skemmra). Þessi vopn geta stutt við hefö- bundinn herafla okkar. Það næsta sem er á dagskrá er því að skoða fækkun langdrægra eldflauga og huga að niðurskuröi á hefðbundn- um herafla. Á því sviði vonumst við til að geta náð árangri í samn- ingaviðræðunum í Vínarborg á næsta ári. Einnig verða efnavopn á dagskránni. Það em þessi mál sem lögð verður áhersla á í náinni fram- tíð. Síðan verðum viö að meta stöðuna og átta okkur á því hvað er mögulegt. Það sjónarmið að við getum stigið skrefið til fufls er fal- leg hugsun. Það er draumur sem forsetinn vonar aö verði aö vem- leika en ég held að viö verðum að láta raunsæiö ráöa ferðinni í þess- um efnum,“ sagöi Redman. Redman sagði að viöræðurnar um heföbundinn herafla hefðu ve- rið í gangi í fimmtán ár en aö vonast væri til að nú kæmi skriður á máhn. Hann benti á að jafhvel Gorbatsjov hefði viðurkennt aö Sovétmenn yrðu að skera meira niður í sínum hefðbundna herafla en Bandaríkjamenn og að engin von væri um samkomulag á þessu sviði nema Sovétríkin beittu niður- skuröarhnífnum af meiri krafti en Bandaríkin. Hann sagði aö enn væri löng leið fyrir höndum og þaö yröi að koma í ljós hver niðurstaö- an yrði. Redman sagöi að það væri mögu- leiki á því nú aö Reagan og Gorbatsjov rayndu skrifa undir samkomulag í Moskvu næsta vor um fækkun langdrægra eldflauga. Hann sagði aö nú ynnu raenn aö því aö gera þennan möguleika aö veruleika. „Ekki inni í myndinni nú Ólafur Amaisan, DV, Washington; Sam Donaldson, fréttamaður ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sagði í viðtali við DV, aðspurður um um- mæli Mikhails Gorbatsjov um hin ýmsu málefni það sem af er þessum leiðtogafundi, að allir vissu hve Gor- batsjov heföi tileinkaö sér vel framkomu í sjónvarpi. Það væri hins vegar innihaldið sem skipti máli. Donaldson sagði að ljóst væri að Gorbatsjov væri sigurvegari á sviði almennra tengsla á þessum fundi. Forsetinn heföi reyndar staöið sig sæmflega en greinilegt hefði verið, þegar samningurinn var undirritað- ur, að Gorbatsjov heföi slegið Reagan út. Donaldson sagði aö reyndar skiptu svona hlutir ef til vifl ekki svo miklu máli en þeir væru þó áberandi. Einnig sagöi Donaldson að afls- herjarkjarnorkuafvopnun væri örugglega ekki inni í myndinni á þessu stigi og að sennilega styddi enginn sæmilega skynsamur maður í Ameríku shka vitleysu. Donaldson sagöist telja að heimur án kjarnorku- vopna væri nú heimur þar sem Sovétríkin réðu lögumog lofum. Sam Cylinda þvottavélar^sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. Í3ár /rQniX Hátúni 6A SiMI (91)24420 /FOnix ábyrgð Donaldson hafði miklar efasemdir um að það myndi bæta stöðuna þótt Sovétmenn fækkuðu í hefðbundnum herafla sínum í Evrópu. Benti hann á að Sovétríkin hefðu tök á að færa hreinlega hefðbundinn herafla sinn um nokkur hundruð kílómetra inn í Sovétríkin og þá hefði staöan í raun ekkert breyst. Donaldson sagði aö allsheijar- kjarnorkuafvopnun væri alls ekki ómöguleg einhvem tímann í framtíð- inni en aö núna væri shkt tal út í hött. Hann sagði að mjög æskilegt væri að draga úr hernaðarumsvifum og að allar skoðanakannanir bentu til þess að Bandaríkjamenn væru ekki lengur tilbúnir til að veija mjög miklum peningum í kjarnorku- vopnauppbyggingu. Donaldson sagði að allt benti til þess að allar afvopnunarviðræður nú væru þess eðlis að tilgangur þeirra væri að losa fjármagn frá vamarmálum og flytja það inn á önnur svið hagkerfisins. Hann sagði hins vegar að Ijóst væri að kjarn- orkuvopn, upp aö vissu marki, væru nauösynleg fyrir varnarkerfi Banda- ríkjanna. .I llUUUilUUlUL itUfe Jessop er stærsta ljósmyndavöru- verslunarkeðja í Bretlandi. Hefur nú sett á markað myndavél sem hentar öllum. a rvft Kynningarverð frá «æSBtr 2.950 með 36 mynda litfilmu og rafhlöðum. HMSI Mjög skýrar myndir. 2ja ára ábyrgð. 3 litir: svart, svart/silfrað, svart/rautt. Hlífðartaska kr. 290. Takmarkað magn fyrir jól. Quick Srfat 1 Með: sjálfvirkri filmufærslu (autowind) föstum fókus • innb. flassi ól 36 mynda litfilmu rafhlöðum Þetta er góð jólagjöf. Pöntunarsími fyrir póstsendingar 91-651414 og 623535. Símapantanir alla daga kl. 9-22. Póstversl. Príma, box 63, 222 Hafnarfjörður FÓTÓHÚSIÐ Bankastræti, simi 21556. ^ Opið kl. 9-18, laugardaga 10-18. © VISA © EUROCARD ------———-------------------------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.