Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. 49 Jarðarfarir Gunnhildur Árnadóttir lést 29. nóv- ember sl. Hún var fædd í Reykjavík 14. júní 1962, dóttir hjónanna Katrín- ar Oladóttur og Árna Garðars Krist- inssonar. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðbjörn Þorsteinsson. Þau eignuðust einn son. Útfór Gunn- hildar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Ingunn Ásgeirsdóttir lést 3. desemb- er sl. Hún var fædd 15. apríl 1914. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ingi- mar Ásgeirsson og Þorbjörg Hanni- balsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jón Egilsson. Þau hjón eignuðust þijú börn. Útfór Ingunnar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag kl. 13.30. Ragnheiður Einarsdóttir frá Höll lést í Reykjalundi 7. desember. Jarð- sett verður í Norðtungu laugardag- inn 12. desember kl. 14. Útfor Jóns Finnbogasonar frá Búð- um, Snæfellsnesi, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Tilkyimingar Jólin nálgastog jólapósturinn eykst Þaö er góð regla aö rita , jól“ á jólakveöj- ur því að margir vilja taka slik bréf frá og ekki opna þau fyrr en á aðfangadags- kvöld. Á mörgum heimilum eru sérstakir ,jólapóstkassar“. Áður fyrr voru bréf með áletruninni, jól“ ekki borin út fyrr en rétt fyrir jól en með auknu póstmagni hefur sá háttur verið aflagður. Er nú all- ur póstur borinn út jafnóðum eins og reyndar tíðkast a.m.k. í nágrannalöndun- um öllum. Fyrirlestur á vegum Hunda- ræktarfélags Islands Þriðjudaginn 15. desember nk. veröur staddur hér á landi, á vegum Hundarækt- arfélags íslands, bandarískur prófessor í líffræöi, dr. Quentin LaHam, og mun hann halda fræðslufund um hreyfmgar hundsins, The Anatomy of Movement. Dr. LaHam er mikil áhugamaður um hunda, hann er hundaræktandi og dóm- ari með réttindi til að dæma fjölmörg hundakyn, en auk þess er hann þekktur um allan heim fyrir hina lifandi og skemmtilegu fyrirlestra sína um réttar og eðlilegar hreyfmgar hundsins og hvemig þær eru samtengdar réttri lík- amsbyggingu sem og allri annarri likamsstarfsemi. Hann mun halda fyrir- lestim þriðjudaginn 15. desember á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, fundurinn hefst kl. 10 og stendur til kl. 18. Þátttaka til- kynnist til Hundaræktarfélags íslands í síma 31529 eða 44984 fyrir mánudag 14. desember. Þátttökugjald er kr. 2000 og innifalið í því verði er hádegismatur. Listajól í Gallerí Borg, Austurstræti, lýkur núna á sunnudaginn, 13. desember, sýningu tólf leirlistamanna. Þá tekur við sala á verkum hinna ýmsu listamanna, bæði í Gallerí Borg, Pósthússtræti og Austur- stræti. í Gallerí Borg verður opnunar- tíminn í desember sá sami og verslana. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrif- stofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veitt- ar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. Leikhús Leikfélag Hafnarfjarðar hefur að undanfomu sýnt gamanleikinn Spanskfluguna eftir Amold og Bach, í leikstjórn Daviðs Þórs Jónssonar. Síðasta sýning verður laugardaginn 12. desember kl. 21. Miðasala og miðapantanir em í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hægt er að panta miða allan sólarhringinn í sima 50184. Fundir Kvenfélag Neskirkju heldur jólafundinn nk. mánudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Gestir fund- arins verða sr. Guðmundur Óskar Ólafsson, sem flytur hugvekju, og frú Ragnheiður Finnsdóttir sem flytur frá- sögn. Konumar komi með smájólapakka með sér og mega taka meö sér gesti. Basar Köku- og sælgætisbasar verður í safnaðarsal Hallgrímskirkju fóstudaginn 11. desember kl. 19.. Tekiö verður á móti kökum og sælgæti á fostu- dag kl. 10-16. Allur ágóði rennur til eldhúss safnaðarþeimilisins. Tórúeikar Kór Snæfellingafélagsins í Reykjavík heldur sína árlegu jólatónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg nk. sunnudag 13. desember kl. 15. Kórinn flytur ýmis verk, m.a. eftir J.C. Bach, Mozart, Schubert o.fl. Sl. þrjú ár hefur Friðrik Sæm. Kristinsson verið söng- stjóri og Þóra V. Guðmundsdóttir annast undirleik á orgel eða píanó. Kór Snæfell- inga hvetur alla þá Snæfellinga sem búa á Reykjavíkursvæðinu að fjölmenna á þessa jólatónleika og taka meö sér gesti. Happdrætti Jólahappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu Dregið hefur verið í jólahappdrætti Kiw- anisklúbbsins Heklu. Upp komu númer 1496, 762, 733, 370 og 1332. Happdrætti SAO Drætti í 2000 miða happdrætti Samtaka gegn astma og ofnæmi, sem vera átti 7. desember sL, hefur yerið frestað til 24. desember nk. Aðalvinningurinn, Fiat Uno bifreið, er til sýnis daglega framan við Kjörgarð við Laugaveg og þar verða einnig seldir miðar meöan birgðir endast. elfosskirkja hefur nú fengið endanlegt útlit. Nýlega voru vinnupallar fjar- igðir og kom þá byggingin, fullbúin að utan, í Ijós. Þykir Selfyssingum >1 hafa til tekist og eru ánægðir með guðshús sitt. Arkitekt að kirkjubygg- gunni var Bjarni Pálsson. DV-mund Kristján Einarsson í gærkvöldi__________________________________________dv Gunnar Þorkelsson sölumaðun Ljósvakinn þægilegur Það ætti einna síst að vera hægt að biðja mig um að fylgjast með efni sjónvarps því ég er yfirleitt aldrei heima á kvöldin. Ég náði þó óvenjumiklu af dagskrá gær- kvöldsins og urðu þar fréttir fyrst- ar fyrir. Ég er mikill áhugamaður um fréttir yfirleitt, enda eina efnið sem ég vil ógjarna missa af. Mér þótti ánægjulegt, úr fréttum, að sjá góða samninga leiðtoganna og svo er eflaust uni fleiri. Frá 19:19 var gam- an að sjá viðtal við Bubba Mort- hens og síðar bróður hans, Þorlák Morthens, um málverkasýningu háns. Það eru greinilega listamenn í fjölskyldunni. Á eftir fréttum var einna athygl- isverðastur þátturinn um Matlock. Þetta er í fyrsta sinn sem ég horfi Kiýsuvíkursamtökin: Fyririiuga starfrækslu einkaskóla í Kiýsuvík Krýsuvíkursamtökin fyrirhuga að reka einkaskóla i Krýsuvík. Ætlun Krýsuvíkursamtakanna er að í skól- anum fullbúnum verði átján nem- endur. Nemendur verða á aldrinum 14 til 20 ára. í skólanum verða því bæði nemendur á grunnskólaaldri og framhaldsskólaaldri. Fyrirhugað er að skólinn verði einkum miðaður við þarfir einstakl- inga sem ánetjast hafa fíkniefnum. Krýsuvíkursamtökin hafa sent fræðslustjóra Reykjanesumdæmis erindi um stofnun einkaskóla í Krýsuvík. Fræðslustjóri hefur sent bréf til menntamálaráðuneytisins og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. í bréfi fræðslustjóra segir meðal annars: „Undirritaður hefur kynnt sér áætlanir samtakanna um skólahald- ið og telur að hér sé um að ræða framtak sem verðskuldi fullan stuðning yfirvalda skólamála. Hér með er því eindregið mælt með því að menntamálaráðh'erra falhst á er- indi Krýsuvíkursamtakanna um stofnun skólans og beiti sér jafnframt fyrir því að samtökin fái fjárveitingu á fjárlögum ársins 1988 til þess aö ráða þrjá kennara að skólanum frá 1. ágúst 1988 að telja.“ Krýsuvíkursamtökin ætla að vígja Krýsuvíkurskóla og kapellu 19. des- ember. Sigurður Guðmundsson, settur biskup, mun vígja kapelluna. Ætlun Krýsuvíkursamtakanna er aö reka í Krýsuvík uppeldis- og fræðslu- stofnun fyrir unglinga sem farið hafa illa vegna fíkniefnaneyslu. í þessum mánuði fara samtökin af stað með áheitasöfnun. Sendir verða gíróseðlar inn á hvert heimili. Ekki er um happdrætti að ræða heldur áheit. Þeim peningum, sem safnast með þessum hætti, mun verða varið til aö standa straum af kostnaði við rekstur uppeldis- og fræðslustofnun- arinnar. -sme á hann frá upphafi til enda og vildi ég gjaman að mér gæfist oftar tími til þess. Ég lét þetta nægja af sjón- varpsglápi í bili. Ég hlusta yfirleitt ansi mikið á útvarp og Bylgjan finnst mér best af afþreyingarrásunum. Brávalla- götuhjónin eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars hlusta ég mikið á gömlu gufuna og ástæða er aö geta þess að mér finnst fréttir þar í heimsklassa. Ég slysaðist til þess að hlusta á Ljósvakann um daginn og það kom mér á óvart hversu þægileg, létt- klassísk og góð dægurlög eru spiluð þar. Djassinum eru einnig gerð góð skil og ég sé að Ljósvakinn er þægi- leg rás fyrir menn með minn smekk. Kiýsuvíkursamtökin: Söfnuðu þremur til fjórum milljónum Söfnun Krýsuvíkursamtakanna, sem var í gangi í sumar, skilaði af sér þremur til fjórum milljónum króna. Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir. Erfitt hefur reynst að meta hin- ar ýmsu gjafir til peninga, svo sem vinnu og efni. Krýsuvíkursamtökin hafa fram- kvæmt ýmislegt fyrir söfnunarféð, fyrst og fremst í þeim hluta hússins sem fyrst verður tekinn í notkun. En þaö er um fjórðungur hússins. Búið er að ganga frá pípulögn, setja ofna í húsið og gera við þakið. Nú er verið aö mála húsið að innan. Hjá fjárveitinganefnd liggur beiðni frá Krýsuvíkursamtökunum um framlag vegna hitaveitufram- kvæmda. Ætlunin er að virkja 2000 kílóvatta holu. Varmann á að nota til upphitunar, ylræktar og upp- græðslu landsins. -sme Ráðstefna Samtaka jafnréttis og félagshyggju á Akureyri: „Háværar raddir um að klekkja á gróðaöflunum" - segir Stefán Valgeirsson alþingismaður Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: „Eftir því sem áform ríkisstjórnar- innar hafa verið að skýrast undan- fama daga hafa þær raddir orðið mun háværari að eitthvað þurfi að gera til þess að klekkja á þeim gróða- öflum sem vaða uppi í þjóðfélaginu. Hefur verið rætt um það hvort ekki væri hægt að stofna stjórnmálaílokk sem beröist gegn þessum öflum eða jafnvel kosningabandalag vinstri- rnanna," sagði Stefán Valgeirsson alþingismaður í samtali við DV eftir að ráðstefnu Samtaka jafnréttis og félagshyggju lauk á Akureyri um síð- ustu helgi. Á ráðstefnunni voru fjölmargir frummælendur sem komu úr ýmsum stjórnmálaflokkum, og menn veltu því mjög fyrir sér hvort þessi ráð- stefna væri e.t.v. upphafið að stofnun flokks eins og Stefán talaði um hér að framan. Úr því varð ekki nú hvað sem síöar verður. Níu manna nefnd, skipuð fólki úr a.m.k. þremur stjórnmálaflokkum, vann að lokagerð ályktunar sem samþykkt var samhljóöa á ráðstefn- unni en hana sóttu talsvert á annað hundrað manns. í ályktuninni segir m.a. að það sé ekki í neinu samræmi við kosninga- loforð stjórnmálaflokkanna að leggja 25% soluskatt á aUar vörur um næstu áramót og breyta í virðisauka- skatt í ársbyrjun 1989. Ekki heldur að lækka tolla á ýmsum innfluttum vörum án tillits til samkeppnisað- stöðu innlendrar framleiðslu. Það samrýmist heldur ekki kosn- ingaloforðunum að fella niður allar niðurgreiðslur á innlendum búvör- um, jafnframt því að tollar eru felldir niður á niðurgreiddum erlendum landbúnaöarvörum. í kosningalof- orðum stjómarflokkanna hafi heldur ekki verið sagt að niður- greiðsla á áburði verði afnumin eða að dregiþ yröj jír, franilögum til ýmissa þátta landbúnaðarins. í ályktuninni segir að raunvextir á íslandi nálgist nú heimsmet, vextir hafi meira en tvöfaldast á árinu enda hafi ávöxtunarmöguleikar fjár- magnseigenda hækkað um 60% á 5 mánaða valdaferli ríkisstjórnarinn- ar. „í drögum að fmmvarpi um fisk- veiðistefnu fyrir árin 1988-1991 er gert ráð fyrir svo miklum samdrætti í afla 6-10 tonna báta að grundvöllur- inn undir þeim atvinnurekstri er brostinn ef frumvarpið verður sam- þykkt óbreytt," segir um fiskveiði- stefnuna. Ráðstefnan vill minna á að í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því heitið að auka jafnrétti, lækka vexti og stefna að hóflegum raunvöxtum. Þar sé einnig talað um að markmiðið sé að treysta starfsskilyrði í land- búnaði, bæta hag bænda, bæta lífs- kjör og draga úr verðbólgu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.