Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988. Fréttir Árni Vikarsson skipstjóri meó pokana sem í var ullarfatnaður. „Pokar sem þessir þyrftu að vera um borð i öllum skipum," sagði Árni. DV-mynd Brynjar Gauti Ámi Vikavsson, skipstjóri á Akurey: „TiMljun að ég sá blysið“ „Þegar ég hugsa til baka virðist mér sem tilviljun hafi ráðið því að ég sá blysið. Þegar við vorum að leggja línuna gleymdi vélstjórinn að hnýta línuna saman á einum stað. Við það fór línan út í tveimur hlut- um. Þegar við vorum að fara að draga þann hluta af línunni sem sneri öfugt sá ég blysið. Heföi lögnin hjá okkur gengið eðlilega fyrir sig eru litlar lík- ur á að ég hefði séð blysið. Sá sem gleymdi að hnýta línuna saman er mjög góður og vanur sjómaður og shkt hefur aldrei hent hann áður,“ sagði Ámi Vikarsson, skipstjóri á Akurey KE. Árni sagöi að þegar slysið varð, seint á fóstudag, hafi verið 6 til 7 vindstig. Það gekk á með éljum og hvessti á meðan éhn gengu yfir. Ak- urey var þá stödd 8 sjómílur norð- vestur af Garðskaga. Bergþór var að draga línu 8 sjómílur vestnorðvestur af Sandgerði. Aðeins þessir tveir.bát- ar voru á þessum slóðum. Því gerði Ami sér strax grein fyrir frá hvaða báti blysið kom. Hann á erfitt með að gera sér í hugarlund hversu lengi Akurey var að sigla á slysstað. Fundu björgunarbátinn fljótlega „Þegar við komum að slysstaðnum var Bergþór sokkinn. Við fundum gúmbjörgunarbátinn fljótlega. Það gekk mjög vel að koma mönnunum þremur um borð í Akurey. Áhöfnin hjá mér stóð sig mjög vel. Ég held ég geti sagt að allt það sem þeir gerðu hafi verið óaðfinnanlegt. Hvert ein- asta handtak." Þegar Árni sá neyðarblysið áttu þeir á Akurey eftir aö draga sex bjóð. Strax var skorið á línuna. Árni hafði um 30 mínútum áður talað við Magn- ús Þórarinsson, skipstjóra á Berg- þóri. Þá var aht í lagi þar um borð og þeir langt komnir með að draga línuna. Þegar skipverjarnlr þrír af Berg- þóri komu um borð í Akurey vom þeir kaldir og þrekaðir. Um borð í Akurey voru tveir pokar með prjóna- fatnaði fyrir sex menn. Skipbrots- mennirnir fengu því strax þurr og hlý klæði og taldi Árni, skipstjóri á Akurey, að það hafi ráðið miklu um hversu fljótt mennimir náðu sér af kuldanum. Árni sagði að nauðsyn- legt væri að um borð 1 bátum væru svona pokar. Þaö hefði sýnt sig í þessu tilfelh. -sme Tveggja manna saknað af Bergþóri Tveggja manna er saknað af Berg- þóri KE 5 sem fórst um átta sjómílur vestnorðvestur af Sandgerði á fóstu- dag. Báturinn var við línuveiðar í slæmu veðri. Skipverjar áttu aðeins eftir að draga tvö bjóð af línunni þegar báturinn fékk þungan sjó á bakborðshlið. Við það féll báturinn á stjórnborðshhð og sökk á skömmum tíma. Þrír skipverjar náðu að komast í björgunarbát. Einn þeirra var í sjónum í um tíu mínútur. Skipveijar á Akurey KE 121 fundu björgunar- bátinn og komu mönnunum þremur til hjálpar. Tveir skipveija náðu.akki að komast úr bátnum. Þeirra hefur yerið leitað en án árangurs. Eftir að skipbrotsmennirnir voru komnir um borð í Akurey, hóf Akur- ey leit á svæðinu. Fljótlega bættust við fleiri bátar, þyrla og flugvél Land- helgisgæslunnar. Akurey hélt til Keflavíkur með mennina eftir að hafa verið á slys- staðnum í tvær til þrjár klukku- stundir. Mikið var leitað á slysstaðn- um á fóstudagskvöld. Fjörur hafa verið gengnar og skip og flugvélar leitað en án árangurs. Bergþór KE var 56 lesta eikarbátur smíðaður á ísafirði 1957. Bergþór og Akurey héldu til línuveiða á föstu- dagsmorgni og var þá ágætt veður. Spáin var slæm og sagði Árni Vikars- son, skipstjóri á Akurey, að hann hafl ekki lagt alla línuna vegna hversu slæmu veðri var spáð, -sme Félagar úr björgunarsveitum í Garði og Sandgerði gengu fjörur um helgina. Hér eru félagar frá Sigurvon í Sand- gerði að ganga fjörur sunnan við Sandgerði. DV-mynd Brynjar Gauti í dag mælir Dagfari Horfðu á Við erum loks að ranka við okkur eftir jóla- og nýársfagnaöinn. Fólk nuggar stírurnar úr augunum og heldur til vinnu á nýjan leik. Grár hversdagsleikinn er allsráöandi og fáir aukafrídagar í augsýn næstu mánuði. En það dugar ekki að leggjast í volæði og sút heldur verð- um viö að horfa á björtu hliðamar eins og segir í kvæði eins af okkar ástsælustu þjóðskáldum. Og vissu- lega em þær margar, björtu hlið- amar. Við getum til dæmis tekið flugstöðina flnu og dým í Keflavík. Haldið þið ekki að það sé munur að starfsfólkið þar hafi efni á að kaupa sér hlýján fatnað í staö þess aö ríkið eyði stórfé í að kynda upp höllina? Það er svo andstyggilega notalegt að sitja heima í hlýrri stofu og skoða myndir af kapp- klæddu Flugleiðafólki sem á nóg af hlýjum skjólfatnaði til aö geta stundað sín störf. Að vísu hefur þetta fólk haft uppi kjaft og jafnvel hótað því að hætta að vinna ef ekki verði hitað upp. Þetta er náttúrlega lýsandi dæmi um þá heimtufrekju sem veður uppi í þjóðfélaginu. Fólk hættir að taka nótis af því að það geti klætt af sér kuldann nema vinnuveitandinn borgi fyrir. Ekki hefur Dagfari hugmynd um hvort Flugleiðir eða Arnarflug veiti sér- stakan kuldastyrk til starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. En það er alla vega ljóst að fólkið kvartar undan því að þurfa að nota vettlinga við skrifíinnsku. Þar er kannski komin skýring á því hvers könar vettlingatökum er tekið á því hvenær vélar koma og fara. Að vísu eru gefnar út áætlanir sem sýna hvenær brottför á að vera frá Keflavíkurflugvelli til dæmis til New York. En ef einhver er svo einfaldur að halda að áætlun á prenti haldist í hendur við raun- verulegan brottfarartíma þá er .hinn sami hafður af fífli. Hitt ber þó að þakka að yfirleitt er farið í loftið á sama sólarhring og auglýst hefur verið. En það var þetta með kuldann í flugstöðinni fínu. Frétta- miðlar hafa eftir flugvallarstjóra að honum blöskri þessi kuldi. Að vísu hafi komið kuldakast síðast- hðið vor og þá hafí komið í ljós að eftir því seni kaldara er úti þeim mun kaldara verður inni. Þetta þótti mönnum merkilegt og kom flatt upp á alla þá sem höföu lagt heilann í bleyti við það aö hanna flugstöð sem væri þeim eiginleik- um búin að þar væri heitara inni en fyrir utan. Nú er það svo að íslenskir hönn- uðir Flugstöövar Leifs Eiríkssonar höfðu jafnan búið viö þægilegan stofuhita í erlendum háskólum meðan þeir voru við nám. Hins vegar höföu þeir frétt á skotspóh- um að vindasamt gæti verið á íslandi og þá ekki síst á Miðnes- heiði. Til þess að komast aö því hvort þetta væri rétt eða ekki brugðu þeir á það þjóðráð að búa til líkan af flugstöðinni og senda vestur um haf, nánar tiltekið til Kólóradó eftir því sem næst verður komist. Háskóh í því fylki var beð- inn að komast að því hvernig vindar blesu á Miðnesheiði á Is- landi. Vísindamenn á staðnum brugðu viö skjótt og settu líkanið í sérstakan stormsvelg sem blés úr öhum áttum. Niðurstaða þeirra var sú að útihurðir á flugstöðinni væru alltaf í logni ef farið væri að þeirra ráðum. Hönnuöir á íslandi tóku þessu feginshendi og voru sann- færðir um að þar með heföu hálærðir menn í Ameríku komist að því hvernig vindaði á íslandi. í framhaldi af þessu voru hann- aðar spes rafmagnshurðir sem áttu að opnast og lokast eftir því sem vindar vhdu en ekki eftir því hvort fók vildi ganga þar í gegn. Kom þá í ljós að stormgöngin í Kólóradó höfðu reiknað vitlaust og hurðir opnuðust gjarnan því oftar sem kaldara var úti og stormurinn blés fastar án þess aö nokkurt tillit væri tekið til þess hvort farþegar þyrftu að nota þessi stormgöt til að tékka sig inn eins og það heitir á flugmálinu. Enda skiptir velferð farþega ekki öllu máli þegar Flug- stöð Leifs Eiríkssonar er annars vegar. Þó hefur verið reynt að gleðja farþega með ærnum til- kostnaði til dæmis með því að flytja inn eölur frá íjarlægum löndum fyrir milljónir króna undir því yfirskini að verið sé að flytja inn trjágróður. En við þessir aumu far- þegar skulum horfa á björtu hlið- arnar. Til dæmis er það gott að þurfa ekki að dveljast í flugstööinni nema hálfan sólarhring eða svo miðaö við normalseinkanir Flug- leiða. Þess vegna er nóg aö vera í ullarfrakkanum Og með góðan tref- il en skilja má gömlu gæruúlpuna eftir heima þar sem maður er ekki starfsmaöur í • flugstöðinni sem hönnuð var með tilliti til vind- sveipa í stormgöngum í háskóla í Kólóradó. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.