Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁtS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Samdráttur Tölur, sem eru smám saman að berast frá Þjóðhags- stofnun, benda til þess, að samdráttur á þessu ári verði meiri en fyrst var ætlað. Stofnunin er að koma saman endurskoðaðri þjóðhagsspá. Saðan hefur breytzt frá því, sem við var búizt, þegar þjóðhagsáætlun var gerð síðastliðið haust og fjárlagafrumvarp lagt fram. Nú stefnir í, að viðskiptakjör okkar við útlönd rýrni meira en við var búizt. Breytingin hefur stafað af lækk- un dollars, sem mikið af útflutningi okkar er bundið við. Breytingin stafar einnig af því, að horfur í alþjóðleg- um efnahagsmálum hafa versnað vegna lækkunar hlutabréfa á alþjóðamörkuðum. Þetta þýðir, að hagur manna hefur orðið erfiðari víða um lönd, og gjöldum við þess, þegar að því kemur, að erlendir aðilar hugsi sér kaup á okkar vörum. Þessar breytingar hafa mikil áhrif hér heima og auka okkar vanda. Þá virðist hér vera stefnt að minni þorskafla á nýbyxj- uðu ári en fyrr var ætlað. Þorskafli gæti þannig orðið 40 þúsund tonnum minni en fyrr var tahð. Þessi minnkun gæti þýtt, að útflutn- ingstekjur okkar yrðu 4-5 prósent minni, og þetta gæti þýtt, að framleiðsla í landinu og tekjur þjóðarinnar yrðu 1-2 prósent minni en ætlað var. Rétt er að hvetja stjórn- völd til að fara hægt í þorskafla og hlusta á ráð fiskifræð- inga. En það þýðir, að tekjur, sem við. höfum til skiptanna, minnka, þegar þorskafh minnkar. Þessi vandi bætist við fyrrnefndan vanda, sem hlýzt af rýrnun viðskiptakjara. Fleira kemur til. Við frekari athugun Þjóðhagsstofnunar mun hallinn á viðskiptum okkar við útlönd reynast meiri en fyrr var talið. Viðskiptahalhnn virðist til dæmis hafa verið yfir 4 mihjarðar árið 1987. Áður hafði veriö búizt við, að við- skiptahahinn hefði orðið 2,5 mihjarðar á síðasta ári. Þessi breyting í reikningi þýðir, að við stríðum við miklu meiri viðskiptahaha á yfirstandandi ári, 1988, en menn höfðu áður búizt við. Við glímum sem sagt við meiri skuldir en tahð hafði verið. Vandinn við að rétta efna- haginn af verður mun meiri. Vandamál okkar eru síður en svo upp talin með þessu. Staða útflutningsatvinnuvega hefur orðið mjög erfið. Tahð er vera 3-5 prósent tap á botnfiskvinnslu í heild, og 7-9 prósent tap á frystingunni, sé hún tekin sérstak- lega. Vandinn er mikih í uhafiðnaði. Þegar litið er á horfurnar í heild sinni, að því síðasttalda meðtöldu, sést, hvers vegna talað er um gengisfellingu krónunn- ar. Gengisfelhng verður ekki umflúin til eihfðarnóns, en hún yrði skammgóður vermir, ef fljótlega fylgdu samsvarandi hækkanir á kostnaði, svo sem almenn launahækkun. Þá þýddi þetta aðeins, að verðbólga magnaðist. í þessari stöðu efnahagsmála verður erfitt að semja um kaup og kjör. Horfa verður til þess, að síðustu ár hafa verið góð og kaupmáttur hefur vaxið mikið. Við gætum því verið betur búin en ella til að þola magurt ár. Hætt er við, að ekki þýði að reyna að semja um enn aukinn kaupmátt launa. Shkir samningar færu aðeins beint í verðlag og gengisfellingu með tilheyrandi víxl- verkunum. Reyna verður að varðveita kaupmáttinn. Haukur Helgason „Samandregið þýðir þetta að undanþegið söluskatti er eða má gera: Skip. . .sem smíðuð eru innanlands," segir m.a i greininni. Álitamál við laga- setningu Á Alþingi koma að sjálfsögðu oft upp álitamál í starfi löggjafans. Á þingi sitja margir lögfræðingar og virðast mér ýmis álitamál ekki síöur vefjast fyrir þeim en hinum þingmönnunum sem ekki eru lög- lærðir. Til gamans ætla ég að gera hér eitt áhtamál að umræðuefni ef ein- hver hefði áhuga á að velta þvi fyrir sér. Sérstakléga er svona mál áhugavert fyrir löglærða menn. Frumvarp til laga um söluskatt Nýveriö hefur verið til umfjöllun- ar á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á lögum nr. KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn 10/1960 um söluskatt, með síðari breytingum. Þetta hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum. í þessu frumvarpi, sem nú er reyndar orðið að lögum, er kveðið á um undanþágur frá söluskatti og heimildir til ráðherra til að undan- þiggja söluskatt í ákveðnum tilvik- um. í 3. gr. 11. tölulið segir að t.d. undanþegin söluskatti séu: „Varahlutir, vélar og tæki fyrir flugvélar, eftir ákvörðun fjármála- ráðherra og með þeim takmörkim- um og skilyrðum sem hann setur.“ Hreggviöur Jónsson, Borgara- flokki, flutti síöan breytingatillögu þess efnis að greinin tæki til skipa og flugvéla. Rjármálaráðherra upplýsti aö þessi breytingatillaga væri óþörf þar eð reglugerð væri í gildi er heimilaði niðurfellingu söluskatts af varahlutum, vélum og tækjum fyrir skip. Sú reglugerð væri byggð á heimildum sem þegar væru til staðar í söluskattslögum. Ég verð aö játa að hik kom á mig. Komiö var að atkvæða- greiðslu og lítill tími til stefnu og áríðandi allra hluta vegna að af- greiða söluskattslögin. En spurningin, sem vaknaði í mínum huga, var þessi: Ef Alþingi fellir heimild til íjármálaráðherra um að undanþiggja söluskatti vara- hluti, vélar og tæki fyrir skip, getur þá reglugerð, sem heimilar þetta, staðið áfram? Reglugerö og heimildir í reglugerð nr. 486 um söluskatt frá 1982 segir að úndanþegið sölu- skatti sé: í 17. tölulið: „Sala skipasmíða- stöðva og annarra viðgerðaraðila á efni og vélavinnu til skipaviðgerða. Á þetta við um efni og vélavinnu til viðgerða á bol skipa, föstum vél- um, tækjum og munum sem telja má venjulegt fylgifé skipa.“ í 18. töluliö: „Þegar efni tii skipa- viðgerða er keypt hjá verslunum eða öðrum aðilum, sem ekki annast úrvinnslu þess eða niðursetningu um borð í skipi, er heimilt að end- urgreiða eigendum eða umráða- mönnum skips söluskatt af hinu keypta efni. Sama á við um sölu- skatt sem greiddur er við innflutn- ing skipseiganda sjálfs á efni eða varahlutum til skipaviðgerða.“ Líklega nær þessi reglugerð til að fella niður söluskatt af varahlut- um, vélum og tækjum fyrir skip eins og lagt var til með breytingatil- lögunni þótt mér flnnist einhvern veginn að segja mætti þetta í ein- fáldara máh. En hvað sem því Uður byggir þessi reglugerð á eftirfarandi ákvæðum í lögum sem endurtekin eru í frumvarpinu. Hér er vísað til frumvarpsins í stað eldri laga til einfóldunar. 1. í 3. gr. frumvarpsins: Undan- þegin söluskatti eru: 9. töluliður A „Fasteignir, skip ogflugvélar. Und- anþágan tekur aðeins til báta, sem eru geröir út í atvinnuskyni og flugvéla sem notaðar eru í flug- rekstri." 2. töluliður B „Vinna við skipa- og flugvélaviðgerðir." 2. Heimild til fjármálaráöherra að fella niður eða endurgreiða sölu- skatt samanher 4. gr. 1. töluliður „Efni, vinnu, vélum og tækjum í skip og báta, sem smíð- aöir eru innanlands. Má miða endurgreiðslu við tiltekna fjárhæö á rúmlest." 3.' Lokamálsgrein bæði 3. gr. og 4. gr. sem segir að ráðherra kveöi nánar á um þaö sem fellur undir undanþáguákvæði og um fram- kvæmd. Samandregið þýðir þetta að und- anþegið söluskatti er eða má gera: Skip, vinna við skip og efni, vinna, vélar og tæki í skip og báta sem smíðaðir eru innanlands. Auk þess ákvæði til handa ráð- herra til að kveða nánar á um hvað fellur undir undanþágur sam- kvæmt þessum greinum. Það er út af fyrir.sig túlkunarat- riði hvort heimildarákvæði lag- anna eru næg til þess að standa að baki undanþágunum sem ráðherra setur í reglugeröinni. Mér þykir það ekki einsýnt. Eigi að síður hef- ur þessi reglugerð veriö í gildi frá 1982, byggð á nefndum lagaákvæð- um. Mér vitanléga hefur enginn gert við það athugasemdir. Lagasetning og stjórnarskrá Nú er það svo að stjórnarskrá íslands kveöur skýrt á um að eigi skuh leggja á skatta né breyta né taka af nema með lögum. Þetta ákvæði stjómarskrárinnar hafa reyndar bæði Hæstiréttur og Al- þingi túlkað mjög rúmt. Um það vísa ég til athyglisverðrar bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, Deilt á dóm- arána. Spurningarnar, sem vakna í þessu máli, em margar. 1. Er reglugerðin í samræmi við ákvæði laganna? Fer ráðherra í reglugerðinni lengra en lögin heimila? 2. Felli Alþingi í atkvæðagreiðslu heimild til ráðherra um að fella niður söluskatt af varahlutum, vélum og tækjum fyrir skip, get- ur þá reglugerðin staðið áfram? 3. Er það nægilegt aö ráðherra og þingmenn lýsi yfir í atkvæða- greiðslu að lagaheimild sé óþörf vegna þess að reglugerð sé í gildi er veiti heimildina og reglugerð- in sé samkvæmt lögum sem séu í gildi? Þýðir það að þingheimur lýsi stuðningi við reglugerðina og þar af leiðandi sé hún í gildi burtséð frá því hvort hún raun- vemlega sé byggð á nægjanlega traustum lagaákvæðum? Alþingi felldi breytingatillöguna. Rétt er að ítreka að enginn ágrein- ingur var um aö undanþiggja umrædd atriði söluskatti. Mín afstaða var þessi: Stjórnar- skrá fslands kveöur svo á aö engan skatt skuli leggja á né breyta né taka af nema með lögum. Álþingi og Hæstiréttur hafa túlkað þetta ákvæði mjög rúmt. Eigi að síöur þykir mér meira en orka tvímæhs að reglugerðin geti staðið ef Alþingi fellir thlögu um shka heimild til ráðherra. Enginn ágreiningur var um efnisatriði. Því taldi ég örugg- ara til að tryggja framgang málsins að samþykkja breytingatihöguna. Guðmundur G. Þórarinsson. „Á þingi sitja margir lögfræðingar og virðist mér ýmis álitamál ekki síður vefjast fyrir þeim en hinum þingmönn- unum sem ekki eru löglærðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.