Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988. Jarðarfarir Guðjón Guðmundsson lögreglu- þjónn lést 30. desember. Hann fæddist 17. desember 1945 að Drangs- nesi í Strandasýslu, sonur hjónanna Sólrúnar Guðbjartsdóttur og Guð- mundar Ragnars Árnasonar. Eftirlif- ' andi eiginkona hans er Dagný Björk Þorgeirsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auöið. Útfór Guðjóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ólafur Hjartarson, Grýtubakka 4, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, mánudag 11. janúar, kl. 15. Ragnheiður Sveinsdóttir, Dalbraut 27, sem andaðist í Landspítalanum 28. desember sl., verður jarðsungin frá Fopssvogskirkju þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. Lillian Teitsson, Sóleyjargötu 13, sem andaðist 2. janúar, verður jarðs- unginn frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 12. janúar kl. 15. Sæmundur Einar Þórarinsson, sem andaðist 4. janúar, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. Helge Rosenberg verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn j 12. janúar kl. 10.30. Björn V. J. Gíslason, fyrrverandi vörubílstjóri, Kaplaskjólsvegi 3, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, mánudag 11. jan- úar, kl. 13.30. Jónas Hallgrímsson, Hraunbæ 50, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. Útför Bryndísar Pólmadóttur verð- ur gerð frá Fossvogskirkju miöviku- daginn 13. janúar kl. 13.30. Andlát Sigursteinn Þorsteinsson, Brimnes- vegi 18, Flateyri, lést í Sjúkrahúsi isafjarðar 5. janúar. Fundir ITC deildin Kvistur heldur fund í kvöld, mánudaginn 11. jan- úar, kl. 20.30 að Brautarholti 30. Allir eru velkomnir. Skýrslutæknifélag íslands heldur félagsfund að Hótel Loftieiðum þriðjudaginn 12. janúar 1988 kl. 16. Fyrir- lesari verður Ólafur Guðmundsson tölvunarfræðingur og fjallar hann um efnið Flöskuhálsar í staðarnetum. Ólafur útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1983. Hann starfaði hjá Reiknistofnun Háskólans í eitt ár og lauk mastersprófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Maryland, College Park, í desember sl. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. KafTiveitingar verða kl. 16 á undan fyrirlestrinum sem hefst kl. 16.20. Að loknum fyrirlestrinum mun Ólafur svara fyrirspurnum um efniö. Tilkynningar FAAS Félag aðstendenda Alzheimersjúklinga er með símatíma í Hlíðarbæ við Flóka- götu á þriðjudögum kl. 10-12 í síma 622953. Myndakvöld. Ferðafélags íslands Miðvikudaginn 13. janúar verður næsta myndakvöld F.í. Sýndar verða myndir frá 7 daga gönguferð sem farin var á veg- um Ferðafélagsins sk sumar en gengið var frá Þjórsá hærri Hreysiskvísl um Amarfell sunnan Hofsjökuls til Kerlinga- fjalla. í fréttabréfi Ferðafélagsins nr. 10 er sagt frá þessari ferð en alltaf er sjón sögu ríkari og ættu því myndimar að vera kærkomin viðbót við ferðasöguna. Aðgangur er kr. 100. Myndakvöldið hefst kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meiming Síld og ást... og meiri síld Leikfélag Reykjavíkur sýnir: Sildin er komin í leikskemmu LR við Meistaravelli. Höfundar: löunn og Kristin Steinsdætur. Tónlist og söngtextar: Valgeir Guðjóns- son. Leikmunir og búningar: Sigurjón Jó- hannsson. Dansar og hreyfing: Auður Bjarnadóttir og Hlíf Svavarsdóttir. Útsetn. og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir. Það var sönn síldarstemning i leikskemmu LR við Meistaravelli í gærkvöldi, þegar eldfjörugur söng- leikur, Síldin er komin, eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steins- dætur var frumsýndur þar. Leikfélag Húsavíkur frumflutti verkið við firnagóðar undirtektir í fyrra og fleiri áhugahópar tóku það síðan til sýninga. Reykvíkingum gafst kostur á að sjá uppsetningu LH, þegar hópurinn kom í leikfór suður i febrúar og sýndi verkið í Bæjarbíói í Hafnarfirði. í þessari upphaflegu gerð kynnt- umst við lífinu í litlu plássi úti á landi, þegar síldin kemur og allt fer á hvolf. Aðkomufólk drífur að og heimafólkið setur sig ekki út færi að krækja sér í nokkrar kringlóttar á meðan ævintýrið stendur yfir. Leikritið var byggt upp af laus- tengdum stuttum atriðum og kryddað vinsælum dægurlögum áranna í kringum 1960 sem Iðunn samdi nýja texta við. Þarna stigu ljóslifandi fram á sviðið persónur sem margir kannast við frá þessum árum. Síldarspekúlantinn var þar auðvitað fremstur í ílokki, síldar- stúlkurnar af öllum stærðum og gerðum, aflaklær og eiturbrasarar, kóngsins lausamenn, skólakrakkar og stúdentar og í kjölfarið fylgdu svo „fínir menn á síld“, þeir sem sáu sér leik á borði og stunduðu alls kyns brask og nýttu sér ástand- ið út í hörgul. Þær systur Iðunn og Kristín hafa næmt auga fyrir smáatriðum, ásamt hlýlegri kímnigáfu sem ein- kennir þetta leikrit og kemur fram víðar í verkum þeirra, sameiginleg- um, sem öðrum. Þær semja lát- lausan og eðlilegan texta. Þaö var því alls ekki séð fyrir hvernig takast mundi að blása þetta einkar mannlega og stað- bundna verk upp í nútímalegan og tæknivæddan söngleik. Valgeir Guðjónsson var fenginn til aö semja tónlistina og hann fer svipaðar leiðir og Atli Heimir gerði, þegar hann samdi tónlistina viö Land míns foöur. Áhrif frá vinsæl- um lögum tímabilsins og stíl þess tíma eru merkjanleg en lögin, um tuttugu talsins, eru öll nýsmíð, svo og textarnir, sem eru einnig eftir Valgeir. Tónlistin er kröftug og fjörug í „lifandi" flutningi hljóm- sveitar undir stjóm Jóhanns G. Jóhannssonar sem útsetti lögin. Lög Valgeirs era fjölbreytt og af öllum stærðum og gerðum, rétt Leiklist Auður Eydal eins og sfídarstúlkurnar. Þarna má heyra ljúfar ballöður og dúndur- fjörug lög, og líka allt þar á milli. Og.húmorinn er aldrei langt und- an. Útfærslan er víða með stæl, eins og í söngnum um Laugavatn, (þar sem Þór H. Túliníus fer á kostum), brælusöng sjóaranna, ballsenum og upphafs- og lokasöng svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi. Hins vegar fannst mér stöku sinnum teflt á tæpasta vað t.d. í Volgusöng Bergmundar, þar var söngleikjabragurinn orðinn heldur of áberandi. Þessi tónhst, ásamt þeim breyt- ingum, sem þær Iðunn og Kristín hafa gert á textanum, gerir leikritið að nýju verki og heildstæðara en áður var. En sennilega munu þó einhverjir, sem sáu upphaflegu gerðina, sakna gömlu slagaranna, sem óneitanlega sköpuðu stemn- ingu fyrir þá sem þekktu þessa tíma af eigin reynslu. Það er í rauninni erfitt að fjalla um þessa sýningu nema sem eina heild vegna þess að mér finnst hér hafa óvenjulega vel tekist til með samvinnu allra þeirra, sem að henni standa, enda þungavigtarlið sem hér leggst á eitt með að skapa klassasýningu. Sigurjón Jóhannsson kemur til liðs við LR-menn og nær hinni einu réttu síldarstemningu með leik- munum og búningum. Þar er flest alveg eins og það á að vera enda var hann þaulkunnugur á sOdar- plönum þessa tíma. Skemman sjálf er leikmynd sem ekki á sinn líka og Þórann Sigurðardóttir leikstjóri nýtir líka allar aðstæður af hug- kvæmni. Það má segja að leikið sé upp um veggi og út um öll gólf. Þær Auður Bjarnadóttir og Hlíf Svavarsdóttir semja og stýra dans- atriðum og hreyfmgum, en hvort tveggja er mjög mOdlvægt, því að tuttugu og t-veir leikarar slá ekki af í þá þrjá fjörlegu tíma sem sýn- ingin stendur. Látbragð er töluvert notað, en stundum dugar það ekki til og þá verður heldur betur handagangur í öskjunni, til dæmis þegar eitt ballið snýst upp í alls- herjar slagsmál. Og þó að ljósabúnaður sé ófull- kominn miðað viö það sem gerist í betri húsum og hljóðflutningskerf- ið sömuleiðis þá henta allar aðstæður þessu verki mæta vel, það er bara betra að það sé ekki of glanslegt. Það má segja að hver einasti leik- ari í uppfærslunni sé mikOvægur á sinn hátt því að flestir eru fulltrúar fyrir ákveðnar manngerðir en fá samt furðu margir nokkuð skýr persónueinkenni þó í stuttum at- riðum sé. Mest er engu að síður lagt upp úr hraða og fjöri og því að sýna hvernig heimamenn og aðkomufólk aðlagast því stríðs- ástandi sem ríkir þann stutta tíma sem síldin stendur við. Þóranni Sigurðardóttur leik- stjóra hefur tekist að ná fram þessu sérkennOega andrúmslofti og að virkja alla þá sem við sögu koma tO að gera sitt besta. Leikhópurinn er allur meira og minna í eldlínunni á meðan á sýn- ingu stendur. Þau Guðrún Ásmundsdóttir og Jón Hjartarson eru að öðrum ólöstuðum alveg óborganleg sem heiöurshjónin Málfríður á Símstöðir.ni og Ófeigur bóndi. Bergmundur sOdarspekúlant, sem ýmist er moldríkur eða á hvín- andi kúpunni, er leikinn af Jóni Sigurbjömssyni og Karl Guð- mundsson er yfirvaldið sem ekkert skOur í því að alltaf er til nóg sprútt þó að áfengisútsalan sé lokuð. Þeir era traustir báðir tveir. Aðkomufólkiö er af ýmsu sauða- húsi, þarna eru stælskvísumar Hulla og VOla sem þær Hanna María Karlsdóttir og Sigrún Edda Bjömsdóttir leika. í kjölfar sOdar- bátanna skolar fleiram upp á planið eins og honum LOla sem er einn kóngsins lausamaður. En það hleypur heldur en ekki á snærið hjá honum áður en yfír lýkur. Egg- ert Þorleifsson leikur LOla og gerir úr honum kostulega fígúru, kannski einum of. Valdemar Öm Flygenring er vörpulegur sem aflaskipstjórinn Ponni, draumaprins aOra á plan- inu. Þegar þeir arka í land, Ponni, og stýrimaðurinn hans, Konni, sem Hjálmar Hjálmarsson leOmr sann- færandi, þá stenst ekkert ungmeyj- arhjarta þessa sjón. En það er hreppstjóradóttir inn- an úr Fjalladal, hún Jökla, sem hreppir Ponna, fyrir augunum á dömunum með túperaða hárið og sifíonslæðurnar ómissandi. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur þessa fjall- myndarlegu stúlku sem hefur þau hyggindi sem í hag koma. Margir fleiri koma við sögu og hér skulu aðeins nefndar í viðbót þær Soffía Jakobsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem leika lífs- reyndar konur, og Þór H. Túliníus sem gerir hlutverki Óla mjög góð skO. Svei mér þá ef ekki var kominn líflegur sOdarglampi í augu ýmissa góðborgara sem staddir voru á framsýningunni í Leikskemmunni í gærkvöldi enda ótrúlega margir sem þekkja síldarævintýrið af eigin raun. Það er ekki kafaö djúpt í verki þeirra Iðunnar og Kristínar Steinsdætra en þær hafa lag á að bregða upp smámyndum af fólki og höndla andrúmsloft þessa sér- kennilega tíma sem var en kemur aldrei aftur. AE Krakkar á kostum Sá dýrðarmaður Paul Zukofsky var enn á ferðinni um jóhn. Ekki veit ég hvað hann hefur komið hingað oft til að stjórna æskulýðnum og fræða en í hvert skipti er koma hans eins og himnasending og kraftaverk sem maður er TónJist Leifur Þórarinsson hræddur um að ekki verði éndur- tekið. Að þessu sinni æfði Zukofsky Sinfóníuhljómsveit æskunnar í hálfan mánuð og hélt síðan með henni tónleika sl. föstudagskvöld. Þetta var á sal Menntaskólans við Hamrahlíð þar sem saman kom hljómsveit u.þ.b. 60 æskumanna og kvenna (aldur 12-25) og viðfangs- efnin vora ekkert smávegis: Pákuþyrlssinfónían eftir Haydn og þriðja Schumanns. Hvernig meistarinn fer að því að Paul Zukofsky stjórnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar. stiUa þennan ósamstæða hóp ungl- inga tO listrænna átaka, sem eru marktæk og gefandi, er hulin ráð- gáta. Auðvitað var Haydn ekki hlaðinn þeim glitrandi fítonskrafti sem maður.heyrir hjá heimshljóm- sveitum en hann komst allur sterkt tO skila. Og í Schumann fóra krakkarnir á kostum þannig að undir tók í hjörtunum. Sá sem getur unnið svona fallega með byrjendum ætti að geta komið Sinfóniuhljómsveit íslands til við ýmislegt, eða hvað? Að vísu hefur Zukofsky stjórnað S.í. á nokkram afbragðstónleikum, fyrir margt löngu og stjórnað henni viö flutn- ing íslenskra tónverka í hljóðritun- DV-mynd Brynjar um. En af einhverjum ástæðum hefur S.í. ekki séð ástæðu tO að nýta sér krafta hans í seinni tíð. Fróðlegt væri að fá upplýst hver er ástæðan. LÞ sjá einnig bls.38

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.