Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
Útlönd
DV
í Managua j Nicaragua söfnuðust um tíu þúsund manns saman i gær og kröfðust aukins lýðræðis.
Símamynd Reuter
Tíu þúsund
mótmæla
Um tíu þúsund íbúar Managua,
höfuðborgarinnar í Nicaragua, hóp-
uðust út á götur í gær og kröfðust
þess að herskylda yrði lögð niður,
að komiö yrði á ritfrelsi og að vinstri
stjórn landsins hætti eftirliti með
verkalýðsmálum, menntamálum og
efnahagsmálum.
Unglingar, sem huldu andlit síu
með vasaklútum, máluðu slagorð á
húsveggi samtímis sem mótmælend-
ur marseruðu um götur höfuðborg-
arinnar og kölluðu fram kröfur
sínar. Lögregla fylgdist með kröfu-
göngunni úr fjarlægð.
Efnt var til göngunnar í tilefni af
því að tíu'ár voru liðin frá moröinu
á Chamorro, ritstjóra dagblaðsins La
Prensa, blaðs stjórnarandstöðunnar.
Chamorro var myrtur í janúar 1978
eftir síendurteknar árásir á Somoza
einræðisherra. Morðið á honum varð
meöal annars til þess að sandinistum
tókst að fella Somoza einu og hálfu
ári síðar. La Prensa, sem nú er undir
stjórn ekkju Chamorros, sakar
sandinista um að hafa svikið loforðin
um lýðræðisstjórn.
Útgáfa blaðsins var stöðvuð í júlí
1986 þar sem blaðinu var gefiö að sök
að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna
í landinu. Útgáfa þess var leyfð á ný
fyrir nokkrum mánuðum í kjölfar
samnings forseta fimm Mið-Amer-
íkuríkja í ágúst síöastliðnum.
í samningnum var kveðið á um
aukið lýðræði í löndunum fimm og
vopnahlé.
FYRIRTÆKITILSÖLU
• Fiskverkun meö útfl. ásamt
eignum - mikil velta - góö
kjör.
• Matvöruverslun í Breiðholti -
mánaðarvelta 6,0 millj. -
mögul. á láni til lengri tima.
• Veitingastaður í hjarta borg-
arinnar - mikil velta - fallegar
innréttingar.
• Heildverslun með snyrtivörur
- góð kjör.
• Byggingavöruverslun í
Reykjavík - góð umboð.
• Litil matvöruverslun ásamt
söluturni, verð 1,7 millj.
• Lítil heildverslun með vefnað-
arvörur - góð kjör.
• Tískuvöruverslun með 35
millj. kr. veltu á ári -góð stað-
setning. Uppl. á skrifst.
• Billjardstofa í Breiðholti í eig-
in húsnæði - góð kjör.
• Sólbaðsstofa í Reykjavik -
góð kjör.
• Tískufataverslanir í Breiöholti
- ýmsir greiðslumöguleikar.
• Snyrtivöruverslun í vesturbæ
- miklir mögul.
• Sportvöruverslun i Reykjavík - góð
velta, fallegar innréttingar.
• Tískuvöruverslun við Laugaveg, gott
húsnæði. Góð kjör.
• Sælgætisgerð með nýjum áhöldum.
Miklir möguleikar.
• Unglingaskemmtistaður i Reykjavik.
Sanngjarnt verð.
• Barnafataverslanir i miðbænum. Góð
kjör.
• 15 söluturnar víðs vegar i
Reykjavik, Kóp. og Hafnar-
firði, ýmsir greiðslumöguleik-
ar eru í boði.
Höfum kaupendur að góðum
heildverslunum og söluturnum
með mikla veltu. Um er að ræða
mjög fjársterka kaupendur.
Við aðstoðum kaupendur og selj-
endur fyrirtækja.
Ýmsir fjármögnunarmöguleikar.
VIÐSKIPTAÞJONUSTAN
Skeifunni 17
108 Reykjavik
Sími:
(91 >-689299
Viðskiptafræðingur:
Kristinn B. Ragnarsson.
Lögmenn:
Jónatan Sveinsson hrl.
Hróbjartur Jónatansson hdl.
★ Ráðgjöf ★ Bókhald ★ Inn-
heimtur ★ Skattaaðstoö ★ Kaup
og sala
Leiðtogafundur Sovétmanna
og Kínverja framundan
Mikhail Gorbatsjov, aðalritari sov-
éska kommúnistaflokksins, endur-
tók nú um helgina tillögur sínar
um fund milli sín og Cen Xiaoping,
leiðtoga Kínverja, og gaf í skyn aö
Kínverjar kynnu að þiggja boöið
áður en langt um liði.
Gorbatsjov sagöi í viðtali við kín-
verska vikuritið Liaowang að
stjórnvöld bæði í Moskvu og Pek-
ing gerðu sér ljósa nauðsyn þess
aö leiðtogar ríkjanna hittust að
máli. Ef svo verður yrði það fyrsti
fundur leiðtoga Sovétríkjanna og
Kína í tuttugu og níu ár.
Síðasti leiðtogafundur af þessu
Gorbatsjov telur nú einhverjar líkur á því að Kínverjar vilji leiðtogafund.
Símamynd Reuter
tagi var haldinn árið 1959 þegar
Nikita Krúsjoff, þáverandi aðalrit-
ari sovéska kommúnistaflokksins,
fór til Peking til að hitta Mao Tset-
ung. Mao hafði komið til Moskvu
árið 1957 og verið þar viðstaddur
fjörutíu ára afmæli sovésku bylt-
ingarinnar.
Sömu leiðtogar hittust að nýju
árið 1960, á flokksþingi rúmenska
kommúnistaflokksins, en þá hafði
sambúð ríkjanna versnaö til muna
vegna deilna um stefnumið og ut-
anríkismál.
í síðasta mánuði bar Gorbatsjov
fram tillögu um leiðtogafund, sem
Deng hafnaði alfarið. Gorbatsjov
sagðist þá vera reiðubúinn til að
koma hvert sem er til fundar við
kínverska leiðtogann, en Deng
sagði að fyrst yrðu Sovétríkin að
hvetja Víetnama til þess að flytja
herlið sitt frá Kampútseu. Fyrir
utan Kampútseu hafa Kínverjar
sagt að herlið Sovétmanna í Afgan-
istan og liðsafnaður Sovétmanna
viö kínversku landamærin væru
meöal þess sem stendur í vegi fyrir
því að sambúð ríkjanna tveggja
batni að nýju.
Deng Xiaopeng, leiðtogi Kínverja,
hefur ekki til þessa viljað eiga fund
með Gorbatsjov.
Símamynd Reuter
Hefðbundin
vopn til að hefta
svæðaátök
Þrettán manna nefnd, sem skipuð
var af bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu, skilaði í gær skýrslu, þar
sem hvatt er til umfangsmikiilar þró-
unar hefðbundinna vopna í því skyni
að hefta svæðisbundin átök í hinum
ýmsu heimshlutum. í skýrslunni er
sett fram það álit að Bandaríkjamenn
og bandamenn þeirra verði að auka
og endurbæta hefðbundin vopn sín
til mikilla muna svo hægt verði að
beita þeim gegn svæðisbundnum
átökum sem hugsanlega geta leitt til
kjarnorkuátaka.
í skýrslunni segir nefndin að nauð-
synlegt sé að Bandaríkin og banda-
menn þeirra búi yfir hefðbundnum
vopnum sem hægt verði að beita
hvar sem er. Dæmi sem tekin eru í
skýrslunni eru öll frá átökum í þriðja
heiminum, til árása á Vestur-Evr-
ópu. Segja nefndarmenn að nauðsyn-
legt sé að geta stöövað slík átök áður
en þau verða að kjarnorkustyrjöld
milli stórveldanna.
Skýrslan var í gær send bandaríska
varnarmálaráðuneytinu og á morg-
un verður Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseta, sent eintak af henni. Þá
verða eintök send bandamönnum
Bandaríkjamanna í Evrópu og Asíu.
í skýrslunni kemur meðal annars
fram það álit að allt of mikil áhersla
hafi verið lögð á heftingu með kjarn-
orkuvopnum.
Nefndin starfaði undir forystu Fred
Ikle, aðstoðar-varnarmálaráðherra,
og Albert Wohlstetter, fyrrum pró-
fessors. Meðal nefndarmanna voru
Henry Kissinger, fyrrum utanríkis-
Hermálasérfræðingar Bandarikjanna og Sovétríkjanna funda um þessar
mundir um leiðir til þess að fylgjast með að samningur um eyðileggingu
meðaldrægra kjarnorkuvopna verði haldinn. Eftir að samningur þessi náð-
ist hafa sjónir manna beinst að öðrum þáttum vigbúnaðar. Nefndin, sem í
gær skilaði skýrslu sinni, telur að nú verði að þróa hefðbundinn vigbúnaó
verulega til þess að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld.
Símamynd Reuter
ráðherra Bandaríkjanna, Zbigniew
Brzezinski, fyrrum öryggismálaráð-
gjafi, og nokkrir aðilar sem áður
voru háttsettir í bandaríska hernum,
en eru nú komnir á eftirlaun.
í skýrslu sinni taka nefndarmenn
afstöðu með hugmyndum Reagan
forseta um geimvarnir.